Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNl 1986 „fcqar f?u 'yeX.ta. meÍ5mæU2.b»'«f/ rnuntu sk.\\ja.,af \wtrju 'eg hæbli." áster___ ... að opna bílskúr- inn fyrirhana. TM Rm. U.S. Pat. Off.-all rlghts reserved »1985 Los Anpeles Times Syndicate Hvort ég hef fengið nóg eða ekki, er ekki þitt að segja til um, stúlka min! Með morgiinkafíinu ana! HÖGNI HREKKVlSl Um Kjarvalsbæk- ur Indriða G. Þorsteinssonar Til Velvakanda. Þjóðsagan segir, að Kristján Albertsson hafí sagt við Hlín í Herdísarvík, að íslenska þjóðin hafí reist Einari Benediktssyni bauta- stein í hjarta sínu. „Það var þá líka staður," skrapp útúrfflín. Mér kom þessi saga í hug, þegar ég í vetur var að lesa Kjarvalsbækur Indriða G. Þorsteinssonar. Nú rifjaðist þetta upp fyrir mér, þegar ég sá Indriða í sjónvarpinu um daginn. En því færi ég þetta í letur, að ég furða mig á, hvað hljótt hefur verið um þetta ritverk Ind- riða. Er eins og þetta mikla rit hafí komið okkar málglaða og rit- glaða fólki á óvart. Að mínu viti er það með ólíkindum hvað Indriði hefíir safnað miklum fróðleik um listamanninn og ævi hans á ekki lengri tíma. Hver rithöfundur væri fullsæmdur af einu svona verki um ævina. Frásögnin hjá Indriða streymir fram eins og straumþungt fljót, en er lífguð upp með smásög- um og frásögnum um ólík efni, eins og um Eggert Stefánsson o.fl., sem gerir söguna manneskjulegri og færir hana nær manni. Sagan er á látlausu máli, hvergi uppskrúfuð eða skrúðmælgi beitt, eins og listfræðingum hættir til og frásögnin er þannig í stíl bestu ís- lendingasagna. Höfundurinn fellir enga dóma, en rekur ævi meistar- ans næstum frá ári til árs. Samt er sagan aldrei leiðinleg og maður les hana næstum eins og skáldsögu. Svipar henni þannig til bókanna um Hannes Hafstein. Saga Kjarvals er einskonar vík- ingasaga og víkingurinn Kjarval, vafalaust einn af mestu listamönn- um veraldarinnar. Indriði G. Þorsteinsson í dálkum Velvakanda í Morgun- blaðinu 11. þ.m. kvartar hjólreiða- kona yfír að erfítt sé að komast leiðar sinnar eftir gangstétt við Miklubraut vegna yfírstandandi framkvæmda við göngin undir göt- una. Því er til að svara að gerður hefír verið malarstígur fyrir gang- andi og hjólreiðafólk að norðan- verðu framhjá vinnusvæðinu. Til Jóhannes Kjarval Háir bautasteinar standa á haugi Egils ullserks segir Snorri. Indriði G. Þorsteinsson hefur reist Jóhannesi Kjarval „háan bautastein". Bækur hans eru skrifð- ar af skilningi og ást á hinum mikla listamanni. Egill Sigurgeirsson að komast leiðar sinnar verða þessir vegfarendur að þvera Miklubraut á gangbrautarljósum við Kringlumýr- arbraut sé fara yfír suðurgangstétt Miklubrautar, þar sem þetta fram- hjáhlaup er eingöngu að norðan- verðu við væntanleg undirgöng. Ingi U. Magnússon gatnamálastjóri. Svar við fyrirspurn: Malarstígur fyrir gangandi og hjól- andi við Miklubraut Víkveiji skrifar eim gengur lítið að kemba hnökrana úr dagskránni sem plagað hafa útsendingar sjónvarps- ins okkar nánast frá upphafí vega. Fréttimar fara verst út úr þessu, enda flóknasti parturinn vísast eða Qölbreytilegasti matseðillinn ef svo mætti að orði komast. Verst er að þetta er síst betra i ár en í fyrra eða hitteðfyrra: öll þessi óhöpp og afglöp eða hvað það nú heitir eru nánast orðin fastir liðir í dag- skránni. Tækjabúnaðinum er oftast kennt um og gæti sú skýring svo sem verið deginum sannari. En þetta fer að verða afkáralegt að ekki sé meira sagt. Sjónvarpsfréttunum lýkur jafnan með ótrúlega langri skrá yfír fólkið sem Iagt hefur hönd á plóginn hveiju sinni, og er þetta án efa ákaflega „lýðræðislegt". Enginn skal hafður útundan og enginn skal heita öðrum manni meiri í leiknum. En spumingin er bara hvort þetta sé ekki öðrum þræði ofurlítið til- gerðarlegt ef ekki bamalegt. Er upphefðin þess virði til dæmis? Og er sjónvarpsáhorfandinn nokkru nær fyrir vikið? Þessi Víkveijapistill birtist hér einungis í dag af því fjölmargar liprar hendur hafa greitt götu hans inní blaðið. En þætti mönnum það ekki skrýtið ef honum lyktaði hveiju sinni með rækilegri upptalningu á nöfnum þessa ágæta fólks? Enda eru þeir hjá sjónvarpinu ekki nema hálfvolgir í þessu uppá- tæki. Þeir renna þessum lista sínum svo hratt yfír skjáinn að helmingur nafnanna fer fýrir ofan garð og neðan hjá mönnum. XXX • • gn meira um sjónvarpið. Bjami Felixson íþróttafréttamaður tók af skarið í vetur og kvaðst mundu leggja til að bresku knatt- spymuþættimir yrðu lagðir af ef hinum erlendu kollegum hans, sem lýsa leikjunum, yrði úthýst; og var það karlmannlega mælt hjá Bjama. Hann tók þessa afdráttarlausu af- stöðu um það leyti sem kræfustu málhreinsunarmennimir okkar voru byijaðir að ympra á því í alvöru að jafnvel knattspymulýsingar af er- lendum vettvangi yrðu að berast til okkar gegnum túlk; hvað væri vit- anlega fásinna. Nú er það kaldhæðni örlaganna að það skuli einmitt hafa fallið í hlut Bjama að sanna það með lýs- ingum sínum á leikjunum í heims- meistarakeppninni hvað hann hafði dúndrandi rétt fyrir sér. Hann er allur af vilja gerður eins og hans er von og vísa og hér skal hvorki véfengdur áhugi hans á íþróttinni né þekking hans og mikil reynsla. En enginn getur lýst knattspymu af gagni (né heldur öðrum íþrótta- viðburðum) sem er ekki sjálfur á staðnum, er raunar staddur í ann- arri heimsálfu. Bjami er því mestan partinn bara að segja okkur það sem við sjáum með eigin augum, eins og hann væri að leiða blinda satt best að segja. XXX Og knattspyrnan enn. Það kom í ljós á EFTA-fundinum á dögunum að iðnaðarráðherrann okkar, hann Albert, var heldur betur í góðum félagsskap. Að minnsta kosti tveir þeirra framá- manna erlendra, sem sátu ráðstefn- una, höfðu ekki minni áhuga á knattspymu og heimsmeistara- keppninni en Albert sjálfur. Enda féll sagan sem hann sagði mönnum af þessu tilefni í góðan jarðveg. Þeir í bimnaríki og hinir á verri staðnum, ákváðu að efna til knattspymukeppni. Þegar dagurinn rann upp kom kölski að máli við drottinn og lagði til að þeir veðjuðu um úrslitin, til dæmis nokkrum sál- um. Sá síðamefndi tók því samt fálega, kunni ekki við að pretta kölska þótt illur væri, benti honum hæversklega á að allir bestu menn- imir væru vitanlega á himnum. „Þessir menn sem þú hefur á að skipa þættu jafnvel slakir í þriðju deild," vildi hann meina. „Að vísu,“ sagði kölski og glotti, „en ég hef alla dómarana." iMli V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.