Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ1986 ÚTVARP / SJÓNVARP Bílaútsala Eins og ég hef áður minnst á hér í pistli þá hefir nú dag- skrá Ríkisútvarpsins færst í sumar- búning þótt blessað sumarið láti nú á sér standa, að minnsta kosti hér suðvestanlands. Einn hinna nýju þátta er skreyta sumardagskrá á rás 1 nefnist í loftinu og er útvarpað síðdegis alla virka daga milli kl. 17.45 og 18.45. Þáttarstjórar eru þau Sigrún Halldórsdóttir og Hall- grímur Thorsteinsson og er efni þáttarins lýst svo í dagskrárkynn- ingu: Biandaður þáttur úr neyslu- þjóðfélaginu. Með öðrum orðum þá skilst mér að þætti þessum sé ætlað að skoða hið íslenska neysluþjóð- félag; þannig litu þáttarstjóramir á bflamarkaðinn í þeim þætti er barst okkur af öldum ljósvakans síðastlið- inn fímmtudag. Var af þessu tllefni Ómar Ragn- arsson, sá mikli bflaáhugamaður, kvaddur í þularstofu og lýsti Ómar því bflakaupæði er hefír nú gripið um sig á Islandi í kjölfar hinnar frægu tollalækkunar er samið var um í síðustu kjarasamningum. TaJdi Ómar að slíkt æði hefði ekki gripið um sig á Fróni síðan ’66 er Broncó- inn kom til landsins... þetta er bara eins og á útsölu fólk kemur með peningana og vill kaupa eitt- hvað, bara eitthvað. Minnti þessi frásögn Ómars mig á konuna er hljóp í raftækjaverslunina og keypti tvær frystikistur af voldugustu gerð vegna þess að ríkisstjómin hafði lýst því yfír að hún íhugaði lækkun á niðurgreiðslum til bænda. Annars bar frásögn Ómars saman við frá- sögn Reynis Þorgrímssonar er rek- ur hér eina stærstu bflasölu bæjar- ins en Reynir sagði að aðalvanda- málið á bflasölunum í dag væri að fá góða, notaða bfla til sölu ... menn eru að bíða eftir nýju bflunum jafnvel svo mánuðum skiptir og verð á nýlegum fer bflum hækkandi. Frásögn Reynis bara saman við frá- sögn síðasta viðmælenda þeirra Sigrúnar og Hallgríms en sá nefnd- ist Hlynur Ámason, sölumaður hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum. Við höfum í apríl og maí selt kring- um 700 bfla og einn daginn fóru 100 bflar og fólk virðist hafa nóga peninga, þannig eru 65—70% bfl- anna staðgreiddir. Ég tók annars eftir því að annar stjómandi þáttar- ins í loftinu, hún Sigrún Halldórs- dóttir, spurði Hlyn Amason, sölu- mann hjá Bifreiðum og landbúnað- arvélum, ansi ítarlega um ákveðna bflategund sem fyrirtækið hefír nýverið tekið til sölu, svo ítarlega að ég hafði á tilfínningunni að stúlkunni væri mjög í mun að bfllinn seldist vel. Ég hefí innt nokkra út- varpshlustendur álits á þessari spumingahríð stelpunnar og voru þeir mér sammála um að þar hefði verið fremur óvenjulega til orða tekið. En við verðum víst að fyrir- gefa ungu og óreyndu útvarpsfólki slíkar yfírsjónir. Málleti Nú en úr því ég er nú einu sinni farinn að fjargviðrast út í þá út- varpsmenn þá vil ég ekki láta hjá líða að minnast á málfarslegar yfír- sjónir er ég varð var við í dagskrá liðinnar viku á rás 2. í léttum og frískum þætti er þeir Sigurður Kristinsson og Gunnar Svanbergs- son senda út frá Akureyri á mið- vikudögum og nefnist Kliður, varð öðmm þáttarstjóranum á að segja brandara á ensku og hafði ekki fyrir því að þýða textann. Ekki lét útvarpshetjan Svavar Gests heldur svo lítð að snara alllöngum grín- texta er var fluttur á ensku í þættin- um Rökkurtónum síðastliðið fimmtudagskveld. Þykir fyrrgreind- um útvarpsmönnum máski jafn sjálfsagt mál, að allir skilji og tali hér ensku og skóveinum Danakon- unga hér fyrrum er danska var töluð hér í betri húsum? Ólafur M. Jóhannesson. Sinna: Listir og menningar- mál líðandi stundar ■■■■ Sinna, þáttur 1 Q30 um listir °S — menningarmál líðandi stundar, er á dag- skrá rásar eitt eftir hádegi í dag. M.a. veltir Gunnar Gunnarsson rithöfundur vöngum yfír listahátíð og viðburðum sem henni tengjast. Bein útsending verður frá setningu M-daga á Akureyri, sem er lista- og menningar- hátíð þar í bæ. Sagt verður frá Vínarstrengjakvart- ettnum og list Svavars Guðnasonar málara. Og svo verður rætt við Bjama Tryggva og fleiri popptón- listarmenn um þær ís- lensku hljómsveitir sem spila í Laugardalshöll á vegum listahátíðar. í þættínum Sinna, sem er á dagskrá rásar eitt f kvöld, verður bein útsending frá setningu M-daga á Akureyri. Skuggar: Rættvið meðlimi The Shadows ^■■■B Skuggar, loka- -| H 00 þátturinn um A I — hljómsveitina The Shadows, er á dagskrá rásar tvö síðdegis í dag. Þá munu hljómsveitarmeð- limimir koma í þáttinn og ræða við stjómandann, Einar Kristjánsson, í beinni útsendingu. Kassöndru- brúin 21^ Kassöndmbrú- in, (The Cass- andra Cross- ing), bresk-þýsk-ítölsk bíó- mynd frá 1976, er á dag- skrá sjónvarps í kvöld. Leikstjóri er George Cos- matos en með aðalhlutverk fara Sophia Loren, Richard Harris, Ava Gardner og Burt Lancaster. Hryðju- verkamenn ráðast í að koma fyrir sprengju á rannsóknarstofu á vegum Bandaríkjahers í Genf. í óðagotinu er þeir flýja af vettvangi biýtur annar þeirra tilraunaglös og ber með sér banvænan sýkil út af rannsóknarstofunni. Hann kemst í lest sem ekur áleiðis til Stokkhólms og stofnar með því lífí allra farþeganna í hættu. Kvikmyndin Kassðndru- brúin er á dagskrá sjón- varps í kvöld og leikur Sophia Loren eitt aðal- hlutverkið í myndinni. * Ur dagbók Henry Hollands fráárinu 1810 ■■■■ Lestur úr dag- Q-| 00 bók Henry Hol- A lands frá árinu 1810 hefst á rás eitt í kvöld. Það ár komu hingað til lands þrír breskir stúd- entar og ævintýramenn sem kynnast vildu landi og þjóð hér á norðurslóðum. Þeir fóm í þrjá leiðangra um landið, fyrst um Reykjanesskaga, síðan um BorgarQörð og Snæfells- nes og svo austur í sveitir, þar sem þeir gengu m.a. á Heklu. Einn þeirra, Henry Holland, skrifaði jafnóðum ferðalýsingu í dagbók sína sem kom út á íslensku fyrir 30 ámm, en það var Steindór Steindórsson frá Hlöðum sem þýddi bókina. Umsjón með þættinum hefur Tómas Einarsson en lesari með honum er Snorri Jónsson. UTVARP LAUGARDAGUR 14. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. þulur velur og kynnir. 7.30 Morgunglettur. Létt tónlist. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Fréttiráensku. 8.35 Lesiö úr forustugreinum dagblaðanna. 8.45 Núersumar Hildur Hermóðsdóttir skemmtir ungum hlustend- um. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.20 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar a. „Grand Duo Concertant" í Es-dúr op. 48 eftir Carl Marioa von Weber. Gervase de Peyer og Cyril Preedy leika á klarinettu og píanó. b. „Carmen-fantasía" op. 25 eftir Pablo de Sarasate. Itzhak Perlman og Konung- lega filharmoníusveitin í Lundúnum leika. Lawrence Foster stjórnar. 11.00 Frá útlöndum. Þáttur um erlend málefni í umsjón Páls Heiöars Jónssonar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar.Tónleikar. 13.40 Afstað Ragnheiður Davíðsdóttir slær á létta strengi með vegfarendum. 13.50 Sinna Listir og menningarmái líð- andi stundar. Umsjón: Ragnheiöur Gyða Jónsdóttir og ÞorgeirÓlafsson. 15.00 Miödegistónleikar a. Pianótrió nr. 1 i H-dúr op. 8 eftir Johannes Brahms. Christian Zacharias, ulf Hoelscher og Heinrich Schiff leika. b. Tilbrigði um rókokkóstef op. 33 eftir Pjotr Tsja- kovski. Robert Cohen leikur á selló með fílharmoníusveit Lundúna; Zdenek Macal stjórnar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Söguslóðir i Suöur- Þýskalandi. Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. 17.00 íþróttafréttir. 17.03 Frá Listahátíð í Reykja- vík 1986: Katia-Ricciarelli og Sinfóniuhljómsveit ís- lands á tónleikum i Há- skólabíói fyrr um daginn. (Fyrri hluti.) Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. For- leikir og óperuaríur eftir Rossini og Donizetti. Kynnir: Ýrr Bertelsdóttir. 18.00 Tónleikar.Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Halldór Haraldsson leik- ur Píanósónötu eftir Ludwig van Beethoven. 20.00 Sagan: „Sundrung á Flambardssetrinu" eftir K.M. Peyton. Silja Aðal- steinsdóttir les (4). 20.30 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: Jóhann Sigurðsson og Einar Guðmundsson. (Frá Akureyri.) 21.00 úr dagbok Henry Hol- lands frá árinu 1810. Fyrsti þáttur. Umsjón: Tómas Ein- arsson. Lesari með honum: Snorri Jónsson. 21.40 íslensk einsöngslög Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur lög eftir Ingólf Sveinsson, Mariu Brynjólfs- dóttur, Einar Markan og Sigfús Halldórsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á pianó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Laugardagsvaka Þáttur í umsjá Sigmars B. Haukssonar. 23.00 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miönæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 14. júní 9.00 Morgunþáttur /Z SJÓNVARP 16.00 Listahátið í Reykjavik 1986 - Katia Ricciarelli. Bein útsending frá tónleik- um i Háskólabíói. Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur, stjórnandi Jean-Pierre Jac- quillat. Einsöngvari Katia Ricciarelli, sópran. 17.00 Brasilia - Norður-lrland Bein útsending frá Heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu. 18.45 íþróttir P.G.A.- meistaramótiö i golfi áWentworthvelli. 19.25 Búrabyggö (Fraggle Rock) 20. þáttur Brúðumyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. LAUGARDAGUR 14. júní 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttirogveöur 20.25 Auglýsingarog dagskrá 20.35 Listahátíð í Reykjavik 1986 20.45 Listahátíöarsmellir Kynntar verða þær erlendur hljómsveitir sem leika á popptónleikum Listahátiðar i Laugardalshöll 16. og 17. júni. Umsjónarmenn Snorri Már Skúlason og Skúli Helga- son. 21.30 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) 4.þáttur Bandarískur gamanmynda- flokkur í 24 þáttum. Aöal- hlutverk: Bill Cosby og Phylicia Ayers-Allen. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 21.55 Kassöndrubrúin (The Cassandra Crossing) Bresk/þýsk/ítölsk bíómynd frá 1976. Leikstjóri: George Cosmat- os. Aðalhlutverk: Sophia Loren, Richard Harris, Ava Gardner og Burt Lancaster. Spellvirki ber með sér ban- vænan sýkil eftir innbrot i rannsóknarstofu á vegum Bandarikjahers i Genf. Hann kemst í lest á leið til Stokk- hólms og stofnar með þvi lífi allra farþeganna i hættu. Þýðandi Óskar Ingimars- 00.10 Dagskrárlok. Stjómendur: Kolbrún Hall- dórsdóttir og Gunnlaugur Helgason. 12.00 Hlé 14.00 Viðrásmarkið Þáttur um tónlist, iþróttir og sitthvaö fleira. Umsjón: Ein- ar Gunnar Einarsson ásamt iþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Emi Erlingssyni. 16.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00 Skuggar Stiklað á stóru i sögu hljóm- sveitarinnar The Shadows. Lokaþáttur. Umsjón: Einar Kristjánsson. 18.00 Hlé 20.00 Bárujárn Þáttur um þungarokk umsjá Sigurðar Sverrisson- ar. 21.00 Millistríða Jón Gröndal kynnir dægur- lög frá árunum' 1920-1940. 22.00 Framhaldsleikrit: „Villi- dýrið í þokunni" eftir Marg ery Allingham í leikgerð Gregory Evans. Þýðandi: Ingibjörg Þ. Steph- ensen. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Annar þáttur endurtekinn frá sunnudegi á rás eitt. 23.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Ánæturvakt með Ástu R. Jóhannesdótt- ur 3.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.