Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ1986 P 17. júní í Reykjavík; Þrjú leíksvíð í miðborgmni BORGARYFIRVOLD hafa falið Iþrótta- og tómstundaráði að sjá um undirbúning hátíðahaldanna á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Dagskrá hátíðahaldanna verður með hefðbundnu sniði fyrri hluta dagsms en siðdegis verður skemmtidagskrá á þremur leiksviðum i miðbænum í stað eins áður. Hátíðardagskráin hefst með samhljómi kirkjuklukkna í Reykja- vík en að því búnu, kl. 10:00, leggur forseti borgarstjómar blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarð- inum við Suðurgötu. Kl. 10:30 verður hátíðin sett á Austurvelli, Kolbeinn H. Pálsson flytur ávarp og karlakórinn Fóst- bræður syngur. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra flytur ávarp og að síð- ustu er ávarp Qallkonunnar. Guðsþjónusta verður í Dómkirkj- unni kl. 11:15, séraÓlafur Skúlason dómprófastur predikar og Dómkór- inn syngur. Tvær skrúðgöngur verða á þjóð- hátíðardaginn og hefjast báðar kl. 13:30. Önnur leggur af stað frá Hagatorgi og er gengið í Hljóm- skálagarðinn, en hin fer frá Hlemmi og liggur leiðin niður Laugaveg að Lækjartorgi. Skátar ganga undir fánum og stjóma báðum göngunum og félagar úr þjóðdansafélagi Reykjavíkur taka þátt í göngunum í þjóðbúningum. í miðbænum verður skemmtidag- skrá á þremur leiksviðum og hefst hún kl. 14:00. Leiksviðin era stað- sett á Lækjartorgi, í Hljómskála- garðinum og í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11, en þar verða skemmtiatriði einkum ætluð yngstu kynslóðinni, svo sem brúðubfllinn, Tóti trúður, Túnfiskamir og leik- þáttur sem þeir Sigurður Sigutjóns- son, Karl Ágúst Úlfsson og Öm Ámason sjá um ásamt fleira. Á Lækjartorgi og f Hljómskálagarði verða skemmtiatriði fyrir alla §öl- skylduna. Meðal þeirra sem fram koma era ICY-flokkurinn, Halli og Laddi, Túnfiskamir, Félag Harm- ónikkuunnenda og fleiri. Leikhópurinn „Veit mamma hvað ég vil?“ verður með götuleikhús í miðbænum og túlka þar baráttu gamla og nýja tímans í allskyns furðubúningum og er lokaatriði skemmtidagskránna bardagi við skrýmslið vonda sem sigrað skal að lokum á Tjamarbrúnni kl. 16:00. Kl. 16:15-17:30 verður svo kami- valdansleikur fyrir krakka í Hljóm- skálagarðinum sem allskyns furðu- fólk og skringiverar stjóma. Kvöldskemmtun verður í mið- bænum kl. 20:30. Þar skemmta Hljómsveit Magnúsar Kjartansson- ar, Félag harmónikkuunnenda, Halli og Laddi, Bítlavinafélagið og Possibillies. Listapopp verður í Laugardalshöll á vegum Listahátíð- ar. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar í miðbænum 17. júní svo sem hópakstur og sýning Fom- bflaklúbbs íslands í Kolaporti. Á útitaflinu verður teflt með lifandi taflmönnum og í Hljómskálagarðin- um verður sýnd íslensk glíma og æfingar á fjaðurbretti. Þar verða skátar með trönuborg og áhugahóp- ur um byggingu náttúragripasafns verður með dýragarð þar; sýnd verða íslensku húsdýrin og afkvæmi þeirra. Siglingafélag Reykjavíkur verður með bátsferðir yfir tjömina og ýmislegt fleira verður um að vera í miðbænum. Fyrir eldri borgarana verður blönduð dagskrá í Frostaskjóli kl. 16:30-19:00 og í Gerðubergi kl. 20:30-23:00. Lobbi og fegurðardrottning Reylq'avíkur munu heimsækja bamadeildir Landspítala og Landa- kotsspitala um morguninn. Reykjavíkurmótið í sundi verður samkvæmt venju haldið í Laugar- dalslaug og hefst kl. 14:00 íþrótta- og tómstundaráð vill benda á að bflastæði verða á Há- skólavelli og Melavelli auk þess sem Strætisvagnar Reykjavíkur verða með aukaferðir frá Hafnarstræti. Týnd böm verða í umsjón gæslu- fólks á Fríkirkjuvegi 11. Hluti hins nýja hlj ómburðarkerfis Morgunblaðið/Bjami. Listahátíð: Vímulaust Listapopp ’86 UNDIRBÚNINGUR er nú í fullum gangi fyrir „Listapopp ’86“, popp- tónleika Listahátíðar, sem fram fara dagana 16. og 17.júní. Það er Listahátíð í Reykjavík ásamt íþrótta- og tómstundaráði, sem standa fyrir þessum tónleikum og meðal þeirra er starfa að undir- búningi era á annað hundrað ungl- ingar. Að sögn Ólafs Jónssonar hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur er þetta gert til þess að leiða æskufólk til meðábyrgðar á því, að tónleikamir takist vel. Ólafur Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að markmið aðstand- enda popphátíðarinnar væri að tón- leikamir verði vímulausir. Vissulega gerðu þessir aðiiar sér grein fyrir því, að þetta væri markmið, sem ógemingur er að ná, en engu að síður væra þeir þeirrar skoðunar, að þetta væri það markmið, sem beri að stefna að. Þáttur í þessu markmiði er að fá unglingana til samstarfs. Auk hinna 49 starfs- manna tómstundaráðs, sem verða á tónleikunum, munu um 60 unglingar vera þar við gæslu. Fyrri tónleikarnir Fvrri daginn, mánudaginn 16. júní, heQast tónleikamir kl. 20. HeQast þeir á upphitun íslenskra tónlistarmanna og um hana sjá hljómsveitin Grafík frá ísafirði og Bjami Tryggva og félagar. Um klukkustund síðar taka erlendu hljómsveitimar við, fyrst skoska hljómsveitin Lloyd Cole & the Commotions og síðan hljómsveitin Simply Red frá Manchester. Miðað er við að hvor hljómsveit verði með rúmlega einnar stundar dagskrá og að tónleikunum ljúki rétt fyrir kl.l eftir miðnætti. Sðari tónleikarnir Eins og þeir fyrri, heflast sðari tónleikamir kl. 20. Hljómsveitimar Greifamir frá Húsavík og Rikshaw munu þann daginn sjá um að hita upp og er ætlað að sú upphitun taki um klukkustund. Að því búnu munu hinar erlendu hljómsveitir taka við. Fýrst koma fram þre- menningamir í Fine Young Canni- bals, og er miðað við að þeir verði með að minnsta kost klukkutíma dagskrá. Þegar þeir hafa lokið sér af mæta hinir eldhressu Madness á sviðið og verða þeir með eins og hálfs tíma dagskrá í það minnsta. Gert er ráð fyrir að tónleikunum ljúki um kl. 1. Báða dagana verða strætisvagnaferðir frá Laugardals- höll að loknum tónleikunum í helstu hverfi borgarinnar Morgunblaðið/Bjarni. Unnið af kappi við undirbúning. Miðasala Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins höfðu síðdegis á föstudag selst um 2.000 miðar á fyrri tónleik- ana en um 4.000 á þá síðari, og búast aðstandendur sýningarinnar við því að uppselt verði á báða tón- leikana. Miðamir á tónleikana era með heidur óvenjulegu sniði. Era þeir einnota armband, sem gestimir setja á sig til þess að komast inn í salinn. Er þetta gert til þess að girða fyrir að menn séu að laumast inn í salinn án þess að hafa borgað. Slflct fyrirkomulag mun alþekkt á tónleikum erlendis og á ýmsum úti- hátíðum. Nýtt hljómburðarkerfi Á tónleikunum verður notað nýtt hljómburðarkerfi, sem Reykjavíkur- borg keypti frá fyrirtækinu Auto- graph Sound í London, og kostaði um 10 milljónir króna. Þetta kerfi er stærsta hljómburðarkerfi hér- lendis. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í safnaðarheimili Ár- baejarsóknar kl. 11 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Messa í Breiðholtsskóla kl. 11 árdegis. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Fermdur verður Jóhann Kárason, Látraströnd 5, Seltjarnarnesi. Organleikari Kjartan Sigurjóns- son. Sumarferð aldraðra mið- vikudag 18. júní. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10 árdegis. ELLIHEIMILIÐ Grund: Messa kl. 14. Ástráður Sigursteindórsson cand. theol. prédikar. Fólag fyrr- verandi sóknarpresta. FELLA- og HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Fyrirbænaguðsþjónusta fellur niður 17. júní. LANDSPITALINN. Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson prédikar. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa fellur niður vegna sumarferðar safnaðarins til Vestmannaeyja. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í umsjá sr. Guðmundar Arnar Ragnarssonar. Orgelleikari Jónas Þórir. Sr. Guðmundur Óskar Ól- afsson. Þriðjudag 17. júní: Hátíðar- messa kl. 14 á vegum kristilega stúdentafélagsins í tilefni 50 ára afmælis þess. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson og sr. Ólafur Jóhanns- son þjóna fyrir altari. Þórarinn Björnsson talar. Miðvikudag 18. júní: Fyrirbæna- messa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Guðsþjónusta í Ölduselsskóla fellur niður vegna sumarferðar starfsfólks. Guðs- þjónusta verður á vegum Selja- sóknar í Gaulverjabæjarkirkju kl. 14. Kirkjukór Seljasóknar syngur. Organisti Violetta Smidova og sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Ath.: Viðtalstímar sóknarprests eru alla virka daga kl. 11—12, sími611550. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Minn- um á sumarferð barnamessu- fólks sunnudaginn 15. júní. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 13. Höfum með okkur nesti. Sr. Gunnar Björnsson. KIRKJA óháða safnaðarins: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Heiðmar Jónsson. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. HVITASUNNUKIRKJAN Ffla- delfía: Safnaðarguuðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Daniel Glad. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Einar J. Gíslason. Fórn til kirkjunnar. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg: Samkoma kl. 20.30 á vegum SÍK. Fagnað heimkomu Hrannar Sig- urðardóttur og Ragnars Gunn- arssonar frá Kenýa. Upphafsorð og bæn Katrín Guðlaugsdóttir. Hugleiðing: Stína Gísladóttir. HJALPRÆÐISHERINN: Útisam- koma á Lækjartorgi kL 16. Lof- gerðarsamkoma kl. 20.30. 20 manna æskulýðskór Akureyrar- flokks syngur og vitnar. Lautin- antarnir Erlingur Nielsson og frú Ann-Merethe stjórna og tala. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 14. H AFN ARFJ ARÐ ARKIRKJ A: Morgunsöngur kl. 11. Organisti Helgi Bragason. Þetta er síöasta guðsþjónusta fyrir sumarleyfi. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Messa kl. 11. Fermd verður Rannveig Guðlaugsdóttir, Álfa- skeiði 94. Orgel og kórstjórn Þóra Guðmundsdóttir. Ath. síð- asta messa fyrir sumarleyfi. Ein- ar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefssprtala: Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl.8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Engin guðsþjónusta verður sunnudag, en á þjóðhátíðardaginn hátíðar- messa kl. 13. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Siguróli Geirs- son. Sóknarprestur. HEILSUHÆLI NLFÍ Hveragerði: Messa kl. 11. Sr. Tómas Guð- mundsson. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guömundsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Valgeir Ást- ráðsson og kirkjukór Seljasóknar koma íheimsókn. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Þórhallur Heimisson guð-. fræðinemi prédikar. Guðsþjón- usta á Þjóðhátiðardaginn kl. 14. Organisti Einar Sigurðsson. AKRANESKIRKJA: Engin messa á sunnudag. Hátíðarguðsþjón- usta 17. júní kl. 13.15. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Þjóð- hátiðardaginn verður hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Nýstúdent- ar flytja ritningarorð. Flutt verður stólvers. Organisti Anthony Ral- ey. Sr. Vigfús ÞórÁrnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.