Morgunblaðið - 02.03.1986, Síða 59

Morgunblaðið - 02.03.1986, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS 1986 59 C*5 Benedikt Jónsson Húsavík — Minning Fæddur 3. ágúst 1901 Dáinn 22. febrúar 1986 Oft er liðið æviskeið aðeinsnæturvaka verðimanniálangrileið litiððgntilbaka. Þannig kvað Benedikt Jónsson eða Bubbi Jóns eins og Húsvíkingar og fleiri hafa löngum nefnt hann. Vafalítið endurspegla þessi orð viðhorf Benedikts til eigin lífs því að sjálfsögðu er það breytilegt eftir því hvaða höndum lífíð hefir farið um hvem og einn. Benedikt Jónsson lést í Borgar- spítalanum í Reykjavík að morgni 22. febrúar sl. á 85. aldursári. Hann var fæddur í Garði í Aðal- dal 3. dag ágústmánaðar 1901. Foreldrar hans voru hjónin Aðal- björg Benediktsdóttir og Jón Bald- vinsson, síðar rafveitustjóri á Húsa- vík. Var Benedikt elstur 9 systkina og bar nafn móðurföður síns, Bene- dikts Jónssonar frá Auðnum. Árið 1903 fluttist Benedikt með foreldrum sínum til Húsavíkur og þar átti hann heima síðan. Bytjaði ungur að vinna með föður sínum, sem þá var trésmiður á Húsavík, m.a. við tunnusmíði fyrir Kaupfélag Þingeyinga, áþeim árum þegar allt kjöt var flutt út í tunnum. Þá vann Benedikt í vegagerð og var í sveit á sumrin. Árið 1920 var Jón Baldvinsson ráðinn rafveitustjóri Húsavíkur. Var það starf m.a. fólgið í gæslu rafstöðvarvélanna nótt sem dag. Annaðist Benedikt vélgæslu með föður sínum og síðar bróður, Ás- mundi, frá 1920—1948 er nýja rafstöðin komst á laggimar. Jafn- framt veitti hann aðstoð afa sínum, Benedikt Jónssyni frá Auðnum, við Bókasafn Þingeyinga, og er hann féll frá 1939 veitti Benedikt yngri safninu forstöðu til ársins 1951. Þá hafði hann og þann starfa að lesa af rafmagnsmælum á Húsavík og var innheimtumaður hjá raf- veitunni til ársins 1968. Hafði þá verið starfsmaður hennar í 48 ár samtals er hann hætti. Síðustu árin stundaði Benedikt innrömmun á myndun og helgaði líf sitt málaralistinni. Frá unga aldri tók Benedikt mikinn þátt í félagslffi á Húsavík, starfaði í ungmennafélagi, íþrótta- félagi, leikfélagi, laxveiðifélagi, skákfélagi, ferðafélagi og sungið í karlakór og kirkjukór og var enn starfandi í sumum þessara félaga fram undir lokin. í mörgum þeirra átti hann sæti f stjóm um árabil. Sá sem gluggar í gerðabækur þessara félaga kemst að raun um að margar fundargerðir eru með rithönd Benedikts. Þar fer saman falleg skrift, gott mál, greinargóð skýrsla og glögg heimild um það sem á fundum gerðist. Benedikt henti stundum gaman að þessum ritarastörfum sínum og í viðtali við Víkurblaðið á Húsavík fyrir nokkrum ámm segir hann við blaðamann sem innir hann eftir ritarastörfunum: „Það er engin tilviljun að miklir menn hafa verið gerðir að riturum, ha. Sjáið bara Stalín karlinn. Nú og svo er það Bubbi litli Jóns.“ í sama viðtali segir hann og: „Eftir að hafa tekið þátt í félags- störfum í rúmlega 40 ár og þar sem ég hafði ekki gert skyldu mína gagnvart kvenfólkinu og samfélag- inu þá skapaðist visst tómarúm sem þurfti að fylla. Þegar ég varð fimm- tugur gaf ég sjálfum mér liti og striga í afmælisgjöf og síðan hafa flestar mínar frístundir verið helg- aðar málaralistinni og svo auðvitað laxveiðum." Tvo vetur sat Benedikt i Mynd- lista- og handíðaskólanum og 1973 var hann vetrarpart hjá Hringi Jó- hannessyni í Myndlistarskólanum. Þetta sýnir hinn lifandi anda sem löngum bjó með Benedikt. Málverkasýningar hefir hann haldið í Reykjavík, Akureyri og á Húsavík, þá síðustu þegar hann var kominn um áttrætt. Hvar sem Benedikt kom flutti hann með sér hressandi blæ sem smitaði í kring svo að mönnum leið vel í návist hans. Bjó yfir léttu skopskyni. Kunni urmul af sögum og sagði skemmtilega frá. Kryddað frásögnina gjaman með eftirhermu, allt þó í græskulausum tón. Glaðværð fylgdi Benedikt jafnan og hláturinn hjartanlegur. Alvörumaður var hann þó undir niðri og ýmislegt hafði hann við hlutina að athuga oft og einatt. Sem innheimtumanni var Bene- dikt óvenju vel fagnað. Enn minnist margur sem bam þegar innheimtu- maðurinn birtist á heimilinu og átti þá að setjast inn f stofu og teikna myndir á blað fyrir ungviðið sem horfði hugfangið á og fagnaði þess- um óvenjulega „mkkara". Vinfastur var Benedikt og skemmtilegur ferðafélagi. Það reyndu þeir sem með honum störf- uðu í Ferðafélagi Húsavíkur. Tók þar þátt í ferðum fram á efri ár. Hélt sér vel, snaggaralegur og létt- ur í spori. enda ekki slitinn af líkam- legu erfiði um dagana, líkamaléttur og smávaxinn. Benedikt var bókelskur maður og ljóðelskur. Fékkst nokkuð við að yrkja sjálfur. Átti ekki langt að sækja því foreldrar hans vom báðir prýðilega hagorðir og móðursystir hans var skáldkonan Hulda. Á árshátíðum laxveiðifélagsins flutti hann gjaman gamanbrag eftir sig við fögnuð félaga sinna. Hann unni íslenskri náttúm og gekk á vit hennar á hveiju sumri með liti, pensil og striga. Fann sér þann heim sem hann hvarf til er aldur færðist yfir og varð honum lind sem hann teygaði af sér til andlegrar og líkamlegrar heilsubót- ar. Allmörg sfðustu ár áttu þau saman heimili að Túngötu 20 á Húsavík, systkinin Benedikt, Ás- mundur og Guðný. Þar studdu þau hvert annað í braeðralagi og systur- kærleika. Stundum þurfti ég að leita til Benedikts með eitt og annað sem ég vildi vita nánar um. Notaði stundum símann. Úr þeim viðtölum vildi teygjast en oftast gat Benedikt greitt úr fyrir mér enda var hann langminnugur og fróður vel. Eitt verk höfðum við haft mikinn hug á að vinna saman. En alltof oft er sama sagan: Tíminn liðinn og runnið úr stundaglasinu áður en maðurveitaf. Margt á ég að þakka vini mínum Benedikt við leiðarlok. Húsavík sér á bak góðum dreng, glaðværum og hýrum, mætum syni sem rækt hefir sonarhlutverkið vel og ríkulega goldið fósturlaunin. Ég votta systkinum hins látna og nánustu vandamönnum samúð. Útför Benedikts Jónssonar verð- ur gerð frá Húsavfkurkirkju mánu- daginn 3. mars kl. 14.00. Sigurjón Jóhannesson Með örfáum orðum vil ég fyrir mína hönd og frændfólks míns þakka Benedikt Jónssyni samfylgd- ina. Benedikt var léttur í spori og léttur í lund. Hann kemur mér skýrt fyrir hugskotssjónum, þar sem hann ekur hnarrreistur í Willys- jeppanum, stansar, stekkur út og hleypur upp tröppumar á Túni. Nokkrar sögur eru sagðar úr bæjar- lífinu um leið og hann lítur til með frændfólkinu. Svo er hann þotinn. Þegar vandinn jókst kom vel í ljós áreiðanleiki og trygglyndi Benedikts. Hann bar nafn afa síns Benedikts Jónssonar frá Auðnum og var gæddur ýmsum þeim mann- kostum, sem fara af honum. Á veggnum í herbergi frænku minnar hangir málverk Benedikts af Þverá í Laxárdal. Ég horfi oft á þessa mynd. Það er gott að horfa á hana. Benedikt var listamaður. Hann sagði stundum að málaralist- in hefði lengt ævi sfna um tuttugu ár. Með málverkum sfnum hefur hann reist sér sannan minnisvarða. Með Benedikt er genginn gamall Húsvfkingur sem mundi tímana tvenna. Hann lýsti fyrir mér þegar afi minn kom í sfðasta sinn til for- eldra Benedikts, þar sem hann var heimilisvinur og kvaddi áður en hann lagði upp til Vesturheims. Það var árið 1910. í haust ræddum við lífíð og tilver- una. Benedikt fann að hveiju dró. Þó kom kallið fyrr en nokkum grunaði. Hann komst aldrei til að skoða vítisvélamar á Grundar- tanga. Þeir sem lifa innihaldsfullu lífí lifa alltaf of stutt, þó ævin verði löng. Nú gengur Benedikt létt- fættur á vit forfeðra sinna, horfínn okkur sem eftir sitjum. Við varð- veitum minningu um góðan dreng. Jón Hálfdanarson Kransa- og kistuskreydngar ^ Rayhjavikurvtgi M, sémi S3MI. ^ AMwiimaanC. wkmAJSnt. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina._ Ifi S.HELQASON HF I STEINSmlÐJA B ‘ I SWEMMWEGI 48 StMI 7667? t Faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HARALDUR JÓNSSON bifvólavirki, „ Nesbala 21, er lést 22. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 3. mars kl. 13.30. Guðberg Haraldsson, Sigurlaug Júlíusdóttir, Gyða Haraldsdóttir, JónTorfason, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR KJARTANSDÓTTUR, Grenimel 15, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 3. mars kl. 13.30. Hávarður Valdimarsson, Ásta Margrét Hávarðardóttir, Loftur Jónsson, Hannes Hávarðarson og barnabörn. t Systir okkar, ÞÓRA TÓMASDÓTTIR frá Barkarstöðum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 4. mars kl. 13.30. Árni Tómasson, Guðrún Tómasdóttir, Marta Tómasdóttir. t ÞURÍÐUR LIUA ÁRNADÓTTIR verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 4. mars kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda. Július Jónas Ágústsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar konu minnar, móður, dóttur, stjúpdóttur og systur, ÁRNÝJAR MATTHÍASDÓTTUR, Grindavfk. Örn Kjaernested, Sæmundur Árnason, Hildur Árnadóttir, Steinunn Ingvadóttir, Sæmundur Jónsson, Matthías Ingibergsson, Karen Matthfasdóttir, Lilja Ósk Þórisdóttir og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU EMILÍU ARNUÓTSDÓTTUR, Hátúni 10. Bryndis Guðmundsdóttir, Gissur Símonarson, Hannes Guðmundsson, Hallgerður Gunnarsdóttir, Jón Levy Guðmundsson, Stefanía Sófusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartansþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR VIGFÚSSONAR, Hverfisgötu 90. Guð blessi ykkur öll, Áslaug Stefánsdóttir. t Eiginmaöurminn, JÓN EINARSSON, Sólheimum 16, sem andaðist i Landakotsspítala 25. febrúar, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. mars kl. 10.30. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Guðrún Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.