Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ1986 12 Efstir í A-flokki, frá vinstri: Sigurður Sæmundsson á Kolbeini, Magnús Halldórsson á Penna, staðgengill Ragnars Hilmarssonar á Nönnu, Kristinn Guðnason á Atla og Agúst Sigurðöson á Glaumi. Morgunblaðið/V aldimar Snjall frá Gerðum og Olil Amble sigruðu með yfirburðum i B-flokki en næstir komu Börkur og Kristjón og Tralli og Þorgeir. Hestamót helgarinnar: Geysir og Máni velja sér gæðinga á Landsmót Hestar Valdimar Kristinsson ' Hestamannafélög víða um land hafa nú keppst við undan- farna daga og vikur að halda úrtökukeppni fyrir Landsmótið þar sem valdir eru gæðingar til þátttöku fyrir hönd hvers félags. Síðasti skráningardagur rann út áþriðjudegi. \ Um helgina héldu tvö hesta- mannafélög sunnanlands sitt ár- lega félagsmót með gæðinga- keppni og kappreiðum. Á Mána- grund á Suðurnesjum var hesta- mannafélagið Máni með sitt mót en á Landsmótsstaðnum á Gadd- staðaflöt hélt Geysir sitt mót. Á báðum þessum stöðum var gæð- ingakeppnin jafnframt úrtaka fyrir Landsmótið og þegar talað er um gæðingakeppni er þá að sjálfsögðu einnig átt við gæð- ingakeppni unglinga. Fullyrða má að þeir Geysismenn verða sterkir í gæðingakeppni Landsmótsins ef marka má það sem fyrir augu bar nú. Meðal þeirra sex hrossa sem fara á mótið eru þijú sem voru í úrslitum á síðasta lj'órð- ungsmóti í Reykjavík. Eru það í B-flokki Snjall sem sigraði og Tralli frá Teigi sem varð þriðji. í A-flokki er það Nana frá Heliu en hin þrjú hrossin eru Penni frá Amarholti, vekringurinn frægi, og sá er sigraði t A-flokknum, Kolbeinn jarpur, hestur undan Gusti 923 frá Sauðár- króki. Framkvæmdir á Gaddastaðaflöt eru vel á veg komnar fyrir Lands- mótið og þótt ekki sé langur tími til stefnu þarf ekki að óttast að svæðið verði ekki tilbúið fyrir til- settan tíma. Keppendur nú voru mjög ánægðir með vellina, bæði gaeðingavöllinn og kappreiðabraut- ina. Þrátt fyrir þetta voru tímar á kappreiðum ekki sérlega góðir enda var töluverður mótvindur allan tím- ann. Úrslit urðu sem hér segir: A-flokkur gæðinga 1. Kolbeinn, F.: Gustur 923 frá Skr. Hæra 3525, Krossi, Skag. Eigandi og knapi Sig- urður Sæmundsson, 8.18. 2. Penni frá Amarholti, F.: Gauti 752, M.: Ekja, eigandi og knapi Magnús Halldórsson, 8.17. 3. Nana frá Hellu, F.: Hrafn 802, M.: Sóla, Sólvöllum, eigandi Lárus Jónasson, knapi Ragnar Hilmarsson, 8.15. Varahestar í A-flokki 4. Atli frá Skörðugili, F.: Hrafn 802, M.: Máría 4108, eigendur Guðni Kristinsson og Þórhallur Steingrímsson, knapi Kristinn Guðnason, 8.05. 5. Glaumur frá Kirkjubæ, F.: Þáttur 722, M.: Pálma-Skjóna, eigandi og knapi Ágúst Sigurðsson, 8.04. B-flokkur gæðinga 1. Snjail frá Gerðum, F.: Ófeigur 882, M.: Gamla-Mósa, Gerðum, eigandi Guðni Krist- insson, knapi Olil Amble, 8.63. 2. Börkur frá Núpi, F.: Fáfnir, Núpi, M.: Stjama, Núpi, eigandi og knapi Kristjón Krístjánsson, 8.43. 3. Tralli frá Teigi, F.: Blakkur, Teigi, M.: Drottning, Teigi, eigandi Ámi Jóhannsson, knapi Þórður Þorgeirsson, 8.27. Varahestar f B-flokki 4. Eljar frá Núpi, eigandi Jónas Guðmunds- son, knapi Þorvaldur Ágústsson, 8.17. 5. Byr frá Hvolsvelli, F.: Bylur, Kolkuósi, M.: Stjömunótt, Kolkuósi, eigandi Sæmund- ur Holgeirsson, knapi Þorvaldur Ágústsson, 7.99. UngUngar 12 ára og yngri 1. Magnús Benediktsson á Hörpu frá Höfn- um, 8.03. 2. ívar Þormarsson á Hrannarí frá Svana- vatni, 7.92. 3. Sigríður Th. Kristinsdóttir á Háfeta frá Stórulág, 7.81. Ungiingar 13-15 ára 1. Borghildur Kristinsdóttir á Fiðlu frá Traðarholti, 8.41. 2. Ragnheiður Jónsdóttir á Óttari frá Bakkakoti, 7.83. 3. Bóel Hjartardóttir á Grími, 7.78. 150 metra skeið 1. Penni frá Amarholti, eigandi og knapi Magnús Halldórsson, 16.1 sek. 2. Hvinur frá Vallanesi, eigendur Steindór Steindórsson og Erling Sigurðsson, knapi ErlingSigurðsson, 16.5 sek. 3. -4. Melkorka, eigandi Konráð Auðunsson, knapi Hermann Ingason, 17.3 sek. 3.-4. Djass frá Bakkakoti, eigandi og knapi Hermann Ingason, 17.3 sek. 250 metra skeið 1. Tvistur frá Suður-Fossi, eigandi Anton Guðlaugsson, knapi Guðlaugur Antonsson, 23.8 sek. 2. Vani frá Stóru-Laugum, eigandi og knapi Erling Sigurðsson, 24.8 sek. 3. Lýsa frá Gufunesi, eigandi og knapi ÞorgeirGuðlaugsson, 25.0 sek, 250 metra stökk 1. Þota úr Skagafirði, eigandi Guðni Krist- insson, knapi Róbert Jónsson, 19.2 sek. 2. Þmma frá Haugi, eigandi Bryndís Guð- mundsdóttir, knapi Aron K. Jónsson, 20.7 í eldri flokki varð efst Borghildur Kristinsdóttir á Fiðlu og eru þær lengst til hægri, önnur varð Ragnheiður Jónsdóttir á óttari og í þriðja sæti Bóel Hjartardóttir á Grími. sek. 3. Tigull frá Skollagróf, eigandi Guðni Kristinsson, knapi Jón Ólafur Jóhannesson, 20,7 sek. sjónarmun á eftir. Sörli og Magnús HaUdórsson hafa verið nokkuð sigursælir í brokk- inu á undanförnum árum og þeir héldu sínu striki nú og sigruðu þeir með góðum yfirburðum. Við hlið þeirra er Þórður Þorgeirsson á brúnum brokkara sem ekki hefur viljað brokka í þetta skipti. Þessi þijú fara á Landsmót en þau eru frá vinstri talið Magnús Benediktsson á Hörpu sem sigraði f yngri flokki unglinga, næst honum er ívar Þormarsson á Hrannari og Sigrfður Kristinsdóttir á Háfeta. 'SRvJ Í3 Þrátt fyrir að tfmar í kappreiðum væru slakir var keppnin oft á tíðum jöfn og spennandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.