Morgunblaðið - 03.12.1985, Page 16

Morgunblaðið - 03.12.1985, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3. DESEMBER1985 Samgönguráðherra Finnlands, Matti Luttinen, afhendir Jóni A. Skúia- syni, póst- og símamálastjóra, orðuna. Jón A. Skúlason heiöraður með finnskri orðu DAGBLAÐIÐ Helsingin Sanomat í Helsinki birti fyrir nokkru frétt um að forseti Finnlands hafi 5. nóvember sl. heiðrað Jón A. Skúlason, póst- og símamálastjóra, með Ftnnsku Ijónsorðunni, riddarakrossi, fyrir störf hans í þágu alþjóðlegrar og norrsennar samvinnu. Það var samgönguráðherra Finnlands, Matti Luttinen, sem af- henti Jóni A. Skúlasyni orðuna við hátíðlega athöfn. Jón A. Skúlason hefur starfað hjá Pósti og síma í fjörutíu ár. Hann var skipaður póst- og símamálastjóri 1971. Thorvaldsens- félagið með gjafakort THORVALDSENSFÉLAGIÐ gefur út tvö gjafakort til ágóða fyrir starf- semi sína. Annað venjulegt tvöfalt kort en hitt lítið, sem nota má með blómum eða gjöfum. Á bakhlið er merki félagsins. Myndin á kortunum heitir „i gættinni" og er eftir listamanninn Torfa Harðarson, sem gaf félaginu einkaafnot af myndinni. Kortin eru til sölu á Thorvalds- ensbazarnum, Austurstræti 4 og kosta kr. 12.- og kr. 5.- íslenskar ilnwörur. Nýrilrnur: '\0caniqu6 eau de toiiette. úði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.