Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ Í986 T Samstarf Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks SAJtfKOMULAG hefur tekist með sjáifstæðismönnum og al- þýðuflokksmönnum um áfram- haldandi samstarf i hrepps- nefndinni á Skagaströnd. Adolf J. Berndsen verður áfram oddviti og Heimir I. Fjeldsteð varaodd- viti. í kosningunum 31. maí sl. jók Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt á Skagaströnd talsvert, en hann hef- ur verið stærsti flokkurinn þar Siglufjörður: ísak bæjarstjóri GENGIÐ var formlega frá myndun meirihluta í bæjarstjóm Siglufjarðar á fundum sem Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag héldu á fímmtudagskvöld. Bæjarstjóri verður ráðinn ísak Jóhann Ólafsson og verður fyrsti fundur hinnar nýju bæjarstjóm- ar haldinn nk. mánudag. Matthías undanfarin ár. Flokkurinn hlaut stuðning 162 kjósenda, sem er 41,9% atkvæða. Hann hefur því 2 fulltrúa af 5 í hreppsnefndinni, eins og á síðasta kjörtímabili. í kosning- unum 1982 fengu sjálfstæðismenn 127 atkvæði eða 38,9% atkvæða. „Við höfum stöðugt aukið fylgi okkar undanfarin ár og emm mjög ánægðir með úrslit kosninganna," sagði Adolf J. Bemdsen, oddviti, í samtali við Morgunblaðið. Adolf sagði, að enda þótt fram- sóknarmenn og alþýðubandalags- menn, sem hvorir um sig hafa einn fulltrúa í hreppsnefnd, ættu ekki aðild að meirihlutanum, væri gott samstarf milli allra flokkanna um hagsmunamál Skagstrendinga. Hann kvað eitt aðalverkefni sveitar- stjómarinnar um þessar mundir snúa að hafnarmálum, en einnig beindu menn mjög sjónum að úti- vistarmálum og væri þar verið að gera átak. Þá kvað Adolf atvinnu- málin að venju vera í brennidepli, en mikill uppgangur hefur verið í atvinnulífinu á staðnum að undan- fömu. Af þeim sökum væri farið að bera á húsnæðisskorti, sem reynt yrði að ráða bót á. Bolungarvík: Sjálf stæðisflokkur og Alþýðuflokkur mynda meirihluta Bolungarvík. SAMKOMULAG hefur tekist um meirihlutasamstarf i bæjarstjóm Bolungarvíkur milli Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks. Verður meirihlutinn skipaður 3 fulltrúum af D-lista og einum fulltrúa af A-lista, en svo sem kunnugt er var bæjarstjómar- fulltrúum fækkað úr níu í sjö við síðustu kosningar. Samkvæmt samkomulagi því, sem báðir aðilar hafa samþykkt, er ákveðið að forseti bæjarstjómar verði Ólafur Kristjánsson af D-lista og fyrsti varaforseti Einar Jónat- ansson einnig af D-lista. Bæjarráð verði skipað af einum manni af hvomm lista allt kjörtímabilið og formaður bæjarráðs verði Valdimar L. Gíslason af A-lista. Aðilar em sammála um að fram- lengdur verði samningur við núver- andi bæjarstjóra, Guðmund Krist- jánsson. Gunnar Morgunblaðið/Einar Falur Fulltrúar American Express ásamt forsvarsmönnum Flugleiða og Ferðaskrifstofunnar Útsýnar á Hótel Loftleiðum. ísland mögnlegt fram- tíðarfér ðamannaland - segir Jay Rising framkvæmdastj óri Evrópuferða American Express Að UNDANFÖRNU hafa full- trúar American Express verið hér í boði Flugleiða og ferða- skrífstofunnar Útsýnar. Til- gangur heimsóknarinnar er m.a. að kynnast aðstæðum hér fyrir ferðamenn til að unnt sé að ganga frá samningum um ferðir hingað til lands. American Express er eitt stærsta og öflugasta fyrirtækið á sviði ferðamála í heiminum, á vegum þess eru um 1.000 ferða- skrifstofur um heim allan, auk þess sem fyrirtækið rekur banka- starfsemi og greiðslukortafyrir- tæki. Jay Rising, framkvæmda- stjóri Evrópuferða, er meðal full- trúa American Express og sagði hann að honum litist vel á það sem íslendingar hafa upp á að bjóða. „Það þarf þó að breyta ýmsu varðandi aimenna þjónustu við ferðamenn ef ísland á að höfða til meirihluta bandarískra ferða- manna. ísland er nú vinsælt meðal ákveðins minnihluta, þeirra sem „Mestu máli skiptir að finna sig velkomna í þvi landi sem þeir heimsækja." Jay Rising fram- kvæmdastjóri Evrópuferða Amerícan Express. hafa áhuga á náttúru landsins og þeirra sem koma hingað í veiði- ferðir og þessháttar. Islendingar eru elskulegt fólk og það hefur ekki minnst að segja þegar erlend- ir ferðamenn eru annars vegar að þeir fínni að þeir séu velkomn- ir.“ Rising taldi að ísland hefði möguleika sem framtíðarferða- mannaland, en hann er að skipu- leggja ferðir frá árinu 1987. Hann sagði að Bandaríkjamenn ætluðu flestir að ferðast um Ameríku í sumar, þeir fara til Hawaii, Kan- ada og fleiri staða í nágrenninu og verja þeim peningum sem þeir hefðu ella eytt í Evrópu til að kaupa sér bfl, sumarhús eða eitt- hvað annað þess háttar. „Við vit- um ekki hvort þessi tilhneiging til að fara ekki til Evrópu vegna hættu á hryðjuverkum eigi ein- göngu við þetta sumar, en ég tel þó að þessi hætta við hiyðjuverk hafí lítil sem engin áhrif á ferða- mannastrauminn næsta ár. Mestu máli skiptir þó að menn fínni sig velkomna í því landi, sem þeir eru að heimsækja. Bandaríkjamenn vilja gjaman kynnast landi, og þjóð meira en með því að aka í rútum fram hjá sögufrægum stöð- um og því tel ég fólkið hér með mestu náttúrulegu auðlindum lands ykkar, það er mikilvægara en hverar og jöklar." t „ _ * Daihatsuumboðið s. 685870 — 681733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.