Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ1986 RLR vildi dóm- þing í Síðu- múlafangelsi — segir Hallvarður Einvarðsson, MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Hallvarði Einvarðssyni, rannsóknarlögreglustjóra ríkisins. „Vegna ummæla, sem birst hafa á vettvangi fjölmiðla um meðferð gæzluvarðhaldskrafna af hálfu rannsóknarlögreglu ríkisins í svo- nefndu Hafskipsmáli og fyrirtektir þeirra fyrir sakadómi Reykjavíkur skal eftirfarandi tekið fram: Þyki þörf á aðgerðum, sem að lögum þarf til atbeina dómara, vegna rannsóknar máls, svo sem gæzluvarðhalds, snýr rannsóknar- lögreglustjóri sér til dómara með beiðni um slíkar aðgerðir. Dómari metur síðan hvort lagaskilyrði séu fyrir hendi til slíks á grundvelli þeirra gagna, sem iögð eru fram af hálfu rannsóknarlögreglu. Með- ferð slíkra mála fer fram fyrir sakadómi á þeim stað og tíma, sem dómari ákveður hveiju sinni. Er gæzluvarðhaldskröfur RLR í þessu máli höfðu verið lagðar fram var þeim eindregnu tilmælum beint til dómsins, að dómþing í málunum yrðu háð í Síðumúlafangelsi, m.a. til að komast hjá óþarfa athygli Qölmiðla. Hliðstæðum tilmælum hefir reyndar oft áður verið beint til dómsins, en dómurinn telur ekki skilyrði vera fyrir hendi til að heyja dómþing í Síðumúlafangelsi, þar sem ekki sé starfsaðstaða þar fyrir dómara. Alþjóðleg náttúruvemdarsamtök: íslendingar varaðir við notkun loðins orðalags Malmö. Frá ómari Valdimarssym, blaðamanni Mnrgiinhlaóninn, ALÞJÓÐLEG náttúruverndarsamtök á 38. ársfundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins, sem lauk í Malmö í gær, vara íslendinga við þvi að nota loðið orðalag, í ályktun ráðsins um hvalveiðar i vísindaskyni, til að halda veiðunum áfram og selja megnið af afurðum tilraunahvalanna úr landi. Þegar fundinum lauk stóðu hvalaverndunarmenn gegnt ráðhús- dyrunum með mótmælaskilti. Á þvi stærsta stóð: „Japan, ísland, Suður-Kórea og Noregur: Ykkar er skömmin." Norðmenn og Japanir stunda enn hvalveiðar þrátt fyrir ákvörðun Alþjóða hvalveiðiráðsins um veiðistöðvun. ísland og Suður-Kórea ætla að veiða nokkur hundruð hvali á næstu fjórum árum í rannsóknarskyni. í yfirlýsingu sem birtist í Eco, daglegu dreifiriti samtakanna, er lögð sú túlkun í orðalagið „primarily for local consumption" þegar rætt er um nýtingu hvalaafurðanna í ályktuninni að gert sé ráð fyrir að megnið af lriötinu fari til neyslu innanlands. Islenska sendinefndin hér leggur annan skilning f þetta orðalag: Það er að Hvalveiðiráðið leggist ekki gegn alþjóðlegri verslun með þær afurðir sem ekki fara til neyslu innanlands. Meðal ársneysla hvalkjöts á fs- Iandi er innan við 200 tonn, að sögn Kristjáns Loftssonar framkvæmda- stjóra Hvals hf., en hann reiknar með að hvalvertíðin í ár skili allt að tíföldu því magni. Hagnaður af sölu hvalaafurða til Japans á að renna alfarið til hvalarannsókna á íslandi. í dreifiriti náttúruvemdarsamtak- anna segir ennfremur að íslendingar eigi á hættu að sett verði innflutn- ingsbann á íslenskan fisk til Banda- ríkjanna haldi þeir áfram hvalveiðum og verslun með afurðir þeirra hvala sem veiddir eru í vísindaskyni. Talsmenn stærstu samtakanna, t.d. Grænfriðungar, segja að þeir geti með mjög skömmum fyrirvara hafið herferð fyrir þvf vestra að fólk hætti að kaupa fslenskar fiskafurðir. Enn hefur ekkert verið endanlega ákveðið um kaup Japana á íslenskum hvalaafurðum, en eins og kom fram í blaðinu í gær telur talsmaður jap- önsku sendinefndarinnar hér líklegt að þeir muni nú kaupa hvalkjöt og fleiri afurðir sem til falla. Um annan markað en Japan er varla að ræða í þessu sambandi. Hér er almennt talið að endanlegt orðalag ályktunarinnar um vísinda- veiðamar hafi verið sigur fyrir fs- lendinga ekki síst þegar tekið er tillit til þess að í upphafi fundarins virtist málstaður íslendinga engan hljómgrunn eiga. Það voru þeir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, og Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðu- neytisins, sem báru hitann og þung- ann af samningaviðræðunum um orðalag ályktunarinnar. Aðrir í ís- lensku sendinefndinni eru Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknar- stofnunarinnar, Jóhann Siguijóns- son, sjávarlíffræðingur helsti hvala- sérfræðingur íslendinga, Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., Eyþór Einarsson, formaður Náttúruvemdarráðs, Ámi Kolbeins, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, og Kjartan S. Júlíusson, deildarstjóri f ráðuneytinu, en hann er varaformaður neftidarinnar. Fjölmiðlar voru því í aðstöðu til að vakta húsakynni RLR og saka- dóms unz málin vom tekin fyrir þannig að ekki var við ráðið. Allt tal um „samspil lögreglu og §öl- miðla" og annað í þeim dúr í þessum efnum er algjörlega úr lausu lofti gripið, þvert á móti var af hálfu RLR leitast við að koma í veg fyrir óþarfa Qölmiðlaumfjöllun á frum- stigi rannsóknar. Tekið skal undir ýmsar þær athugasemdir, sem fram hafa komið um umfjöllun fjölmiðla á þessum stigum málsins, svo sem fréttaflutning sjónvarpsins. Sann- arlega höfum við hjá RLR reynt að gæta þess í störfum okkar um árin að mönnum yrði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjá- kvæmilegt er eftir því sem á stend- ur, þ. á m. við aðstæður sem þessar. Vissulega hefir það oft verið sárt að verða að fylgja umkomulausum mönnum, þ. á m. ungmennum, þessa leið. Gjaman hefði athygli og umhyggja þeirra, sem nú Iáta hæst í hneykslan sinni á vettvangi fjölmiðla, mátt vakna fyrr. Úrbóta er vissulega þörf.“ Tvær opnur úr bandarfska tímaritinu Town & Country með myndum af Wathne-systrum. Wathne-systur vekja athygli í Bandaríkjunum: Hönnunin er okkar sérsvið — segir Þórunn Wathne „ÞEGAR Town & Country bað okkur að taka þátt f þessari ferð fannst okkur við ekki geta neitað þeim. þetta var svo sérstaklega skemmtilegt tilboð, að fá einn þekktasta tískuljósmyndara heims, Norman Parkinson, til íslands til að taka myndir af okkur,“ sagði Þórunn Wathne en f maí hefti bandarfska tímaritsins Town & Country er stutt grein um Wathne systur með myndum af þeim á íslandi. Systumar, þær Þórunn, Berge og Soffía eiga og reka fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem hefur sér- hæft sig í að framleiða, svokallað- ar kynningarvömr fyrir bandarísk stórfyrirtæki. „Það sem við höfum fram yfír önnur fyrirtæki á þessu sviði er hönnunin, sem er okkar sérsvið," sagði Þómnn. „Við emm uppfullar af hugmyndum og höf- um kunnáttu til að koma þeim frá okkur. Fyrst á blað, þá í fram- leiðslu og siðan til viðskiptavin- anna á mjög skömmum tíma, en það er aðal atriðið og kostar bæði peninga, mikla vinnu og áhættu." — Hvað er það sem þið hannið og seljið? „Það er svo margt. Það er eiginlega ekkert, sem við ekki hönnum og framleiðum. Hvort sem það em speglar, keramik, postulín, tágavömr eða fatnaður. Það fer allt eftir því hveiju við- skiptavinurinn sækist eftir. Fyrir- tækin okkar Wathne Ltd., Wathne Inport, sem er heildsölufyrirtæki og Wathne Intemational, sem er rekið í Hong Kong og á Ítalíu, auk annarra smá fyrirtækja sem við eigum og sjá ýmist um hönnun eða framleiðslu, gera það að verk- um að við getum boðið viðskipta- vinunum upp á nánast hvað sem er. — Hvenær byijuðu þið að vinna saman? „Fyrir rúmum sjö ámm og síð- an okkur fór að ganga vel hafa fjölmiðlar veitt okkur sífellt meiri athygli og beðið um viðtöl. Við emm sjálfar lítið fyrir að vera í sviðsljósinu en við ekki getað neitað Town & Country. Bæði vegna ljósmyndarans og eins fannst okkur þetta geta orðið góð landkynning fyrir ísland."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.