Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ1986 Alls luku 10 sjúkraliðar prófi af heilbrigðissviði. Lengst til hægri er skólastjóri Fjölbrautaskóla Breiðholts, Guðmundur Sveinsson, við hlið hans stendur deildarsijóri heilbrigðissviðs, Elín Ellertsdóttir, en sviðsstjóri þess, Regína Stefnisdóttir, stendur lengst til vinstri. Skólaslit í Fjölbrauta- skóla Breiðholts Fjölbrautaskólanum í Breið- holti var slitið i Bústaðakirkju hinn 30. maí síðastliðinn. t skól- anum voru á vorönn 1288 nem- endur á sjö námssviðum dagskól- ans, en 983 voru í öldungadeild hans. Þannig stundaði alls 2271 nemandi nám á vorönn í Fjöl- brautaskóla Breiðholts. Guðmundur Sveinsson skóla- meistari flutti ræðu við skólaslitin og sagði meðal annars: „Þótt okkur finnist stundum að Fjölbrautaskól- inn í Breiðholti fái ekki að njóta brautryðjandastarfs síns, þá er okkur það fulljóst öllum sem hér störfum, nemendum, kennurum og stjómendum, að það er óþarfí að auglýsa skólann á þann hátt sem aðrir skólar gera. Þótt það hvarfli stundum að okkur að ýmsir vilji að skóli þessi hverfí eða nemendum hans fækki — búa honum örlög meynnar frá Orleans — þá vitum við að skólinn á einlæga stuðnings- menn og hann á eftir, sé hann ekki þegar orðinn það, að verða fremsti og fullkomnasti framhaldsskóli á íslandi." Á þessu vori fengu 154 nemendur prófskírteini frá dagskóla FB en úr öldungadeildinni 98, alls 252. Enn- fremur kom fram í máli skólameist- ara að á skólaárinu 1985-1986 brautskráðust alls 150 stúdentar frá skólanum auk 75 stúdenta frá Kvennaskólanum. HeildarQöldi stúdenta á ábyrgð FB var því 225. Hér getur að Uta þá nemendur skólans er luku sérhæfðu verslunar- prófl með skólameistara sinum, sviðsstjóra, Maríu Sigurðardóttur, og deildarstjóra, Pétri Birni Péturssyni, en þau þijú standa lengst til hægri á myndinni. Aðalfundur SÍF: V erðj öfnunarsj óður verði lagður niður Frá aðalfundi SÍF. Talið frá vinstri: Sigurður Haraldsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri, Sigurður Markússon, varaformaður stjómar, Dagbjartur Einarsson, formaður stjómar og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri. TALSVERÐ gagnrýni kom fram á Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðar- ins á aðalfundi Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda og var samhljóða samþykkt tillaga um að hann verði lagður niður. í ályktuninni segir meðal annars að sjóðurinn hamli á margan hátt eðlilegri markaðsstarfsemi og valdi óþolandi mismunun á milli afurða og fyrirtækja i fisk- vinnslu. Sigurður Haraldsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SÍF, ræddi þetta mál meðal annarra í ræðu sinni á fundinum. Hann sagði að helztu rök fyrir þessu væru þau, að sjóðurinn brenglaði verulega öll boð frá mörkuðum. Afurðir á markað, sem ekki væri tilbúinn til að greiða gild- andi verð, fengju greiðslur úr sjóðn- um og framleiðsla þeirra með því örvuð óverðskuldað. A sama hátt væru dregnar tennur úr markaði, sem með verðhækkun vildi ná til sín meira framboði, þar sem hluti hækkunarinnar væri tekinn inn í sjóðinn. í september á síðasta hausti hefði skortur á tandurfíski á Spán- armarkaði blasað við. Á sama tíma hefði lítið verið eftir af þorskkvóta hér heima og mikið verið um gáma- sölur. Spánveijar hefðu því orðið að fallast á umtalsverðar verð- hækkanir til að fá fískinn, en þá hefði verið ljóst að helmingur hækkunarinnar færi inn í sjóðinn og drægi þannig úr hvatningu til að framleiða fyrir Spánarmarkað. Málinu hefði reyndar verið bjargað með því að breyta viðmiðunarverð- um og verðjöfnun verið felld niður. Nú væri bæði frysting og fersk- físksala utan sjóðsins og saltfískur- inn einn hefðbundinna greina greiddi í hann. Það væri óréttlátt og sjóðurinn ætti því ekki lengur tilverurétt, allra sízt í kjölfar niður- fellingar annarra sjóða sjávarút- vegsins. Tillaga fundarins fer hér á eftir „Aðalfundur SÍF, haldinn í Reykja- vík 12. júní 1986, leggurtil við sjáv- arútvegsráðherra, að starfsemi Verðjöfnunarsjóðs fískiðnaðarins verði hætt og sjóðurinn lagður niður. Góðar og gildar ástæður fyrir stofnun sjóðsins árið 1969 eru ekki lengur til staðar og á margan hátt hamlar sjóðurinn eðlilegri markaðs- starfsemi og veldur óþolandi mis- munun á milli afurða og fyrirtækja í fískvinnslu." Morgunblaðið/Einar r alur Frá aðalfimdi Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda. Ferðaskrif stofa ríkisins: Ferðadagar um helgina Skógarhlíð 6, en þar er Ferðaakrifstofa rikisins til húsa. Um helgina verður opið hús og þaðan leggja langferðabílarnir upp i Haukadal á laugardag ogtil Þingvalla á sunnudaginn. í TILEFNI af hálfrar aldar afmæli Ferðaskrifstofu rikisins gengst skrifstofan fyrir kynn- ingu á starfsemi sinni i dag og á morgun, 14. og 15. júní. Eddu- hótelin eiga 25 ára afmæli á þessu ári, en að sögn Kjartans Lárussonar, forstjóra Ferða- skrifstofu ríkisins, er kannski helsta ástæðan fyrir Ferðadög- nnum sú að íslendingar sjálfir hafa á siðustu árum stóraukið ferðalög sín um landið. Þeir gera þvi sífellt meiri kröfur um upp- lýsingar varðandi ferðamögu- leika á íslandi. Þessari þörf vilj- um við reyna að mæta segir Kjartan. í bæklingi frá Ferðaskrifstofu ríkisins segir að stofndagur skrif- stofúnnar marki upphaf skipulegrar ferðamannaþjónustu á íslandi, jafnt fyrir íslendinga sem útlendinga. Það var árið 1936 að henni var komið á legg en fyrsti forstjóri hennar var Eggert Briem. Gefum nú Kjartani orðið um fyrstu ár ís- lenskrar ferðaþjónustu. Ferðaskrifstofan eflist „Fljótlega varð ljóst að það voru stórhuga menn og framsýnir sem sátu við stjómvölinn hjá þessu nýja ríkisrekna fyrirtæki. Strax árið 1939 tók ferðaskrifstofan þátt í heimssýningunni miklu í New York. Þar var ísland kynnt sem ferða- mannaland. Þegar í upphafí hóf ferðaskrifstofan öfluga útgáfu alls kyns landkynningarefnis og gífur- legur íjöldi landakorta kom út á hennar vegum. Minjagripasala varð fyrst umtalsverð hér á landi fyrir tilstilli ferðaskrifstofunnar og árið 1950 gaf hún út bók eftir Englend- inginn R.W. Stewart um laxveiði á íslandi. Bók þessi er enn eftirsótt af laxveiðimönnum," segir Kjartan, „en nú orðið fæst hún ekki nema hjá fombókasölum, ef þá þar.“ Það var svo árið 1961 að eitt merkileg- asta skeið fslenskra ferðamála hófst að sögn Kjartans en þá var byijað að nýta heimavistir skóla víðsvegar um landið sem sumarhótel. Annars hófst hótelrekstur Ferðaskrifstofu rikisins þegar á árinu 1948 en þá opnaði hún hótel Ritz. Það var í Bretabragga í Fossvoginum en breski herinn var þar áður með hótelhald. Ferðatilboð Upp á þessi tímamót, bæði 50 ára afmæli Ferðaskrifstofu ríkisins og 25 ára afmæli Edduhótelanna, verður haldið nú um helgina að Skógarhlíð 6, en þar hefur Ferða- skrifstofa ríkisins höfuðstöðvar sín- ar. Þar verður þá opið hús og gest- um kynntir ferðamöguleikar sum- arsins. Á boðstólum verður kaffi og meðlæti. Báða dagana, í dag og á morgun, verður skrifstofan opin gestum og gangandi frá kl. 10 um morguninn til kl. 17 síðdegis. í dag verður gestum boðið upp á Geysisgos, lagt verður upp til Haukadals kl. 13.30 frá Skógarhlíð 6. Fyrir fullorðna kostar þessi skemmtun 300 kr. en 150 fyrir böm. Á morgun verða famar þijár ferðir til Þingvalla. Brottför er kl. 11.00, 13.00 og 14.00 frá Skógar- hlíö 6. Á Þingvöllum verður stoppað í þijár klukkustundir, gestir leiddir um staðinn undir leiðsögn fróðra manna og Valhöll mun bjóða afslátt af veitingum. Verð þessarar ferðar er 150 kr. fyrir fullorðna og 75 kr. fyrir böm. Kynning og fræðsla í samtali við fréttamann sagði Kjartan að sjálf kynningin á starf- semi ferðaskrifstofunnar yrði sex- þætt. í fyrsta lagi geta menn fræðst um sérhæfðar hótelferðir fyrir ís- lendinga um landið sitt. Ferðir þessar taka ýmist 6 eða 10 daga og verða sögufróðir fararstjórar jafnan ferðalöngunum til trausts og halds. Sem dæmi um slíkar ferðir má nefna að farin verður 10 daga hringferð um landið. Önnur kallast „ísland í hnotskum" en það er 6 daga ferð um Snæfellsnes, Vatnsfjörð og að Látrabjargi. Þá verða veittar upplýsingar um þá þjónustu sem þeir eiga kost á sem ætla að ferðast á eigin vegum í sumar. í þriðja lagi verða forystu- menn ráðstefnudeildar ferðaskrif- stofunnar til viðtals og veita alla þá fræðslu um ráðstefnur og funda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.