Morgunblaðið - 02.03.1986, Síða 22
Fyrir 30 árum tefldu Friðrik Ólafsson og Bent
Larsen frægt einvígi í Sjómannaskólanum um Norður-
landameistaratitilinn í skák. „Einvígið sem öll þjóðin
fylgist með“, var skrifað á baksíðu Morgunblaðsins
þann 22. janúar 1956. Að loknum miklum sviptingum
hafði Larsen sigur 4 '/2—3 V2. Gífurlegur áhugi var
á einvíginu, ávallt troðfullt út úr dyrum og jafnvel,
svo að aðgöngumiðar gengu kaupum og sölum utan
dyra á svörtum markaði.
tormeistararmr hittust
1 fyrír skömmu í hádeginu
í Naustinu til þess að rifja
upp gamlar minningar og skoða
myndir, sem Olafur K. Magnússon,
ljósmyndari Morgunblaðsins, tók
fyrir 30 ánim og á skákmótum síð-
ar. Friðrik bauð Larsen að loknum
hádegisverði að skoða Alþingi og
auðvitað stóðust þeir ekki mátið og
tóku eina hraðskák í Kringlunni og
rifjuðu upp liðna tíð. „Þáverandi
sendiherra Dana, Bodil Begtrup,
var mjög ánægð með veru mína og
sagði að ég væri fyrsti Daninn, sem
væri aufúsugestur á Islandi,“ sagði
Larsen.
„Nú skyldi lamið á
danskinum“
mynd. Og blaðið sagði: „Stjórnend-
ur mótsins tóku upp þá nýbreytni
að hafa færa skákmenn til þess að
skýra skákina jafnóðum og skák-
meistararnir léku. Fluttu þeir skýr-
ingamar Guðmundui' Arnlaugsson,
Ingi R. Jóhannsson og Guðmundur
Pálmason. Fór þetta fram uppi á
lofti, en sjálf keppnin er háð í sal
á neðri hæð. Voru skýringar þessar
hinar ánægjulegustu og var mikill
fjöldi fólks að hlusta á þær. Var
skemmtilegt að hlusta á hve margir
höfðu áhuga á gangi leikjanna."
Útvarpið bíði eftir
úrslitum
Mikill fjöldi áhorfenda mætti í
Sjómannaskólann þegar biðskákin
Friðrik Ólafsson var nýkominn
frá glæstum sigri í Hastings-
mótinu. Hann hafði aðeins einu
sinni beðið lægri hlut í undangengn-
um 26 skákum, meðal annars unnið
hinn kunna skákmann Pilniek
næsta auðveldlega í einvígi. Islend-
ingar beinlínis kröfðust sigurs yfir
Dananum Larsen. Þeir kappar
höfðu fjórum sinnum mæst við
skákborðið og þrívegis hafði Friðrik
borið hærri hlut. Sjálfur sló Larsen
um sig og kvaðst vera kominn til
Islands til þess að sækja titil í í
skápinn.
„Það var nánast formsatriði í
hugum margra að ég sigraði Larsen
eftir alla velgengnina. Nú skyldi
lamið á danskinum. Sárindi gagn-
vart Dönum fundu sér farveg. Sjálf-
ur var ég í sigurvímu eftir alla
velgengnina. Við íslendingar hiifum
fengið að fínna fyrir því í íþróttum,
að þetta er afleit blanda. Þar við
bættist að Larsen tefldi mjög vel
og sigraði í einvíginu," sagði Frið-
rik.
Morgunblaðið/RAX
í Alþingi 30 árum eftir „einvígið sem öll þjóðin fylgdist með“. Friðrik Ólafsson og Bent Larsen skoða
myndir, sem Ólafur K. Magnússon tók á einvíginu.
Miðar á svörtum
markaði
Fyrsta einvígisskákin var tefld
þriðjudaginn 17. janúar 1956. Um
sjö hundruð manns mættu í Sjó-
mannaskólann. Morgunblaðið birti
skákina daginn eftir á baksíðu og
í umsögn Konráðs Arnasonar sagði
þá meðal annars: „Salurinn fylltist
af fólki á svipstundu og sömuleiðis
gangar hússins en þar var skákin
einnig sýnd og á tímabili varð að
loka húsinu en hópur manna var
fyrir utan. Á níunda tímanum kom
kunningi minn inn í salinn sigri
hrósandi. Maður einn hafði komið
út úr húsinu. „Seldu mér miðann,"
hrópaði fólkið fyrir utan — „10
krónur“, „20 krónur“, „30 krónur",
en maðurinn gekk að mér og gaf
mér miðann."
Fyrsta skákin fór í bið en önnur
skákin var tefld á miðvikudeginum.
„Önnur einvígisskákin mjög fjörug
— Larsen gaf skákina eftir 30 leiki,“
var fyrirsögn Morgunblaðsins, sem
úr 1. umferð var tefld. „Fyrsta
einvígisskákin fór aftur í bið —
Friðrik með peði minna og verri
stöðu," var aðalfyrirsögn Morgun-
blaðsins á baksíðu og á föstudegin-
um fór þriðja skákin í bið. í sunnu-
dagsblaðinu var hugvekja um stöð-
una og í Reykjavíkurbréfínu var
ljallað um einvígið. Þar sagði meðal
annars: „Svo mikill hefur áhuginn
verið bæði hér í Reykjavík og úti
um land fyrir þessari keppni, að
hvað eftir annað hefur verið hringt
heim til Vilhjálms Þ. Gíslasonar,
útvarpsstjóra, að næturlagi og hann
beðinn um það að láta útvarpið
ekki ljúka dagskrá sinni fyrr en
úrslit væru kunn í skákinni. Á
vinnustöðum hafa menn komið með
tafl með sér til þess að geta velt
biðskákunum fyrir sér.“
birti skákina á baksiðu með stoðu-
Friðrik Ólafsson og Bent Larsen
fyrir 30 árum með viðurkenning-
ar, sem þeir fengu afhentar.
Á sunnudagskvöldið skall reiðar-
slagið yfir — Bent Larsen vann
báðar biðskákirnar og tók forustu
í einvíginu. Menn voru sem lamaðir.
Kapparnir settust að tafli mánu-
dagskvöldið 23. janpar og sömdu
jafntefli eftir 32 leiki. — Hið eina
í einvíginu. Fimmtudaginn 26. jan-
úar var enn sest að tafli og nú á
afmælisdegi Friðriks. Skákmönnum
þykir afleitt að tefla á afmælisdegi
sínum — þykir nánast óbrigðult að
þá tapast skák. Og svo fór um
Friðrik — hann lék illa af sér og
gaf eftir 45 leiki. „Greinilegt er að
Friðrik teflir undir styrkleika,
hvernig sem á því stendur." Og
menn voru svartsýnir, en þá tók
Friðrik á honum stóra sínum. Hann
sigraði í sjöttu skákinni eftir að hún
hafði farið í bið. Og miðvikudagítin
1. febrúar færði Morgunblaðið þjóð-
inni þau tíðindi á baksíðu, að Friðrik
og Larsen væru jafnir. „Sigur Frið-
riks í gærkvöldi mjög glæsilegur,"
sagði í fyrirsögn blaðsins á baksíðu,
en Friðrik hafði fórnað peði fyrir
sóknarstöðu. Spennan var í hámarki
— síðasta einvígisskákin var tefld
fimmtudaginn 2. febrúar. Fullt var
út úr dyrum í Sjómannaskólanuæ
og gangur skákarinnar skýrður á
baksíðu Morgunblaðsins. Þar sagði:
„Kl. 9 gaf fréttaritari Mbl., K.Á.,
blaðinu upp 13 leikina fyrstu og
sagði. Staðan virðist opin nokkuð
hjá báðum og báðir virðast tefla
með það fyrir augum að gera út
um einvígið í kvöld. Báðir eiga
möguleika — og það eru gagn-
möguleikar hjá báðum. Enn þá er
ekki hægt að segja um hvernig
fara muni.
Of mikill hasar
Klukkan 9.30 16 leikir búnir.
Ummæli fréttaritarans: „Mér fínnst
þetta of mikill „hasar“ og of lítið
öryggi. Langa hrókunin hjá Friðrik
skapar einhverja hættu. En ég sé
ekki hvor staðan er betri nú.
Klukkan 11.30 höfðu verið leikn-
PQ
.SflU
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR2. MARS1986
30 ár
frá einvígi
Larsen
og Friðriks
í Sjómanna-
skólanum:
Þá gengu miðar kaupum og
sölum á svörtum markaði
i