Morgunblaðið - 02.03.1986, Page 45

Morgunblaðið - 02.03.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS 1986 45 starfi þarf ákveðna menntun og starfsþjálfun. Því hlýt ég að líta svo á að kennarar þurfi að hafa mennt- un í kennslu- og uppeldisfræðum." m Vísnaþáttur Hjálmar Jónsson Öll er fyrir austan tjald... Svanhildur Kaaber: „Ef frum- varpið verður að lögum verður vissulega erfíðara að manna kenn- arastöður." væru nauðsynlegur grunnur slíkrar uppbyggingar. Markmið frum- varpsins væri metnaðarfyllra skóla- starf. „Ef frumvarpið verður að lögum verður vissulega erfíðara að manna kennarastöður. Það verður mjög torsótt að skipa fólk sem hefur ekki réttindi til kennslu. En kenn- araskorturinn er ekki til kominn vegna skorts á fólki með kennslu- réttindi. Ástæðan fyrir honum er að fólk ræður sig ekki til kennslu vegna lélegrar starfsaðstöðu og lágra launa. Lagasmíð þessi stefnir að því að gera skólana betur hæfa til að gegna sínu hlutverki." Svan- hildur sagði að auðvitað yrði tíminn að skera úr um hvemig lögin reynd- ust í framkvæmd. „Eg lít á kennslu sem sérgrein og fag sem þarf að læra. Til þess að geta gegnt þessu Hinn dauði iærdómur numinn af bókum ræð- ur aldrei úrslitum Jenna Jensdóttir kennari sagði að tilskilin próf ættu auðvitað að ráða vali í kennarastöður. „Ef það á að útrýma réttindalausum kenn- urum er lögverndun rétta ráðið. Til þess að svara kröfum nútímans fínnst mér næg menntun mikilvæg. Eg var hinsvegar ein þeirra kennara sem urðu að ná sér í réttindi til þess að fá að starfa. Ég lærði í Kennaraskólanum gamla og tók að því loknu 14 próf. En ekki fannst mér ég breytast mikið við það. Gott brjóstvit og næm innsýn eru mikilvægustu þættir í fari hvers kennara. Það verður aldrei hinn dauði lærdómur numinn af bókum sem ræður úrslitum í kennslu." Jenna sagði að nú væri margt það sem áður var sjálfsagður hluti af uppeldi orðið að úrlausnarefni sér- fræðinga. Reynsluheimur, sem bömin móta sjálf, hefði vikið fyrir hugmyndaheimi kerfísins. „Með þetta í huga hlýtur það að vera kappsmál að kennarar séu vel lærð- ir í þeim fræðum sem viðurkennd skólaspeki grundvallast á.“ Jenna benti á að öll sérfræðistörf væru mikilvæg. Kennarastarfíð væri í sjálfu sér ekki mikilvægara en mörg önnur. Til allra starfa þyrfti að mennta hæft fólk. „Hinsvegar tel ég það til vansa fyrir grunnskólakenn- ara, hversu miskunnarlaust sumir þeirra hafa ráðist að þvi fólki sem hlaupið hefur í skarðið í kennara- skortinum." Það þykir að sjálfsögðu mikils virði að styðja mál sitt tilvitnunum í orð merkra manna. Einhverju sinni sat sr. Jón Ragnarsson nú prestur í Bolungarvík og hlýddi á predik- un hjá ónefndum guðfræðingi, er vitnaði í þekktustu guð- fræðinga samtímans. Guðspjallið út hann lagði af list, Ijóss var það bjartur geiri. Vitnaði bæði í Kung og Krist og kannaðist við þá fleiri. Öðru sinni svaraði séra Jón er hann var inntur eftir því hversu honum sæktust fræði- störfin: Mín er framsókn frekar pen, flest þó gengið síkki. Andinn held ég horist en holdiðdafniog fríkki. Bjarni Jónsson frá Gröf orti þetta um frelsiö í vissum heimshlutum: Öll erfyriraustantjald alþýðan i bandi. Svoleiðis er hundahald haft í frjálsu landi. Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari á Akureyri, orti um versnandi ástand og útlit: Miðdigur, gamall og göngumóður. Græðgina finn ég á sjálfum mér bitna. Mikið lifandi skelfing er Guð þeim góður, sem geta étið án þess að fitna. Þetta er kannski ekki óeðli- leg mæða í janúarmánuði. Á þessum sama árstíma orti Einar Guðlaugsson á Blöndu- ósi, en hann stundar einnig búskap: Ekki veit ég vel hvort fékk veturgamla Kolla, en það er víst að þarna gekk þjóðhátíðarrolla. Að lokum er hér ein eftir Pétur í Reynihlíð. Tildrög munu hafa verið þau að hann ásamt fleirum voru seint á hausti í eftirleitum. Eftir nætursvefn í gangnamannakofa tók Pétur upp sauðarkrof og bauð félög- um sínum bita með þessum orðum: Þótt fjúki skrof og skýjarof skal þó krofi lofa, þótt ég sé dofinn upp í klof afþví að sofaíkofa. Pennavinir Ellefu ára sænsk stúlka með áhuga á frímerkjum og íþróttum: Lisa Kollberg, Pl.5306, 90251 Umeá, Sweden. s- Frá írlandi skrifar 28 ára karl- maður með margvísleg áhugamál: Peter Gaynor, 123 Leighlin Road, Crumlin, Dublin, Ireland. Sautján ára norsk stúlka vill skrif- ast á við 16-18 áfa stráka. Hefur áhuga á dansi, tónlist, bréfaskrift- um o.fl. Vill gjaman að bréf fylgi: Bente Helene Sörbröden, Heggeveien 15 F, 1481 Li, Norway. Sautján ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Miko Kawamura, 6-6505,1959 Kamitsuchidana, Ayase, Kanagawa, 252 Japan. Fjórtán ára bandarísk stúlka með margvísleg áhugamál: Jenny Smith, 24031 Sherwood Road, Willits, California 95490, USA. Frá »!srael skrifar 22 ára piltur sem vill skrifast á við íslenzkar stúlkur. Meðal áhugamála eru íþróttir og tónlist: Alex Yanoshok, Rama 24 Tel Aviv, Israel 69186. MÁNN- L E GA S4S \ time manager ' international Lilja Olafsdóttir, fraínkv.stj. hjá SKÝRR “Fyrirtæki sem vilja bæta þjónustu sína ættu að senda starfsmenn sína á þetta námskeið“. Þórður Sverrisson, deildarstj. markaðsd. Verslunarbanka íslands „Mjög gott námskeið fyrir þjónustufyrirtæki, ekki síst stjórnendur.“. Úll fyrirtæki sem vilja bæta þjónustu sína eiga að senda fólk á þetta námskeið. Á þjónustunámskeiðum Scandinavian Service School er beitt aðferðum sem leiðandi fyrirtæki á sviði þjónustu og endurmenntun- ar hafa þróað. Lögð er áhersla á hinn mannlega þátt þjónustunnar — manneskjuna sem ræður úrslitum um viðbrögð viðskiptavinarins. — SAS flugfélagið og Time Manager International tóku höndum saman um stofnun Scandinavian Service School er SAS endur- skipulagði rekstur sinn og hóf markvissa framsókn, en sérfræðing- ar telja að skipuleg þjálfun starfsmanna þeirra hjá skólanum hafi átt stóran þátt í bættum rekstri og aukinni markaðshlutdeild SAS. Scandinavian Service School heldur þiónustu- námskeið á vegum Stjórnunarfélags Islands í Kristalssal Hótels Loftleiða. Cecilie Andvig, einn aðalleiðbeinandi SSS stjórnar námskeið- unum sem fara fram á ensku. Páll Samúelsson forstj. Toyota á íslandi „Námskeiðið er h vetjandi og gerir gott fólk betra“. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 Sími: 97-621066 HLIÐIN 121 Reykjavík o > í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.