Morgunblaðið - 02.03.1986, Page 20

Morgunblaðið - 02.03.1986, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS1986 AM .S 3U DAGUííMU 8 ,ÖI OLOF PALME Með Olof Palme er horfinn af sjón- arsviðinu þekktasti stjómmála- maður á Norðurlöndum, um- deildur en virtur málsvari af- vopnunar og lýðræðislegrar jafnaðarstefnu. Hann átti að baki 30 ára langan stjómmála- feril og í september sl. tók hann við forsætisráðherra- embættinu í íjórða sinn sem leiðtogi Jafnaðarmanna- flokksins, stærsta stjómmálaflokksins í Svíþjóð. Palme, sem var 59 ára að aldri þegar hann féll fyrir morðingjahendi, var kominn af sænskum aðalsættum en gerðist róttækur jafnaðarmaður á unga aldri. Gat hann sér snemma mikið orð fyrir mælsku og hann átti auðvelt með að hrífa fólk með sér þegar hann lýsti framtíðarsýnunum um frið og farsæld á jörðu. And- stæðingar hans virtu hann og drógu aldrei í efa hæfi- leika hans sem mikils forystumanns en oft undu þeir illa ummælum hans, sem þeim fannst einkennast af yfirlætisfullu háði og nöpmm athugasemdum. „Ég er fæddur inn í hástéttina en ég á heima í verkalýðshreyfingunni," sagði Palme einu sinni. „Ég vil vinna fyrir þessa hreyfíngu, sem vill stuðla að frelsi, jafnrétti og bræðralagi manna á meðal.“ Olof Palme var kjörinn formaður Jafnaðarmanna- flokksins og forsætisráðherra árið 1969 en í tvennum næstu kosningum tapaði flokkurinn fylgi og árið 1976 bám borgaraflokkamir sigur úr býtum og mfu 44 ára samfellda stjóm jafnaðarmanna í Svíþjóð. Héldu þeir síðan um stjómvölinn í fjómm ríkisstjómum fram til 1982 þegar Palme leiddi flokk sinn aftur til valda. Palme var mjög víðfömll og málamaður með af- brigðum, talaði ensku, frönsku, þýsku, spænsku og dálítið í rússnesku, og mörgum fannst sem hann nyti sín betur í störfum sínum á alþjóðavettvangi en f hversdagslega dægurþrasinu heima í Svíþjóð. „Sem unglingur sat ég oft tímunum saman fyrir framan hnattlíkan og sneri því fyrir mér,“ er haft eftir Palme, sem síðar á ævinni varð persónugervingur hinnar svokölluðu sænsku „heimssamvisku". Olof Palme fæddist 30. janúar árið 1927, yngstur þriggja barna velmegandi fjölskyldu í Stokkhólmi. Hann var heilsuveill sem bam en námfús með afbrigð- um. Fjögurra ára gamall talaði hann þýsku og frönsku auk móðurmálsins. Palme lauk stúdentsprófi 17 ára gamall árið 1944 en gegndi að því búnu herskyldu og þegar hann lést var hann foringi í varaliði sænska hersins. Hann stundaði nám við Kenyon-háskólann í Ohio í Bandaríkjunum, þaðan sem hann útskrifaðist árið 1948, en ári síðar kvæntist hann tékkneskri konu í Prag í þeim tilgangi einum að koma henni vestur fyrir. Að brúðkaupinu loknu héldu þau til Svíþjóðar og slitu hjúskapnum eins og ráð hafði verið fyrir gert. Síðari konu sinni, Lisbeth, kvæntist Palme árið 1956 og áttu þau þijá syni, sem nú eru uppkomnir. Palme gekk til liðs við Jafnaðarmannaflokkinn árið 1950 og um líkt leyti lauk hann laganámi við háskólann í Stokkhólmi. „Ég mun beijast fyrir jafnaðarstefnuna meðan mér endist aldur til,“ sagði hann á þessum árum. Palme stýrði flokki sínum til sigurs í kosningunum í september sl. og kallaði þá, að tekist væri á um velferð- arríkið. Fékk flokkur hans 159 þingmenn og kommún- istar, sem styðja stjómina, 19. Vinstriflokkamir hafa því 178 sæti á móti 171 sæti borgaraflokkanna. „Við höfum unnið sigur fyrir velferðarríkið,“ sagði Palme þegar úrslitin lágu fyrir. Á stjómmálaferli sínum kom Olof Palme nokkmm sinnum hingað til lands og var hann mjög vel kunnugur íslenskum málefnum og átti hér marga góða vini. Við þessi tækifæri vom myndimar hér á síðunni teknar. Olof og Lisbeth Palme ásamt forseta íslands, frú Vigdísi Finn bogadóttur. Myndin var tekin á Bessastöðum í desember 1984. Palme á fundi með íslenskum jafnaðarmönnum. Hér takast þeir í hendur, hann og Jón Baldvin Hannibalsson, en fremst á myndinni er Eiður Guðnason. heimsókn sinni hingað til lands i desember 1984 vitjuðu Palme og kona hans m.a. skáldsins á Gljúfrasteini. Hér standa þau Halldór Laxness og kona hans, Auður Sveinsdóttir, á bæjarhlaðinu eftir að hafa kvatt góða gesti. Olof Palme lést af sárum sínum skömmu eftir að komið var með hann á Sabbats- bergs-sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Hér yfirgefur Lisbeth, kona hans, sjúkrahúsið yfirbuguð af harmi. Með henni er Jóakim, sonur þeirra hjóna, er náði að komast að banabeði föður sins. AP/Símamynd Forsætisráðherrar Norðurlanda komu saman til fundar í Reykja- vík í desember 1984. Hér éru þeir taldir frá vinstri: Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finn- lands, Olof Palme, forsætisráð- herra Sviþjóðar, Poul Schlliter, forsætisráðherra Danmerkur, Steingrímur Hermannsson, Lis- beth Palme og Káre Willoch, forsætisráðherra Noregs. Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.