Morgunblaðið - 02.03.1986, Page 30
30
„Þetta er ekki heimspeki
í hefðbundnum skilningi
heldur frekar
heimspekilegar æf ingar
fyrir börn. Það væri
vitanlega vonlaust verk
að ætla sér að halda
kenningum
margvíslegra
heimspekinga að
börnum. Niðurstaðan
hlyti næstum
óhjákvæmilega að verða
sú, að þau yrðu þreytt
og leið. Frá fornu fari
hefur heimspeki
einungis verið talin við
hæfi fullorðinna, að
stunda hana með
börnum gefur henni
nýja ímynd.
Framsetningarmátinn
er að sjálfsögðu annar,
en samt eru sígild
hugtök og ráðgátur
heimspekinnnar tekin til
umfjöllunar. Þau eru
sett fram í
skemmtilegum sögum
og börnin eru fengin til
að ræða málin og reyna
að ná tökum á þeim.“
Þetta segir Hreinn
Pálsson, sem nú vinnur
að doktorsritgerð um
„heimspeki með
börnum“, en svo hefur
þessi angi innan
heimspekinnar hefur
verið kallaður. Hreinn
hefur stundað
framhaldsnám i
Bandaríkjunum um
skeið, fyrst í
vísindasagnfræði og
síðan í heimspeki með
börnum, eftir að hann
lauk BA-próf i í
heimspeki og sögu frá
Háskóla íslands. Hann
var fenginn til að segja
frá viðfangsefni þessa
sviðs innan
heimspekinnar.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS1986
Hreinn Pálsson spjallar við þær Ástu Brynju Ingadóttur og Þrúði Gunnarsdóttur
með dóttur sina, Sigurlaugu Maríu, í fanginu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
„ Að stunda heimspeki
með bömum gefur
henni nýja ímynd“
segir Hreinn Pálsson heimspekingur
Hreinn segir að
það hafi verið
á síðari hluta
sjöunda ára-
tugarins að
brautryðjand-
inn á þessu
sviði, heimspekingurinn Matthew
Lipman, hafí farið að skrifa heim-
spekilegar skáldsögur fyrir böm og
unglinga. „Hann hafði kennt heim-
speki í tæpa tvo áratugi við Columb-
ia-háskóla í New York er hann
komst á þá skoðun að skortur væri
á heimspekilegri vídd í kennslu
bama og unglinga. Hann átti sjálfur
böm á skólaskyldualdri og taldi það
vera í verkahring heimspekinga að
sinna rökvíslegum þankagangi allra
nemenda, ekki síður bama og
unglinga en háskólastúdenta. Hann
tók sig til og skrifaði heimspekilega
smásögu sem hann prófaði með
10-12 ára gömlum nemendum.
Þetta vatt smám saman upp á sig
og brátt var þessi smásaga orðin
að fyrsta kaflanum í Uppgötvuninni
hans Ara, sem fyrst var gefín út
árið 1971. Lipman hefur sent frá
sér fímm skáldsögur að auki sem
eru ætlaðar grunnskólanemum frá
átta ára aldri.
Hverri sögu fylgir stór handbók
fyrir kennara um meginhugmyndir,
leiðbeiningar og verkefni sem tengj-
ast sögunum. En áður en kennari
snýr sér, að verkefnum og um-
ræðuáætlunum kennsluhandbókar-
innar er mikilvægt að byija á dag-
skrá nemendanna sjálfra. Kennslu-
handbókinni er ætlað að vera hug-
mynda- og leiðsagnarbanki sem
kennari sækir í eftir þörfum hóps-
ins.
Skáldsögur Lipmans eru, auk
Uppgötvunarinnar hans Ara, Lisa,
Suki, Mark, Pixie og sagan Kio and
Gus. Þessar sögur fjalla allar um
böm á sama aldri og fyrirhugaðir
lesendur þeirra eru. Sögusviðið er
ofur látlaust, fjallað er um hvers-
dagslega hluti sem oft gerast á
heimili eða í kennslustofu. En það
er að sjálfsögðu víða komið við.
Lipman reynir með þessu móti að
sýna hvemig hversdagsleg atvik
geta leitt til samræðna og bömin
fara að velta fyrir sér sígildum
heimspekilegum ráðgátum um
hugtök sem við notum daglega, eins
og réttvísi, vináttu og frelsi," segir
Hreinn. Um það hvort böm velti
frekar fyrir sér einhverjum ákveðn-
um sviðum innan heimspekinnar en
öðmm segir Hreinn:„Ung böm eru
oftast mjög upptekin af ákveðnum
atriðum innan þekkingarfræði, þau
spyrja mikið spuminga eins og:
Hvemig veistu það? og Af hveiju?
Einnig er siðfræðin ofarlega í hug-
um bama og þar með spumingar
eins og Hvað á ég að gera?“
Drög að þýðingum
Hreinn, sem var nemandi Lip-
mans, hefur notað sögur hans við
æfmgakennslu í skólum í Banda-
ríkjunum. Hann á einnig fyrstu
drög að íslenskum þýðingum á
tveimur sögum og segir að í þeim
sé sérstakur gaumur gefinn að ólík-
um hugsunarhætti sögupersón-
anna. Ari reyni til dæmis að þýða
daglegt mál yfir á rökfræðimál til
að tengsl setninga verði ljósari og
auðveldara verði að draga ályktan-
ir, Lísa fari gjaman eftir hugboðum
og hitti naglann oft á höfuðið af
innsæi og Sigga sé ljóðræn og á
hana leiti gjaman spumingar um
líf og dauða. „í sögunni Uppgötvun-
in hans Ara slengir Kalli því fram
að allir tímar í skólanum séu hrút-
leiðinlegir. María systir hans varar
hann við því að fullyrða þetta um
alla tímana þótt honum fínnist
sumir þeirra vera leiðinlegir. Þar
með eru þau komin út í samræður
um aðleiðslu og alhæfíngar, en án
sérhæfðs orðalags. Svona umræðu-
efni grípa böm á lofti og varpa fram
öðrum svipuðum. Mér eru minnis-
stæðar samræður sem ég átti með
sjö ára bömum í æfíngakennslu í
New Jersey. Þar var rætt um bý-
flugur og stungur þeirra þar til einn
nemendanna varpaði því fram að
þær hefðu sama rétt til lífs og
menn. Þetta leiddi til fjörugra
umræðna um réttindi dýra, bama
og fullorðinna, hver þau væru og
hvaðan komin. Meðal þessara bama
mátti fínna fulltrúa heimspeking-
anna Descartes (dýr hafa ekki sál
og flugur ekki tilfínningar), Hobbes
(hver maður hefur náttúrulegan
rétt til að gera allt sem hann getur
til að halda sér á lífí) og svo Rousse-
aus (allir menn eru góðir að eðlisfari
en þeir lenda í slæmum félagsskap
og troða hver á öðrum).
Niðurstöður umræðna um svona
efni geta verið margvíslegar, þær
em að nokkm komnar undir áhuga
nemendanna og enn frekar undir
spumingum kennara. Þátttakend-
um verður oft ljóst hvað þeir vita
í raun mikið eða þá lítið um tiltekið
málefni. Það skýrir hugsunina að
taka, til í þekkingarforðabúrinu, sjá
hvað er til og hvað ekki. Hver
kennslustund í heimspeki með böm-
um hefst venjulega á því að lesinn
er stuttur kafli úr þeirri bók sem
verið er að fara yfír og síðan em
umræður á eftir. Bömin em yfírleitt
óð og uppvæg og vilja tjá sig sem
mest þau mega. Ifyrst halda þau
að aðalatriðið sé að tala sem hæst
og mest, en smám saman læra þau
að hlusta og taka tillit hvert til
annars. Starf kennarans líkist í
senn hlutverki fundarstjóra og fyr-
irspyijanda á lýðræðislegum fundi.
Nemendur verða að hlusta hver á
annan, læra að vega og meta þann
málstað sem kemur upp og aðlaga
eigin málflutning samkvæmt því.
Aðferð Lipmans er eins konar þjálf-
un í lýðræðislegum vinnubrögðum.“
Tilgangur
„Tilgangurinn með því að stunda
heimspeki með bömum er meðal
annars að vekja þau til sjálfstæðrar,
rökréttrar og skapandi umhugsun-
ar. Bömum er þetta eiginlegt, það
hjálpar samt að kenna þeim rétt
vinnubrögð. Það er alveg eins hægt
að venja þau á að spyrja og ræða
hlutina skipulega eins og hvað
annað," segir Hreinn. En telur hann
þá að þessi þáttur hafí verið van-
ræktur í skólakerfínu hingað til?
„Já, en orsakir fyrir því em flóknar.
Þetta er menningarlegt fyrirbæri
sem á sér margar orsakir. Skólar