Morgunblaðið - 03.12.1985, Side 57

Morgunblaðið - 03.12.1985, Side 57
T MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 57 skipta til að koma bílnum á venjulegan umferðarhraða. Mazda 323 l,6i er framhjóla- drifinn einsog aðrir í hans ætt en þess gætir lítið í venjulegum akstri. Þó ná dekkin ekki að koma kraftinum til skila niður á veginn þegar gefið er í í lágum gír og og beygt um leið. Þá hrist- ist bíllinn og skelfur að framan og dekkin fleyta kerlingar á malbikinu. Vökvastýrið er mjög gott, ekki of létt, og svörunin eins og best verður á kosið. Mazda 323 l,6i er ekki eins þýður og aflminni bílar af sömu gerð, en þó væri synd að segja að hann væri hastur. Ökumaður og farþegar verða varir við ójöfnur í vegi en þó ekki svo að valdi óþægindum. Þessi bíll er enginn nýrnaskekir og fyrir utan hávaðann af vélinni þegar henni er snúið hátt í gírun- um er hann hljóðlátur, vind- og dekkjadynur hverfandi lítill og hvergi skrölt að heyra. Það verður ekki af japönskum bílaframleiðendum skafið að þeir bjóða í bílum sínum ýmiss konar þægindi fyrir ökumenn og far- þega sem kaupendur flestra evr- ópskra bifreiða verða að panta sem aukahluti dýru verði. Mazda 323 l,6i er þar engin undantekn- ing. Ljós kvikna í hurðum þegar bíllinn er opnaður og ljósgeisli vísar veginn að inntakinu fyrir lykilinn bæði í hurðinni og fyrir startið. Hægt er að stilla stýris- hæðina eftir hentugleikum, og sömuleiðis bílstjórasætið á ýmsa vegu. Sætin eru góð, áklæðið virðist vandað. Allur frágangur á bíln- um virtist góður. Farþegarými aftur í er furðu gott miðað við stærð bílsins, en heldur eru aft- ari dyrnar þröngar. Miðstöðin er fljótvirk og ekki hávær. Hægt er að velja um fjórar stillingar á henni. í hnotskurn Mazda 323 l,6i er fernra dyra smábíll með kraftmikilli vél. Hann er yfirlætislaus og vandað- ur að allri gerð. Þessi bifreið liggur vel á vegi án þess að vera höst og vel er búið að farþegum. Mazda 323 l,6i er á góðu verði. Manneldisfélag íslands: Félagsfundur um hjartasjúkdóma Manneldisfélag íslands boðar til félagsfundar í stofu 101 í Odda, hinu nýja hugvísindahúsi Háskóla íslands, á morgun, miðvikudag, og hefst hann kl. 20.30. Á fundinum verða flutt tvö er- indi um efni er tengjast hjarta- sjúkdómum. Fyrst mun dr. Gunn- ar Sigurðsson, yfirlæknir á Borg- arspítalanum, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdóm- um, tala um „kolesteról efna- skipti". Síðan mun Gestur Þor- geirsson, sérfræðingur í almenn- um lyflækningum og hjartasjúk- dómum, fjalla um spurninguna „Dregur fiskneysla úr kransæða- sjúkdómum?" (Fréttatilkynning) Ný deild opnar í Gráfeldi GRÁFELDUR í Bankastræti hefur hafið sölu á dönskum gler- og krist- alvörum frá Holmengaard of Copen- hagen. Hefur verið opnuð ný deild á 2. hæð Gráfeldar-hússins við Banka- stræti fyrir kristalvörurnar. Á neðri hæð hússins er sem fyrr deild meeð gjafa- og nytjavörur ásamt deild með Lundia-furuhill- um, járn-geymsluhillum, húsgögn- . um og teppaflísum. ((Jr rrítutilkjaninpi)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.