Morgunblaðið - 02.03.1986, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 02.03.1986, Qupperneq 64
Hundasleði og selskinnspelsar — frá nágrönnum í norðri í GÆR kl. 14 var Grænlandskynning opnuð á Kjarvalsstöðum. Er blaðamenn litu þar inn um hádegið var verið að leggja síðustu hönd á undirbúning kynningarinnar, sem haldin er í tilefni þess að reglulegt áætlunarflug á milli Nuuk og Reykjavíkur er hafið á vegum Græn- landsflugs vikulega allt árið. Kynningin stendur aðeins í fimm daga og eru allir velkomnir að kostnaðarlausu. Á Grænlandskynningunni kennir margra grasa, sýndar eru gamlar þjóðlífsmyndir, gömul handrit frá Landsbókasafninu, myndverk nema í Listaskól- anum í Nuuk, bækur er geyma eldri frásagnir af lifnaðarháttum Grænlendinga, áhöld sem notuð voru til foma unnin úr beini og steini, skartgripir settir grænlenskum steinum, vamingur unninn úr beini og selskinni, sem að hluta til er til sölu, og margt fleira. Þá verður kynnt grænlensk tónlist, Ferðaskrif- stofa Grænlands kynnir ferðir innan landsins, en að sögn Birthe Skov, sem kynnir ferðimar, býður ferðaskrifstofan upp á þijár skipulagðar ferðir um landið frá Nuuk. Kvikmyndir verða sýndar um daglegt líf Grænlendinga og breytingu á lifnaðar- háttum þeirra á skömmum tíma. Þá verður sýningar- gestum boðið að bragða á ýmsum grænlenskum réttum. Morgunblaðið/Ól. K. M. Grænlandskynning opnuð á Kjarvalsstöðum: Nokkrir starfsmenn kynningarinnar tylltu sér á hundasleðann, en hann er ásamt öðru tákn um eldri lifnaðar- hætti Grænlendinga. Hundamir vega að jafnaði 35—40 kíló og geta dregið þyngd sina á sleðanum. A innfelldu myndinni er sýndur ýmis vamingur sem er til sölu, m.a. þessar græn- lensku úlpur. Fíkniefnamisferli: Tveir menn í gæsluvarðhald framhaldi af því voru þeir síðan úrskurðaðir í 30 daga gæsluvarð- hald, eins og áður segir. Við rann- sókn kom í ljós að amfetamíninu var smyglað inn í pósti, en óvlst er hvort öll kurl séu komin til grafar og er áfram unnið að rannsókn málsins. TVEIR menn á fertugsaldri hafa verið úrskurðaðir i 30 daga gæsluvarðhald vegna innflutn- ings og dreifingar á amfetamíni. Mennimir tveir voru handteknir síðastliðinn miðvikudag eftir að fíkniefnadeild lögreglunnar komst á snoðir um starfsemi þeirra. I Fyrst samkomu- lag um loðnuna sagði nýi f iskimálaráðherrann á Grænlandi „NOKKRAR fisktegundir synda á milli okkar, Grænlendinga og íslendinga, loðnan, karfinn og nokkuð af rækjunni. Mín skoðun er sú að við verðum fyrst að ná samningum um loðnuna áður en hitt er tekið fram, sagði Moses Olsen, sem nýlega tók við fiski- málum í grænlensku landstóm- inni af Lars Emil Johansen, er fréttamaður Morgunblaðsins náði tali af honum i Nuuk i vik- unni. Hann sagði að grunntónn- inn i þessum málum yrði fyrst og fremst að vera samningar milli Norðurlandanna. í fyrra hefði embættismannanefnd reynt samninga um loðnuveiði án árangurs. Nú í apríl munu embættismenn gera aðra tilraun og vonaði hann að þá næðist samkomulag milli ís- lendinga, Norðmanna og Grænlend- inga um milljón tonn af loðnu. Ekki vildi hann segja neitt um það hvað við tæki ef ekki næðust þríhliða samningar. En eftir að búið væri að ganga frá skiptum á loðnunni, væri hægt að snúa sér að viðræðum um karfann og rækjuna. Um landanir Grænlendinga á ís- landi, sagði Olsen, að fyrirrennari hans, Lars Emil Johansen, hefði gert eitthvert bráðabirgðasam- komulag um það. Sjálfur vildi hann samvinnu við íslendinga. En aftur endurtók hann að mál málanna væri loðnan og á eftir kæmi löndun áfíski. Samúðarskeyti BSRB fékk ASI samkomu- Flaggað í hálfa stöng á Al- þingi i gær. ÞORVALDUR Garðar Krist- lagið frá og með 1. febrúar BSRB beitir sér fyrir auknum kaupum ríkisskuldabréfa til styrktar húsnæðislánakerfinu FORYSTUMENN BSRB og samninganefndar rikisins undirrituðu síðastliðna nótt kjarasamninga á grundvelli samninga ASI, VSI og VMS. Launahækkun og launabætur í samningunum eru þær sömu, —e* félagar í BSRB fá fyrstu hækkun, 5%, frá og með 1. febrúar síðastliðnum en ekki 26. eins og kveðið er á í fyrri samningum. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, lýsir í samtali við Morgun- blaðið, ánægju með þessa samninga og svo gerir Kristján Thorlacius, formaður BSRB, en hann telur það jafnframt veikleikamerki hjá stjórnvöldum og atvinnurekendum að fallast ekki á tryggingu kaup- máttar á samningstímabilinu. í samningi BSRB og ríkisins er stofnuð þriggja manna nefnd til að fylgjast með þróun verðlags í landinu, einkum með það í huga, að þær hækkanir, sem til annarra kunni að koma, komi einnig til fé- laga í BSRB. Samningagerð var jBÍcið fyrir miðnætti aðfaranætur laugardagsins að öðru leyti en því, að óleystur var ágreiningur um bónusgreiðslur BSRB-manna hjá Sementsverksmiðju ríkisins. Undir- ritun dróst því fram eftir nóttu þar til fjármálaráðherra gaf vilyrði sitt fyrir því, að hann myndi beita sér f'jjrir lausn þess máls. Samingurinn er þvi talinn hafa legið fyrir síðasta dag febrúarmánaðar og gildir hann því frá og með 1. febrúar síðastliðn- um, en fyrir þvi er nánast hefð í samningum BSRB og ríkisins, að samningar gildi frá og með fyrsta degi þess mánaðar, sem samið er í. 5% launahækkun í febrúar er talin kosta ríkissjóð 10 til 15 millj- ónir króna. í þessum samningum eru nokkur sérákvæði. Þar á meðal sérstök yfírlýsing frá samningamönnum BSRB, svohljóðandi: „Þar sem samningur þessi er að meginstefnu byggður á samningi ASÍ, VrSÍ og VMS dagsettum 26. febrúar 1986 með fylgiskjölum, meðal annars um húsnæðismál, er þessi samningur undirritaður af hálfu BSRB í trausti þess, að kaflinn um húsnæðismál komi til framkvæmda eins og þar segir. Jafnframt lýsir samninganefnd BSRB því yfir að BSRB muni beita sér fyrir auknum kaupum ríkis- skuldabrefa af hálfu lífeyrissjóða opinberra starfsmanna til fram- kvæmda húsnæðismálakaflans." Fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, sagði i samtali við Morgun- blaðið, að þessi samningur væri gerður á sama grundvelli og samn- ingur vinnuveitenda og Alþýðusam- bandsins og væri þar af leiðandi þáttur í þeirri heildarlausn, sem fengizt hefði með samvinnu aðilja vinnumarkaðsins og ríkisstjómar- innar. Hann ítrekaði að þessi niður- staða væri tilraun til að leysa málin með nýjum hætti og hún markaði að því leyti tímamót. Hins vegar væri hér verið að hefja verk en ekki að ljúka því, en hann vænti þess að niðurstaðan yrði öllum til farsældar. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagðist líta á húsnæðismálin sem eitt þýðingarmesta atriði samn- ingsins og hann legði áherzlu á framkvæmdir í því máli fyrir haus- tið eins og ráð væri fyrir gert. Hann væri ánægður með þá tilraun, sem verið væri að gera til að lækka verðlag í landinu. Hann vonaðist auðvitað til þess að hún tækist og gengi það eftir væri það mjög mikilvægt skref fyrir launafólk í landinu. Þarna væri allt undir fram- kvæmdinni komið, en það sem sér fyndist skorta í samninginn væru fúllkomnar kaupmáttartryggingar. Sér fyndist að bæði ríkisstjómin og atvinnurekendur hefðu átt að sýna traust sitt á þessari samningsgerð með því að tryggja lágmarkskaup- mátt. Ekki hefði tekizt að ná því fram og hann teldi það veikleika- merki þessara aðilja. jánsson sendi í gær forseta sænska þingsins, Rikisdags, Ingemund Bengtson, svo- hljóðandi skeyti: „Alþingi Islendinga vottar Ríkisdeginum samúð sína við hið hryggilega fráfall Olofs Palme forsætisráðherra." Þá sendi Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra samúðarskeyti til ríkisstjórnar Svíþjóðar vegna fráfalls Palme. Landsleikur við Svía á fimmtudag: f ráði að opna sjónvarp og sýna beint í RÁÐI er að opna íslenska sjón- varpið næstkomandi fimmtudag vegna landsleiks Islendinga og Svía, að því er heimildir Morgunblaðsins í Bern herma. Pálína Oddsdóttir, fulltrúi hjá sjónvarpinu, sagði í samtali við Morgunblaðið um há- degisbilið á laugardag, að ekki hefði verið tekin ákvörðun í þessum efn- um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.