Morgunblaðið - 25.05.1986, Síða 64

Morgunblaðið - 25.05.1986, Síða 64
r,«or|,v rr~r. 64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 by EdwaRd McLach!aN NeTWORKed on itv from apful1976 S^’-í'-ViV /ibWtísfc«fl!:,ijÁrí * * A'iArt.rJlbrf&.ÍIML* »ivi«T«ii vann með aðalframleiðandanum að gerð þessara mynda, þ.e. gerð fyrstu seríunnar. Þar var ég í ýmsu því sem fylgdi gerð myndanna, svo sem því að búa til peysur á Padding- ton, lita spjaldfólkið og fleira, og síðan vann ég við kvikmyndatök- una. Þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt tímabil." — Nú hef ég það fyrir satt að þú sért höfundur þeirrar rithandar sem Paddington og allar Padding- tonvörur bera enn þann dag í dag. Það er ljóst að Paddington-vörur seljast í milljónum og tugmilljónum eintaka, strokleður, bangsar, minnisbækur og fleira og fleira. Ertu ekki orðin geysilega rík af Paddington-rithöndinni? Helga brosir hálfdauflega og segir síðan mæðulega: „Nei, betur að satt væri. Ég fæ ekki penní fyrir rithönd Paddingtons. Stúdíóið á því miður höfundarréttinn að rit- höndinni, því ég vann þar þegar ég gerði þessatillögu. Höftmdurinn var hins vegar svo ánægður með þessa rithönd, að hún er notuð á alla Paddington-pakkana, enn þann dag í dag, og má sjálfsagt segja að hún sé einskonar vörumerki fyrir Padd- ington. Ég hugsa að ég væri æði vel stæð þó ég fengi ekki nema eitt penní fyrir hvem seldan Padd- ington-pakka. Ég væri ósköp hress með það, en því miður sé ég ekki fram á að svo geti orðið, því ég er þegar búin að ráðfæra mig við LANDINN hefur í gegnum tíðina verið iðinn mjög við að fylgjast með afrekum þeirra sem flytjast á brott frá Fróni og hasla sér völl í stórborgum þessarar álfu eða annarra. Á ferð minni um Lundúnaborg nú um daginn hitti ég unga konu, sem þar hefur verið búsett síðastliðin 16 ár, og gert það gott í gerð teiknimynda og auglýsingateiknimynda. Kon- an er Helga Egilson, og varð hún góðfúslega við því að veita mér smáviðtal, þó að hún segði af hæversku mikilli að það væri svo sem ekki frá miklu að segja. Ég lagði því land undir fót, eða öllu heldur undirgrundu undir fót — hélt sem leið lá að endastöð lest- arinnar, Brixton, og hossaðist síðan í strætisvagni í hálftíma út ,í Crystal Palace, þar til mér fannst ég eiginlega komin út í sveit. Þar býr Helga ásamt syni sínum, Ólafi Daða, og sambýlis- manninum AI Gaivoto, sem einn- ig starfar sem auglýsingateikn- ari. Það þarf ekki annað en líta á húsið sem Helga býr í, til þess að sjá að henni hefur vegnað vel — því húsið á hún sjálf. Segist reyndar vera að selja það og kaupa sér annað „enn lengra úti í sveit“, eða nánar tiltekið í Croydon. Fer allra sinna ferða á mótorhjóli — Áður en ég hef hið eiginlega viðtal við Helgu spyr ég hana hvort ekki sé óhægt um vik fyrir hana að komast ferða sinna, þar sem hún er búsett svo langt frá miðborginni, en þarf að sækja svo mikið tií miðborgarinnar vegna vinnu sinnar. Helga hlær við og segir svo: „Nei, blessuð vertu. Ég fer allra minna ferða á mótorhjóli. Sambýlismaður minn, Al, á stórt og mikið mótor- hjól og ég tylli mér bara aftan á og við erum komin þangað sem við stefnum á örskammri stundu." Það isakar ekki að geta þess, einkum ' fyrir mótorhjólaaðdáendur að fák- urinn sem hér um ræðir er splunku- nýtt Honda 1000 mótorhjól, þannig að ekkert skortir á hestöflin og kraftinn. — Helga, hvemig kom það til að þú fórst hingað til London? „Ég kom hingað í janúar 1970, þá aðeins 19 ára gömul. Ég hugðist setjast í listaskóla hér, og leitaði fyrir mér um skóla sem kenndi teiknimyndagerð. Mig hafði alltaf langað til þess að læra gerð teikni- mynda, allt frá því ég var smá- stelpa. Ég hugsa að áhuginn hafi kviknað þegar pabbi (Gunnar Egil- son) fór með okkur krakkana að jsjá Fantasíu Disneys. Það má segja að þessar yndislegu Disney-myndir hafi verið upphafið að þessu öllu. Nú, ég lenti í fremur óspennandi skóla til að byrja með og fór að leita fyrir mér um listaskóla sem kenndi gerð teiknimynda. Ég fann þann skóla loks, og fékk þar inn- göngu. Eftir tvö ár fór sá skóli svo á hausinn, því miður, því þetta var góður skóli." Átti þátt í sköpun Paddington — Hvað tók þá við hjá þér? „Þá hófst leit að vinnu — leit sem bar árangur eftir tvo mánuði. Ég fékk vinnu í litlu stúdíói, þar sem það vantaði eina manneskju. Ég vann þama í eitt ár, og var svo heppin að byijað var að framleiða framhaldsmyndaseríuna um Padd- ington á meðan ég var þar. Ég Helga Egilson við hús sitt f Crystal Palace. Afskaplega rólegt og friðsælt hverfi. í. v Paddington er íslenskum börnum að góðu kunnur. Hér er hann ásamt Ijósmynd af Lucy frænku, aldin- maukinu ómissandi, og spjaldinu fræga, með rithönd Helgu. Helga átti þátt í sköpun þessarar teiknimyndafúgúru, sem hlaut nafnið Símon í landi krftarteikninganna. lögfræðinga í þessu efni, og þeir telja harla ólíklegt að ég geti fengið nokkuð upp úr krafsinu." — Hvað tók svo við eftir árið þitt með Paddington? „Þá fór ég að vinna fyrir önnur stúdíó og vann fljótlega að gerð teiknimyndarinnar „Watership Down“, sem fjallar um kanínur. Það var einnig mjög skemmtilegur tími og þar var ég í sex mánuði. Eftir þetta fór ég að starfa sjálf- stætt og seldi þá viðkomandi vinnu- stofum eða teiknistofum vinnu mína, sem ég geri reyndar enn í dag. Síðan þetta varð hef ég einkum unnið að gerð auglýsingateikni- mynda en ekki gerð barnamynda." Samkeppnin ansi hörð hérna — Hefur þú haft mikið að gera frá því þú fórst að vinna sjálfstætt? „Já, sem betur fer hef ég haft nóg að gera, og oft meira en nóg. Það er ansi hörð samkeppnin hérna, og því margir sem ekki fá neitt að gera. Ég var svo heppin í upphafi, að ég lærði öll stig teiknivinnunnar, sem liggur að baki gerð teiknimynd- ar. Ég gat því, þegar ég var að byrja að reyna fyrir mér sjálfstætt, Morgunblaðið/Agnes Það getur verið róandi að risa stutta stund upp frá teikniborðinu og teyga að sér breska vorið. Helga Egilson auglýsingateiknari í London: Átti þátt í sköp- un Paddington

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.