Morgunblaðið - 25.05.1986, Page 5

Morgunblaðið - 25.05.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 5 Hús flutt milli hverfa á Akureyri Akureyri. ÍBÚÐARHÚS, sem staðið hefur við Laxagötu á Akureyri, hefur verið flutt á nýja lóð — í inn- bænum — og stendur nú við Aðalstræti. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem húsið er flutt um set, upphaflega stóð það í hjarta bæjarins, nálægt Ráðhústorgi, en var síðar flutt út i Laxagötu. Afengis- og tóbaksverslun ríkisins keypti síðan þá lóð sem er að baki húss veslunarinnar við Hóla- braut og verður þar nú móttaka á vörum og aðkoma fyrir bifreiðar sem losa — en hún hefur hingað til verið á Hólabraut. Siqríður Ella Magnúsdóttir heldur TÓNLEIKA í íslensku óperunni (Gamla Bíói) mánudag- inn 26. maí kl. 20.30. Undirleikari Paul Griffiths frá Covent Garden óperunni, Einar Jóhannesson klarinettleikari. Einnig kemur fram Garðar Cortes og á efnis- skránni eru óperuaríur, íslensk lög og þjóðlög frá ýmsum löndum. Aðgöngumiðasala er í íslensku óperunni. Petula Clark væntanleg til Islands BRESKA söngkonan og sjón- varpsstjarnan Petula Clark er væntanleg til Íslandsí júni- mánuði næstkomandi og mun halda tvenna tónleika í Bro- iway dagana 20. og 21. júní. Petula Clark er vel þekkt víða um heim fyrir söng sinn, kvik- myndaleik og sjónvarpsþætti. Hún var fræg bamastjama í kvikmynd- um á fímmta áratugnum og eftir v",cna^ta\\atí«'a- hVióms''e,x j/ Petula Clark að hún óx úr grasi hefur hún leikið í kvikmyndum með Sir Alec Guinn- es, Peter O’Toole, Anthony Newley og Peter Ustinov, svo nokkrir séu nefndir. Hún sló í gegn sem söng- kona fyrir um það bil 20 ámm með laginu „Downtown" og hefur síðan fengið fleiri gullplötur en nokkur önnur bresk söngkona fyrir lög eins og „Colour my World“, „Casanova", „Sign of the Times", „Sailor", „My love“ að ógleymdu „This is my song“, sem hún söng fyrir síðustu kvikmynd Charlie Chaplin. Plötur hennar hafa selst í yfir 30 milljónum eintaka. Nýjasta kvikmynd Petulu Clark, „Never never land“ er aðeins nokkurra vikna gömul, en auk þess að leika í kvikmyndum hefur Petula leikið í söngleikjum í helstu leikhúsum Lundúna, komið fram í sjónvarpsþáttum beggja vegna Atlantshafsins og komið fram á hljómleikum og þekktum nætur- klúbbum. í för með Petulu Clark hingað til lands verður stórsveit hennar, skipuð valinkunnum hljómlistarmönnum. (Úr fréttatilkynningu) ^^^uglýsinga- síminn er22480 Otrúlegt en satt Enn einn heimsviðburður í BCC/4 DWAY 12.f 13., 14., 15., 16. og 17. júní Loksins hefur tekist að fá hina frábæru Shadows til að koma til íslands. Óhætt er að fullyrða að Shadows hafi aldrei verið betri en nú enda hafa þeir félagar haldið meira og minna hópinn í 28 ár. Heyrst hefur að hljómleikar Shadows hér heima verði meðal þeirra síðustu þar sem Hank Marvin hyggst flytja til Ástralíu bráðlega. PANTIÐ BORÐ TÍMANLEGA í BROADWAY í SÍMA 77500 KL. 10—19 DAGLEGA OG » n. hljóðfæri UMHELGAR KL. 14—17 Miðar eftir mateinnig seldirí forsölunni í Broadway. Missið ekki af þessum merka viðburði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.