Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAU G ARDAGUR 14. JÚNÍ 1986 31 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson í dag ætla ég að fjalla um samband Tvíbura (21. maí— 20. júní) og Bogmanns (22. nóv,—21. des.). Eins og áður er einungis fjallað um hið dæmigerða fyrir þessi merki og lesendur minntir á að hver einstaklingur er undir áhrifum frá öðrum merkjum. AndstœÖ merki Þessi merki eru beint á móti hvort öðru í dýrahringnum og eru andstæð í innsta eðli sínu. Þau laðast því hvort að öðru, hafa eiginleika sem hitt dáist að og vill rækta með sér. í flestum tilvikum eiga þau ágætlega saman. Bogamaður Hinn dæmigerði Bogmaður er hress og léttur, er heiðar- legur, hreinskilinn og oft fyndinn. Ríkt er í hveijum Bogmanni að hafa yfírsýn yfír lífíð. Hann hefur því áhuga á ferðalögum og á því að öðlast breiða þekk- ingu. Oft býr hann yfír tölu- verðri lífsvisku og hefur áhuga á að búa til kenningar um lífíð og tilveruna. Tvíburi Hinn dæmigerði Tvíburi er hress, léttur, stríðinn og málgefínn. Hann skipir um persónuleika og skoðanir líkt og aðrir skipta um fot (eða næstum því, við verðum að varast að vera vond við Tví- burann). Um hann er annars sagt að hann sé margfaldur í orðum og athöfnum og þúsundfaldur í innsta eðli. Fjör Eins og við sjáum á þessu eru bæði merkin létt í lund og því telst samband þeirra til jákvæðra samskipta. Þar sem bæði eru eirðarlaus og forvitin má einnig búast við að líf þeirra einkennist af mikilli hrejrfingu og Qöri. Ef þau eru bundin niður og geta ekki hreyft sig er hætt við að eirðarleysið snúist inn á við og beinist að þeim sjálf- um. I slíkum tilvikum er hætt við að sambandið leys- ist upp eða að hið fræga létta skap merkjanna þyngist og flugið daprist. Stuttar skorpur Veikleiki sambandsins liggur í breytilegu eðli beggja merkjanna. Hvorugt þeirra á gott með að gera langvar- andi áætlanir. Þau eru betri í stuttum skorpum. Þegar tvö slík koma saman er hætt við að þau magni eirðarleysi hvors annars. Þau geta því þurft að læra að halda aftur af sér. Grikkland Mismunurinn á þeim er helstur sá að Bogmaðurinn er meira tilfínningamerki, hann horfír hærra og víðar. Tvburinn er hugarmerki, er því kaldari en Bogmaðurinn. Tvíburinn dáist þvi að hug- sjónum, hlýju, ákafa og ein- lægni Bogmannsins og einn- ig hæfíleika hans til að sjá yfír heiminn; því hversu auðvelt hann á með að ferð- ast, bæði andlega og líkam- lega. Bogmaðurinn dáist aftur á móti að hæfíleika Tvíburans til að tjá sig með orðum, að félagslegri fími hans og lagni í samskiptum. Bæði merkin eru fijálslynd og umburðarlynd, dá frelsi, fjölbreytileika og ferðalög. Við sendum þeim því bestu kveðjur og póstkort til Grikk- lands, Istanbúl eða Flórída. X-9 Jennwer-BiancL joryjir járntjalduí iiiað fteisa. próf- Arittrutenr úrj<*nyt/si TZtsíoius. M a'Jft'eSur 'PM y-ram/cr’ama a«//u/?... //£/s/f/f&P ^J/fo/fS/e/y//*/: //*## /oM oí/UM o/f*#/? Mr&C/M fte J4rS7á/K\í/<££>/-- /F//&*// --/textz* / )#/... DYRAGLENS :::::::::::: hhhhhhhhííHÍÍIsuhhhshííííIIí LJÓSKA mii:iiiiii)iiiiiiiiiiuuuMiiniiiiiiinmimiiiiiiiiiiiiiiiuiinuiuniiiiummiiiniiiuiiiuiiiiiiinniiiiiiiiiinMmrnii;niiiiiiii ■ ■■"■ ..... — —................ ■ .......—■ ....... -■■■■■ TOMMI OG JENNI :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: : •: IhIII 1 * :S * :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: FERDINAND Jæja, félagi, svona höfum Ef við vinnum fæ ég allan við þetta ... heiðurinn ... Ef við töpum er það þér Hver fær súkkulaðikök- að kenna! urnar? Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar hart er barist í sögnum er nokkuð vist að skiptingin er mikil og lítið um að litir brotni þægilega. Sagnhafí í spilinu hér að neðan gerði sér fyllilega grein fyrir þessari staðreynd, ng það sem meira er um vert, spilaði í samræmi við hana. Austurgefur; allir á hættu. Norður ♦ 8742 ♦ 943 ♦ K62 ♦ K76 Austur IIIIU ♦ ÁDG1072 ♦ ÁDG ♦ G84 Suður ♦ ÁKG105 ♦ - ♦ 73 ♦ ÁD9532 Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður — — 1 tyarta Dobl 2 hjörtu Pass 4 työrtu 4 spaðar 5 hjörtu Pass 5 spaðar Pass Pass Vestur ♦ D93 ♦ K865 ♦ 109854 ♦ 10 Vestur spilaði út litlu hjarta og sagnhafí trompaði fyrsta m slaginn. Það er fljótlegt að sjá að spilið tapast með eðlilegri spilamennsku, sem er auðvitað að taka tvo efstu í spaða og spila laufínu þegar drottningin kemur ekki. Vestur mun trompa við fyrsta tækifæri og spila tigli. Þessa þróun mála sá suður fyrir og ákvað því að bregða fyrir sér pókerspilamennsku. í öðrum slag spilaði hann út spaðagosa! Vestur kvaldist lengi yfír gosanum, en tók loks þá ákvörðun að fara upp með *-• drottninguna, þótt hann væri lafhræddur um að hún félli undir ás eða kóng makkers. Hann var feginn að sjá sexuna koma frá austri, en var þó engan veginn laus úr öllum vanda, því hann átti eftir að fínna tigulinn til baka. Hann hafði ekkert við að styðjast og hver getur láð hon- umað spila frekar einspilinu i laufí. Eins og hann gerði. Sagn- hafí tók tvisvar tromp i viðbót og henti svo tígiunum niður i lauf og vann sitt spil. Spaðagosinn var því tvöföld gildra. Vestur slapp fram þjá þeirri fyrri, en gekk eins og blindur kettlingur í þá síðari. Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Brussel í vor kom þessi staða upp i skák enska stórmeistarans Tony Miles, sem hafði hvítt og átti leik, og Belgans Jadoul. Með tvö peð fyrir skiptamun virðist svartur mega vel við una, en það er hvitur sem er í sókn: 28. Hf5! - Rxf5, 29. exf5 - Kh7, 30. f6! og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.