Morgunblaðið - 14.06.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 14.06.1986, Síða 1
48 SIÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 130. tbl. 72. árg.______________________LAUGARDAGUR14. JÚNÍ 1986__________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Minnsta verðbólga í Bretlandi í 18 ár London, AP. VERÐBÓLGAN í Bretlandi var minni i maímánuði en nokkru sinni undanfarin 18 ár eða 2,8% miðað við eitt ár. í apríl var hún 3% miðað við sama tímabil. Verðbólgan hefur ekki verið minni í Bretlandi síðan í janúar 1968, en þá var hún 2,6% miðað við ársgrundvöll. Kenneth Clarke atvinnumálaráðherra kallaði í gær þessar síðustu tölur „frábær tíðindi fyrir brezkt efnahagslíf, þar sem lítil verðbólga skapar rétt andrúms- loft til þess að fleiri ný störf verði til“. „Við höfum nú gullið tækifæri til þess að flýta fyrir efnahagsbata okkar og við megum ekki glata því með því að láta undan óhófleg- um launahækkunum eða kalla yfir okkur vinnudeilur," sagði Clarke. AP/Slmamynd Óslitin sigurganga Dana Gífurleg fagnaðarlæti brutust út í Danmörku eftir sigur danska landsliðsins á V-Þjóðverjum á HM í Mexíkó í gærkvöldi. Danir hafa unnið alla leiki sina á HM og höfðu ekki unnið V-Þjóðverja síðan 1930. Á myndinni er fyrirliði Dana, Morten Olsen, felldur innan vitateigs Vestur-Þjóðverja og umsvifalaust dæmd víta- spyrna, sem Jesper Olsen skoraði úr. Sjá frásögn af leiknum á bls.47. Jazzistinn Benny Goodman látinn Ncw York, AP. BENNY Goodman, klarinettu- leikarinn heimsfrægi og kon- ungur „sveiflunnar", dó á heim- ili sínu í New York í gærkvöldi á 78. aldursári. Banamein hans var hjartaslag. Goodman hefur átt við van- heilsu að stríða og fyrir tveimur árum var gangráð komið fyrir á hjarta hans. Tónlistarferill Goodmans var glæstur og hann innleiddi sveifl- una í jazzinn svo unnt rejmdist að stíga dans í takt við hljóðfall hennar. Urðu stórsveitir hans vinsælar og hann kom jazzinum fyrstur inn í Carnegie Hall. Fyrir hans tilstilli tóku blakkir menn og hvítir að leika saman. Goodman fæddist í Chicago 30. maí 1909 og var áttundi í röð 11 barna fátæks klæðskera. Good- man hefur komið til íslands og haldið hér tónleika. Benny Goodmann Washington, Jóhannesarborg, AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, sagði borgarastyijöld geysa í Suður-Afríku. Lýsti hann stuðningi í gærkvöldi við þau öfl innan stjórnar landsins, sem barizt hefðu fyrir umbótum. Reagan lét þessi ummæli falla á fundi með fréttamönnum í gær. Hann lýsti hryggð sinni yfir setn- ingu neyðarlaga en útilokaði að gripið yrði til aukinna refsiaðgerða, þar sem það yrði blökkumönnum, sem Bandaríkjamenn vildu koma til aðstoðar, sízt til hagsbóta. George Shultz, utanríkisráðherra, gagn- rýndi stjómvöld í Pretoríu harðlega fyrir setningu neyðarlaganna og líkti ástandinu í landinu við harm- leik. Shultz skoraði á stjómina að semja við blakka menn um afnám aðskilnaðarstefnunnar. P. W. Botha, forseti Suður- Afríku, og Desmond Tutu biskup ræddust við í gær í hálfa aðra klukkustund og er það fyrsti fundur þeirra í sex ár. Tutu sagði þá Botha hafa greint á um áform stjómarinn- ar til að binda enda á kynþáttaóeirð- ir. Tutu gagnrýndi setningu neyðar- Ronald Reagan Bandaríkjaforseti: 47 tamílar vegn- ir á Sri Lanka Colombo, AP. FREGNIR herma, að alls hafi 47 tamílar látið lífið í tveimur árás- um sem gerðar voru í gær. Ekki NASA fari að tillögum nefndar Rogers Washington, AP. REAGAN Bandarikjaforseti fyr- irskipaði yfirmönnum NASA að fara í einu og öllu að tillögum nefndar, sem rannsakaði orsakir þess að geimfeijan Challenger splundraðist rétt eftir geimskot. James C. Fletcher, yfírmaður NASA, sagði ákvörðun forsetans hafa í för með sér verulegan kostn- aðarauka fyrir stofnunina og að geimfeiju yrði ekki skotið á loft fyrr en eftir einhver ár. Fletcher hafði sett sér það takmark að feiju- ferðir hæfust að nýju í júlí á næsta Sjá grein um niðurstöður rannsóknarnefndarinnar á bls. 15. hefur fengist úr því skorið, hveijir árásarmennirnir voru. í fyrra tilvikinu réðust menn klæddir einkennisbúningum hersins á þorp í austurhluta landsins. Er þeir höfðu myrt 21 þorpsbúa kveiktu þeir í flestum húsum í þorpinu. Talið er, að margir þorps- búar hafi haldið lífí með því að fela sig í þéttum frumskógum umhverfís þorpið. f annarri árás réðst stór herþyrla á þijá sendibfla. 26 menn, sem voru í þeim, týndu lífí, þegar kviknaði í bílunum. Enn er óljóst, hvort fóm- arlömb árásarinnar voru skæruliðar tamfla eða óbreyttir borgarar. í herafla Sri Lanka era nær eingöngu singhalesar og í skæram þjóðflokkanna að undanfömu hafa hermenn oft gert hefndarárásir á tamfla eftir hryðjuverk, sem kennd hafa verið tamflum. Fyrir skömmu féllu um 20 óbreyttir borgarar, flestir singhalesar, er strætisvagn var sprengdur í loft upp í borginni Trincomalee. Yfír fjögur þúsund manns hafa nú fallið í landinu síðan óeirðir og skærahemaður hófust fyrir þremur áram. Tamflar, sem era innan við fimmtungur þjóðarinnar, krefjast þess að fá að stofna sjálfstætt ríki á norðausturhluta eyjarinnar, þar sem flestir þeirra búa. laganna og harkalega framgöngu her- og lögreglusveita. Engar fregnir fóra af óeirðum eða átökum í Suður-Afríku í gær, en fréttabann er þar nú í raun. Talið er að upp úr muni sjóða á mánudag, þegar 10 ár verða liðin frá miklum óeirðum í Soweto. Yfír- völd sögðu þó að átta menn hefðu beðið bana í framhaldi af setningu neyðarlaga, einn lögregluþjónn og sjö blökkumenn. Sjá nánar fréttir á bls. 20. AP/Símamynd Desmond Tutu, biskup, á ferð í Crossroads-hverfinu við Höfðaborg, þar sem hann reyndi að fá stríðandi fylkingar blökkumanna til að hætta innbyrðis átökum. Borgarastyrj öld ríkir í S-Afríku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.