Morgunblaðið - 02.03.1986, Side 53

Morgunblaðið - 02.03.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS 1986 53 Staðarsveit: Utigöngufé heimt- ist úr fjöllum Hlíðarholti, Staðarsveit, 18. febrúar. LAUGARDAGINN 15. þessa mánaðar tókst undirrituðum ásamt tveimur ungum mönnum, þeim Bjarna Gunnarssyni og Vigfús Vigfússyni, að handsama fjórar kindur, sem gengið hafa úti í allan vetur í fjallinu ofan við Bjarnarfosskot í Staðarsveit. Áður höfðu verið gerðir út margir leiðangrar til þess að ná kindundum, en án árangurs því þær sluppu alltaf í kletta. Vegna sérlega góðrar veðráttu og lítilla fanna í fjalli höfðu kindum- ar oftast einhverja beit. Í þetta skipti voru þær allfjarri klettabrún- inni og tókst að reka þær í norðvest- ur frá klettunum. Ætlunin var að fara með þær norðan Mælifells og vestan þess, niður af fjallinu, til þess að þær hefðu ekki færi á að hlaupa í kletta eins og áður. Til þess kom þó ekki, því okkur tókst að handsama allar kindumar og voru þær leiddar í böndum niður af fjallinu. Þetta voru þijár ær, ein frá hverjum bæ: Görðum, Kálfárvöllum og Hlíðarholti og þaðan var einnig hrútlamb svo vænta má þess að æmar beri snemma í vor. Kindumar voru allar vel haldnar eftir atvikum; æmar vógu 45 og 47 kíló og hrút- lambið 35. Þrjár ær ganga enn úti í Böðvars- holtsklettum. Upphaflega voru með þeim þijú hrútlömb, en þau hröpuðu öll til dauða í desember vegna klaka í klettunum. - Síðastliðinn vetur gekk ein ær frá Hlíðarholti úti í Bjarnarfoss- klettum. Var hún þar í sjálfheldur í sex mánuði, en losnaði úr henni seint í apríl þegar klaka leysti. Var hey látið síga niður til hennar tvisv- ar sinnum um 90 metra vegalengd og hefur það eflaust bjargað lífi hennar. Hún heimtist svo af fjalli seint í haust og var vel á sig komin. Þ.B. Jazz í Hlaðvarp- anum KJALLARABANDIÐ heldur jazztónleika í Hlaðvarpanum í kvöld, sunnudagskvöld. Mikil aðsókn og góð stemmning hefur verið á jazzkvöldum í Hlað- varpanum að undanfömu og þess vegna hefur verið ákveðið að halda enn eitt. í Kjallarabandinu eru Ari Haralds, Birgir Bragason Friðrik Karlsson og Gunnlaugur Briem. I>júsbarinn verður opinn og allir eru velkomnir. (Fréttatilkynníng:) raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar Frá Borgarbókasafni Reykjavíkur Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29A, verður lok- að vegna viðgerða mánudaginn 3. og þriðju- daginn 4. mars. — Auk þess verða aðrar deildir Borgarbókasafns lokaðar þriðjudag- inn 4. mars kl. 16.00-19.00. Lögmannsstofa Reyndur lögfræðingur óskar eftir að komast í samband við hagsmuna- eða félagasamtök með framkvæmdastjórn, lögfræðiþjónustu og sameiginlegan skrifstofurekstur í huga. Tilboð merkt: „Hdl — 018“ sendist til augl.- deildar Mbl. fyrir 15. marz 1986. Réttindi til hópferðaaksturs Skipulagsnefnd fólksflutninga hefur ákveðið að hópferðaréttindi verði nú gefin út til 5 ára til þeirra sem sækja um endurveitingu en til 1 árs til þeirra sem fá réttindi í fyrsta sinn. Athygli er vakin á að því aðeins teljast aðilar með gild hópferðaréttindi að þeir hafi sótt um endurveitingu. Allar breytingar á bifreiðakosti og skrásetninganúmerum skulu tilkynntar skipulagsnefnd og ekki er heimilt að taka í notkun bifreiðar til hóp- ferða sem flytja fleiri farþega en leyfin til- greina með samþykki skipulagsnefndar. Jafnframt hefur verið ákveðið að lengja umsóknarfrest um hópferðaréttindi til loka marsmánaðar nk. og verður ekki tekið við umsóknum eftir þann tíma. Skipulagsnefnd fólksflutninga, Umferðarmáladeild. Árshátíð Norðfirðingafélagsins verður haldin á Hótel Loftleiðum Víkingasal, laugardaginn 8. mars nk. og hefst með borðhaldi kl. 19.30 stundvíslega. Góð skemmtiatriði, dans. Aðgöngumiðar verða seldir á sama stað fimmtudaginn 6. mars nk. frá kl. 17.00-19.00. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Stjórnin. % Félagsfundur Iðja félag verksmiðjufólks heldur félagsfund í Domus Medica v/Egilsgötu, þriðjudaginn 4. mars nk. kl. 17.00. Fundarefni: 1. Kjarasamningarnir. 2. Önnurmál. Iðjufélagar fjölmennið. Stjórn Iðju. Aðalfundur — Félagið Stoð Félagið Stoð heldur aðalfund sinn miðviku- daginn 5. mars nk. að Hótel Hofi v/Rauðarár- stíg. Hefstfundurinn kl. 20.30. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningarfélagsins. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar. 5. Önnurmál. Allt áhugafólk er hvatt til að mæta. Tillögur um breytingar og nýjungar vel þegnar. Mætum öll. Stjórnin. Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund mánudaginn 3. mars nk. að Hótel Esju, 2. hæð, kl. 20.30. Dagskrá: Kjarasamningarnir Félagsmenn fjölmennið á fundinn og takið afstöðu til þessa þýðingarmikla máls. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. 80 ára afmælisfagnaður Kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík verður haldinn að Hótel Sögu (Átthagasal) þann 6. mars nk. kl. 19.30. Aðgöngumiðar eru seldir í Brynju að Laugavegi 29. Vinsamlega kaupið miða fyrir 4. mars nk. Stjórnin. Landvari Aðalfundur Landvara, Landsfélags vörubif- reiðaeigenda á flutningaleiðum, verður hald- inn að Hótel Esju, Reykjavík, laugardaginn 8. mars nk. og hefst kl. 13.00 stundvíslega. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórn Landvara. Stofnfundur sjálfstæðis- félags á Kjalarnesi veröur haldinn sunnudaginn 9. mars kl. 15.30 í Fólkvangi, Kjalarnesi. Gestir fundarins: Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Matthías Á. Mathiesen. Einnig er boðið á fundinn Gunnari G. Schram, Salome Þorkelsdóttur og Ólafi G. Einarssyni. Kaffiveitingar. Stjórn Þorsteins Ingólfssonar. Þáttaskil Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík boða til fund- ar um nýgerða kjarasamninga og horfur í efnahagsmálum i Sjálfstæðishúsinu Valhöll fimmtudaginn 6. mars nk. kl. 20.30. Frummælandi verður Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæöis- flokksins. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að fjöl- menna. Vörður, Hvöt, Heimdallur, Óðinn. Kópavogur spilakvöld Spilakvöld sjálfstæöisfélaganna i Kópavogi verður haldið þriðjudaginn 4. mars kl. 21.00 stundvislega í sjálfstæðishúsinu Flamraborg 1. Mætum öll. Stjórnin. Stokkseyri Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Stokkseyrar verður haldinn sunnudag- inn 2. mars 1986 kl. 15.30 i Gimli. Dagskrá: Almenn aðalfundarstörf. Önnurmál. Stjómin. HEIMDALI.UR F • U • S Veðsetning ungs fólks hjá erlendum bankastjórum Mánudaginn 3.' mars nk. veröur fundur haldinn í Valhöil, Háaleitis- braut 1 og hefst hann kl. 21.00. Umræöuefnið verður: Veðsetning framtíðar ungs fólks hjá erlendurr bankastjórum. Kynnt verður blað sem gefiö hefur verið ut og tekur fyrir þessi mál ásamt þvi að rakiö verður starf félagsins I tilefni þessarar umræðu dagana 3.-7. mars. Fundurinn veröur haldinn í Neðri deild Valhallar og gestur fundarins verður Vilhjálmur Egilsson form. SUS. Allir félagsmenn velkomnir. Heimdallur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.