Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ1986 Jose Faria: Þjóðhetja í Marokkó JOSE Faria, þjálfari marokkanska knattspyrnulandsiiðsins, sem öll- um á óvart vann Portúgal í fyrra- kvöld og vann sér sœti í 16 liða úrslitum á HM, er nú þjóðhetja í Marokkó. Það er ef til viil ekki að ástæöu- lausu. José Faria þykir með fá- dæmum sérkennilegur og skemmtilegur persónuleiki. Hann er 52 ára Brasilíumaður, sem fyrr á árum lék með liði Flumenise þar í landi, og þjálfaði það síðar. Fyrir allnokkrum árum flutti hann búferl- um til Marokkó, og tók alfarið upp siði heimamanna - gerðist meira að segja múhameðstrúarmaður. Marokkómenn höfðu ekki átt mikilli velgengni aö fagna á knatt- spyrnusviðinu þegar Faria kom til landsins, en fljótlega eftir að hann tók til við þjálfunarstörfin breyttist það. Upp kom í landinu ný kynslóð góöra knattspyrnumanna sem Jose Faria gat gert sér mat úr. Hann hafði tekið að sér lið FAR, eins besta félagsliðs Marokkó, og gerði þaö á skömmum tíma að sigurvegurum í meistarakeppni félagsliða í Afríku. Sá sigur, auk mjög batnandi árangurs landsliðs- ins undir hans stjórn, varð til þess • Jose Faria ar nú dáður mjög f Marokkó. að knattspyrnuáhugi t landinu jókst gífurlega. Jose Faria er skrautlegur á leik- velli, lágvaxinn með stóra og mikla ístru og gengur jafnan með der- húfu. Hann nýtur þó mikillar virð- ingar leikmanna sinna sem sumir hverjir eiga eflaust eftir að öðlast mikinn frama í kjölfar hins góöa árangurs á HM. Stjarna liðsins er Zaki Badou, fyrirliði og markvörð- ur. Hann er aðeins 26 ára en hefur þegar leikið um 100 landsleiki. Núverandi knattspyrnumaður Afr- íku, Mohammed Timoumi, er einn- ig í liði Marokkó. Golf og knattspyrna helgarinnar Mörg golfmót fara fram um helglna vftt og breitt um landið. Helsta mótiö verður í Hafnarflröi hjá Golfklúbbnum Keili, en þaö er stigamót GSÍ. Mikið verður um að vera í knatt- fram á Valsvellinum á morgun kl. spyrnunni eins og venjulega um 17, en ekki kl. 14 eins og var fyrir- helgar. Athygli er vakin á að leikur hugað. Helstu leikir helgarinnar Vals og KR f 1. deild kvenna fer eru aðeins þessir: 14. júnl — 1. deild karla: Kaplekrikavöllur FH-Fram ................................................ kl. 14.00 Vaatmannaayjavöllur ÍBV-Valur ........................................... kl. 14.00 Akranaavöllur IA-Þór Ak.................................................. kl. 14.30 Grasvðllur VMir-fBK _____________________________________________________ kl. 16.00 2. deitd karia: Laugardalavöllur Þróttur R.-Völaungur ................................... kl. 14.00 Salfosavöilur Satfoas-KS ................................................ kl. 14.00 iaaf|aröarvöllur ÍBl-KA ................................................. kl. 14.00 Borgamasvöllur Skallagrfmur-Einherji .................................... kl. 14.00 Njarövlkurvöllur Njcrövik-Vikingur R...................................... kl. 14.00 2. deild kvenna—A Borgamasvöllur Skallagrfmur-Stokkaayri .................................. kl. 16.00 2. dalld kvanna — B ÍsafjaröarvöllurlBÍ-SaKoaa .............................................. kl. 12.00 3. deild karta — A Garvlgrasvöllur Ármann—IR ............................................... kl. 16.00 Sandgarðiavöllur Reynlr S.-lK ........................................... kl. 14.00 3. deild karta - B Fáakrúðsfjaröarvölfur Laiknlr F.-Valur Rf ............................... kl. 14.00 Grsnivikurvöllur Magni-Reynir Á ......................................... kl. 14.00 Sauðárkróksvöllur Tindaatóll-Auatri E.................................... Id. 14.00 Neakaupataöarvöllur Þróttur N.-Lalftur ___________________________________ Id. 14.00 4. daildkarla—A Stykkishólmsvöllur Snaefall — Grundarfjöröur ............................ kl. 14.00 Kópavogsvöllur Augnabllk-Þór Þ ........................................ kl. 14.00 4. daild karia-B Hveragaröiavöllur Hvaragarðl-Vikvarji ................................... kl. 14.00 Stokkseyrarvöllur Stokkaayri-Afturalding ................................ kl. 14.00 4. daild karla — C Fellavöllur Laiknir R.-Grótta ........................................... kl. 14.00 4. dalld karla — D Bdungarvikurv. Bolungarvfk-Höfrungur .................................... kl. 16.10 Hólmavlkurvöllur Geiallnn-Stefnlr ..................................... kl. 14.00 4. daild karta — E KA-völlur Vaskur-Kormákur ............................................... kl. 16.00 4. daild karta — F HúsavfkurvöllurTjörnaa-Núpar ............................................ kl. 14.00 Svalbarösayrarvöllur Æskan-HSÞ-b ........................................ kl. 14.00 4. deild karta — G Djúpavogsvöllur Naisti-Huginn ........................................... kl. 14.00 Homaqaröarvöllur Slndrl-Súlan ........................................... kl. 14.00 15. júnl l.delldkaria KR-völlur KR-UBK ........................................................ kl. 14.00 1. delld kvenna Valsvöllur Valur-KR ..................................................... kl. 17.00 2. deild kvenna — A KA-völlur KA-Grundarfjörður ............................................. kl. 14.00 3. daild karla-A Akranesvöllur HV-Gríndavfk .............................................. kl. 14.00 4. delld karia-B Gervigrasvöllur Láttir-Vfklngur Ól....................................... kl. 16.00 4. dalld karia — C GervlgrasvðllurÁrvakur-Eyfellfngur ...................................... kl. 12.00 4. delld karia — D ísafjaröarv. Badmint. fsafj.-Höröur .................................... kl. 14.00 • Syatkinin Bryndís, Hugrún og Magnús hafa staðið sig mjög vel á Opna skoska meistaramótinu í sundi Opna skoska meistaramótið í sundi: Hugrún og Eðvarð hlutu gullverðlaun — íslandsmet í fjórsundi kvenna OPNA skoska meistaramótið í sundi hófst á miðvikudaginn og lýkur í dag. íslensku keppendurn- ir hafa staðið sig vel og sérstak- lega er árangur Hugrúnar Ólafs- dóttur góður. Hún sigraði í 200 m skriðsundi stúlkna og hafnaði f 3. sæti í 100 m flugsundi stúlkna, Eðvarð Þór Eðvarðsson sigraði í 200 m baksundi karla, fslenska kvennasveitin setti íslandsmet f 4x100 m skriðsundi og Bryndfs Ólafsdóttir varð í 2. sæti f 50 m skriðsundi kvenna. í 200 m fjórsundi karla varð Eðvarð í 4. sæti á 2.14,75 mínút- um, en Arnþór Ragnarsson synti á 2.20,87 mínútum og varð í 8. sæti. Neil Cochran, bronsverö- launahafi á síðustu ÓL, sigraði á 2.07,23 mínútum. 50 m skriðsund karla var gífur- lega spennandi. Brian Archibald vann á 24,59 sekúndum, Magnús Ólafsson varð í 9. sæti á 25,59 sek. og Eðvarð hafnaði í 14. sæti í úrslitasundinu á 26,22 sekúnd- um. Tími Magnúsar er íslandsmet, þar sem það hefur ekki fyrr verið skráð í 50 m skriðsundi. Sama var upp á teningnum í 50 m skriðsundi kvenna. I úrslitum hafnaði Bryndís í 2. sæti með tím- ann 27,67 sek. sem telst íslands- met. Hugrún Ólafsdóttir varð þriðja í 200 m fjórsundi stúlkna, bæði í undanrásum og úrslitum. Hún synti á 2,32,03 sek. (2,33,59 sek. í undanrásum). Hugrún gerði sér svo lítið fyrir og sigraði í 200 m skriðsundi stúlkna á 2,10,52 mín. Ingibjörg Arnardóttir, sem að- eins er 14 ára, varð í 4. sæti í 800 m skriðsundi stúlkna á 9,46,98 mínútum sem er tæpar 3 sekúndur frá Islandsmeti kvenna. Magnús Ólafsson varð í 11. sæti í 200 m skriðsundi karla á 2,01,66 mín, en var á 2,00,20 mín. i undanrásum. Tómas Þráinsson setti persónulegt met en hann synti á 2,11,40 mínútum. í 200 m skriðsundi kvenna varð Bryndís Ólafsdóttir i 8. sæti á 2,13,01 mín. og Þorgerður Diðriks- dóttirí11.sætiá2,13,01 min. Arnþór Ragnarsson var í 6. sæti í 100 m bringusundi og synti á 1,10,09 mínútu. Sigurlaug Guð- mundsdóttir synti 100 m bringu- sund á 1,24,14 mín. og hafnaði í 13. sæti. Eðvarð sigraði í 200 m baksundi karla á 2,07,34 mín. og Kristinn Magnússon varð í 6. sæti á 2,28,33 mín. Bryndís varð í 7. sæti í 100 m flugsundi kvenna á 1,07,91 mín., en Islandsmetið er 1,07,83 mín. Þá setti íslenska sveitin nýtt ís- landsmet í 4x100 m skriðsundi kvenna og var tíminn 4,09,52 mín- útur, en gamla metið frá því f jan- úar var 4,09,97 mínútur. Hugrún Ólafsdóttir varð þriöja í 100 m flugsundi stúlkna á 1,09,27 mín. sem er frábær árangur Knattspyrna: 6. umferð í 1. deild í dag og á morgun í dag og á morgun verður heil umferð f 1. deild karla í knatt- spyrnu. Staðan fyrir 6. umferð er mjög jöfn sem sést best á þvf aö aðeins 3 stig skilja aö efsta lið og það sem er f 9. sæti. Þvf má búast við jöfnum og spennandi leikjum um helgina. FH-ingar fá Fram í heimsókn í dag. FH byrjaði mótið vel, vann 2 fyrstu leikina og gerði jafntefli í þeim þriðja. Liðið hefur hins vegar tapað síðustu 2 leikjum 1:0. Fram er með sterkt lið á pappírnum, en leikmönnunum hefur gengið illa að skora mörk það sem af er þrátt fyrir fjölda góðra marktækifæra. Fram vann FH 5:1 í Firðinum í fyrra. ÍBV leikur gegn íslandsmeistur- um Vals í Vestmannaeyjum. ÍBV tapaöi fyrstu leikjunum með mikl- um mun, en liðið virðist vera að sækja í sig veðriö. Valur byrjaði á Staðan í 1. deild KR 5 2 3 0 7-2 S lA 6 2 2 1 5-2 8 Fram 6 2 2 1 4-3 8 Vfðir 5 2 2 1 3-3 8 Valur 5 2 1 2 7—4 7 FH 6 2 1 2 8-6 7 ÞórAk. 6 2 1 2 7—7 7 UBK 6 2 1 2 3-3 7 fBK 6 2 0 3 3-7 8 fBV 6 0 1 4 4—13 1 tveimur tapleikjum, en hefurfengið 7 stig í 3 síðustu leikjum. ÍA vann Þór 2:1 á Skaganum í fyrra, og tapaði aðeins 3 heima- leikjum. i ár hafa Skagamenn aðeins skorað eitt mark heima í 3 leikjum. Þór hefur hins vegar ekki gengið vel á útivelli í ár frekar en í fyrra. Leikur Víðis og ÍBK í Garðinum í dag verður baráttuleikur. Víðis- menn hafa tapað einum leik til þessa en Keflvíkingar þremur. I fyrravannÍBK2:1. Síðasti leikur 6. umferðar verður á KR-veili á morgun. KR ieikur gegn UBK. KR er eina taplausa liðið í deildinni og er í efsta sæti fyrir leikinn. Nýliðar Breiðabliks hafa staðið sig vel og unnu m.a. Val á útivelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.