Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAPIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986 27 Akureyri Morgunblaðið/Magnús Gottfreðsson Tvær grænlensku kvennanna skrýddust þjóðbúningi sinum við þetta tækifæri og víst er hann litskrúðugur. Grænlenzkar kvenfé- lagskonur heimsækja bæinn GRÆNLENSKAR kvenfélagskonur, 11 að tölu komu í heimsókn til Akureyrar á mánudag. Af því tilefni bauð bæjarstjórn Akureyrar þeim til kvöldverðar á Hotel KEA. Tvær kvennanna skrýddust grænlenska þjóðbúningnum við það tækifæri. Konurnar komu til landsins 2. júní og hafa ferðast allvíða um landið, m.a. til Mývatns. Þær halda heim á leið 16. júni. Heimskautaflug Arnarflugs: Frá Hamborg til Akureyrar Akureyri. ARNARFLUG verður með beint þotuflug frá Hamborg í Vestur- Þýskalandi til Akureyrar sunnudaginn 22. þessa mánaðar. Ekki er ákveðið hvort ferðirnar verða fleiri en þessi en að sögn Sighvats Blöndal, blaðafulltrúa Amarflugs, er verið að vinna að þvi í Þýska- landi að selja fleiri slíkar „heimskautaferðir" í sumar. Nú þegar er öruggt að um 100 manns koma í þessa ferð. Lagt verður upp frá Hamborg kl. 16 að þýskum tíma og lent á Akureyri kl. 17 að staðartíma. Þaðan verður ekið á Mývatn þar sem Þjóðveijam- ir skoða sig um og snæða kvöld- verð. Eftir það verður ekið á ný til Akureyrar og stigið upp í þotuna kl. 23. Síðan verður flogið norður fyrir heimskautsbaug og áður en haldið verður til Þýskalands á ný millilendir þotan í Keflavík til að taka eldsneyti. Sem sagt stuttur og laggóður túr. Strax daginn eftir, mánudag 23. júní, verður Amarflug með annað beint þotuflug til Akureyrar frá Þýskalandi. Þá verður flogið frá Hannover með 130 manna hóp sem dvelja mun hér norðanlands í hálfan mánuð. Laxdalshús opnað OPNUÐ hefur verið veitingasala og gallerí í Laxdalsliúsi, en það er elsta hús á Akureyri, byggtárið 1795. Húsið byggði danskur kaupmaður, Kyhn, en húsið dregur nafn sitt af Eggert Laxdal sem bjó í því á seinni hluta 19. aldar. I Laxdalshúsi bjuggu oft 3-4 fjölskyldur, alit að 30 manns. Síðustu íbúar hússins fluttu út árið 1978 og hófst þá endur- bygging þess. Nú hefur það verið endurreist í sinni upprunalegu mynd. A efri hæð hússins er aðstaða fyrir matar- og kaffigesti, en á þeirri neðri er gallerí og setustofa. I garðinum hefur verið komið fyrir leiksviði og þar er einnig aðstaða fyrir matargesti, þannig að unnt er að snæða undir bemm himni ef svo ber undir. Laxdalshús verður opið í allt sumar, og um helgar í vetur. Þá stendur til að halda tónlistar- og ljóða- kvöld á laugardagskvöldum eftir því sem tækifæri gefast. Einnig gefst fólki kostur á að leigja húsið við ýmis tækifæri. Öm Ingi myndlistarmaður leigir húsið af Akureyrarbæ og annast rekstur þess. Laxdalshús. Morgunblaðið/MagnÚ8 Gottfreðsson Úr veitingasal á efrí hæð Laxdalshúss. Bæj arfulltrúar heim- sækja heilsugæslustöðina Akureyri. BÆJARFULLTRUAR á Akureyri heimsóttu heilsugæslustöðina hér í bæ miðvikudaginn 11. júni, S boði stjómar stöðvarinnar. Gengið var um húsakynnin við Hafnarstræti og starfsemin kynnt S stuttu máli. Sögu heilsugæslustöðvarinnar má í raun réttri rekja allt aftur til ársins 1938, en þá var komið upp berklavamarstöð í því húsnæði þar sem nú er dagheimilið Stekkur. Heilsugæslustöðin sjálf var þó stofnuð miklu síðar, eða 1. janúar á síðasta ári. Við stofnun hennar sameinaðist starfsemi Læknamið- stöðvarinnar, Heilsuvemdarstöðv- arinnar og heilsugæslu í skólum. Hinn 1. júlí sl. var tekið í notkun um 350 fermetra húsnæði til við- bótar við það sem áður var í notkun. Að heilsugæslustöðinni á Akur- eyri standa eftirtalin sveitarfélög: Akureyrarbær, Amameshreppur, Skriðuhreppur, Öxnadalshreppur, Glæsibæjarhreppur, Hrafnagils- hreppur, Saurbæjarhreppur, Öngul- staðahreppur, Grímseyjarhreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Háls- hreppur og Grýtubakkahreppur sem er með útibú á Grenivík. Stöðin þjónar um 17.000 íbúum og er þar með langstærsta heilsugæslustöiðin á landinu. Við stöðina vinna heilsugæslu- læknar sem hafa heimilislækningar sem aðalstarf. Þar er leyfi fyrir 11 lækna. Fyrir utan læknana starfa heilsugæsluhjúkrunafræðingar og ljósmæður í 15 stöðugildum, sjúkra- liðar í 6 stöðugildum, meinatæknar í 1,6 stöðugildum, læknaritarar í 3,5 stöðugildum og annað starfsfólk í 4,5 stöðugildum við stöðina. A heilsugæslustöðinni er veitt almenn læknisþjónusta, en vakt- þjónusta og vitjanir em einnig fyrir hendi þegar aðstæður kreQast. Meinatæknar þeir er við stöðina starfa annast almenna sýnatöku og rannsóknir á staðnum. Að auki er haft samstarf við aðrar rannsóknar- stofur. Hjartalínurit er tekið á staðnum. í húsakynnum stöðvar- innar er aðstaða til að framkvæma smáaðgerðir, gera að minniháttar meiðslum, skipta á sárum o.fl. Hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar annast heimahjúkrun í samráði við heimilislækna. Þá annast læknar og hjúkrunarfræðingar stöðvarinn- ar heilsugæslu í skólum. Mæðra- og ungbamavemd annast og heim- ilisiæknar, sérfræðingar, ljósmæður og hjúkrunarfræðingar. Einnig fer fram krabbameinsleit, berklaeftirlit og ónæmisaðgerðir fullorðinna á vegum stöðvarinnar. Samstarf er haft við Heymar- og talmeinastöð íslands þannig að Heilsugæslustöðin tekur við tíma- pöntunum frá einstaklingum er slíkrar þjónustu þurfa við, og lánar húsnæði þegar Heymar- og tal- meinastöðin veitir þjónustu á svæð- inu. Moigunblaðið/Magnúi Gottfreðsson Bamaskoðun I heilsugæslustöð- inni Nonni kynntur í Nonnahúsinu Akureyri. STARFSEMI Nonnahússins á Akureyrí hefst í dag kl. 14 en það er aðeins opið á sumrin. Á morgun verður síðan kynning á Nonna og sögustund fyrir börn í húsinu. Á morgun, sunnudag, hefst kaff- isala Zontasystra í Hafnarstræti 54, húsinu fyrir framan Nonnahús, kl. 14. Kl. 16 hefst síðan kynning á Jóni Sveinssyni í Nonnahúsi. Sögu- stund fyrir bömin verður þar á eftir, kl. 17. Zontasystur eiga og reka Nonna- hús sem var endurreist á sínum tfma í minningu sr. Jóns. í Nonna- húsi er margt fróðlegra muna sem tengjast minningu Nonna og húsið sýnir vel hvemig búið var á upp- vaxtarárum hans á miðri sfðustu öld. Bæjarfulltrúar ræða við starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar: Sigurður J. Sigurðsson, Bjðrn viðarson, Ólafur Hergill Oddsson, héraðslæknir, Konny Kristjánsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Einarsdóttir, bæjarfulltrúi. Jósef Am- og Áslaug

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.