Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ1986 Tölvumál eftir ívar Pétur Guðnason Tilgangur allra þýðinga er að gera efni á framandi máli aðgengi- legt fyrir þá sem ekki hafa það mál á valdi sínu. Þýðing verður þ.a.l. að koma boðskap frumtextans til skila á ótvíræðan hátt, þannig að sá sem les er fróðari eftir en áður. Með vaxandi fjölda smátölva í höndum almennings hefur þörf fyrir þýðingar á bókum og forritum vaxið ört. Þær þýðingar eru mjög vanda- samt verk sem mikil ábyrgð fylgir, af því að greiður aðgangur almenn- ings að upplýsingum er forsenda þess að tækin nýtist í hans þágu. Undanfarið hafa þýðingar á handbókum og forritum fyrir smá- tölvur verið á villigötum. í stað þess að þýða hugtök úr ensku tölvu- máli á einfalda og auðskiljanlega íslensku, virðast sumir þýðendur leggja sig fram um að búa til ný orð yfir hluti sem gott og gilt orð er þegar til yfír. Einnig er mjög í tísku, m.a.s. hjá kennurum, að hafna góðu og gildu orði sem allir geta skilið og nota þess í stað annað íslenskt orð sem þarfnast útskýr- inga. Dæmi um slíkt eru orðin „hnappaborð" og að „forða“ skrá. Tilgangurinn með notkun þeirra virðist vera sá að gefa einhveijum færi á að láta ljós sitt skína, þegar hann útskýrir merkingu þeirra fyrir manni sem skilur vel orðin „lykla- borð“ og að „geyma" skrá. Aldrei „forða“ ég mínum skrám, nema upp á hillu þegar litlu frændsystkinin koma í heimsókn. Aftur á móti er ég vanur að geyma þær, til þess „Það er enginn vandi að búa til löng og erf ið orð. Hinsvegar er vandi að finna góð og þjál orð sem allir skilja.“ að geta gengið að þeim vísum þegar á þarf að halda. Það er enginn vandi að búa til löng og erfíð orð. Hinsvegar er vandi að fínna góð og þjál orð sem allir skilja. Mörg þeirra „íslensku" orða sem „fræðingar" rita í dag eru þess eðlis að saklaus notandi sem sér þau birtast á skjánum sínum hrekkur í kút, les efnið aftur og flettir upp í tölvuorðasafni. Þar les hann e.t.v. útskýringu sem hann þarf að fletta upp! Er hann nokkuð betur settur en sá sem þarf að nota Ensk-íslenska orðabók? Mörg dæmi eru til um þetta. Hér eru aðeins örfá, valin af handahófí. 1). „ROM“ (read-only memoiy) er sá hluti minnis tölvunnar sem er ekki hægt að breyta. Forrit eða gögn eru brennd inn í kubb og eru alltaf til staðar. Þetta hefur (rétti- lega) verið nefnt „lesminni". 2) . „RAM“ (random access memory) er annar hluti minnisins. Sá hluti er notaður fyrir stýrikerfí tölvunnar, ásamt forritum og gögn- um notandans. Það er hægt að lesa og skrifa á þennan hluta eins oft og hveijum þóknast en öfugt við lesminnið, þá þurrkast allt innihald út þegar slökkt er á tölvunni. Af- styrmið „rakleiðargeymsla" hefur verið notað á íslensku. „Vinnslu- minni“ er betra orð. 3) „Microprocessor" er mjög vel gefínn kubbur sem stjómar öllu atferli tölvunnar, beint eða óbeint. Allir aðrir kubbar, diskadrif, lykla- borð, lesminni og vinnsluminni eru undir hans stjóm. „Örgjafi" hefur hann verið nefndur. (Þegar ég sá það orð fyrst, skildi ég það ekki og fletti upp í tölvuorðasafni. Enska orðið skýrði sig sjálft!) „Heili“ er einfalt og gott íslenskt orð sem lýsir vel atferli þessa kubbs. 4) „Integrated Software" er forrit sem getur unnið á mörgum sviðum í senn. I stað þess að vera t.d. með eitt forrit fyrir ritvinnslu, annað fyrir gagnavinnslu og hið þriðja til þess að vinna með tölur, sér eitt forrit um alla hluti. Þá er hægt að færa gögn á milli forrits- hluta á einfaldan hátt. „Samofínn hugbúnaður" lýsir þessu nokkuð vel, en vegur a.m.k. 3 kíló. Þá er betra að nota orðið „fjölnotaforrit". 5) „K“ er síðasta dæmið. Tölvur reikna ekki í tugakerfí og „K“ hefur til þæginda verið notað sem tilbúin mælieining fyrir 1024 tölvustafí. Það er því beinlínis rangt þegar þetta er þýtt sem „þúsund stafír". 64K tölva er ekki með 64 þúsund stafa minni, eins og sumir auglýsa, heldur 65.536 (talið frá 1). „K“ er einfalt og gott orð sem fer vel í íslensku máli og má því halda sér. Hætta er á að „þýðingar" af óskiljanlegri ensku yfír á óskiljan- lega íslensku leiði til þess að al- menningi byiji að standa ógn af tölvum, af því að „ég skil þetta ekki“. Afleiðingin verður sú að fá- mennur hópur sérfræðinga verður einn um að nota tækin. Þá stendur okkur öllum ógn af: Stéttaskipting framtíðarinnar mun ekki byggjast á peningum, hún mun byggjast á þekkingu og við munum skiptast í þá sem vita og þá sem ekki vita. Það má ekki verða. Þekking er máttur og við eigum að sameinast um að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir því að almenningur hagnýti sér tölvur. Þá skiptir mestu máli að þeir sem fást við þýðingar á tölvuefni leiti til almennings og fái ráðgjöf um orðaval, í stað þess að velta sér upp úr eigin þekkingu og guðdómlegri speki. Það er tilgangslaust að deila út náðargjöfum sem fólk hvorki skilur né getur notað. Höfundur stundar nám í ensku við Háskóla íslands oghefurþýtt forrit. \ r íþrótta- og tómstundaráð: Sumarstarf að hefjast — f ötluðum börnum boðin þátttaka í sumar verður samkvæmt venju boðið upp á sumarstarf á vegum íþrótta- og tómstunda- ráðs fyrir börn og unglinga i Reykjavík. í fréttatilkynningu frá ráðinu segir, að fötluðum börnum verði boðin þátttaka á almennum tveggja vikna nám- skeiðum fyrir börn fædd ’74-’79. í fréttatilkynningunni segir, að á námskeiðunum muni leiðbeinendur starfa með bömunum að skipulagn- ingu leikja og útistarfí ýmiskonar. Þegar ekki viðrar til útivem verður farið í leiki og föndrað innandyra. Stór þáttur í starfínu verða allskyns skoðunar- og kynnisferðir um bæ- inn, heimsótt verða listasöfn og fyrirtæki og einnig verður væntan- lega' farið í dagsferðir út fyrir Reykjavík. Námskeiðin verða haldin til skiptis í félagsmiðstöðvunum Árseli og Fellahelli og verður það fyrsta í Árseli dagana 16.-27. júní kl. 10:00-16:00 og er þátttökugjald kr. 1.400. Næsta námskeið verður haldið í Fellahelli 30. júní til 11. júlí á sama tíma og er þátttökugjald í því kr. 1.600. Þriðja námskeiðið sem ákveðið hefur verið, verður síð- an í Árseli frá 14.- 25. júlí. Þátt- tökugjald er sömuleiðis kr. 1.600, en fyrsta námskeiðið stendur aðeins í 9 daga en hin tvö í 10 daga. Ef næg þátttaka fæst er fyrirhugað flórða námskeiðið 28. júlí til 8. ágúst, væntanlega I Fellahelli. Innritun á námskeiðin stendur yfír í Árseli í síma 78944. Sterkir í vörninni Danir hafa sannaö fyrir heimsbyggðinni að þeir eru á meðal fremstu þjóða í knattspyrnu á HM í Mexíkó. Sterk vörn, markvisst samspil, hnitmiðuð sókn og þróuð tækni eru einkenni þeirra. Þetta gætu verið einkunnar- orð Ramma hf. Með tilkomu danska GORI VAC 6002 gagnvarnartæki-j sins er vörnin orðin sterk, og með góðu samspili ýmissa þátta svo sem góðs hráefnis, fyrirmyndar starfsfólks og þróaðrar tækni til dæmis við yfirborðsmeðhöndlun er sóknin hnitmiðuð. Vste Tiin fu >terk vörn iri fullkomna tækni, sem Rammi hf. beitir við fúavörn er örugg og vrbgrkennd, hleypir engu í gegn. Markvisst samspii Gagnvðm. ver viðinn gegn fúa, en yfirborðsmeðhöndlun verndar hann fyrinvf ðrun. Markvisst samspil gagnvarnar og yfirborðs- meðhöndlunir tryggir langa endingu viðarins. Þróuð tækni GORI-gagnvarnártækni Ramma hf. erdönsk, háþróuð, viður■ kennd og undir efti&ti Iðntæknistofnunar. Hnitmiðuð sókn Hin fullkomna fúavarríártækni Ramma hf. hefur mælst mjög vel fyrir, enda er Rammi hf. fyrirtæki í stórsókn og sífellt fleiri bætast í hop ánægðra viðskiptavina. ið nær Ef danska landsliðið nægeins langt og landar þeirra hjá GORI, erum ekki í minnsta vafa um hverjir verði heimsméí^arar. GLUGGA-OG HURÐAVERKSNIIÐ Seylubraut 1, 260 NjarQyík. Sími 92 ...nú er boltinn hjá ykkur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.