Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR14. JÚNÍ1986 Hipparnir á gitngu. Lögreglan hefur oft þurft að hafa afskipti af hippunum, sem tavað ettir annað taat'a valdid umferðartruflunuin og spjöllum. Yflrlýst markmið þeirra er þó friður og bræðralag. s Hippar í „friðarför“ raska rósemi Breta Frá Valdimar Unnari Valdimarssym London. Nú í vikunni urðu töluverðar umræður í breska þinginu um 300 manna hippahóp, sem verið hefur á faraldsfæti að undanfömu, ýms- um til ama og leiðinda. Hafa hippamir farið um þjóðvegi lands- ins í bflalest einni mikilli, víða valdið umferðartmflunum og slegið upp búðum út um hvippinn og hvappinn án þess að spytja kóng eða prest. Þykir nú ýmsum komið nóg af svo góðu og hyggst ríkisstjómin grípa til aðgerða gagnvart þessum friðarspillum, hippunum, sem sjálfír segjast raunar vera á ferð til að leggja áherslu á málstað friðar og bræðralags meðal jarðarinnar bama. Hippalestin hefur verið ákaf- lega vinsælt fréttaefni hér í Bret- landi undanfamar vikur. Má segja að daglega birtist fréttir af því hvar hippamir eru niðurkomnir og ósjaldan tilkynna yfírvöld um umferðartruflanir af þeirra völd- um. Hippamir notast við rúmlega eitt hundrað bfla, sem margir hveijir eru vægast sagt illa á sig komnir. Má raunar telja það ganga kraftaverki næst að sumir farkostanna skuli komast leiðar sinnar á eigin vélarafli. En hipp- amir em bjartsýnisfólk og gera sér vonir um að komast á áfanga- stað, sem er hið sögufræga Stone- henge, mannvirki frá forsöguleg- um tíma í suðurhluta Englands. Þar hyggjast breskir hippar halda sólstöðuhátíð þótt yfírvöld hafí lagt blátt bann við því. Engir aufúsugestir Hippamir hafa komið víða við og slegið upp búðum sínum í leyfísleysi landeigenda, sem lagt hafa hart að yfírvöldum að stugga þessum vágestum á brott af jörð- um sínum. Hefur lögreglan gert það sem í hennar valdi hefur staðið til að koma hippunum í skilning um að þeir séu engir aufúsugestir á einkalóðum manna utan vegar. í nafni friðarins hafa hippamir því æ ofan í æ tekið saman pjönkur sínar og haldið út á þjóðveginn á ný. En bflstjórar á vegum úti taka hippunum ekki með kostum og kynjum fremur en landeigendur. Bflalest hipp- anna fer nefnilega ekki ýkja hratt yfír og stundum stöðvast hún raunar alveg þegar einhver hinna óhijálegu farkosta megnar ekki lengur að gegna hlutverki sínu í þessari ferð í þágu friðar og bræðralags. Er ljóst að „friðar- fómin" verður hinsta för margra bflanna, sem skrölta nú með hipp- ana 300 um breska þjóðvegi. Á meðan hippamir taka lífínu með ró og halda áfram „friðarför" sinni reyna bresk yfírvöld að leita leiða til að koma í veg fyrir trufl- anir og spjöll af þeirra völdum. Raunar hafa yfírvöld sætt nokk- urri gagnrýni og verið sökuð um linkind gagnvart hippunum. Yfír- völd bera hins vegar fyrir sig að bresk löggjöf veiti ekki mikið svigrúm til aðgerða í málum af þessu tagi og hefur lögreglan til dæmis veigrað sér við að beita valdi til að bijóta upp bítalestina. Ríkisstjórnin hyggst grípa í taumana Nú hyggst sjálf ríkisstjómin hins vegar grípa í taumana og hefur Margrét Thatcher sagt „friðarlestinni" stríð á hendur. Forsætisráðherrann sagði í neðri málstofu breska þingsins að öfug- mæli væri að kenna þessa bílalest við frið því hippamir hefðu valdið spjöllum og raskað ró heiðvirðra borgara. Hét hún því að gerðar yrðu nauðsynlegar breytingar á íögum til að koma í veg fyrir að hópar af þessu tagi gætu vaðið yfír landareignir manna og tjaldað þar til einnar nætur eða fleiri. Var Thatcher harðorð í garð hipp- anna, sem hún kallaði friðarspilla og í svipaðan streng tók Douglas Hurd, innanríkisráðherra, en hann líkti hippunum við stigamenn miðalda, sem fóm um hémð með ránum og yfírgangi. Enda þótt hippamir, sem nú hafa komið til kasta breska þings- ins, hafi ekki orðið uppvísir að ránum eins og stigamenn fyrri tíma, er ekki laust við að ýmsum þyki skjöldur þeirra óhreinn. Em það einkum bresku almanna- tryggingamar, sem hafa hom í síðu hippanna og gmna þá um græsku. Þannig er nefnilega mál með vexti að framfæri sitt virðast hippamir einkum hafa af sam- eignlegum sjóðum landsmanna, atvinnuleysisbótum og öðm slíku. Leikur nú gmnur á að hippamir hafi snúið á hið opinbera og mis- notað tryggingakerfíð með ýms- um hætti, einkum með því að verða sér út um fé í fleiri en einu umdæmi. Hafa nú nokkrir starfs- menn almannatrygginga verið settir hippunum til höfuðs og fylgja þeir nú bflalestinni hvert á land sem er til að koma í veg fyrir að „friðarboðamir" hafi meira fé út úr tryggingakerfínu en réttur þeirra segir til um. Þessi bflalest er því orðin æði fjölbreytt því auðvitað lætur lögreglan sig heldur ekki vanta. Hún hyggst nú meina hippunum að taka sér bólfestu á jörðum í einkaeign og eiga hippamir því ekki annarra kosta völ en að halda áfram för sinni um þjóðvegi landsins, með tilheyrandi bensínleysi, bilunum og umferðaröngþveiti. Austurríki: Frakkar minnast Verdun París, AP. MITTERRAND Frakklandsfor- seti mun á sunnudag stjórna há- tíðahöldum í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá orrustunni við Verd- un. Orrustan geisaði frá febrúar til desember og samanlagt mannfall Frakka og Þjóðveija var talið á bilinu 600 þúsund til ein milljón. Sjö þorp á bardagasvæðinu vom þurrkuð út. Jarðneskar leifar fall- inna hermanna em í 18 kirkjugörð- um á svæðinu, oft í nafnlausum gröfum. Franski hershöfðinginn Philippe Pétain gat sér mikla frægð í orr- ustunni og átti mikinn þátt í vamar- sigri Frakka. Eftir fall Frakklands í heimsstyijöldinni síðari var hann í forsæti Vichy-stjómarinnar svo- nefndu, sem átti nána samvinnu við nazistastjómina þýsku. Bandarísk flugfélög-: Auknar öryggis- ráðstafanir ^ Frankfurt, AP. ÓTTI við hryðjuverk hefur vald- ið því að bandaríska flugfélagið, American Airlines, bætist í hóp þeirra er grípa til sérstakra öryggisráðstafana. Flugfélagið hefur um skeið látið sérstaka öryggisverði annast leit á farþegum og í farangri á nokkmm flugvöllum er það flýgur til. Nú heftir verið ákveðið að ijölga örygg- isvörðunum að mun, veita þeim þjálfun og senda þá til starfa vítt og breitt um heiminn. í síðasta mánuði vom birtar heilsíðuauglýs- ingar frá öðra bandarísku flugfé- lagi, Pan Am, þar sem sagt var að félagið hefði gripið til víðtækra ráð- stafana til þess að koma í veg fyrir hryðjuverk á farþegum þess. Líbýa: Vilja steypa Hussein af stóli Ráðherralisti nýju stjórnarinnar birtur Vln iP HINN nýi kanslari Austurríkis, Franz Vranitzky, birti f gær ráð- herralista stjómar sinnar, en þrír ráðherrar í stjóra jafnaðar- manna, þar á meðal kanslarinn, sögðu af sér embætti eftir sigur Kurts Waldheim i forsetakosn- ingunum sl. sunnudag. I stað utanríkisráðherrans, Leo- pold Gratz, kemur Peter Jankow- itch, fyrram sendiherra Austurríkis hjá Sameinuðu þjóðunum. Erich Schmidt, ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu, leysir Gunter Haiden af hólmi sem landbúnaðar- ráðherra. Fréttaskýrendur telja að hinir nýju ráðherrar heyri hægri væng jafnaðarmannaflokksins til, og rennir það stoðum undir þá skoðun margra að jafnaðarmenn séu að bregðast við þeirri hægri sveiflu, sem virðist vera að gera vart við sig f Austurríki. Enda þótt forsetinn sé valdalítill og skipti sér að öllu jöfnu ekki af stjómarstefnunni, er ljóst að ömgg- ur sigur Kurts Waldheim í kosning- unum var jafnaðarmönnum mikið áfall. Waldheim fékk 53,9% at- kvæða í kosningunum, en frambjóð- andi jafnaðarmanna, Kurt Steyrer, 46,1%. Er talið að sú gagnrýni, sem Waldheim hefur sætt vegna ferils síns í þýska hemum í seinni heims- styijöldinni, hafi ráðið því að jafn- aðarmenn gripu til þess ráðs nú að endurskipuleggja stjómina, en þingkosningar eiga að fara fram í landinu í apríl á næsta ári. Kanslarinn Vranitzky, sem áður var fjármálaráðherra og banka- stjóri, tekur formlega við völdum á mánudag. TripóU, AP. í TILKYNNINGU hinnar opin- beru fréttstofu Líbýu, Jana, er skorað á jórdöpsku þjóðina að steypa Hussein konungi af stóli, og loka flugvelli landsins til að koma í veg fyrir að hann geti snúið aftur frá Bandaríkjunum. Þar hefur Hussein verið í einka- erindum undanfarna daga, og hefur hann m.a. átt viðræður við Reagan Bandaríkjaforseta. í annarri tilkynningu Jana vom jórdanskir námsmenn hvattir til að heíja baráttu gegn Hussein, þar sem tíminn fyrir byltingu væri að renna upp. Gadhafí leiðtogi Líbýu hefur lengi verið andsnúinn Hussein, sem hefur haft náin tengsl við Banda- ríkjamenn og Breta. Líbýustjóm hefur einnig verið andvíg friðamm- leitunum Husseins fyrir botni Mið- jarðarhafs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.