Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986 33 •• + Oryrkjabandalag Islands: 200 þátttakendur á samnorrænu þingi um endurhæfingn fatlaðra NORRÆNT þing um endurhæf- ingn var haldið í Reykjavík á vegum Oryrkjabandalags Islands dagana 4.-6.júní. Þingið var hald- ið í tengslum við aðalfund Nor- ræna endurhæfingarsambands- ins (Nordisk Förening för Rehab- ilitering) en Oryrkjabandalag Is- lands hefur verið aðiii að því í rúma tvo áratugi. Að sögn Hauks Þórðarsonar, yfírlæknis á Reykjalundi, sóttu þingið í kringum tvö hundruð manns frá öllum Norðurlöndum þar af um hundrað Islendingar. I Nor- ræna endurhæfíngarsambandinu eru bæði fatlaðir og fólk sem starfar að málefnum fatlaðra; læknar, iðju- þjálfar, félagsráðgjafar og fleiri. Eitt af markmiðum sambandsins er að brúa bilið milli þeirra sem þurfa á þjónustu að halda vegna fötlunar og þeirra sem veita hana. Snerist umræðan á þinginu nokkuð um þetta og voru menn sammála um að hvorir tveggja gætu lært nokkuð af hinum. A þinginu kom einnig fram að þótt möguleikar til endurhæfíngar hefðu stóraukist síðustu árin hefði eftirspumin aukist miklu meira. Þetta stafar af þrennu, í fyrsta lagi hafa kröfur fólks aukist til muna, í öðru lagi eru miklu fleiri sem lifa af slys eða aðrar hörmungar, nú en áður var, varanlega fatlaðir og þurfa því langvarandi endurhæfíng- ar við og í þriðja lagi er meðalaldur nú mun hærri en áður var og þarf fólk oft á endurhæfíngu að halda síðustu æviárin. Helsta vandamál fatlaðra á hin- um Norðurlöndunum má þó segja að sé atvinnuleysið. Til dæmis fá um 60% fatlaðra í Svíþjóð ekki vinnu við sitt hæfí. Einkum er það auðvitað mjög fatlað fólk sem lítið fær að gera, en þroskaheftir eiga einnig erfítt uppdráttar, þeir hafa litla tiltrú á vinnumarkaðnum. Sagði Haukur reynsluna þó sýna það að þroskaheftir stæðu sig yfír- leitt mjög vel í starfi og væri vel treystandi ef þeim væru fengin verkefni við sitt hæfí. Atvinnu- vandamál meðal fatlaðra Islendinga eru minni en á hinum Norðurlönd- unum, til dæmis er atvinnuleysi meðal blindra alls ekkert. Endurhæfíngu er skipt í þijá meginþætti og má segja að nokkurt misræmi sé milli þeirra. Þinginu var meðal annars ætlað að ræða hvem- ig auka mætti samvinnu milli þeirra sem annast læknisfræðilega endur- hæfingu fólks og þeirra sem sinna félagsl.egu hliðinni og atvinnumál- um fatlaðra. Haukur sagði okkur Islendinga vera nokkuð aftarlega á merinni hvað félagslega aðstoð snertir. I Svíþjóð hefur fyöldi manns fulla atvinnu af heimilishjálp sem veldur því að mun færri þurfa að liggja á sjúkrahúsum en annars væri. Hafa Svíar reiknað það út að þessi leið sé að öllu leyti hag- kvæmari og ódýrari en ef svo væri. Þeim fjölgar nú sífellt sem þurfa endurhæfíngar við vegna fíkniefna- neyslu. Þar virðist þó einkum reyna á félagslega endurhæfíngu, því þótt tiltölulega vel gangi að venja menn af eiturlyfjafíkninni reynist flestum geysierfítt að hefja reglubundið líf að nýju. Á hinum Norðurlöndunum fjölgar nú ört sérstökum stofnunum sem kljást við þessi vandamál. Hér á landi hefur ekki enn verið þörf á sérstökum meðferðarstofnunum fyrir eiturlyQasjúklinga, þeir hafa verið stundaðir á geðdeildum eða meðferðarheimilum fyrir alkóhól- ista. Sagði Haukur þó ljóst að nauðsynlegt yrði að sinna eitur- lyfjasjúklingum sérstaklega hér- lendis innan tíðar. Miklar framfarir hafa orðið á síð- ustu árum í hönnun á hjálpartækj- um ýmiss konar fyrir fatlaða. Einn- ig er núorðið hægt að gera mun flóknari og viðameiri lækningaað- gerðir á fólki og bæta þannig líf fatlaðra mikið. Einkum hafa Bandarílqamenn verið ötulir við tæknina. Þessi mál voru nokkuð rædd á þinginu og voru menn á eitt sáttir um að þó gott væri að geta lagt í meiri aðgerðir en áður og þannig létt þjáningum af fólki mætti alls ekki vanrækja hina fé- lagslegu hlið máisins því það væri sama hve velheppnuð læknisaðgerð væri, hún skilaði engum árangri ef fólk fengi ekki aðstoð við að ná tökum á lífí sínu aftur að henni lokinni. Loks var áformað að auka sam- vinnu Norðurlandanna í þessum málum og lagðar línumar fyrir nokkur sameiginleg rannsóknar- verkefni sem ætlunin er að vinna að á næstunni. Ljósmyndakeppni Mazda haldin í þriðja sinn AÐALSTÖÐVAR Mazda hafa nú tilkynnt að fjölskylduljósmynda- keppni fyrirtækisins verði haldin þriðja árið í röð. Keppnin var fyrst haldin 1984 og bárust þá hlutfallslega flestar myndir frá íslandi. Einn íslendingur vann til verðlauna og voru þau 3.000 Bandaríkjadalir. Að þessu sinni verða veitt 15 fyrstu verðlaun að upphæð 3.000 Bandaríkjadalur hver (ca. 120 þús. kr.) og 45 önnur verðlaun að upp- hæð 500 Bandaríkjadalir hver (ca. 21 þús. kr.). Ollum er heimil þátttaka í keppn- inni. Eina skilyrðið er að innsend mynd enduspegli „Ánægju og skemmtun með Mazda". Nánari þátttökureglur fást hjá Mazda- umboðinu, Bílaborg hf., á Smiðs- höfða 23. Frestur til að skila inn myndum rennur út 30. júní nk. Ný samtök sósíalista Stofnfundur á Hótel Borg Laugardaginn 14. júní verður haldinn stofnfundur nýrra sós- íalískra samtaka á Hótel Borg. Að stofnun samtakanna stendur hópur fólks sem starfað hefur á vinstri kanti stjómmálanna og er helsti hvatinn að stofnun samtak- anna óánægja með síðustu kjara- samninga og munu samtökin beita sér fyrir mótun nýrrar verkalýðs- stefnu í anda stéttabaráttu í stað stéttasamvinnu. Sem fyrr segir verður stofnfundurinn haldinn á Hótel Borg nk. laugardag og hefst kI.10:00 árdegis. SYNING laugardag og sunnudag kl. 10.00-4.00 RALLY CR0SS GO-KART á stórum torfærudekkj- um. Kynningarverö aöeins kr. 95.000- Fánastengur úr ryðfríu stáli. 6 m háar settar saman úr fjórum þrepum og gengur eitt þrepið niöur í jöröina. Léttar. meðfærilegar og fallegar. Sendum heim og setjum stengurnar upp kaupendum aö kostnaðarlausu. CRITTALL gróöurhús, þau vinsælustu í heimi. Ryö- frí, sterkbyggð og ódýr. SLÁTTUVÉLAR af öllum stæröum og geröum. Ma. Flymo svifnökkvar, raf- og bensínknúnar; Snotra, íslenska metsöluvélin, Ginge og Atco. Verslið par sem úrvalið er mest og þjónustan best. fláflinéla markaðuvinn Smidjuvegur 30 E-qata, Kópavogur Sími77066 il-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.