Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ1986 21 Bandaríkin: Verður IRA- mönnum úthýst? UTANRÍKISMÁLANEFND öldungadeildar Bandaríkja- þings hefur samþykkf samning milli ríkisstjórna Bretlands og Bandaríkjanna sem ætlað er að hindra að írskir hryðju- verkamenn leiti hælis í Bandaríkjunum sem pólitískir flótta- menn. Samningurinn, sem var undirritaður 25. júni á síð- asta ári, fer nú fyrir Bandaríkjaþing. Til þess að hann fái staðfestingu þurfa 2/s hlutar þingheims að samþykkja hann. Samkvæmt bandarískum lögum er óheimilt að vísa þeim, sem óska eftir landvistarleyfí á pólitískum forsendum, úr landi. Tilgangur nýja samningsins er að koma í veg fyrir að írskir hryðjuverkamenn, sem gerst hafa sekir um morð og aðra stórglæpi, geti flúið undan réttvís- inni til Bandaríkjanna. Reagan Bandaríkjaforseti hvatti mjög til þess að samningurinn fengi staðfestingu utanríkismálanefndar- innar. írlandsmálaráðherra bresku ríkissljómarinnar sagði samninginn vera ánægjulegt dæmi um alþjóð- lega samvinnu gegn hryðjuverkum. Breska ríkisstjómin hefur afráðið að leysa upp þing Norður-írlands. Hlutverk þess var eingöngu að vera ráðgefandi fyrir bresku ríkisstjóm- ina. Þingið hefur í raun verið óstarf- hæft frá árinu 1982 en þá neituðu kaþólskir þingmenn að taka þátt í störfum þess. Átta særðust þegar sprengja sprakk í bíl í Londonderry á Irlandi. írski lýðveldisherinn hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér. Chernobyl-verið gangsett í haust Moskvu, London. AP. SJÖ VIKUM eftir kjamorkuslysið við Chemobyl í Úkraínu em áhrif þess enn að koma í ljós og bresk yfirvöld ítreka viðvaranir til þegna sinna við að ferðast um nálæg svæði. Nýskipaður yfirmaður kjara- orkuversins boðar þó, að það verði tekið aftur í gagnið í haust. Bandarískur læknir, Michael McCally, sem er meðlimur í samtök- um lækna gegn kjamorkuvá, sagði eftir að hafa fengið að skoða sjúkl- inga í sjúkrahúsi nr. 6 í Moskvu, að skelfílegt hefði verið að sjá hvemig þeir hefðu verið útleiknir eftir slysið. Hann hélt til Moskvu að afloknu alþjóðlegu þingi samtak- anna í Vestur-Þýskalandi. McCally sagði að Bandaríkjamenn ættu erfítt með að gera sér í hugarlund hvílík ógæfa þetta slys hefði verið, en í Evrópu væri það orðið táknrænt fyrir hættur þær er stafað gætu af kjamorku. Þúsundir björgunarmanna vinna nú við að hreinsa hættusvæðið við Chemobyl. Skipaður hefur verið nýr yfirmaður kjamorkuversins, E. Pozdyshev, og sagði hann nýverið í viðtali við blaðið Pravda Ukra- iny að áformað væri að kjamorku- verið yrði gangsett aftur í haust. Bresk yfirvöld hafa ítrekað viðvar- anir sínar til Breta þess efnis, að ferðast ekki til Vestur-Úkraínu og Hvíta-Rússlands vegna hættu á Gengi gjaldmiðla B AND ARÍKJ ADOLL AR hækk- aði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum. Gullverð hélst nokkuð stöðugt. Fyrir BandarílqadoUar fengust 2,2075 vestur-þýsk mörk (2,2073), 7,0410 franskir frankar (7,0350), 1,8218 svissneskir frankar (1,8238), 2,4870 hollensk gyllini (2,4860), 1.517,50 ítalskar lírur (1.516,50,) 1,3850 kanadískir doll- arar (1,3871) og 165,85 japönsk jen (165,75). Sterlingspundið lækkaði og kostaði 1,5250 dollara (1,5265). geislavirkni. Einnig benda þau á, að vissar fæðutegundir beri að forðast, ekki aðeins á fyrrgreindum svæðum heldur í öllu Rússlandi og Austur-Evrópu. Má þar nefna mjólkurduft, niðursoðna mjólk og aðrar mjólkurvörur er e.t.v. hefðu verið framleiddar eftir slysið. Einn- ig ætti að sneiða hjá kálfalqöti og kjöti af veiðibráð. Breska utanríkis- ráðuneytið sagði, að magn hins geislavirka efnis, cesium 137, ylli sérstökum áhyggjum, en helming- unartími þess er 37 ár (það mun taka efnið 37 ár að losna við helm- ing geislavirkninnar). Breska blaðið Today: Bjargað frá gjaldþroti London, AP. BRESKA dagblaðinu Today, var á fimmtudag bjargað frá yfirvof- andi gjaldþroti. Hinu litskrúðuga dagblaði Today, sem er aðeins þriggja mán- aða gamalt, var bjargað frá gjald- þroti af Roland „Tiny“ Rowland, nú á fímmtudaginn. Sala þess hefur ekki gengið sem skyldi. Ifyrirtæki Rowlands, LONRHO, keypti 35% hlutabréfa f Today, en Eddie Shah, ritstjóri og aðaleigandi blaðsins, jók hlut sinn um 16% og ánú51%íblaðinu. Rowland á breska dagblaðið The Observer, en auk þess standa nú yfír samningaviðræður við eigendur The Daily Mirror, en þeir hyggjast fá afnot af hinum fullkomnu prent- vélum Today, til þess að prenta nýtt síðdegisblað. Japan: Pólskur Daihatsu á teikni- borðinu Tókýó, AP. FULLTRÚAR Daihatsu-verk- smiðjanna og pólskir ráðamenn hafa undanfarin þijú ár rætt um framleiðslu á japönskum bílum i Póllandi. Að sögn japanska dagblaðsins Nihon Keizai eru viðræðumar komnar á góðan rekspöl og búist við, að samningar verði undirritaðir í sumar. Er ætlunin að til að byija með verði bílhlutamir að mestu fluttir tilbúnir til Póllands. Daihatsu mun annast tæknilega hönnun og leggja til framleiðsluvélar. f blaðinu segir, að hluti fram- leiðslunnar verði fluttur út til ann- arra Evrópulanda og hugsanlega einnig Bandaríkjanna. Takist samn- ingar, verða Daihatsu-menn fyrstir japanskra bílaframleiðenda til að framleiða bfla í Austur-Evrópu. Danskaþingið: Sögfulegt samkomulag næst um samgöngumann- virki yfir Stórabelti Kaupmannahöfn, frá Ib Bjembak, fréttaritara MorgunblaðsinB. MINNIHLUTASTJÓRN borgaraflokkanna í Danmörku og Jafnaðarmannaflokkurinn hafa náð sögulegu samkomulagi um gerð samgöngumannvirkis milli Sjálands og Fjóns - yfir eða undir Stórabelti. Þar með er ekki einungis séð fyrir, að landvegur tengi saman fyrrnefnda hluta Danmerkur, heldur opnast einnig möguleikar á, að sambærileg tenging milli Danmerkur og Svíþjóðar verði að veruleika. Og þá kæmust Noregur og Finnland einnig í vegasamband við meginlandið. Áætlanir um að gera brú og/eða göng milli Sjálands og Fjóns eiga sér langa sögu í Danmörku. Stefnu- markandi þingsályktanir hafa hing- að til aðeins leitt til áætlanagerðar ogkannana. Með samkomulagi því, sem nú hefur tekist milli ríkisstjómarflokk- anna ^ögurra og Jafnaðarmanna- flokksins, skapast grundvöllur til þess, að tengingin geti verið komin ál992eða 93. Áætlað er að byggja lága brú yfír vestari álinn, frá Fjóni yfír á litla, óbyggða eyju, Sprogo, á miðju Stórabelti. Prá Sproge til Sjálands, yfir eystri álinn, kemur bæði til greina að gera háa brú eða göng, ef framhaldsrannsóknir leiða í ljós, að göngin verði ódýrari og öruggari kostur en brúin. Samkvæmt núverandi verðlagi er áætlað, að verkið í heild muni kosta um 12 milljarða danskra króna (u.þ.b. 60 milljarða isl. kr.), og verður þar um að ræða stærstu einstaka flárfestingu, sem Danir hafa nokkm sinni ráðist í. (Fjárlög islenska ríkisins fyrir árið 1986 námu röskum 38 milljörðum króna. Innsk. Morgunblaðið.) Framkvæmdunum verður skipt í tvo áfanga. í fyrsta áfanga verður aðeins gert ráð fyrir jámbrautar- sambandi. Akstursleið fyrir bifreiðir á að vera tilbúin fímm árum seinna. Með þessu er ríkisstjómin að koma til móts við Jafnaðarmannafiokk- inn, sem aðeins er fylgjandi lestar- sambandi. Em bifreiðaeigendur og samtök þeirra ævareið yfír mála- miðlun þessari og óttast, að bifreið- imar verði, þegar þar að kemur, settar út á gaddinn vegna fjár- skorts. Svíar hafa um margra ára skeið verið mjög áfram um tengingu milli Svíþjóðar og Danmerkur um Eyrar- sund, en Danir hafa haldið fast við, að Stórabelti yrði fyrst á dagskrá. Nú þegar ákvörðunin hefur verið tekin varðandi Stórabelti, er ekki að efa, að Svíar munu þrýsta fast á eftir tengingunni við Eyrarsund. Er hugsanlegt, að framkvæmdir gætu hafist þar í beinu framhaldi af Stórabelti. Með því fengist ákjós- anleg langtímanýting á sérfræði- kunnáttu og vinnuafli. CD Vanti þig innréttingar í eldhnaið eða á baðið, hrelnlsetUtseki, blöndnnartæki, fliaar, lfttu þá vlð hjá okkur, við komum, tökum mál, útfærum í samráði við þig, teiknum og gerum tilboð þér að kostnaðarlausu. Opið virka daga frá 9—18 Ungardaga frá 13-17 Allt á eÍHUm Stað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.