Morgunblaðið - 02.03.1986, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS1986
SVIPMYND Á SUNNUDEGI Yoweri Museveni
Martröðin
liðin hiá?
NÝR forseti, Yoweri Museveni, er
kominn til valda I Uganda og hefur lýst
því yfir að liðin sé hjá sú martröð, sem
íbúar landsins hafa búið við frá því á
stjórnarárum Idi Amins Dada, hins
illræmda einræðisherra, á síðasta
áratug1. Museveni er leiðtogi
Þjóðarandspyrnuhers
uppreisnarmanna, sem kollvarpaði
herforingjastjórn Titos Okello
hershöfðingja. Þjóðarandspyrnuherinn
á enn í höggi við leifar fastahersins,
sem ráða yf ir stóru svæði í
Norður-Uganda, og átök þar hafa vakið
ugg um að landið klofni og að
skiptingin verði varanleg. Sjálfur er
Museveni sunnanmaður. Valdataka
hans táknar að í fyrsta skipti síðan
Uganda hlaut sjálfstæði frá Bretum
1962 hafa Bantu-ættflokkar í Suður-
Uganda yf irhöndina í þessu landi
ættflokkaværinga. Völdum Alcholi- og
Langhi-ættf lokkanna í Norður-Uganda
hefur verið hnekkt.
Yoweri Museveni: Boðar breytingar.
Nýi forsetinn er vinstrisinnaður
og hefur líkt sér við Fidel Castro,
sem komst til valda með svipuðum
hætti og hann. Castro hóf baráttu
sfna á Kúbu með stuðningi 12
manna, en Museveni hafði 27 stuðn-
ingsmenn þegar hann hóf skæru-
hemað gegn stjóm dr. Miltons
Obote, eftirmanns Amins, sem
herforingjar undir forystu Titos
Okello hershöfðingja steyptu af stóli
í fyrrasumar.
Síðan her Musevenis tók höfuð-
borgina Kampala í janúarlok hefur
hann heitið „grundvallarbreyting-
um“. Hann hefur gagnrýnt mútur
og hvers kyns fjármálamisferli og
efnt til landsherferðar gegn spill-
ingu. Hann segir að hann muni
kappkosta að tryggja þjóðinni heið-
arlega stjóm og hótar að beita
miskunnarlausum aðferðum til að
ná því marki.
Museveni hefur hvatt erlend ríki
til að veita Uganda aðstoð og segist
munu fylgja óháðri stefnu í utan-
ríkismálum. Hann hefur einnig
heitið því að koma aftur á þingræði,
þótt hann telji að kosningar geti
ekki farið fram fyrr en eftir fímm
ár, og vill binda enda á ættflokka-
eijur. Hann vill ekkert um það segja
hvemig stjómarskrá hann vilji.
Enginn vafí er á því að hann er
sósíalisti, en hann er sagður fylgj-
andi valddreifíngu og „fjölræði".
Meginmarkmið sitt telur Museveni
vera að endurvekja virðingu fyrir
mannréttindum, sem hafa verið fót-
um troðin síðan á valdaárum Idi
Amins Dada, hins illræmda ein-
ræðisherra, 1971—1979, þegar ta-
lið er að 200.000 til 300.000 manns
hafí verið myrtar og þúsundir ann-
arra voru flæmdir í útlegð, þeirra
á meðal menn af asískum ættum,
sem héldu uppi viðskiptalífí lands-
ins.
Þetta segir þó ekki alla söguna,
því að allt að ein og hálf milljón
landsmenn hafa verið myrtir síðan
Uganda fékk sjálfstæði fyrir aldar-
Qórðungi. Landið er auðugt að
náttúrunnar gæðum, en ættflokka-
eijur eru veikleiki þess. Þegar það
hlaut sjálfstæði var það samband
óháðra ættflokka-konungdæma
undir forystu Sir Edward Mutesa,
konungs Buganda-þjóðarinnar.
Obote tók við af Amin, sem hafði
steypt honum af stóli, og borgara-
stríð á valdaárum Obotes kom
Museveni til valda. Museveni mun
vera eini Afríku-Ieiðtoginn, sem
komizt hefur til valda í kjölfar slíkra
innanlandsátaka. Það er líka at-
hyglisvert að hann tók ekki þátt í
baráttunni gegn nýlendustjóm
Breta eins og ýmsir aðrir leiðtogar
blökkumanna. Þó veitist hann oft
harkalega að heimsveldisstefnu, en
Skæruliðar úr Þjóðarandspymuhemum ræða við íbúa þorps 65
km norðvestur af Kampala á dögum borgarastríðsins.
Milton Obote:
Steypt af stóli.
Tito Okello hershöfðingi:
í útlegð í Súdan. '
viðurkennir að ekki sé hægt að
kenna henni um allt sem aflaga fer.
SUNNANMAÐUR
Museveni er 43 ára og var því
innan við tvítugt þegar Uganda
fékk sjálfstæði og fæddist í síðari
heimsstyrjöldinni. Hann er á vissan
hátt tengdur frægri skotliðaher-
deild (King’s African Rifles), því
að hann var skírður Museveni til
heiðurs einni af sveitum hennar.
Nafn hans merkir „sá sem er í
sjöundu", þ.e. 7. hersveit.
Flestir herforingjar og stjóm-
málaleiðtogar Uganda hafa verið
frá norður-hluta Uganda, þeirra á
meðal Amin og Obote, en Museveni
er frá syðsta héraði landsins, sem
er byggt friðsömum hirðingjum.
Faðir hans var efnaður nautgripa-
eigandi af Bahima-kvísl Ankole-
ættflokksins og sá til þess að hann
fengi góða skólamenntun.
Að loknu námi gerðist Museveni
ríkisstarfsmaður og fékkst fyrst við
rannsóknarstörf í leyniþjónustu-
deild, sem dr. Obote, fyrsti forseti
Uganda, kom á fót á fyrstu árunum
eftir að Uganda hlaut sjálfstæði.
Þegar Amin, sem hafði stutt Obote
til valda, sölsaði sjálfur undir sig
völdin 1971 flúði Museveni til
Tanzaníu ásamt tugum annaira
ungra menntamanna. Hann inn-
ritaðist í háskólann í Dar es Salaam,
þar sem mikill byltingarhugur var
í stúdentum um þær mundir.
Hann og aðrir stúdentar frá
Uganda tóku þátt í áformum um
að steypa Amin og reyndu að gera
innrás, en tilraunin fór út um þúfur.
Nokkrir nánustu vinir Musevenis
voru teknir til fanga og líflátnir.
Hann lét það ekki aftra sér frá
því að laumast aftur inn f Uganda
og reyna að skipuleggja andspymu.
Að loknu háskólanámi í stjóm-
vísindum og hagfræði kenndi Muse-
veni í tækniskóla og hlaut síðan
þjálfun hjá skæruliðum, sem börð-
ust gegn Portúgölum í Mósambík.
Þjálfunin kom honum að góðum
notum síðar, þegar hann tók upp
skæruhemað. Hann las mikið í út-
legðinni, m.a. rit Maos, Ches Gue-
vara og hagfræðingsins Galbraith.
Hann er allhrokafullur eins og aðrir
Bahima-menn og ^tærir sig af
þekkingu sinni.
Hann sneri aftur til Uganda
þegar Júlíus Nyerere Tanzaníufor-
seti skipaði her sínum að ráðast inn
í Uganda og bola Amin frá völdum.
Þá hafði Museveni komið á laggim-
ar eigin skæmliðasveit, Fronasa,
(„tjóðbjörgunarfylkinguna"). Hún
gegndi mikilvægu hlutverki og
Museveni var landvamaráðherra í
samsteypustjómum, sem vom við
völd 1979—1980, þegar öngþveiti
ríkti eftir innrás Tanzaníumanna.
STOÐEINN
En Museveni stóð alltaf einn og
baktjaldamökkurum, sem studdu
Obote, tókst að svipta hann völdum.
Þegar efnt var til kosninga tók
hann þátt í stofnun nýs stjóm-
málaflokks. Flokkurinn fékk slæma
útreið í kosningunum og kom aðeins
einum manni að og Museveni náði
ekki kjöri.
Svikum var beitt í kosningunum,
en Obote komst til valda í annað
sinn. Nokkmm vikum síðar, 6.
febrúar 1981, héldu Museveni og
26 félagar hans út í óbyggðir. I
fyrstu töldu fáir að skæmliðamir
væm sigurstranglegir. Því fleiri
árásir sem þeir gerðu á her stjómar-
innar, því harðari og miskunnar-
lausari gagnráðstafanir vom gerð-
ar.
Agaleysi ríkti í hemum og leyni-
lögreglunni, sem snemst gegn
meirihluta þjóðarinnar. Svo mis-
kunnarlausar vom árásir stjómar-
hersins á þorp í Luwaro-héraði
norður af höfúðborginni Kampala —
svokölluðum Luwaro-þríhymingi —
að hann var sakaður um þjóðarmorð
á Baganda-mönnum, sem þar búa.
Stjómarhermenn beittu óspart stór-
skotaliðsvopnum, sem þeir fengu
frá Norður-Kóreumönnum, gegn
svæðum, þar sem talið var að
„stigamennimir", eins og skæmlið-
amir vom almennt kallaðir, væm
í felum.
Stundum dró Museveni sig í hlé
og engu var líkara en að hann hefði
gefízt upp. Þá fór hann til Lundúna
og dvaldist þar í nokkra mánuði.
Judith kona hans, sem er úgandísk
prínsessa, og fjögur böm þeirra
hjóna fengu hæli í Svíþjóð.
Obote beitti öllum tiltækum ráð-
um til að koma í veg fyrir að
umheimurinn frétti um baráttu
Þjóðarandspymuuhersins og
hryðjuverk stjómarhermanna.
Þetta var „ósýnilegt stríð", en hinir
dyggu stuðningsmenn Musevenis,
sem nú skipa æðstu stöður í and-
spymuhemum, gáfust aldrei upp.
Margir læknar, endurskoðendur,
opinberir starfsmenn og háskóla-
menn gengu í lið með Museveni og
auk þeirra lágtsettir foringjar, sem
stmku úr fastahernum. Þessir
menn lögðu kapp á að tryggja
honum stuðning íbúa þorpanna og
náðu góðum árangri.
Byltingarmennimir gerðu mál-
stað Buganda-þjóðarinnar, sem
sætti ofsóknum í hinum illræmda
Luwero-þríhymingi, að sínum. Ta-
lið er að allt að ein milljón manna
hafi beðið bana á þessu svæði á
undanfömum 15 ámm.
Pólitískir „kommissarar" sáu um
pólitíska innrætingu óbreyttra liðs-
manna í óbyggðunum og Museveni
segir að brýnt hafí verið fyrir liðs-
mönnunum að þeir ættu að vera
þjónar þjóðarinnar og aldrei kúgar-
ar hennar. Agi var strangur og
hann segir: „Við tókum fímm her-
manna okkar af lífi fyrir að myrða
borgara."
Museveni telur mikilvægast að
trúnaðartraust hafí myndazt milli
liðsmanna Þjóðarandspymuhersins
og þorpsbúanna og segir að það sé
orðið „hluti af þjóðararfínum". En
„alþýðuher" hans gæti orðið honum