Morgunblaðið - 02.03.1986, Síða 60

Morgunblaðið - 02.03.1986, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARS1986 Ingibjörg Kjartans- dóttir — Minning Fædd 24. desember 1913 Dáin 18. febrúar 1986 Er líkaminn undan þjáningum lætur sálina taka æðri máttarvöld, en minningin lifir um ár og öld og sefar þann sem grætur. m Þegar rituð er kveðja til ömmu kemur margt upp í hugann. Ég sé ömmu fyrir mér á hinum ýmsu stundum lífsins; hlæjandi, brosandi eða dapra, en umfram alit sem konu með sterkan persónuleika. Þær voru alltaf yndislegar mót- tökumar sem biðu manns við komuna á Grenimelinn, til ömmu og afa, þar sem afí er nú einn eftir með ^ninningamar. Alltaf ljómaði amma upp, þó hún væri ekki alltaf heilsuhraust, þegar við komum í heimsókn og aldrei linnti hún látum fyrr en henni tókst að bjóða gestun- um einhveija hressingu. Það var ekki ósjaldan sem ilmur af nýbökuð- um kræsingum mætti manni við dymar, því amma var frábær kokk- ur, enda útlærð frá dönskum hús- mæðraskóla. Alltaf var amma vel til höfð og glæsileg, og var það mál manna að hún væri einstaklega ungleg, enda var hún alltaf, eins og hún sagði sjálf, ung í anda, það væri það eina sem dygði. Það var oft líf og §ör í „gamla daga“ hjá ömmu og afa, margt rætt og mikið hlegið, og alltaf hló amma hæst. En það fóru líka fram alvarlegar umraeður, enda hafði amma alltaf sínar skoðanir á hlut- unum og gaf sig ekki. Það sem hún síst gat þolað í mannlegu fari var hræsni, þann löst taldi hún verstan af öllum. Frekar vildi hún eiga það á hættu að ekki yrðu allir sáttir við hennar álit en að hún segði eitthvað þvert um hug sinn. Amma hefði því síst af öllum viljað að þessi fá- tæklegu orð um hana væru einhver lofrulla, enda alls ekki ætluð sem slík, amma hafði sína galla eins og allir aðrir. Það er þó góð regla að minnast aðeins þess góða í fari hvers og eins eftir að hann yfirgefur þessa jarðvist, enda af nógu að taka hjá ömmu. Amma hafði alltaf gaman af að segja okkur frá lífínu hér áður fyrr, foreldrum sínum og ættingjum, og þannig munum við einnig minnast hennar og segja sögur af henni frá kynslóð til kynslóðar. Þó að ég samgleðjist ömmu inni- lega í dag fyrir að sál hennar skuli vera laus úr fjötrum veikburða lík- amans sem hefur fengið hvíld, var leitt að hún skyldi ekki fá að njóta þess að verða langamma því það hefði henni þótt gaman. Amma var mjög bamgóð og talaði oft um að það yrði nú yndislegt þegar annað hvort ég eða Jón bróðir minn hefð- um eignast böm, og bætti þá alltaf við: „Þá verð ég nú að vera frísk." Þó amma sé farin úr þessari jarðvist yfírgefa minningamar um hana okkur ekki, og það er notalegt til þess að hugsa að maður geti alltaf dregið þær fram úr fylgsnum hugans og yljað sér við þær það sem eftir er, minningar um „ekta“ ömmu. Blessuð sé minning elsku ömmu minnar og megi sál hennar dvelja hjá Guði. Ingibjörg Loftsdóttir umarnus ei íVes^1' \\vattisieTV TAsítlUíirvV1 ■„ oc \\°9..eSnise»eI* r9W&' iÍ5£*&SS&!&\ ■■ ' Brottfarir aII sunnudagaf lok maí í Beint dagfl Umboöalslandi fytir OINERSCLUB INTERNATIONAL Opið í dag <vm frá kl. 14.00 - 16.00 IÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTIG 1, SÍMAR 28388 - 28580 Gestur frá Álftagerði MISTOK urðu í gær við uppsetn- ingu og frágang minningargreinar um Gest Jónasson frá Alftagerði. Texti og mynd urðu viðskila og kom myndin af honum með annarri minningargrein. Um leið og við birtum hér myndina af Gesti Jónas- syni biður Morgunblaðið aíla hlut- aðeigandi velvirðingar á mistökun- Hótel Saga Sími 1 2013 Blóm og skreytingar viÖ öll tœkifœri Blómastofa Friöjinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.