Morgunblaðið - 25.05.1986, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 25.05.1986, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐE), SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1986 49 Austurrísk vörukynning á Hótel Esju Tuttugu og fjögur fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu Dagana 28. og 29. maí mun austurríski verslunarfulltrúinn á íslandi standa fyrir kynningu á austur- rískum framleiðsluvörum að Hótel Esju í Reykjavík. Vörurnar spanna allt frá byggingarvörum til fjölbreyttra gjafa- vara. í leit að umboðsmönnum. Fulltrúar tuttugu og fjögurra fyrirtækja verða staddir á kynningunni og eru margir þeirra að leita að umboðs- mönnum á íslandi. Einstakt tækifæri. Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér vörur frá Austurríki og /eða stofna til viðskiptasambanda við austurrísk út- flutningsfyrirtæki. Sýnishorn — upplýsingar. Á kynningunni verða fulltrúar fyrirtækj- anna með sýnishorn og upplýsingaefni um vörur sínar. Sérstakur bæklingur verður til reiðu fyrir þá sem sækja kynninguna með ítarlegum upplýsing- um um fyrirtækin og framleiðslu þeirra. Nánari upplýsingar gefur frú Berit Semb (talar norsku, ensku og þýsku), ritari austurríska versl- unarfulltrúans. Hún verður með skrif- stofuaðstöðu á Hótel Esju. Sími 82200. Þetta er ágætt tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér austurrískar framleiðslu- vörur. Sýningin á Hótel Esju verður opin frá kl. 10-18 báða dagana. /A /ybT^ Námskeið um þök og viðhald þeirra DAGANA 26. til 29. maí fer fram námskeið um þök og þakvanda- mál hjá Rannsóknastof nun bygg- ingariðnaðarins að Keldnaholti. Námskeiðið er liður í fjölbreyttu framboði námskeiða fyrir bygg- ingamenn sem Fræðslumiðstöð iðnaðarins stendur að í samvinnu við ýmsa aðila, einkum rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins. í stórum dráttum er dagskrá námskeiðsins þessi: Fyrsta daginn er fjallað um mismunandi þakgerðir og fræðilega rétta byggingu og frá- gang þaka. Annan daginn er fjallað um loft- ræstingu þaka, áhrif þakhalla á efnisval ásamt viðhaldi og væntan- legri endingu klæðningarefna. Þann dag verður einnig kynning á helstu eftium til þakklæðninga. Þriðja daginn verður farið yfir kostnað við mismunandi þakgerðir, aðferð til endurmálunar málmþaka, skoðuð glerþök og loks fjallað um nauðsynlegan styrk og fjölda fest- inga í þakklæðningu. Fjórða og síðasta daginn eru skoðaðar útfærslur ýmissa þaka,? þær ræddar og gagnrýndar. Þá verður einnig farin skoðunarferð. Á námskeiðinu eru um 10 fyrir- lesarar en auk þess er áhersla lögð á innbyrðis skoðanaskipti þátttak- enda. Vísnakvöld á Hótel Borg MÁNUDAGSKVÖLD, 26. maí, halda Vísnavinir síðasta vísna- kvöldið fyrrir sumarleyfi. Það verður að vanda haldið á Hótel Borg. Þetta kvöld verður með all sér- stæðu sniði, þar sem fram fer hæfileikakeppni og verður valinn vísnasöngvari kvöldsins. Til keppn- innar er efnt í tilefni tíu ára af- mælis félagsins Vísnavina síðar á þessu ári. Að auki verður boðið upp á önnur dagskráratriði. Vísnakvöld- ið hefst klukkan 20.30. (Fréttatilkynning.) Frábær strönd með fjölbreyttu skemm ta.na.lifi nú er að verða síðasta tækifærið að tryggja sér ódýra ferð til Rimini. Góðir gististaðir og vel staðsettir, nálægt ströndinni og örstutt frá öllum helstu veitinga- og skemmtistöðum Rimini. Brottfarardagar: 10. júní—nokkur sæti laus 22. júlí — nokkur sæti laus 1. júlí — laus sæti 12. ágúst — biðlisti Verð frá kr. 24.100.- Góð greiðslukjör. —r**.*™ °9 helgarsími 82489. rw /U Torrn Lau9ave9' 28»101 Reykjavík. 'q Ly IC7// Cf Símar 29740—621740.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.