Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 57
T MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 57 skipta til að koma bílnum á venjulegan umferðarhraða. Mazda 323 l,6i er framhjóla- drifinn einsog aðrir í hans ætt en þess gætir lítið í venjulegum akstri. Þó ná dekkin ekki að koma kraftinum til skila niður á veginn þegar gefið er í í lágum gír og og beygt um leið. Þá hrist- ist bíllinn og skelfur að framan og dekkin fleyta kerlingar á malbikinu. Vökvastýrið er mjög gott, ekki of létt, og svörunin eins og best verður á kosið. Mazda 323 l,6i er ekki eins þýður og aflminni bílar af sömu gerð, en þó væri synd að segja að hann væri hastur. Ökumaður og farþegar verða varir við ójöfnur í vegi en þó ekki svo að valdi óþægindum. Þessi bíll er enginn nýrnaskekir og fyrir utan hávaðann af vélinni þegar henni er snúið hátt í gírun- um er hann hljóðlátur, vind- og dekkjadynur hverfandi lítill og hvergi skrölt að heyra. Það verður ekki af japönskum bílaframleiðendum skafið að þeir bjóða í bílum sínum ýmiss konar þægindi fyrir ökumenn og far- þega sem kaupendur flestra evr- ópskra bifreiða verða að panta sem aukahluti dýru verði. Mazda 323 l,6i er þar engin undantekn- ing. Ljós kvikna í hurðum þegar bíllinn er opnaður og ljósgeisli vísar veginn að inntakinu fyrir lykilinn bæði í hurðinni og fyrir startið. Hægt er að stilla stýris- hæðina eftir hentugleikum, og sömuleiðis bílstjórasætið á ýmsa vegu. Sætin eru góð, áklæðið virðist vandað. Allur frágangur á bíln- um virtist góður. Farþegarými aftur í er furðu gott miðað við stærð bílsins, en heldur eru aft- ari dyrnar þröngar. Miðstöðin er fljótvirk og ekki hávær. Hægt er að velja um fjórar stillingar á henni. í hnotskurn Mazda 323 l,6i er fernra dyra smábíll með kraftmikilli vél. Hann er yfirlætislaus og vandað- ur að allri gerð. Þessi bifreið liggur vel á vegi án þess að vera höst og vel er búið að farþegum. Mazda 323 l,6i er á góðu verði. Manneldisfélag íslands: Félagsfundur um hjartasjúkdóma Manneldisfélag íslands boðar til félagsfundar í stofu 101 í Odda, hinu nýja hugvísindahúsi Háskóla íslands, á morgun, miðvikudag, og hefst hann kl. 20.30. Á fundinum verða flutt tvö er- indi um efni er tengjast hjarta- sjúkdómum. Fyrst mun dr. Gunn- ar Sigurðsson, yfirlæknir á Borg- arspítalanum, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdóm- um, tala um „kolesteról efna- skipti". Síðan mun Gestur Þor- geirsson, sérfræðingur í almenn- um lyflækningum og hjartasjúk- dómum, fjalla um spurninguna „Dregur fiskneysla úr kransæða- sjúkdómum?" (Fréttatilkynning) Ný deild opnar í Gráfeldi GRÁFELDUR í Bankastræti hefur hafið sölu á dönskum gler- og krist- alvörum frá Holmengaard of Copen- hagen. Hefur verið opnuð ný deild á 2. hæð Gráfeldar-hússins við Banka- stræti fyrir kristalvörurnar. Á neðri hæð hússins er sem fyrr deild meeð gjafa- og nytjavörur ásamt deild með Lundia-furuhill- um, járn-geymsluhillum, húsgögn- . um og teppaflísum. ((Jr rrítutilkjaninpi)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.