Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 Stórmót íþróttafréttamanna: KR sigraði í annað sinn — sigruðu Fram í æsispennandi úrslitaleik, 4:3 KR-INGAR sigruðu í stórmóti íþróttafréttamanna í innanhúss knattspyrnu á Akranesi á sunnu- daginn. KR-ingar sigruðu Fram í æsíspennandi úrslitaleik eftir framlengingu, 4—3. Fylkir, sem er núverandi íslandsmeistari { innanhúss knattspyrnu, hafnaöi í þriðja sæti, sigraöí Val, 4—2, í úrslitaleík um þriðja sætiö. Mótið þótti takast vel og voru fjölmargir áhorfendur sem lögöu leið sína í íþróttahúsið á Skaganum. Gull- aldarlið Skagamanna lék sýning- arleik viö Stjörnulið Ómars Ragn- arssonar viö góðar undirtektir. Átta liö tóku þátt í þessu móti íþróttafréttamanna, sem er oröinn árlegur viöburöur í íþróttalífinu hér á landi. Fyrst var keppt um bikarinn, sem Adidasgefur, 1983. Þásigruöu Framarar og í fyrra sigruöu KR-ing- ar. Þeir endurheimtu titilinn aö þessu sinni og voru vel aö sigrinum komnir. Liö íþróttafréttamanna kom tölu- vert á óvart er þeir sigruöu Þór frá Akureyri, 5—2, og varö þaö til þess aö Þórsarar komust ekki í úrslita- keppnina. Þeir höföu unniö Fram í fyrsta leik, 3—2. Liöunum var skipt í tvo riðla. í A-riöli léku KR, sem vann á þessu stórmóti ífyrra, Fylkir, núverandi islandsmeistarar í innan- hússknattspyrnu, ÍA, sem varö í ööru sæti á islandsmótinu í sumar og ÍBK, sem varö í fimmta sæti deildarinnar. i B-riöli voru Þór, sem var í þriöja sæti deildarinnar, Fram, sem eru bikarmeitarar, Valur, sem eru núverandi islandsmeistarar og samtök íþróttafréttamanna. Tvö efstu liöin í hvorum riöli léku síöan til úrslita. Efsta liöiö í A-riðli iék viö næst efsta liöiö i B-riðli og öfugt. í A-riöli sigruöu KR-ingar og Fylkir var þar i ööru sæti. Fram var efst í B-riöli og Valur í ööru sæti. Morgunblaðið/Bjarni • Markahæstu leikmenn mótsins, Sæbjöm Guömundsson, KR og Guðmundur Steinsson, Fram. Sæbjörn skorar hér eitt af 14 mörkum sínum í mótinu. Guðmundur skoraöi 12. KR sigraöi Val, 4—2, í undanúrslit- um og Fram vann Fylki, 5—4, í mjög jöfnum og spennandi leik. Þaö voru því Valur og Fylkir sem kepptu um þriöja sætiö og Fram og KR um fyrstasætið. Fyrst léku Fylkir og Valur um þriöja sætiö. Fylkismenn sýndu þaö og sönnuöu aö þeir eru góðir innan- hússknattspyrnumenn og sigruöu islandsmeistarana utanhúss, Val, nokkuö örugglega, 4—2. Úrslitaleikur Fram og KR var mjög jafn og skemmtilegur og var greinilegt aö þetta voru bestu liðin i keppninni. Staöan í leikhléi var jöfn, 1 — 1. Enn var jafnt er leiktími var úti, 3—3. Framlengt var þá í 2 x 3 mínútur. Þá reyndust KR-ingar sterkari og skoraöi Sæbjörn Guö- mundsson sigurmarkiö í fyrri hálf- leik framlengingarinnar. Framarar reyndu allt hvaö þeir gátu til aö jaf na en góö vörn KR-inga kom í veg fyrir þaö. Þeir unnu því Adidas- bikarinn í annaö sinn. Sæbjörn Guömundsson, KR, var markahæsti leikmaður keppninnar, skoraöi alls 14 mörk. Guömundur Steinsson, Fram, var í ööru sæti meö 12mörk ogGuömundurTorfa- son, Fram, var þriöji meö 9 mörk. Úrslil Isikja voru sam hér ssgir: A-riöill: KR-Fylkir... 1:2 lA-fBK___4:2 KR-fBK....7:3 ÍA-Fylkir... 2:2 KR-Ia____7:3 fBK-Fylkir.. 5:4 B-riöill: Þór-Fram... 3:2 Si-Vslur.... 1:5 Sf-Þór__5:2 Valur-Frsm.. 2:3 Þór-Vslur.. 3:3 Sf-Fram...0:16 Undanúrslit: KR-Valur.....4:2 Fram-Fylkir..5:4 Úrslit: Fylkir-Valur.4:2 KR-Fram....4:3 (Iraml.) KR-ingar sigruðu • Sigurlið KR-inga. Neðri röð fré vinstri: Jón G. Bjarnason, Rúnar Kristinsson, Ágúst Már Jónsson, fyririiði, Sæbjörn Guömundsson. Aftari röð frá vinstri: Guðjón Árni Ingvason, aöstoðarmaöur, Stefán Jóhannsson, Björn Rafnsson, Willum Þórsson, Heimir Guðjónsson, Sævar Leifsson, Guðmundur Péturs- son, liðsstjóri og Sigurður Helgason, vatnsberi. MorgunblaðlO/ Bjarnl • Ríkharöur Jónsson, sem var einn besti knattspyrnumaöur landsins um árabil, lék með gullaldarliði Skagamanna gegn stjörnuliði Ómars Ragnarssonar. Ríkharöur sýndi þaö og sannaði að lengi lifir í gömlum glæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.