Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ1986 Veiðiþáttur Umsjón Guðmundur Guðjónsson „Veiðidagnr Fjölskyldunnar“ verður endurtekinn 22. júní Veiðidagur fjölskyldunnar verður endurtekinn, enda gekk frumraunin í fyrra með afbrigð- nm vel. Hann verður nú 22. júní; sem er auðvitað sunnudagur. I fyrra var einmuna veðurblíða um land allt og tóku þúsundir manna þátt í hátíðinni viðs vegar um land allt. Við Þingvallavatn eitt skiptu þátttakendur þúsundum að þvi er fróðir menn telja, en boðið var upp á veiði án endur- gjalds i mörgum vötnum á landinu. Er þeir Rafn Hafnfjörð, Gylfí Pálsson og Sigurður Pálsson, for- kólfar í Landssambandi Stangveiði- félaga, voru að kynna veiðimanna- ráðstefnuna afstöðnu fyrir blaða- mönnum á dögunum, bar veiðidag flölskyldunnar einnig á góma. Gylfi sagði þá að markmiðið væri fyrst og fremst að kynna stangveiði- íþróttina og sérstaklega þá með það fyrir augum að eyða þeirri þjóðsögu að stangveiði stundi einungis auð- og peningamenn og fleira sé fískur en hinn dýri lax. Það séu líka til skemmtileg fyrirbæri sem heiti urriðar og bleikjur og af þeim sé nóg í flestum vötnum hér á Iandi. „Við erum að breyta ímyndinni og Á veiðidegi fjölskyldunnar er áhersla lögð á silungsveiðina. Hér er bleikja á leiðina ofan í háfinn frammi á Arnarvatnsheiði, sem er kannski ekki aðgengileg siiungsveiðistöð, en gjöful mjög. Stubbar í nýútkomnu „Sportveiði- blaði“ er viðtal við Stefán Guðjohnsen og meðal annarra hluta gerir hann þar að um- talsefni „heimsmetið" sem frægt var á sínum tima, er hópur veiðimanna dró 510 iaxa úr Laxá í Döium á einum og hálfum degi sem aftur leiddi til þess að íslendingum var meinað að veiða í Dala- perlunni góðu næstu ár og hún þess i stað leigð gos- drykkjakóngum i Bandarikj- unum. Stefán segir m.a. i viðtalinu: „Þama drógum við svo óðan lax þennan stutta tíma, 510 laxa á sex stangir. Þama hittum við á skilyrði sem ég efast um að eigi eftir að endurtakast við ís- lenska laxveiðiá. Veiðiveður var eins og best verður á kosið, áin var dálítið skoluð eftir flóð og að sjatna. Síðast en ekki síst var að renna mikill lax upp ána eftir langa þurrka. Ég hef aldrei séð laxa haga sér svona, oft voru tveir eða þrír á eftir agninu í einu. Sjálfur veiddi ég 59 laxa, Snæbjöm Kristjánsson og veiði- félagi hans, Heigi Einarsson, veiddu mest, 106 á stöng- ina...“ Sú vartíðin ... En úr því að rætt er um Sportveiðiblaðið þá ber þess að geta, að blaðið er í linnulausri framför, bæði hvað varðar efrii og uppsetningu. Á næstu vikum kemur út helsti keppinauturinn, „Á veiðum", sportveiðirit Frjálsa Framtaksins. Er fróðlegt að fylgjast með samkeppni þessara blaða. OOO Landssamband Stangveiðifé- iaga hyggst gangast fyrir happ- drætti á næsta ári til eflingar starfsins sem þar er unnið og má það heita umtalsvert. Má þar nefna „Veiðidag Fjölskyl- dunnar" og fleira. Miðaupplág verður einungis 6.-7.000 og vinningsmöguleikar því tölu- verðir. Vinningar eru ekki ákveðnir í smáatriðum, en þar verða þó örugglega gimileg veiðileyfí, veiðibúnaður og fleira. OOO Einu sinni setti Pétur í Ár- hvammi f Laxárdal f stóran urriða f Laxá og egndi hann flugu sem vinur hans einn hafði gefið honum. Glíman var háð langt fyrir ofan virkjun og stóð lengi, enda silungurinn rosastór. Leikar fóru þannig að árhöfð- inginn sleit færið hjá veiðimanni og hafði fluguna á brott með sér. Þessi atburður átti sér stað snemma sumars, en er Pétur hitti ýmsa sveitunga sína í rétt- um um haustið, vatt einn þeirra sér að honum og spurði hann um fluguna góðu sem honum var kunnugt um að Pétur hafði eignast og metið mikils. Pétur bar sig aumlega og sagðist hafa misst hana í rokvænum urriða þá um vorið., * .. ... y „Eg veit allt um það,“ sagði vinurinn þá, fór ofan í vasa sinn, dró fluguna upp úr og rétti Pétri. Hann hafði sett í stóran urriða síðsumars og landað honum, þótt hann heidur linur og skrýtinn á færi. í kjafti hans var fluga Péturs vinar hans, auðþekkjanleg. Fiskurinn var 12 pund. Hann veiddist 26 kílómetrum neðar í ánni en Pét- ur missti hann um vorið og langt fyrir neðan virkjun ... STOCKHOLMIA ’86 Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson í þætti 24 f.m. var lítillega sagt frá frímerkjasýningu, sem verður í Færeyjum 26.-29. þ.m. og nokkrir íslenzkir safnarar taka m.a. þátt í. En það er skammt í enn stærri og viðameiri sýningar, þar sem ísland verður einnig með. Hin fyrri verður í Stokkhólmi 29. ágúst til 7. sept. og er al- heimssýning. Hin síðari verður í Ósló 15. til 19. okt., svoneftid norræn sýning, OSLO 86. Af þessu er ljóst, að ísland er aðeins farið að hasla sér völl á þessu sviði sem og mörgum öðrum. Vil ég með nokkrum orðum vekja athygli lesenda á sýningunni í Stokkhólmi, sem nefnist STOCK- HOLMLA 86. Áður hafa Svíar haldið tvær alheimssýningar með ssu nafni, þ.e. 1955 og 1974. þetta skipti minnast sænskir frímerkj asafnarar þess sérstak- lega, að landssamband þeirra verður hundrað ára á þessu ári. Þá heldur sænska póststjómin hátíðlegt 350 ára afmæli sitt. Hér er þvi um mikinn viðburð að ræða baeði í sögu sænsku póststjómar- innar og sænskra frímerkjasafn- ara, enda ætla Svíar að minnast þessara viðburða með verðugum hætti. Sænska póststjómin gefur út fímm mismunandi frímerkjaút- gáfur með yfírverði til þess bæði að vekja athygli á STOCK- HOLMIU 86 og eins styrkja fjár- hagsgrundvöll hennar. Þegar árið 1983 kom út smáörk og síðan árlega. Hin fjórða kom út í janúair síðastliðnum. Hin fímmta og síð- asta kemur út, þegar sýningin hefst. Myndefni þessara smáarka er allt tengt póstsögu og frí- merkjasöfnun og eins sýningar- borginni, Stokkhólmi, svo sem sjá má á mynd þeirri, sem fylgir þessum línum. Sú örk kom út 1985 og nefnist Stokkhólmur í listinni. Með alheimssýningu er átt við það, að frímerkjasafnarar úr víðri veröld, sem til þess hafa öðlazt rétt frá heimalandi sínu og eru félagar innan einhvers landssam- bands, geta tekið þátt í samkeppni um verðlaun fyrir söfn sín. Þó gerist þetta svo fremi sem hlutað- eigandi landssamband er aðili að Alþjóðasamtökum frímerkjasafh- ara (FIP), sem hefur aðsetur sitt í Sviss. Um leið verður slík sýning að fara fram með samþykki og undir vemd FIP. Hér gilda ákveðnar og strangar reglur, enda verður að gæta þess vandlega, að allt sé með eðlilegum hætti. Norrænu landssamböndin njóta virðingar í þessum Alþjóðasam- tökum frímerkjasafnara. Lands- samband íslenzkra frímerkjasafn- ara hefur verið í samtökunum um allmörg ár og er smám saman að verða virkur þátttakandi með ýmsum hætti. Engu að síður hlýt- ur hér sem annars staðar smæð okkar að setja sín takmörk. Þá hefur samvinna íslenzkra safnara við önnur Norðurlönd aukizt vem- lega á liðnum áratug og við haft margvíslegt gagn af. STOCKHOLMLA 86 verður með mjög fjölbreytilegt sýningar- efni, bæði í boðsdeild, heiðursdeild og samkeppnisdeild. í hinni síð- astnefndu verða um 5500 ramm- ar, en alls mun hafa verið sótt um 8300 ramma. Þetta eitt sýnir vel, hversu víðfeðm sýningin hlýt- ur að verða. Af okkar hálfu taka þessir þátt í samkeppnisdeild: Hjalti Jóhann- esson sýnir stimplasafn sitt, Jón Halldórsson 20 aura Safnahús, Sigurður Þormar svissneska (brú- ar-) stimpla og Sigurður H. Þor- steinsson póstsögulegt flugsafn. Allt er þetta efni, sem er vel þekkt meðal íslenzkra safnara. í bók- menntadeild verður verðlistinn íslenzk frímerki, sem Sigurður H. Þorsteinsson hefur samið. Enn fremur verður þar tímaritið Grúsk, sem LÍF gefur út, og svo að lokum Póstsaga Þingeyjar- sýslu, sem Frímerkjaklúbburinn Askja hefur gefíð út. Þá verður safti Hálfdanar Helgasonar af ís- lenzkum bréfspjöldum í deild dóm- ara. Svíar buðu honum ásamt tveimur öðrum útlendingum að taka sæti í tólf manna dómnefnd þeirra. Alls verða dómarar um 60 auk heiðursdómara. Þá eru 56 umboðsmenn aðildarlandanna úr öllum heimsálfum. Umboðsmaður íslands er Sigurður R. Pétursson. Efni það, sem héðan fer á STOCKHOLMIU 86, er hið mesta, sem íslenzkir frímerkjasafnarar hafa hingað til sent á alheimssýn- ingu. Auðvitað fer ekki mikið fyrir því efni innan um þau ógrynni, sem berast frá milljónaþjóðum. Allt um það er þetta merkur áfangi í stuttri sögu íslenzkra frí- merkjasamtaka, og ber hér að þakka þeim, sem að standa. Enda þótt enn megi segja fjöl- margt um þessa væntanlegu sýn- ingu í Stokkhólmi, verður það ekki gert í stuttum þætti. Hér sem áður verður alltaf sjón sögu ríkari. Vafalaust heimsækja allmargir íslenzkir frímerkjasafnarar STOCKHOLMIU 86, og ég veit af eigin reynslu frá 1974, að þeir verða ekki fyrir vonbrigðum. Því miður mun ekkert verða úr sam- eiginlegri hópferð, svo sem gert var fyrir tólf árum og mun margt valda. Ekki ræður þar sízt, hversu dýrt er fyrir okkur að skreppa til næstu nágranna, þó að ekki sé nema um vikutíma. Margur mun því fremur velja þann kostinn, ef hann hyggur á utanferð, að fljóta með pakkaferð til sólarlanda fyrir langtum minna verð, og það er tæplega láandi. Næst verður stuttlega greint frá sýningunni í Ósló, en annars má búast við, að þessi þáttur hverfi af síðum blaðsins eitthvað fram á haustið a.m.k. HELIX- LÍFSNAUÐSYNLEG OLÍA ©

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.