Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ 1986 25 Nokkrir verðlaunahafanna í teiknisamkeppni um skólamjólkurumbúðir með verðlaunaskjöl sín. Teikningarnar munu skreyta mjólkurumbúðir sem verður dreift í skólunum. Yerðlaun í teiknisam- keppni grunnskólanema Mjólkurdagsnefnd veitti 39 grunnskóianemum verðlaun fyrir teikningar sem þau sendu inn í samkeppni um skreytingar á skóla- mjólkurumbúðir. Yfir ellefu þúsund myndir bárust. Myndirnar verða flestar til sýnis almenningi í byrjun næsta skólaárs um leið og verðlaunamyndimar taka að birtast á skólamjólkurum- búðunum. Myndefnið var mjög fjöl- breytt en mest bar á dýramyndum og íþróttamyndum, svo sem krafta- jötnum. Engidalsskóli í Hafnarfírði fékk viðurkenningu fyrir mikla þátttöku, hann var með mesta þátttöku skóla sem hefur meira en 300 nemendur. í skólum með milli 100 og 300 nemendur var þátttakan mest í Landakotsskóla í Reykjavík. í smærri skólum var mest þátttaka í grunnskólanum á Drangsnesi. Fossvogsskóli í Reykjavík og Laugabakkaskóli í Vestur-Húna- vatnssýslu fengu viðurkenningu fyrir teiknikennslu og áhuga. Verðlaunin voru annaðhvort 5.000 króna úttekt úr sportvöru- verslun eða vikudvöl á góðu sveita- heimili. Þó nokkur borgarböm völdu sveitadvölina. Vinningshaf- amir 39 voru: Eyrún Edda Jóns- dóttir, Laufásvegi 26, Ragna Krist- mundsdóttir, Grettisgötu 73, Vigdís Hrefna Pálsdóttir.Bergstaðastræti 9, Rúnar Óli Bjamason, Jörvabakka 12, úr Austurbæjarskóla. Guðrún Steingrímsdóttir og Steinþór Stein- grímsson, Grenimel 2, Elí Ingi Ingólfsson, Lynghaga 8, og Lilja Gunnarsdóttir, Sörlaskjóli 14, úr Melaskóla. Anna Guðrún Steinssen, Markarvegi 5, Ármann Agnarsson Sörlaskjóli 5, Jóhannes Sveinn Sveinsson, Álftalandi 3, Hekla Amardóttir, Ánalandi 1, og Guð- mundur Páll Ólafsson, Jöldugróf 12, úr Fossvogsskóla. Stefán Kjart- ansson, Sæbólsbraut 17, úr Digra- nesskóla. Angela Brynjarsdóttir, Þingholtsbraut 56, og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, Mánabraut 12, úr Kársnesskóla. Guðrún Heiða Guð- mundsdóttir, Bakka, Borgarfirði eystra, Heiðbjört ída Friðriksdóttir, Norðurgötu 40, Hólmfríður Brynja Eysteinsdóttir, Einholti 16a,og Ingólfur Pétursson, Einholti 16c, úr Oddeyrarskóla á Akureyri. Sigurð- ur Karl Lúðvíksson, Dvergholti 9, Varmárskóla í Mosfellssveit. Mar- grét Harðardóttir, Eiðistorgi 7, Þórdís Ögn Þórðardóttir Lindar- braut 8, og Marta María Jónsdóttir, Sólbraut 12, úr Mýrarhúsaskóla. íris Dröfn Jóhannsdóttir, Áslandi, Einar Páll Eggertsson, Bjargshóli, Kolbrún Sif Marinósdóttir, Árbakka 2, Bjöm Helgason, Huppahlíð í Miðfirði, Eggert Jóhannesson, Þor- kelshóli, og Isólfur Líndal Þórisson, Lækjamóti, úr Laugabakkaskóla í V-Húnavatnssýslu. Eiríkur Gísla- son, Lyngholti 9, ísafirði. Ingibjörg Sveinsdóttir, Granaskjóli 46, Haga- skóla, Helgi Þorgilsson, Sólvalla- götu 66, Vesturbæjarskóla, Tryggvi Þór Svansson, Bræðratungu 2, úr Kópavogskóla. Jóhann Kristján Hjaltason, Miðvangi 155, og Pétur Hólmsteinsson, Breiðvangi 9, úr Engidalsskóla Hafnarfirði. Ævar Sigurðsson, Áshamri 57, Hamra- skóla í Vestmannaeyjum. Svana Hilmarsdóttir, Nýbýlavegi 96, Hjallaskóla, og Baldvin Kristinsson, Norðurgötu, úr Grunnskóla Siglu- fjarðar. Fjórir verðlaunahafanna: Systkinin Guðrún Steingrímsdóttir 10 ára og Steinþór Steingrimsson 8 ára með verðlaunaskjöl sfn. íóhann Kristján Hjaltason, 8 Stefán Kjartansson úr Kópa ára Hafnfirðingur, með sitt Vogi er 16 ára en vann samt tíl skjal og ávísun upp á 5.000 verðlauna. krónur. „Gaman að sjá mynd- irnar á umbúðunum“ „Það verður gaman að sjá myndimar á umbúðunum," sögðu systkinin Guðrún 10 ára og Steinþór 8 ára, en þau voru bæði meðal vinningshafa í teiknisamkeppni fyrir skólamjólkina. áhuga á sveitinni svo hann valdi sér sportvömúttekt. „Mjólk er besti drykkurinn," sagði Jóhann Kristján Hjaltason, 8 ára úr Hafnarfirði. Hann teikn- aði kú og kraftakarl, enda segist hann ágætur teiknari. Þótt það hafí verið skemmtilegt að taka þátt í samkeppninni þá var samt skemmtilegast að vinna, fannst honum. Þau eru bæði í Melaskóla. Þeim finnst mjólk góð en best er samt kókomjólkin. Þau völdu sér sport- vöruúttekt í verðlaun en fara í ferðalag með mömmu upp í sveit í sumar. „Vil heldur gos en mjólk, en hún er samt ágæt,“ sagði Stefán Kjartansson, „næstum 16“, úr Kópavogi, en hann var einn elsti þátttakandinn. Hann hefur lítinn Þangað býð ég hér með Sveini og öðrum félögum í samtökunum, nýj- um sem gömlum, og minni þá á að - greiða félagsgjöldin sín fyrir aðal- fund. Við, sem vorum í dómnefnd, vorum í meirihluta byggingafólk með álíka mikla reynslu í að skoða teikningar og Svein Einarsson í að skrifa og lesa leikrit. Dómnefnd var öll sammála um að í fyrstu verð- launatillögu væri samankomið flest það, sem gerir stórkostlega bygg- ingarlist. Tillaga sú, sem valin var úr 75 norrænum tillögum, er hvorki snot- ur né gamaldags heldur frábær og tímalaus í þeirri merkingu þess orðs, að við teljum að hún verði seint gamaldags. Þegar arkitektúr er upp á sitt besta verða ekki höfð um hann mörg orð og verður að njóta hans með augunum og sálinni, en eins og með margt annað í listum krefst skilningur á uppdráttum nolckurrar þjálfunar og kunnáttu. í dómnefiid sátu m.a, tveir frá- bærir erlendir arkitektar og það er stórkostlegur sigur fyrir íslenska byggingarlist, að höfundur lstu verðlauna reyndist íslendingur, þegar nafnseðlar voru opnaðir eftir að dómi lauk. Það var og er eitt af okkar Líkan af nýju Tónlistarhúsi eftír Guðmund Jónsson arkitekt. markmiðum að byggja ekki pijál- hýsi, heldur tónlistarhús. Auk reisn- ar sinnar og glæsileika er tiilaga Guðmundar ein af þeim ódýrustu í byggingu, en sumar af þeim tillög- um, sem bárust, allt að tvöfölduðu það rými, sem fyrir var mælt í forsögn og hefðu orðið margfalt dýrari í byggingu. Hús með greiðri aðkomu flutn- inga á svið, sem er þrisvar sinnum stærra en svið íslensku óperunnar, með fullkominni hljómsveitargryfju, föðrunar- og búningsherbergjum auk aðstöðu fyrir kór er þannig skapað, að þar er hægt að flytja popp-uppákomur, balletta, ópærur og alla tónlist án kinnroða. Öllu þessu gerir tillaga Guðmundar ráð fyrir. Ég hef skoðað innviði það margra leik- og tónlistarhúsa til þess að fullyrða, að hér er vel að staðið í þessari tillögu. Án þess að ætla að elta ólar við vin minn, Svein leikhúsmann, verð ég þó að benda honum og öðrum, sem hafa áhuga á, að kynna sér byggingarsögu Þjóðleikhússins, að lesa endurminningar Jónasar frá Hriflu auk þess, sem skemmtilegt er að kjmna sér bréfaskriftir stjóm- ar Þjóðleikhússjóðsins við bæjar- stjóm (Borgarskjalasafn). Ég þarf ekki að minna Svein á það, sem hann skýrir sjálfur frá svo ágætlega, en ekki án sársauka f endurminningum sínum frá Leik- félagi Reykjavíkur, þ.e. deilumar um Borgarleikhús. Nei, Sveinn minn, og aðrir tón- listamnnendur, við skulum endilega skiptast jákvætt á skoðunum, en fyrir alla muni sameinast um að byggja tónlistarhús á íslandi. Lát- um hvorki ofstæki né skammsýni villa okkur sýn. Höfundur er forstjóri Ármanns- fellshf. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.