Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1986 Hvalfriðunarmenn herða nú nqög róðurinn gegn hvalveiðum Norðmanna, sem hyggjast veiða 400 hrefnur í sumar. „Moby Dick“ fært til hafnar Osló. J.E. Laure. NORSKA strandgæslan færði Greenpeace-skipið „Moby Dick“ til hafnar i Vardö á vesturströnd Noregs aðfara- nótt fimmtudags. Greenpeace- menn mótmæitu kröftuglega þessum aðgerðum, en þeir hugðust mótmæla hrefnuveið- um Norðmanna f sumar. Forsvarsmenn strandgæslunn- ar sögðu, að „Moby Dick“ hefði siglt inn í norska landhelgi án þess að hafa tilskilin leyfí frá yfirvöldum. Skipið hefði elt hval- bát lengi vel og einnig hefði áhöfnin sent gúmbáta í átt að hvalbátnum, en skipstjóri hans hafði þá samband við strandgæsl- una. Ekki kom til neinna átaka. Strandgæslumenn sögðu, að „Moby Dick" hefði verið siglt í krákustíga í nokkrar klukku- stundir til þess að hindra gæslu- menn í að komast um borð. Green- peace-menn segja, að þeim beri engin skylda til að sækja um leyfí til að sigla um þessar slóðir. Talið er líklegt að þeir verði sektaðir fyrir aðgerðir sínar. Taismenn þeirra segja, að skip- ið muni við fyrsta tækifæri halda áleiðis til Barentshafs og reyna þar að hindra hvalveiðimenn í störfum þeirra. í áhöfn „Moby Dick“ eru 13 manns frá ýmsum löndum, þ.á m. Noregi. Spá um alnæmi í Bandaríkjunum: Búið að greina sjúk- dóminn hjá meira en 270 þús. manns 1991 Orkumálaráðherra Venezuela: Norðmenn fúsir til samstarfs við OPEC Caracas, AP. ARTURO Hernandez Grisanti, orkumálaráðherra Venezuela, segir, að norsk stjórnvöld séu fús að vinna að þvi með OPEC, Samtökum olíuútflutningsríkj- Tímaritið Playgirl í erfiðleikum Santa Monica, AP. Bandariska tímaritið Play- girl, hefur farið fram á greiðslustöðvun, þar sem fjár- hagur þess mun standa höll- um fæti. Lesendum tímarits- ins hefur farið fækkandi undanfarin ár. Fyrrverandi ritstjóri blaðsins, Vanda Krefft, sagði að ritstjóm- in hefði ekki fylgst með tíman- um, og að eftirspum eftir nekt- armyndum af karlmönnum væri ekki jafnmikil ogforðum. Útgáfa Playgirl hófst árið 1973 og innan eins árs var upplag þess komið upp í 1,5 milljón eintaka. Nú, 12 ámm síðar, hefur sala blaðsins dregist saman um 60%, skv. opinberu upplagseftirliti. Ritstjóri blaðsins, Tomi Lew- is, sagði í viðtaii að blaðið kæmi áfram út og að nú væri vinna við október-hefti blaðsins í full- um gangi. Hún vildi hvorki ræða fjárhagsstöðu blaðsins, né til hvaða ráðstafana yrði gripið. anna, að koma stöðugleika á heimsmarkaðsverð á olíu. Hemandez Grisanti, sem einnig er forseti OPEC, ræðir við Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, í næstu viku. Þá mun Bmndtland einnig eiga fund með Jaime Lusinchi, forseta Venezuela, og er það í fyrsta skipti, sem leiðtogar olíuframleiðsluþjóða innan og utan OPEC efna til sér- staks fundar um olíumál, að því er ráðherrann sagði á miðvikudag. „Norsk stjómvöld hafa hingað til ekki kært sig um neina samvinnu við OPEC, en nýja stjómin hefur látið í ljós áhuga á að vinna með samtökunum að því að koma stöð- ugleika á heimsmarkaðsverð á ol- íu,“ sagði Hemandez Grisanti, samkvæmt fréttum í venezuelskum blöðum. Hann bætti við, að það ylti á niðurstöðum OPEC-fundarins, sem haldinn verður í Brioni í Júgóslavíu seinna í mánuðinum, hvort úr samstarfínu við Norðmenn gæti orðið. Brioni-fundurinn hefst 25. júní. Binda OPEC-þjóðimar vonir við, að þar verði unnt að endurskipuleggja kvótakerfi samtakanna. ERLENT Lí fstí ðarfangelsi fyrir hryðjuverk Washington, AP. BANDARÍSK stjórnvöld hafa lagt fram nýja áætlun um heft- ingu á útbreiðslu alnæmis. í fréttatilkynningu, sem gefin var út á fimmtudag, er spáð, að árið 1991 verði búið að greina sjúk- dóminn hjá yfir 270.000 manns og yfir 179.000 manns verði þá látnir af völdum hans. Samkvæmt spá heilbrigðisyfír- valda munu yfír 54.000 manns lát- ast af völdum sjúkdómsins á árinu 1991 einu saman. Til samanburðar má geta þess, að á árinu 1984 létust 46.200 manns í umferðarslysum í Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfírvöld segja, að tölur þessar séu byggðar á spám Sjúk- dómavamarstofnunar Bandaríkj- anna. Sá fyrirvari er hafður á, að dánartölumar kunni að vera 20% of lágar vegna lélegrar heimtu á upplýsingum um sjúkdómstilfelli. Japan: Austur-þýsk kona flýr Tókýó,.AP. AUSTUR-ÞTSK kona, gift starfsmanni austur-þýsks ríkis- fyrirtækis með aðsetur í Japan, flúði til Vestur-Þýskalands ný- lega ásamt dóttur sinni, að þvi er japönsk yfirvöld sögðu sl. föstudag. Irmhild Reintzsch, sem hélt frá Japan á þriðjudag ásamt dóttur sinni, sagðist ekki ætla sér að snúa aftur tii Austur-Þýskaiands. Starfs- maður japanska utanríkisráðuneyt- isins sagðist álíta að ástæður flótt- ans væru fremur persónulegar, en pólitískar. Eiginmaður hennar, Hubert Reintzsch, hélt heimleiðis á fímmtudag, að sögn yfírvalda. Starfsmaður austur-þýska sendi- ráðsins í Tókýó vildi ekkert segja um málið og starfsbróðir hans í vestur-þýska sendiráðinu vildi hvorki staðfesta né neita því að frú Reintzsch hefði fengið landvist- arleyfí í V-Þýskalandi. í tilkynningu heilbrigðisyfírvalda segir, að yfír 70% alnæmistilfell- anna verði greind hjá hommum og karlmönnum með hneigð til beggja kynja, en það eru þeir hópar manna, sem taldir eru í hvað mestri hættu. Um 25% tilfellanna verða úr hópi eiturlyfjaneytenda, sem nota smit- berandi sprautunálar. Talið er, að um verulega skörun hlutfallstalna sé að ræða hjá þessum tveimur aðaláhættuhópum. Um 9% tilfellanna verða greind meðal kynvísra karla og kvenna. Verður þar um að ræða u.þ.b. 7000 einstaklinga, að sögn heilbrigðis- yfírvalda. Yfír 3000 alnæmistilfelli verða greind hjá bömum, og er það rakið til fjölgunar tilfella meðal kvenna á bamsburðaraldri. Ljóst þykir, að sjúkdómurinn muni breiðast hratt út utan þeirra svæða, þar sem útbreiðslan hefur verið mest. þ.e. New York og San Francisco. í þessum tveimur borg- um hafa um 40% allra alnæmistil- fella í Bandaríkjunum verið greind hingað til. Árið 1991 verða 80% tilfellanna greind á öðmm stöðum. Belfast, AP. DÓMARI í Belfast dæmdl í gær fjóra hryðjuverkamenn úr röð- um írskra þjóðemissinna í lífstíð- arfangelsi. Um var að ræða tvo karlmenn og tvær konur. Árið 1982 komu þau fyrir sprengju í krá, sem mikið var sótt af breskum hermönnum og misstu þar 17 manns lífíð, þar af sex óbreyttir borgarar. Fjórmenningamir tilheyrðu INLA, samtökum sem eiga rætur aðrekjatilIRA. Úrvals stóll á úrvals kjörum • Getum nú boðið norska hægindastólinn STRESSLESS ROYAL með fótskemli. Stóll í hæsta gæðaflokki, klæddur ekta leðri. Verð: Batik leður kr. 49.880 Standard leður kr. 46.640 Útborgunkr. 5.000 Útborgunkr. 5.000 Mánaðargreiðslur kr. 3.740 Mánaðargreiðslur kr. 3.470 HÚSGAGNAIÐJAN HVOLSVELLI © 99-8285

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.