Morgunblaðið - 02.03.1986, Page 4

Morgunblaðið - 02.03.1986, Page 4
P aset SHAM .2 mJDAdtMMUS .QlgAJHMUQgQM 4__________________________MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS1986___________ Dómur hæstaréttar um þungaskatt: Kílómetragjaldið brýtur í bága við Stjórnarskrána Fats Domino: Dýrasti skemmtikraftur sem fram hefur komið í Broadway til þessa. Fats Domino í Broad- way 17.-20. apríl: Mikill heiður að fá þennan mann í húsið - segir Ólafur Laufdal veitingamaður GENGIÐ hefur verið frá samn- ingum við söngvarann og píanó- leikarann Fats Domino varðandi hljómleika í veitingahúsinu Broadway dagana 17., 18., 19., og 20.,_ april næstkomandi. Að sögn Ólafs Laufdal, veitinga- manns, er Fats dýrasti skemmti- kraftur sem fram til þessa hefur komið fram í Broadway, en endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir vegna óvissu um ferða- kostnað fyrir Fats og 14 manna hljómsveit hans frá New Orleans í Bandaríkjunum til íslands. „Mér finnst það mikill heiður að fá þennan mann í húsið. Hann er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífí og fólk á ákveðnu aldursskeiði þekkir hvem einasta tón úr lögum hans,“ sagði Ólafur. „Domino er einn af þekktustu og vinsælustu skemmtikröftum rokktónlistarinnar enda kostar það drjúgan skilding að fá hann. Endanleg kostnaðar- áætlun liggur ekki fyrir, en ljóst er að þótt ég fylli á öllum hljómleik- unum má ég teljast heppinn að sleppa á sléttu." Olafur Laufdal sagði, að um leið og það hefði kvisast_ út, að von væri á Fats Domino til íslands hefðu farið að berast fyrirspumir og pantanir á hljómleikana, jafnvel áður en dagsetningar voru ákveðn- ar og endanleg samningagerð í höfn. Hefðu fyrirspumir jafnvel borist frá Svíþjóð og Danmörku í tengslum við helgarpakka Flug- leiða. „Ég er því vongóður um að Domino verði vel tekið hér á landi enda ekki á hveijum degi sem slíkur gistur kemur í heimsókn," sagði lafur. HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtudaginn í máli Aðalgeirs Sigurgeirssonar vörubílstjóra á Húsavík gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, vegna inn- heimtu svokallaðs „kílómetra- gjalds“ á díselbifreiðir. í málinu reyndi á það, hvort reglugerð um skattinn væri í samræmi við stjómarskrána eða ekki. Sjö dómarar dæmdu í málinu og töldu fimm þeirra, að reglugerð- in bryti i bága við stjórnar- skrána. Tveir dómararanna tóku ekki afstöðu til þess. Fimm dóm- arar töldu að ríkissjóði bæri ekki að endurgreiða skattinn, en tveir dómenda töldu, að ríkissjóði væri skylt að inna endurgreiðslu af hendi. Vom greidd þijú sérat- kvæði í málinu. Aðalgeir Sigurgeirsson krafðist þess, að ríkið endurgreiddi honum þann mismun á „kílómetragjaldi" sem hann hafði greitt samkvæmt mæli á tímabilinu 3. febrúar 1978 til 10. október 1981, og þeirri fjár- hæð sem hann taldi sér bera að greiða sem árlegan þungaskatt. Taldi hann þessa skattheimtu bijóta í bága við 40. grein stjómaskrárinn- ar. Héraðsdómur úrskurðaði að mismunurinn skyldi ekki endur- greiddur, og skaut Aðalgeir þá málinu til Hæstaréttar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- amir Magnús Þ. Torfason, Guð- mundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjömsson, Magnús Thoroddsen, Sigurgeir Jónsson og Þór Vilhjálmsson. í dómi meirihlutans, Magnúsar Þ. Torfa- sonar, Guðmundar Skaftasonar og Þórs Vilhjálmssonar, segir meðal annars efnislega: Kílómetragjaldið er krafið sam- kvæmt reglugerðum sem settar vom á tímabilinu 1978-81 um inn- heimtu bifreiðagjalda í gjaldstigum. Akvæði reglugerðanna um gjald- stiga kílómetragjaldsins em af stefnda (ríkissjóði) talin hafa stoð í lögum um fjáröflun til vegagerðar. Viðkomandi lagagrein veitir ráð- herra heimild til að ákveða með reglugerð, að ökumæla skuli setja í díselbifreiðir og greiða skuli sér- stakt gjald fyrir hvem ekinn kíló- metra samkvæmt mælum þessum í stað árlegs þungaskatts. Síðan segir orðrétt í dóminum: „Ekki er að finna í lögunum ákvæði er takmarki heimild ráðherra til ákvörðunar á gjaldstigum eða breytinga á þeim. Fallast ber á það með áírýjanda að jafn víðtækt framsal löggjafans á skattlagning- arvaldi og hér ræðir um bijóti í bága við 40. gr. stjómarskrár Lýðveldis- ins íslands nr. 33 frá 17. júní 1944 og skatttakan því eigi gild að lög- um.“ í 40. grein stjómarskrárinnar segir að engan skatt megi leggja á né breyta nema með lögum. Undir þessa niðurstöðu taka þeir Magnús Thoroddsen og Guðmundur Jóns- son. Ennfremur segir í dómnum: „A hitt er svo að líta að ekki verður talið að af þessu leiði að áfrýjanda hafi verið með öllu óskylt að greiða þungaskatt í nokkm formi af bif- reiðum sínum. Því er ómótmælt haldið fram að hann hafi jafnan á þeim tíma sem hér skiptir máli greitt þungaskatt af bifreiðum sem „kílómetragjald" athugasemdalaust og án fyrirvara um endurgreiðslu. Með þessu þykir áfrýjandi hafa glatað rétti til að endurheimta það.“ Undir þetta taka þeir Halldór Þor- bjömsson og Sigurgeir Jónsson. í sératkvæði segir Magnús Thor- oddsen að hann sé sammála því að umrædd skattheimta sé ólögmæt, en ósammála því að áfrýjandi hafi glatað endurheimturétti sínum. „Það er grundvallarregla í lög- fræðinni, að menn haldi ekki ólög- mætum ávinningi. Ef ríkissjóður héldi þessum ólögmæta skatti bryti það í bága við þessa grundvallar- reglu,“ segir í sératkvæði Magnús- ar.- Guðmundur Jónsson segir í sérat- kvæði að taka beri endurgreiðslu- kröfu áfrýjanda til greina, en Hall- dór Þorbjörnsson og Sigurgeir Jóns- son töldu, að ekki væri unnt að taka tillit til röksemdarinnar um að skattheimtan bryti í bága við stjómarskrána, þar sem hún hefði ekki komið fram fyrr en við munn- legan málflutning í héraði. Stefán Pálsson, hæstaréttarlög- maður, flutti málið fyrir Aðalgeir Sigurðsson en Gunnlaugur Claess- en, ríkislögmaður, fyrir ríkissjóð. Þetta er í þriðja sinn frá því að fjölgað var í Hæstarétti, að sjö dóm- arar dæma í máli. Fyrri málin fyöl- luðu annars vegar um vaxtasjónar- mið í slysamálum og hins vegar um kjamfóðurgjald. Ef ríkissjóði hefði verið gert skylt að endurgreiða „kflómetragjaldið" hefði skylda til þess getað náð aftur til ársins 1968 og fram á haust 1985 og um veru- legar fjárhæðir hefði verið að ræða. Haustið 1985 var innheimta þessa gjalds ákveðin með bráðabirgðalög- um, þannig að innheimta þess stangast ekki lengur á við ákvæði stjómarskrárinnar. Þórscafé: Morgunblaðið/Emilía Ráðgjafarhópur um nauðgunarmál á vegum Kvennaathvarfsins, frá vinstri Jenný Baldursdóttir, Svein- björg J. Svavarsdóttir, Ragnheiður M. Guðmundsdóttir, Dóra Hlín Ingólfsdóttir, Björg Marteinsdóttir, Standandi er Guðrún Tuliníus ásamt Hjalta Axel. Ráðgjafarhópur um nauðgunarmál: Rúmlega tuttugu nauðg- anir kærðar á hverju ári - flest málin felld niður hjá saksóknara ÁRLEGA eru 20-25 nauðganir kærðar hér á landi, en fjöldi nauðgana er þó talinn miklu meiri, sumir telja að einungis ’/io nauðgunarbrota komi fyrir dómstólana að sögn ráðgjafar- hóps um nauðgunarmál sem starfar á vegum Kvennaat- hvarfsins. Hópurínn hefur veitt þeim konum sem hefur verið nauðgað ráðgjöf og boðið upp á námskeið í sjálfsvörn. Á fundi með fréttamönnum sögðu með- limir hópsins það einnig eitt af höfuðmarkmiðum sínum að uppræta fordóma um nauðgun- armál sem algengir væru meðal almennings og sögðu fréttaflutn- ing oft dæmi um þá fordóma sem væru til staðar. Fram kom að hópurinn býður konum sem hefur verið nauðgað persónulega aðstoð við að leita til þeirra aðila sem hafa með nauðgun- armál að gera, svo sem kvensjúk- dómalækna, lögfræðinga sem hafa sérhæft sig í lögum um nauðgunar- mál, félagsráðgjafa og dómstóla. Þær sögðu það einkenna nauðgun- armál í dómskerfinu að þau tækju að jafnaði mun lengri tíma en önnur mál, og af þeim 20—25 kærum sem berast árlega gengur ekki endan- legur dómur í nema 5—8 málum, hin eru felld niður hjá saksóknara. Innan skamms er að vænta niður- staðna þingskipaðrar nefndar sem unnið hefur að rannsókn á meðferð nauðgunarmála. Þá lögðu þær áherslu á fordóma sem í giidi væru gagnvart nauðgunum meðal al- mennings og í íjölmiðlum og nefndu í því sambandi fyrirsögn í DV þann 18. þ.m. en þar stendur að karlmað- ur hafi verið fómarlamb nauðgara, en konur væru ekki jafnt taldar fómarlömb þessara manna heldur væru þær um leið sakfelldar sjálfar. Nýtt diskótek með bættum hljómburði og ljósabúnaði MIKLAR breytingar og endur- bætur hafa verið gerðar á diskó- tekinu í Þórscafé, bæði hvað varðar innréttingar, ljósabúnað og hljómburð. Nýja diskótekið var formlega opnað á fimmtu- dagskvöldið og það kvöld kom fram í fyrsta skipti í Þórscafé söngkonan Debbie Cameron. Hún mun skemmta gestum Þórs- café nú um helgina, fram á sunnudagskvöld. Þórscafé á 40 ára afmæli á þessu ári og verður þeirra tímamóta minnst með margvíslegum hætti. Breytingarnar á diskótekinu eru liður í því og ennfremur hefur verið sett upp sérstakt diskótek á efri hæðinni með sérstökum ljósabún- aði. Lifandi tónlist verður þó á efri hæðinni eftir sem áður þar sem hljómsveitin Pónik og Einar leikur blandaða danstónlist og Carl Möller leikur fyrir matargesti. Ennfremur munu leikaramir Edda Björgvins- dóttir og Júlíus Bijánsson skemmta í Þórscafé næstu helgar. Hljómflutningstækin og ljósa- búnaðurinn í nýja diskótekinu er með því fullkomnasta, sem sett hefur verið upp hér á landi. í ljósa- sýningum eru hinir ótrúlegustu möguleikar og fengu gestir á fimmtudagskvöldið að sjá sýnishom af þeim fjölbreytileika, en auk mikillar litadýrðar em möguleikar á að senda reykmekki inn á dans- gólfið. Þá hefur diskótekið fengið annan svip með nýjum innrétting- um. Gagngerar breytingar hafa verið gerðar á innréttingum og Ijósa- og hljómflutningsbúnaði í diskótekinu i Þórscafé.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.