Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986 35 í veikindum og öðrum bágindum, aðstoð sem ekki er hægt að veita, nema með fómfúsu hugarfari. Fyrir nærri fjórum árum tók hún að kenna sjúkleik þess hins illa, sem að Jokum varð henni að aldurtila. I öllu þessu sjúkdómsstríði stóð hún sem hetja, og hélt í vonina um bata, svo lengi sem unnt var, en sætti sig að lokum við það, sem ekki varð umflúið. í allri þessari baráttu reyndust böm hennar og tengdaböm henni ómetanleg stoð og stytta, sem engin opinber hjúkr- un eða læknisþjónusta á sjúkrahús- um getur komist til jafns við, þótt slíkrar aðstoðar verði heldur ekki án verið. Mikill harmur er kveðinn að nán- ustu vinum og ættmennum Krist- jönu við fráfall hennar. Og ekki síst munu bamabömin sakna hennar, því þau vom hjá henni daglegir gestir og nutu ástúðar hennar og kærleika í ríkum mæli. En við vitum líka að dauðinn kemur stundum sem líknandi engill, og svo var í þessu tilviki. En minningin um góða vin gleymist aldrei. Hún lifir í hjörtum þeirra sem mest eiga að þakka fyrir óeigingjarna umhyggjusemi og fómfúsan kærleik á liðnum ámm. Sú minning er sem dýrmætur gim- steinn í hjörtum þeirra sem eftir lifa. Og vonin um fagnaðarríka endurfundi að lokinni vegferð hér á jörð, verður sem vegamesti á lífs- insleið. Öll systkini Kristjönu (sem og aðrir nánir vinir og venslafólk) eiga henni ótalmargt að þakka frá liðn- um samvistarárum og kveðja hana með djúpum söknuði nú, er leiðir skilur að sinni. Eg sendi eftirlifandi manni henn- ar og bömum og öðmm nánum aðstandendum, einlægar samúðar- kveðjur mínar og óska þeim far- sældar á ókomnum tíma. Ingvar Agnarsson Kristjana var fædd í Tungukoti í Fróðárhreppi. Foreldrar hennar vom Tómas Sigurðsson og Ragn- heiður Ámadóttir. Þau eignuðust átta böm er upp komust og var Kristjana yngst af þeim. Bamafjöldi virðist hafa verið ríkjandi í föður- ætt, til dæmis eignaðist afi hennar, Sigurður Pálsson (sem var og Iang- afi undirritaðs), þrettán böm. For- eldrar hennar, Tómas og Ragn- heiður, bjuggu á nokkmm kotum í Fróðárhreppi, en þó lengst í Bakka- búð á Brimilsvöllum frá 1919-39, og þar munum við sem enn lifum best eftir þeim. Bakkabúð átti ekki mikið land fremur en önnur kot í Fróðárhreppi og búskapur því smár í sniðum, sjórinn var þess vegna helsti bjarg- ræðisvegurinn og sóttur á frum- stæðan hátt. Það ræðst því af líkum, að ekki var auður í foreldrahúsum, en þrifn- aður og snyrtimennska í hvívetna ríkti í Bakkabúð. Gestrisni var svo mikil, að telja mátti að þar væri opið hús og öllum veittar góðgjörðir eftir getu. Þetta átti eftir að móta líf þeirrar konu sem hér er minnst, því þegar hún varð sjálf húsmóðir þar sem aðstæð- ur vom að vísu aðrar hvað húsnæði og efnahag áhrærði, varð þrifnaður og snyrtimennska svo ríkjandi, að aldrei sást neitt fara úr skorðum á hennar heimili og breytti það engu þótt fleiri eða færri gesti bæri að garði. Enda var eiginmaðurinn, Víglundur Jónsson, henni samtaka með það. Kristjana fór ung að vinna fyrir sér eins og títt var um stúlkur á þeim ámm. Atvinnutækifæri vom ekki mörg, fyrir stúlkur var helst að fara í vist, það er að vinna hús- verk og heimilisverk alls konar hjá þeim fjölskyldum sem höfðu tök á að fá sér slíka heimilisaðstoð. Kaup fyrir utan fæði var yfirleitt ekki mikið hærra en svo, að það dugði til að fata sig upp eins og þá var kallað. En mörgum sem unnu á góðum heimilum reyndist þetta dtjúgur undirbúningur undir það starf er við tók hjá flestum stúlkum á þeim ámm, þ.e. húsmóðurstarfíð. Ég tel' að það sé eitt af göfugri störfum, sé það vel rækt, og orðið „bara húsmóðir" vil ég ekki heyra. Að ala vel upp böm sín, halda heimilinu í því horfi að sómi sé að, vera heimil- isprýði, það er göfugt starf. Þetta beið Kristjönu Tómasdótt- ur, því þann 14. mars 1942 gekk hún að eiga hinn kunna athafna- mann Víglund Jónsson, sem þá fór með eigin bát frá Ólafsvík. Þau bytjuðu búskap í svokölluðu Garðarshúsi, hafði áður verið versl- unarhús og var stórt eftir því sem þá var í Olafsvík. Nokkur hluti af þessu húsi var notaður sem gisti- og veitingastaður. Ofangreint hús brann árið 1945 og skömmu síðar kaupa þau Víglundur húsið Skál- holt, sem hafði verið bústaður sókn- arpresta Nesþinga í meira en hálfa öld. Byggja á þeirri lóð stórt og vandað íbúðarhús á þeirra tíma mælikvarða. Á þessum ámm hafði Víglundur, ásamt öðmm, stofnað saltfiskverk- unina Hrói hf., sem hann eignaðist að fullu síðar, einnig hafði hann aukið umsvif sín í útgerð. Það varð því oft að skjóta skjóls- húsi yfir aðkomna vertíðarmenn á meðan verið var að koma þeim fyrir áður en verbúðir komu í Ólafsvík. Meðal annars var undirritaður tvo vetur þar í húsnæði. Ég bjó þá í litlu koti í Fróðárhreppi, sem ekki bar stóra fjölskyldu, og varð því að stunda vinnu utan heimilis mik- inn hluta ársins. Ég kynntist því vel þeirri snyrtimennsku er var þar og hve öllu var vel við haldið. Auk þess, sem áður getur, var Haraldur, bróðir Víglundar, hjá þeim hjónum um 20 ár, en hann var alla ævi mikið fatlaður. Kristjana var glæsileg kona og eignuðust- þau hjón þijú mann- vænleg böm sem em öll í Ólafsvík. Þau em talin eftir aldursröð: Úlfar, maki Guðrún Karlsdóttir, Guðrún, maki Pétur Jóhannsson fyrrverandi skipstjóri og núverandi verkstjóri á Hróa; Ragnheiður, sem að námsár- um frátöldum hefur lengst af dvalið í húsum foreldra sinna, og að mestu hin síðari ár annast skrifstofu- og reikningshald fyrirtækisins. Árið 1982 veiktist Kristjana af þeim sjúkdómi, sem svo marga hefur lagt að velli undanfarið. Ef til vill hefur aðdragandinn verið mun Iengri, en það veit maður ekki, en allt var gert sem unnt var og á þessum tíma gekk hún undir tvær stóraðgerðir. Hún barðist hetjulega og lengst af missti hún ekki vonina. Fjölskyldan sýndi aðdáanlega samheldni og fómfysi á þessum erfiðu tímum, bæði böm og makar þeirra. Ég votta þeim og öllum vanda- mönnum mína dýpstu samúð, sér- staklega þó Víglundi, sem syrgir sinn lífsförunaut. Ég veit að bömin og makar þeirra gera allt sem unnt er, en hjá honum er skarðið stærst og verður ekki fyllt. Nú er frænka mín farin yfir móðuna miklu, ég þykist vita í sinni bamatrú, og sé hún rétt þá á hún ánægjulega eilífð framundan. Matthías segir: ,Hvaðerhel? Ollum líknsemlifavel, engill sem til lífsins leiðir, Ijósmóðirsem hvflu reiðir, heitir hel.“ (MJ.) Sigurður Brandsson í dag er til moldar borin í Ólafs- vík ein mín hjartfólgnasta vinkona, Kristjana Þórey Tómasdóttir, Lind- arholti 7, Ólafsvík. Ég átti því láni að fagna að alast upp í húsinu á móti hjónunum Kristjönu og Víg- lundi og hefði ekki verið hægt að hugsa sér betri nágranna. Innilegur vinskapur og trúnaður myndaðist á milli mín og Kristjönu frá upphafi. Hún studdi mig með ráðum og dáð er erfíðleikar steðjuðu að á mínu heimili og verður það aldrei að fullu þakkað, því hún lifði sannarlega í þeirri fullvissu að sælla væri að gefa en þiggja. Megi Guð almáttug- ur styðja hana og styrkja í nýju heimkynnunum. Ég vil einnig votta Víglundi, Ragnheiði minni, Gunnu, Úlla og öðram ástvinum mína inni- legustu hluttekningu. Guð veri með ykkur' Svana Tómas R. Jóns- son — Kveðjuorð Fæddur8.júlí 1903 Dáinn 10. maí 1986 Kvöldsólin skein inn um gluggann minn að kvöldi 10. maí. Dagurinn var búinn að vera svo fagur og gróðurinn ilmaði. Síminn hringir og mér er sagt lát föðurbróður míns, þess vinar er ég dáði hvað mest. Úm hann á ég fagrar og bjartar minningar. Tómas Jónsson var fæddur 8. júlí 1903 á Karlsminni á Skaga- strönd. Þar bjuggu foreldrar hans, Guðný Guðmundsdóttir og Jón Tómasson, sem var af húnvetnskum ættum, en Guðný var ættuð úr Austur-Skaftafellssýslu (af Skafta- fellsætt). Böm þeirra vora Guð- mundur Bergmann, sem var sjó- maður og drakknaði ungur, Tómas Ragnar, sem hér er kvaddur, og Jónína, sem búsett var lengst í Kaupmannahöfn. Guðný og Jón bjuggu fyrst á Skagaströnd, síðan í Króki, sem var einn af svonefndum Brekkubæjum og stóð bærinn út undir Króks- bjargi. Frá 1916 áttu þau heima á Blönduósi. Frændi minn sagði mér frá ýms- um atvikum, sem snerti þau systk- inin í bemsku þeirra og kom það skýrt fram, m.a. hvað þeir bræður höfðu verið tengdir sterkum bönd- um. — Og Tómas orti erfiljóð um föður minn, eitt erindið er svona: Bróðurástsönn ríkiíbeggjahjörtum. Viðlifðum saman þósæumsteigi. Munégþvígeyma íhugoghjarta ástfólgnaminning um elskandi bróður. (ÚrHúnavöku) Minningamar era margar tengd- ar bemsku minni. — Hann frændi var alltaf svo nálægur okkur bróð- urdætrum sínum og margar vora ferðir okkar í Árbæ, hús afa, ömmu og frænda og hans yndislegu konu, Ingibjargar. Það hús var ekki stórt en fullt af kærleika og hlýju, sem aldrei gleymist. Þar var strokið um vanga og mér eru minnisstæð hlýju handtökin hjá afa og frænda er þeir leiddu mig heim að kveldi. — Þetta vermandi viðmót fylgdi frænda mínum alla tíð. Hann var traustur og umfram allt heiðarlegur maður, sem allir bára virðingu fyrir. Tómas starfaði mikið í ung- mennafélaginu og áminnti okkur ungmennin um að eitt væri öllu framar og það væri að vera heiðar- legur í lífi og starfi. Tómas kvæntist Ingibjörgu Vil- hjálmsdóttur frá Bakka í Svarfað- ardal árið 1926. Hún var mikil mannkostamanneskja, sem við öll elskuðum og virtum. Taldi frændi minn alla tíð það hafa verið mestu gæfu að hafa fengið hana að lífs- föranaut. Þau eignuðust fjögur böm, Krist- ínu Bergmann, Nönnu, Ástu Heiði og Ragnar Inga. Tómas og Ingibjörg áttu sitt fallega heimiii á Blönduósi. Þar var friðarreitur, sem við ættingjar þeirra áttum alltaf athvarf. Þau hjón vora vel greind og gaman var að eiga með þeim glaðar stundir. Stundum var þá bragðið til ljóða- gerðar, því bæði vora hagmælt. Leikhæfileikar vora honum svo eiginlegir að það hefur mótast fast í hug minn. Áð sjá hann á leiksviði í Skugga-Sveini og flestum leikrit- um verður ógleymanlegt. Hann starfaði f ungmennafélag- inu í ljöldamörg ár. Stóð fyrir mörgum leiksýningum bæði í því og síðar í Leikfélagi Blönduóss þegar það var stofnað. Ég veit að bajði ungir og aldnir Húnvetningar muna Tómas vel á sviðinu. Hann sagði mér að leikstarfið hefði veitt sér ómælda ánægju, þrátt fyrir erfiða aðstöðu flest árin, en alls mun hann hafa leikið og leikstýrt í 44 ár. ( , , . , , , , < 0. í hálfa öld starfaði Tómas hjá kaupfélagi Austur-Húnvetninga á Blönduósi, fyrst sem afgreiðslu- maður og síðar við aðalbókhald, gjaldkera- og fulltrúastarf. Hann var alla tíð bundinn af því starfi og rækti það af sinni alkunnu samviskusemi. En mesta hamingja frænda míns var fjölskyldan og heimilið. Þar ríkti alltaf samheldni og kærleikur, sem gerði allt fagurt. Þar var friðland fýrir yngri sem eldri. Þar var amma mín í skjóli fjölskyldunnar, allt frá því að afi dó og þar til hún lést, háöldrað. Börn frænda míns gerðu honum síðustu árin léttari með elskusemi sinni, þau vildu öll gera honum stundimar sem léttastar, og hjá Ragnari Inga, syni sínum, og konu hans, Önnu Guðmundsdóttur, átti frændi sín síðustu ár. Þar sagðist hann njóta mikils ástríkis, sem hann fengi aldrei fuilþakkað. — Stutt var líka fyrir hann til Nönnu, dóttur hans, og hennar fjölskyldu, sem allt vildu fyrir hann gera. Það var honum mikil gleðigjöf að fá að vera með bamabömum og langafabömuin. Þegar ég átti kvöldstund með frænda fyrir tveimur áram fann ég að þetta var óbreytt, fjölskyldan var honum öll jafntengd, þót.t fjarlægðir væra orðnar nokkrar. Hann velti fyrir sér hvað bömin væra að gera og hvemig þeim liði. Ég veit að böm hans og niðjar munu finna fyrir þessari kærleikshugsun alla tíð. Ég og systur mínar, þær Helga og Sigurbjörg, nutum þessa kær-' leika í ríkum mæli, Tómas var okkur eins og besti faðir í gegnum árin. Fyrr á tíð studdi hann móður okkar með öllum ráðum og þau hjónin vora hennar bestu vinir. Við og fjölskyldur okkar þökkum alla þá ástúð og hugsunarsemi, sem náði til okkar fram á hans síðasta ár. Við kveðjum hann og biðjum honum blessunar Guðs, vitandi það, að ástvinir bíða í varpa og heim- koman verður eins og hann þráði, þegar hann orti í minningu konu sinnar: Þá ég að síðustu landfestar leysi oglegguppíhinstuför, á ströndinni nýju í stjamanna skini þú stcndur með bros á vör. - Þú bendir mér leið til landsins helga í ljósvakans heiða geim, - með blik í augum þú breiðir út faðminn og býður mig velkominn heim. (ÚrHúnavöku) Og þannig munum við minnast þeirra, þessara elskulegu vina okk- ar. Guð blessi þau bæði. Guðmunda Guðmundsdóttir SVAR MITT eftir Billv (iraham Mark og mið Hvernig stendur á þvi að unga fólkið er svona eirðar- laust nú á dögum? Eg er sjötugur og eg hef aldrei séð neina kynslóð ungs fólks eins órólega, undarlega og ólíka þeim, sem eldri eru. Getið þér útskýrt þetta? Sumir segja, að ástæðan sé allsnægtimar. Aðrir: Leiðindi og enn aðrir: Sama eiðarleysið og einkennir ungt fólk sér- hverrar kynslóðar. En eg segi, að það sé tilgangsleysið. Margir þessara æskumanna eiga ekkert markmið, og þeir eru að reyna að setja sér markmið. Þegar maður á sér tilgang eða markmið, ver hann tíma og kröftum til að ná því, sem hann hefur sett sér. Hafí hann ekkert til að lifa fyrir, slæpist hann og slórar, setur sér eins konar gervimarkmið og verður byrði á samfélaginu. í raun og vem er hann að flýja sjálfan sig, og þegar við gerum það, dettum við annað hvort kylliflöt eða við rekumst illþyrmilega á náungann. Eg nota tímann til þess að tala við þúsundir ungmenna um víða veröld. Eg segi þessu unga fólki, sem hefur ekki fundið sér takmark í lífínu, að Kristur sé verður þess, að við helgum honum allt það bezta, sem til er og að það geti breytt lífí þess og heiminum sem það lifír í. Margur ungur maðurinn hefur glatað trúnni á sjálfan sig. Gervimarkmið er ekkert annað en uppbót vegna þessar- ar „vantrúar". En í mínum augum er ekki til neitt verðugra málefni en lifa fyrir en hann , sem sagt var um á fyrstu öld, að hefði bylt öllu í heiminum, og hefur umbreytt til góðs hverjum manni sem hefur þorað að fylgja honum heilshugar. Legsteinar if'Ujumt Unnarbraut 19, Seltiarnarnesi, símar 91-620809.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.