Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ 198G
15
Niðurstöður rannsóknar á Challenger-slysinu
Vitað í mörg ár um hönnun-
argalla sem leiddu til þess
að Challenger splundraðist
ROGERS-nefndin hefur lokið rannsókn sinni á orsökum þess að
geimfeijan Challenger splundraðist skömmu eftir að henni var
skotið á loft frá Kanaveral-höfða í janúarlok. Hefur Ronald
Reagan, forseti, 276 síðna skýrslu um niðurstöður nefndarinnar
til athugunar, en þar er einnig að finna tillögur um umfangsmikl-
ar breytingar á skipulagi bandarisku geimvísindastofnunarinnar,
NASA. Niðurstaða nefndarinnar er að þéttihringir í samskeytum
hliðarflauga hafi gefið sig og hafi það orsakað Challenger-slysið.
Heldur nefndin því fram að slysið hefði aldrei þurft að eiga sér
stað þvi vitneskja hafi verið lengi fyrir hendi um hönnunargalla
í hliðarflaugunum. Reyndar segir að slys af þessu tagi hafi verið
óumflýjanlegt vegna þess að álit sérfræðinga dagaði uppi í papp-
írsstöflum á leið sinni til yfirmanna stofnunarinnar, sem tóku
um það endanlega ákvörðun hvort af geimskoti yrði. Reagan
forseti lét svo um mælt á blaðamannafundi í vikunni að „sjálfum-
gleði“ innan veggja NASA hefði átt sinn þátt í Challenger-slysinu.
Challenger-slysið og álit Rogers
nefndarinnar á eftir að hafa mikil
áhrif á framtíð bandariskra geim-
visinda. Á næstunni setjast yfir-
menn NASA og ráðamenn niður
og ákvarða hvert skuli stefna.
Segja má að allt frá því John F.
Kennedy sat í Hvíta húsinu hafí
stjómvöld ekki blandað sér í mál
NASA. Stjóm Reagans hefur hins
vegar sýnt geimvísindunum mik-
inn áhuga og höfðað til þjóðar-
stolts með því að leggja áherzlu
á mikilvægi þess að Bandaríkja-
menn hefðu forystu í geimrann-
sóknum. Þijú óhöpp á þessu ári
em þess vegna mikið áfall, en auk
Challenger-slyssins sprungu
Titan-flaug í apríl og Delta-flaug
í maí, skömmu eftir að þeim hafði
verið skotið á loft.
Rogers-nefndin talar ekki tæpi-
tungu í skýrslu sinni til forsetans.
Hún gagnrýnir harðlega skipulag
NASA og einangrun æðstu manna
frá sérfræðingum, sem em lægra
settir. Hún segir skipulag stofn-
unarinnar hafa leitt til þess að
boð berast ekki til æðstu manna
stofnunarinnar. Því hafí þeir
hvorki vitað um aðvaranir verk-
og tæknifræðinga, sem lögðust
eindregið gegn geimskoti daginn
örlagaríka, né haft vitneskju um
álit sérfræðinga, sem töldu hönn-
un hjálparflaugarinnar bjóða
hættum heim. Fyrir liggur nú að
sérfræðingar NASA héldu því
fram þegar árið 1979 að frágang-
ur samskeyta á hliðarflaugunum
og þéttihringir í þeim stæðust
ekki kröfur sem þar um giltu.
Nefndin gagnrýnir framferði yfír-
manna Marshall-stjómstöðvar-
innar og segir að koma þurfí í veg
fyrir að þeir legðust á upplýsingar
er varða flugöryggi. Það megi
gera með því að taka upp á segul-
band alla fundi í Marshall þegar
fjallað er um búnað geimfeijunn-
ar.
Af þessum sökum leggur
nefndin til að miðstýring NASA
verði aukin og aðalábyrgðin færð
til yfírmanns geimfeijuáætlunar-
innar, Amolds Aldrich. Aukin-
heldur að settir verði fleiri geim-
farar i ábyrgðarstöður í höfuð-
stöðvum NÁSA. Gagnrýnir nefnd-
in valddreifíngu, sem átt hefur sér
stað innan NASA og leitt hefur
til þess að ábyrgð á ýmsum þátt-
um áætlunarinnar hefur hvílt hjá
hinum ýmsu deildum og miðstöðv-
um NÁSA. Valddreifingin hefur
leitt til þess að höfuðstöðvar
NASA eru í raun næsta áhrifalitl-
ar. Fyrir vikið hefur valdið færst
út og hefur það haft í för með
sér að einstakar deildir og mið-
stöðvar hafa oftast ekki áttað sig
á innbyrðis tengslum og ábyrgð.
Öryggiseftirliti og
viðhaldi ábótavant
Jafnframt leggur nefndin til að
bæði NASA og fyrirtæki sem
komið hafa við sögu feijusmíðinn-
ar geri úttekt á þeim hlutum og
tækjum, sem hingað til hefur ekki
þurft varabúnað fyrir. Óháð nefnd
vegi síðan og meti niðurstöður
úttektarinnar. Einnig að viðhald
geimfeijunnar verði skilgreint og
endurskipulagt, m.a. svo eftirlit
með mikilvægum búnaði verði
sem bezt. Gerð verði samræmd
Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, tekur við skýrslu Rogers-
nefndarinnar við athöfn í Rósagarðinum við Hvita húsið. Með
Reagan eru á myndinni nefndarmennirnir (f.v.) William P. Rog-
ers, formaður rannsóknamefndarinnar, David Acheson, Dr.
Arthur B.C. Walker jr. og Neil Armstrong, geimfarinn fyrrver-
andi, sem steig fyrstur manna á tunglið.
heildarskrá um skoðanir og við-
hald. Skoðun skuli aldrei slegið á
frest eða frá henni fallið. Enn-
fremur að komið verði upp vara-
hlutalager og horfið frá þeirri iðju
að skipta um bilað stykki í einni
feiju með því að taka sama hlut
úr annarri.
Challenger splundrast. Mynd þessi var birt þegar Rogers-nefndin
afhenti Reagan forseta skýrslu sina um rannsókn Challenger-
slyssins. Á myndinni má sjá geimfeijuna tætast í sundur, 78
sekúndum eftir geimskot. Órvamar benda á hluti úr feijunni.
Efst er vinstri vængur hennar, í miðjunni hreyflar feijunnar
sjálfrar og neðst framhluti feijunnar.
verði á fót sérstök deild hjá
NASA, sem fjalli um og fylgist
einvörðungu með öryggi geim-
feijunnar. Deildin tilkynni beint
til yfírmanns NASA.
Lagt er til að skipt verði um
hjólbarðategund á feijunni,
bremsubúnaður verði betrum-
bættur og hönnuð verði ný nef-
hjólsstýring. Þessum tælq'abúnaði
hafí verið mjög ábótavant. Lagt
er til að aðeins verði lent í Ed-
wards-flugstöðinni þar til þessu
hefur verið kippt í liðinn.
Einnig er lagt til að kannað
verði til hlítar hvort ekki sé hægt
að útbúa feijuna með þeim hætti
að áhöfnin eigi þess kost að bjarga
sér út úr henni á neyðarstundu.
Ennfremur að nauðlendingar
verði gerðar mögulegar ef flaugar
og hreyflar bila í upphafi ferðar.
í skýrslunni segir að öiyggis-
eftirliti NASA sé ábótavant og
hafi talsverð slökun átt sér stað
í þeim efnum frá því á dögum
Apollo-áætlunarinnar. Verst væri
ástandið í Marshall-stjómstöðinni,
sem sinnir áætlun um hjálpar-
flaugamar. Vill nefndin að sett
Ómönnuð geimf ör
samhliða geimferju
Loks leggur nefndin til að brúk-
aðar verði ómannaðar geimflaug-
ar ásamt feijunum til að koma
Skýrsla Rogers-nefndarinnar
Skýrslan segirbilaðan þóttihríng
(O-hríng) hafa leitt til eldsneytis-
leka og þess að Challenger
splundraðist.
• Lágur lofthrti (15°
kaldara en við
nokkuðannaö
geimskot)
• Hönnunargallar
• Eiginleikar
smíðaefna
• Afleiðing endur-
notkunar
• Áhríf togkrafta á
samskeyti
EiuifrMMiR
• Stjómunarmistök
hjáNASA
"11:39:04
Hreyfiafl
aukið
./11:38:28
ÁF Dregið úr
hreyfiafli
i 11:38:00
Geiinskot
HITASTIQ VIO FYRRI QEIMSKOT
Oatawkutla Daga. Tlata HHÍlt
Atlantis 3. okt. '85 11:15 31
Challengor 30. okt. '85 12:00 30
Atlantis 26. nóv. '85 19:26 21
Kólumbía 12. jan. '86 6:55 11
.2S.Jan.’Mi IIOl . 2
gervitunglum á braut. Segir
nefndin það hafa verið hörmuleg
mistök er stjóm Nixons ákvað
1972 að reiða sig eingöngu á
feijumar. Stjóm Reagans er sögð
hafa byijað undirbúning þess að
í framtíðinni verði ómannaðar
flaugar notaðar til jafns við geim-
feijuna. Því hefur m.a. verið hald-
ið fram af hálfu bandarísku vís-
indaakademíunnar að ákvörðun
Nixons hafi stórlega tafið fyrir
rannsóknarstarfi, svo sem rann-
sóknarferð Galileo og Ulysses-
faranna til Júpíters og smíði
Hubble-stjömusjónaukans, _ sem
koma átti á braut um jörðu. Óttast
vísindamenn að Sovétmenn taki
forystu í geimvísindum ef ekki
verður horfíð frá því að nota feijur
eingöngu. Það er samdóma álit
fróðra manna að geimfeijan sé
óþörf til að koma gervitunglum á
braut, til þess dugi ómönnuð eld-
flaug. Undanfarin ár hafa öll
gervitungl hins vegar verið smíð-
uð með það í huga að þeim verði
skotið upp með geimfeiju, m.a.
mörg sem bíða þess að komast
upp. Er því ekki hlaupið að því
að he§a geimskot ómannaðra
flauga.
Geimfeijan mun nauðsynleg við
smíði varanlegrar geimstöðvar og
telur NASA sig þurfa fjórðu feij-
una til þeirra hluta. Mun stjóm
Reagans hliðholl smíði nýrrar
feiju í stað Challenger, en ekki
hefur verið ákveðið hvemig smíð-
in verður fjármögnuð. Ný feija
kostar um 3 milljónir dollara, eða
jafnvirði 120 milljarða ísl. kr.
Nefndin fullyrðir að rangt hafí
verið að skjóta Challenger á loft
og að geimskoti hefði eflaust verið
frestað ef æðstu menn hefðu haft
hugmynd um andstöðu eldflauga-
sérfraeðinga. Þeir óttuðust að lág-
ur lofthiti kynni að hafa hættuleg
áhrif á samskeyti hjálparflaug-
anna og á daginn hefur komið að
þeir höfðu lög að mæla. Hitastig
við geimskot var 2 gráður á Cels-
íus en vindar gnauðuðu á feijunni
og kælingin jafngilti því meiri
kulda.
Í skýrslu nefndarinnar segir að
áhöfn Challenger og þeir, sem
fylgdust með gangi mála í stjóm-
stöð, hafí ekki haft minnstu hug-
mynd um hvert stefndi. Engar
aðvaranir hafi birst í stjómborði
feijunnar eða á jörðu niðri og
því verið útilokað að afstýra stór-
slysinu.
Mörg- ár í geimskot?
Rogers-nefndin, sem forsetinn
skipaði til að rannsaka Challeng-
er-slysið, leggur til að hjálparflau-
gamar verði endurhannaðar.
Annaðhvort verði samskeytum
breytt eða þau fjarlægð. Að því
loknu verði gerðar ítarlegar til-
raunir með flaugina, en það hefði
í för með sér að geimfeijan færi
ekki á loft fyrr en eftir nokkur
ár. NASA hafði sett sér það
markmið að koma feijunum í
gagnið á ný í júlí 1987. Leggur
nefndin til að skipuð verði nefnd
utanaðkomandi sérfrasðinga til að
fylgjast með endurhönnun hjálp-
arflaugarinnar.
Mikið vatn á eftir að renna til
sjávar áður en framtíð NASA og
geimvísinda Bandaríkjanna verð-
ur ákveðin. Mikill þrýstingur er
af hálfu vamarmálaráðuneytisins,
Pentagon, að herinn skjóti sjálfúr
njósna- og fjarskiptahnöttum sín-
um á braut og þeim þáttum geim-
rannsóknanna, sem snúa að land-
vömum. NASA sjái hins vegar
um byggingu geimstöðvar og að
skjóta upp gervitunglum, sem
notuð em í þágu almennings. Þá
er ekki útilokað að einkafyrirtæki
eigi eftir að láta meira að sér
kveða og að hálfgerð einokun
NASA á geimferðum verði afnum-
in. Þau ráða yfír tækni og þekk-
ingu til geimskota og nóg er af
skotpöllum, t.d. á Kanaveral-
höfða, sem leigja mætti út.
(ByíTKt* Time, TheF onomist,
The New York Times.)