Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR14. JÚNÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Borgarráð: Samþykkt að kaupa íbúð fyrir lista- menní París Á FUNDI borgarráðs Reykjavík- ur í gær var m.a. samþykkt að kaupa íbúð S París, „Kjarvals- stofu“, fyrir íslenska listamenn tíl skemmri dvalar og ákveðið að frumsýna Reykjavíkurkvik- mynd í leikstjórn Hrafns Gunn- laugssonar 19. ágúst nk. Að sögn Bjöms Friðfinnssonar framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar er gert ráð fyrir í samningsdrögum um kaup á íbúð- inni að Reykjavíkurborg eigi 60% í henni, menntamálaráðuneytið 30% og Seðlabankinn 10%. íbúðin er ætluð iistamönnum ( öllum list- cgreinum en þar er sérstök vinnu- stofa fyrir myndlistarmenn. Skipuð verður stjóm „Kjarvalsstofu", sem setja mun reglur varðandi íbúðina og úthluta dvalarleyfum þegar þar að kemur. í nefndinni verða tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg, einn frá menntamálaráðuneytinu og einn frá Seðlabankanum. Þá var á fundinum gengið frá síðasta uppgjöri fyrir Reykjavíkur- kvikmyndina og samþykkt að iengja hana um 30 mínútur, úr 60 mínút- tum í 90. Kostnaður við þá lengingu erkr. 1,4 milljónir. 22 punda laxúr Laxá í Þing Stærsti lax sumarsins til þessa veiddist í Laxá í Aðaldal í fyrra- dag. Var það 22 punda hængur sem Pálmi Héðinsson frá Húsa- vik veiddi og fékk hann laxinn á maðk í Efri Háfholu í svokallaðri r Kistukvisl. Fyrsta veiðidaginn, 10. júní, veiddi Bjöm Haraldsson 20 punda lax á Flösinni í Kistu- kvisl, og hafa ekki borist fregnir af stærri löxum úr öðmm ám það sem af er sumri. Annars hefur laxveiði heldur dregist saman síðustu daga og er kuldum að mestu um kennt. Nokkur lax er samt sem áður víða genginn í ár og sums staðar hefur orðið vart við smálaxa. Þykja þeir vera fyrr á ferðinni en venja er til og sérfræðingar segja það oft undan- fara stórra iaxaganga. Sjá bls. 9 „Era þeir að fá’ann?“ Horgunblaðifl/Börkur Jóhann Diego yfirverkstjóri hjá garðyrkjudeild Reykjavíkur með hrútana tvo i haldi. Reykjavík: Kindur valda mjög1 miklum gróðurspjöllum í görðum Morgunblaöið/Þorkell í þessum garði í Klyfjaseli höfðu kindur rifið nýlegan rifsbeijamnna upp með rót- um. STARFSMENN garðyrkjudeildar Reykja- vikur gripu aðfaranótt föstudags tvo hrúta i garði í Jóruselinu, þar sem þeir vom að gæða sér á garðplöntum. Hrútarnir vom færðir i geymslu hjá garðyrkjudeild. Undanfarið hafa borgaiyfírvöldum borist margar kvartanir frá íbúum í Breiðholtinu vegna ágangs sauðfjár í garða og tjóns af þess völdum. Vegna þeirra fór garðyrkjustjóri þess á leit við Jóhann Diego, yfírverkstjóra hjá garðyrlq'udeild, að hann og menn hans reyndu að handsama einhvetjar af þeim kindum, sem færu inn í garða Reykvíkinga. Hrútamir verða í vörslu garðyrkjudeildar þar til eigandi þeirra hefur gefið sig fram við skrif- stofustjóra borgarverkfræðings. í gærkvöldi var ekki vitað hver var eigandi hrútanna. Patreksfj örður: Raforkusölu tíl frystíhússins hætt HRAÐFRYSTIHÚSIÐ á Pat- reksfirði skuldar Orkubúi Vest- fjarða vemlega upphæð og var raforkusölu til fyrirtækisins því hætt í gær. Samkvæmt upplýsingum Morg- Innréttingar í útvarpshúsið: Islensku tilboði tekið í BYGGINGARNEFND ríkis- útvarpsins hefur verið sam- þykkt að taka tilboði íslenskra aðila að upphæð samtals kr. 19,7 milþ'ónum í innréttingar, lausa veggi og húsbúnað nýja útvarpshússins við Efstaleiti 1. Alls bárast 17 tilboð í verkið og reyndist lægsta tilboð frá erlendum aðila vera 30% hærra en íslensku tilboðin. „Það hefur alla tíð verið stefna byggingamefndarinnar að leita fyrst og fremst eftir innlendri framleiðslu," sagði Benedikt Bogason sem sæti á í byggingar- nefnd hússins. Hann sagði að ráðgjafar nefndarinnar, innan- hússarkitektar og verkfræðingar, hefðu gert ýtarlegan samanburð á öllum tilboðunum og meðal annars samræmt verð. „Þeir gáfu síðan umsögn um gæðin og að öllu samanlögðu völdum við þessa leið og spömðum talsvert fé, en teljum okkur fá fullnægj- andi gæði,“ sagði Benedikt. Erlendir aðilar buðu margir hveijir í verkið í heild en íslensku framleiðendumir í einstaka verk- þætti en þeir vom tíu og sagði hann, að eftir að tekist hefði að samræma íslensku tilboðin þann- ig að öllum kröfum sem gerðar vom var fullnægt, þá var talið að þessir aðilar gæfu viðunandi lausn. Tilboðin sem tekin vom em frá Kristjáni Siggeirssyni hf. upp á 10,1 milljón króna, Mát hf. um 2,8 milljónir króna. Ofna- smiðjunni hf. 2,5 milljónir króna og Stálhúsgagnagerð Steinars kr. 700 þús. Annar kostnaður er áætlaður 3,6 milljónir króna. unblaðsins nema vanskil Hrað- frystihússins um 9 milljónum króna, en framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, Jens Valdimarsson, vildi ekki staðfesta það. Hann sagði, að í gær hefði hluta starfsfólks verið vísað heim, en aðspurður hvort fólk ætti von á uppsögnum svaraði hann aðeins: „Þetta fer í lag.“ Kristján Haraldsson, orkubús- stjóri, kvaðst ekki í stakk búinn til að upplýsa skuldastöðu ein- stakra viðskiptavina og vildi hvorki staðfesta né neita þvi að skuld Hraðfrystihússins næmi 9 milljón- um króna. „Það eina sem ég get sagt er að þama er um veruleg vanskil að ræða. Annars væmm við ekki að þessum aðgerðum," sagði Kristján. I gærkveldi funduðu forsvars- menn Hraðfrystihússins og Orku- bús Vestfjarða og kvaðst Kristján vænta þess að þá myndi framhald málsins ráðast. Þessi fundur stóð enn, er Morgunblaðið leitaði síðari frétta í gærkvöldi. Hvalveiðarnar hefjast á morgun HVALVEIÐAR hefjast á morgun, sunnudag. Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. sagði í samtali við Morgunblaðið, að veiðaraar yrðu stundaðar á tveimur bát- um, Hval 8 og Hval 9, og alls myndu um 150 manns vinna við veiðar og vinnslu. „Hvalurinn virðist orðinn aukaatriði í allri þessari vitleysu. Hingað komu um 200 manns til að þrátta um 40 ensk orð í heila viku. Þau fjölluðu í raun ekkert um hvalveiðar heldur hvar eigi að éta hvalinn. Til þess kom allt þetta fólk á ársfund alþjóða hvalveiðiráðsins," sagði Krist- ján. Sjá bls. 4: íslendingar varaðir við ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.