Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ1986
11
„Möller í bandi hjá Templurunuin".
þess að auka veg blaðateikningar-
innar og hún festast í sessi hér
sem annars staðar. Blaðateiknar-
inn hefur frá upphafi þótt ómiss-
andi til að lífga upp útlit dagblaða
og tímarita um víða veröld.
Svo sem menn vita þá eru til
margir snjallir blaðateiknarar og
fagið nýtur mikillar virðingar, —
samkeppnin er hörð og starfið
eftirsótt. Þá eru himinháar fjár-
hæðir reiddar af hendi fyrir teikn-
ingu á forsíður helstu vikurita í
heiminum.
Ég vísa hér eina ferðina enn
til þessa, vegna þess hve starf
blaðateiknarans hefur alla tíð
verið vanmetið hérlendis, mönnum
í kot vísað, og jafnvel litið niður
til fagsins af myndlistarmönnum
og það talið til óæðri listgreina.
Fátt er það þó, sem kemur
blaðalesandanum í betra skap en
góð teikning sem hittir í mark og
skiptir þá litlu máli hvort um er
að ræða háð, ádeilu eða riss frá
einhveijum merkisatburðinum svo
sem frumsýningum í óperu- eða
leikhúsi.
Og það er dijúg list að koma
fólki í gott skap með vel gerðu
og listfengu rissi, auk þess sem
fátt dregur athygli lesandans eins
vel að sjálfu menningarlegu les-
málinu.
- Tryggvi Magnússon kom
ótal mönnum í gott skap á ferli
sínum sem aðalteiknari Spegilsins
og myndir hans í blaðinu voru
margar vel og listilega gerðar.
Hann var mikill náttúruhagleiks-
maður á allt sem hann snerti á
sviði myndlistar og hönnunar en
fæddist vísast ekki inn í rétta tíma
né umhverfí, auk þess sem hann
var reikull að eðlisfari — sveim-
hugi er staldraði aldrei lengi á
sama vettvanginum.
Hann var efni í góðan málara
svo sem mörg verka hans á því
sviði bera ljósan vott um og hafði
kenndir til margra átta við út-
færslu þeirra — hefði jafnvel getað
skrifað blað i íslenzkri listasögu
með því að verða fýrsti og eini
fútúristinn. Málverk hans eru
ósjaldan prýðilega gerð hvað
handverkið áhrærir og maður
saknar þess, að hann skyldi ekki
einbeita sér meir og markvissar á
því sviði. Við skoðun myndanna
hefur maður það stundum á til-
fínningunni, að Tiyggvi hafí viljað
þóknast einhveijum, vita ólæsum
á listrænt myndmál.
Þjóðsagnamyndirnar eru marg-
ar vel gerðar og hrifmiklar en
sveija sig full mikið í ætt við rílq-
andi hefð í gerð slíkra mynda á
þeim árum. Myndin „Frá Vest-
mannaeyjahöfn" (18), er um
margt merkileg að mínu mati og
þá sérstaklega neðri hluti hennar.
Grátónastemmningin er mjög rík
og stemmningsblandin og engan
veginn í færi allra að ná slíku
fram úr pentskúf sínum, að auki
er teikningin markviss og ákveðin.
Tryggvi Magnússon var og
hagur í tréskurði, hannaði frí-
merki, sýslufána, kaupstaða- og
héraðsmerki, búninga og hvaðeina
sem hann var beðinn um. Hér
lagði hann listræna hönd að og
gerði margt eftirminnilegt. Þá
má ekki gleyma „fommannaspil-
unum“ svokölluðu, sem allir höfðu
á milli handanna er tóku í spil um
langt árabil. Þessi mannspil voru
hin fegursta hönnun og þá einkum
sjálfar frummyndimar, sem em
blæbrigðaríkar, vel og af næmri
tilfínningu gerðar. Þessi andlit
festust svo mjög í sinnið, að eigin-
lega fínnst manni ennþá, að
margur fomkappinn hljóti einmitt
að hafa litið þannig út — hörku-
legir en samt svo fjári mannlegir.
Þá dáðist maður að fegurð og
virðuleika hinna svipsterku fom-
kvenna. Frummyndimar em að
öllu leyti svo miklu betri en spilin
sjálf og þá einkum fýrir hina
möttu og lifandi áferð.
Hér vil ég og nefna uppkast
að mannspilum með skoplegu ívafí
og það skemmtileg, að maður
undrast að þau skyldu ekki einnig
gefín út, - jafnvel þó ekki væri
fyrir nema útvalinn hóp áhuga-
manna. Námsferill Tryggva
Magnússonar á listasviði var
stuttur og flöktandi. Hann nam
við ágæta skóla í Kaupmanna-
höfn, New York og Dresden en
jafnan í skamman tíma í senn —
virtist jafnan taka saman pjönkur
sínar þá mestu átökin vora fram-
undan. En Tryggvi hefur haft
augun opin og víða orðið fyrir
áhrifum svo sem verk hans bera
með sér, en úr þessum áhrifum
entist hann aldrei til að vinna
rækilega nema þá helst á sviði
skopmynda og þá brá fyrir snilld-
artöktum. Ef til vill á brauðstritið
einhvem þátt í þessari þróun því
að á þessum ámm var öll einarðleg
myndlistariðkun hérlendis tengd
ítrasta meinlætalífí eða beinum
landflótta svo sem dæmin era til
marks um.
En dregið saman í hnotskum
þá mun Tryggvi Magnússon einn
þeirra persónuleika sem munað
verður eftir frá þessari öld því að
svo víða sér verka hans sér stað
á listrænu sviði.
„Endurskirn hjá ihaldinu".
Hafnarfjöröur
Til sölu m.a.:
Arnarhraun. 4ra herb. íb. á
2. hæð. Verð 1,9 millj.
Fagrakinn. 2ja herb. íb. á
neðri hæð. Allt sér. Verð 1,6 m.
Linnetsstígur. 5 herb. ein-
býlish. á tveim hæðum, um 100
fm. Verð 2,5 millj.
Arnarhraun. 3ja herb. íb. á
2. hæð. Verð 1,9 millj.
Hraunstígur. 2ja herb. íb. á
jarðh. í þríbh. Verð 1450 þús.
Hellisgata. 2ja hæða steinh.
74 fm íb. á efri hæð og 136 fm
verslunar- og iðnaöarhúsn. á
neðri hæð.
Opið í dag
frá 13.00-17.00.
Ámi Gunnlaugsson m.
Austurgötu 10, sfmi 50764.
VJterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Stanislas Bohic,
landslagsarkitekt
leiðbeinirfólki um
skipulag garöa og vai
á heppi'egum plontum
Hafsteinn
Hafliðason,
qaröyrkjulræðingur
fiallar almennt um garða
og grænmetisræktun.
i jegrunarátaks
ífiewfgawk
um ýmis atriöi varðandi garörækt.
Fegrum borgina, prýðum garðana
í títefni 200 ára afmaelisins
If
Blómum.
ini^oro iridaveröld
Gróðurhúsinu