Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNl 1986
Minning:
Kristjana Tómas-
dóttir, Ólafsvík
Fædd 17. maí 1917
Dáin6.júní 1986
Síminn hringir snemma morguns
föstudaginn 6. júní. Elsku börnin
hennar Jönu eru að láta mig vita
að hún sé dáin. Þó að ég vissi að
hveiju stefndi þá var ég ekki alveg
tilbúin að taka andlátsfregn hennar.
En þegar ég fór að hugsa rétt þá
fann ég í hjarta mínu hvað Guð var
góður að létta henni stríðið. Hún
var búin að vera svo lengi veik og
ganga undir margar skurðaðgerðir.
En hún var dugleg á meðan á þessu
stóð og reyndi að standa meðan
stætt var.
Kynni okkar Jönu voru hvað
mest eftir að hún veiktist. Við töluð-
umst oft við í síma og komum hvor
til annarrar og vildum þá helst vera
tvær saman og ræðast við í ró og
næði. Eg er afskaplega þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast
henni.
Kristjana var hlý og viðkvæm og
fannst mér hún kunna vel að meta
alla þá sem voru henni nærgætnir
f orði og framkomu. Hún þurfti líka
á því að halda í öllum sínum veikind-
um. Hún fékk oft að reyna það
hvað Ólafsvíkurlæknishérað hefur
átt að skipa góðum læknum sem
gott er að leita til og eru sannir
mannvinir.
í einkalffí sínu var Kristjana mjög
hamingjusöm. Hún var gift Víg-
lundi Jónssyni útgerðarmanni sem
mat hana mikils. Þau voru mjög
samrýnd hjón. Böm þeirra eru þijú.
Ekki vildi ég hafa farið á mis við
að sjá og heyra hvað þau voru henni
kærleiksrík og góð; það voru
-tengdabömin einnig. Þetta sagði
Kristjana mér sjálf.
Þegar ég kom til Kristjönu
nokkrum dögum áður en hún dó
brosti hún til mín er ég opnaði
hurðina á sjúkrastofunni. Hún
hugsaði alltaf um að láta bjóða
öllum eitthvað sem heimsóttu hana.
Hún var því svo vön enda heimili
hennar opið af gestrisni og góðvild
alla tíð.
Ragnheiður, yngsta dóttir þeirra
Kristjönu og Víglundar, hefur alltaf
búið heima og stutt foreldra sína
af alhug og fómfýsi ásamt því að
vera sterkur þátttakandi í starfí
fyrirtækis föður síns.
Kristjana var trúuð kona og leit-
aði til Guðs í bænum sínum. Þar
fékk hún mikinn styrk. Um leið og
ég kveð hana og þakka samfylgdina
sendum við hjónin eiginmanni henn-
ar og ástvinum öllum einlægar
samúðarkveðjur. Kristjönu biðjum
við blessunar Guðs.
Asta Friðbjamardóttir
Gyðja vorsins hefur enn á ný
svifíð sunnan um sæ, og sest að til
sumardvalar á landinu okkar „yst
á ránarslóðum". Henni hafa fylgt
sól og sunnanvindar, sem hrakið
hafa á brott snjó og kulda vetrar,
en í staðinn hefur landið skrýðst
„nýju skrúði", og „grasið grænt um
svörð" hefur haslað sér völl. Andi
lífs og gróanda hefur lotið niður
að hveiju strái, hveiju blómi og
gætt það nýjum lífsþrótti til vaxtar
og viðgangs á komandi sumri. En
mitt í gróanda vorsins koma stund-
um kuldaél og slá til jarðar sumar
þær rósir sem vonir stóðu til að
lengur mundu í blóma standa og
að við mættum njóta samvista við,
enn um stund.
Kristjana Tómasdóttir, mágkona
mín, er horfín okkur sjónum á góð-
um aldri, mitt í gróandanum á
þessum björtu vordögum. Þótt
löngu hafí verið sýnt að hveiju dró,
verður manni þó ávallt ónotalega
við, þegar dauðinn kemur í heim-
sókn, og ber bam sitt í líknarörmum
yfír móðuna miklu sem aðskilur
frumlíf og framlíf, til Iandsins
bjarta, þar sem vinir bíða í varpa
og órofa farsæld ríkir.
Kristjana Þórey hét hún fullu
nafni og fæddist í Tungukoti í Fróð-
árhreppi þann 17. maí 1917. For-
eldrar hennar voru sæmdarhjónin
Tómas Sigurðsson frá Höfða í
Eyrarsveit (f. 5. maí 1868; d. 15.
maí 1952) og Ragnheiður Ámadótt-
ir (f. 16. ágúst 1879; d. 17. júní
1973) frá Kársstöðum í Helgafells-
sveit. Þau fluttu að Bakkabúð á
Brimilsvöllum árið 1920, er Krist-
jana var þriggja ára, og ólst hún
þar upp eftir það í stómm systkina-
hóp (en alls vora þau átta, sem upp
komust).
A Brimilsvöllum er náttúrafeg-
urð mikil, fjallasýn víð og stór-
brotin, særinn suðar við lága strönd,
en farfuglar margra tegunda fylla
loftið fögram söng á vorin og
sumrin meðan varptími þessara
vorsins vina stendur yfír. Fyrir
hrifnæmt bam er því varla hægt
að hugsa sér yndislegri stað en
einniitt þennan.
Á æskuáram Kristjönu var hér
meira mannlíf en síðar varð, því á
Brimilsvöllum vora þá 10 bæir í
byggð og á flestum þeirra mörg
böm. Ekki vantaði því leiksystkinin.
Og það sem best var, þau vora hér
öll sem einn maður í leik og starfi
og sundurþykkja var óþekkt.
Kristjana var yngsta bam for-
eldra sinna, en næstar henni vora
þær Sigríður og Aðalheiður, sem
var elst þeirra þriggja. Þessar þijár
systur fylgdust þvf nokkuð að í leik
og í starfí og eins í skólanum, á
uppvaxtaráram sínum, og vora
ávallt mjög samrýndar.
Ég vil skjóta því hér inn í, að
aðeins era fímm mánuðir liðnir síð-
an Sigríður andaðist, og má því
segja að stutt sé stórra högga á
milli. Tvær yngstu systumar hafa
fyrstar horfíð úr systkinahópnum,
rétt eins og dauðinn hafi byijað hér
á öfugum enda. En hér er við engan
að deila.
Eins og tíðkaðist hjá unglingum
á þeim áram, sem Kristjana var að
alast upp, þá fór hún að vinna utan
heimilis, þegar hún hafði aldur til,
enda ekki um annað að ræða, en
að hver einn legði sitt af mörkum
til að létta undir með afkomu heim-
ilisins og til að sjá sjálfum sér far-
borða af eigin dugnaði, eftir því sem
við varð komið.
Ung fór hún til Reykjavíkur og
réðst í vist til þeirra góðu hjóna,
Hermanns Guðmundssonar (bróður
séra Magnúsar í Ólafsvík) og Þó-
rannar konu hans. Var þetta mynd-
arheimili, í alla staði og reyndust
þau henni hið besta. Mun hún hafa
verið hjá þeim í einn vetur, en var
svo heima hjá foreldram sínum hið
næsta sumar.
Haustið eftir ræður hún sig til
starfa hjá frú Rósu Thorlacius og
manni hennar, séra Magnúsi Guð-
mundssyni í Ólafsvík. Þetta var hið
mesta myndarheimili og mun hún
hafa lært margt í heimilishaldi og
öðra, sem kom sér vel að kunna
síðar á ævi. í rauninni var þetta
hinn besti skóli, undir handleiðslu
frú Rósu sem bæði var vel að sér
til munns og handa, eins og það
var orðað, og hélt uppi reglusemi
og góðum siðum. Bömin vora mörg
og gestakoma mikil á heimili prests-
hjónanna.
Kristjana mun þá hafa verið 17
eða 18 ára. Þama var hún í tvo
vetur, til skiptis á móti Sigríði,
systur sinni, sem var tveim áram
eldri. En á sumrin voru þær heima
hjá foreldrum sínum í Bakkabúð,
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINBJÖRN DAVÍÐSSON,
Hringbraut 61, Keflavfk,
lést í sjúkrahúsi Keflavíkur 12. júní.
Börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn,
HANNES JÓNSSON
frá Seyðisfirði,
lést að heimili sínu, Glaðheimum 8, Reykjavík þann 12. júní.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrfður Jóhannesdóttir.
Frænka okkar. ÞÓRA THORLACIUS,
Hjarðarhaga 40,
er lést 9. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn
16. júníkl. 10.30. Systkinabörn.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma okkar,
GUÐRÚN ÁSA EIRÍKSDÓTTIR BLAASVER,
andaðist að kvöidi hins 10. júní á heimili sínu, Mýrargötu 10,
Reykjavfk. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu 18. júní kl.
3 síðdegis. Jarðsett verður f Gufuneskirkjugarði.
Þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess.
Lars Blaasver,
Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, Guðmundur S. Öðfjö: ð,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
og hjálpuðu móður sinni við heimil-
isstörf, en einnig gengu þær að
heyskap á túni og engjum, eftir
því sem þörf var á hveiju sinni.
Vorið 1938, er hún var 19 ára,
var hún um tíma við nám á hús-
mæðraskólanum á Laugarvatni
ásamt Aðalheiði systur sinni. Lærðu
þær þama eitt og annað er að gagni
mátti verða síðar.
Ekki var um lengri skólagöngu
að ræða. Þetta vora erfíð ár allri
alþýðu manna, „kreppan" í al-
gleymingi og atvinnuleysi mikið.
Þá áttu flestir nóg með að sjá sér
fyrir brýnustu nauðsynjum. En
þessi skólavist, þótt stutt væri,
stuðlaði þó að auknum þroska, jók
þeim sjálfstraust, og gerði þær að
ýmsu leyti færari um að takast á
við erfiðleika lífsins sem framundan
biðu, auk þess sem hér kynntust
þær mörgum samaldra stúlkum,
víða af landinu, stúlkum í litlum
efnum flestar, fullar af vonum og
bjartsýni á framtíðina. Frá þessari
stuttu dvöl á Laugarvatni hafa þær
systur jafnan átt glaðar minningar
og bjartar, og minntust oft á þessa
ánægjuríku dvöl sína hvor við aðra.
Kristjana vann enn á ýmsum
stöðum á þessum árum, bæði fyrir
sunnan en einnig í frystihúsinu í
Ólafsvík, og átti þá heimili hjá
foreldram sínum, á Sólvöllum í Ól-
afsvík, en þangað fluttu þau frá
Brimilsvöllum er heilsan fór að bila
og búskapurinn þar gerðist þeim
of erfíður, enda bömin öll þá farin
frá þeim, og öll býlin tíu í eyði
kominnema höfuðbólið eitt.
í Ólafsvík kynntist Kristjana
mannsefninu sínu, Víglundi Jóns-
syni frá Amarstapa, dugandi manni
og framsýnum. (Hann er fæddur
29.7. 1910, foreldrar Jón Sigurðs-
son og Guðrún Sigtryggsdóttir).
Víglundur hafði af eigin rammleik
brotist upp úr allsleysi þessara
harðinda ára og átti nú orðið mótor-
bát. Var hann sjálfur formaður á
honum og sótti sjóinn af dugnaði
og áræði svo sem honum var lagið.
Er ekki að orðlengja að þau felldu
hugi saman og fór brúðkaup þeirra
fram þann 13. mars 1941. Settust
þau að í Ólafsvík og áttu fyrstu árin
heima í leiguhúsnæði á nokkram
stöðum.
Síðan keyptu þau gamla prest-
húsið, Skálholt, sem þá var mjög
gamalt orðið. Því fylgdi allstórt
land, er síðar var tekið undir bygg-
ingarlóðir og vegi.
Þau fluttu í þetta gamla hús og
áttu þar heima um tveggja ára
skeið, uns það var rifíð.
Hér reistu þau stórt og fallegt
hús og fluttu í það árið 1947. Hafa
þau átt þar heima síðan.
Útgerð Víglundar jókst og
blómgaðist eftir því sem árin liðu
og eignaðist hann og rak nokkur
skip, en kom sér einnig upp aðstöðu
til fískverkunar í samvinnu við aðra.
í febrúar árið 1951 var físk-
vinnslustöðin Hrói formlega stofnuð
og hefur hann rekið hana með
dugnaði og framsýni, svo sem sjá
má af því að með tímanum hefur
það fyrirtæki mjög fært út kvíamar
og um fjölda ára verið einn af mestu
máttarstólpum Ólafsvíkurkaup-
staðar og veitt fjölda manns at-
vinnu.
En í öllum þessum umsvifum
hefur hlutur húsmóðurinnar ekki
eftir legjð og stóð hún dyggilega
við hlið manns síns hvort sem vindur
blés með eða móti. Hún var hin
trausta húsmóðir og heimilið ávallt
til fyrirmyndar í hvívetna. Mikið
hefur jafnan verið um gesti á heim-
ili þeirra hjóna og oft vora nætur-
gestir um lengri eða skemmri tíma,
enda bæði mjög gestrisin. Það kom
því í hlut húsmóðurinnar að sinna
þessum þætti heimilishaldsins, enda
fórst henni það úr hendi með mik-
illi prýði, og var ekki gerður þar
munur á hvort hlut áttu hærri eða
lægri, sem kallað er.
Kristjana og Víglundur eignuð-
ust þijú böm, Úlfar, Guðrúnu og
Ragnheiði, öll hið mannvænlegasta
fólk. Úlfar er giftur Guðrúnu Karls-
dóttur frá Bolungarvík og eiga þau
saman þijú böm. Byggðu þau sér
heimili á landspildu þeirri sem
upphaflega fylgdi prestssetrinu
Skálholti. Guðrún er gift Pétri Jó-
hannessyni skipstjóra frá Skaga-
strönd og eiga þau þijú böm. Þeirra
heimili er einnig reist á hinni upp-
ranalegu landareign Skálholts.
Ragnheiður er ógift og hefur átt
heima í húsi foreldra sinna.
Bæði Úlfar og Pétur starfa við
fyrirtækið Hróa og sama er að segja
um Ragnheiði, sem séð hefur um
bókhald fyrirtækisins um langt ára-
bil og í raun verið hægri hönd Víg-
lundar, hvað innri stjómun þess og
umsjón snertir.
Það má því með sanni segja að
allir meðlimir fjölskyldunnar hafi
verið samhentir og að eindrægni
og náið samstarf hafi verið ríkjandi
svo sem best verður á kosið.
Það var venja okkar hjóna,
Aðalheiðar konu minnar og mín,
að fara á hveiju sumri til vinafunda
vestur á Snæfellsnes. Þá gistum við
nær alltaf hjá Kristjönu og Víg-
lundi, og era þær móttökur okkur
ógleymanlegar. Kristjana lagði sig
alla fram að taka á móti okkur með
hlýlegu viðmóti sínu, sem henni var
svo eiginlegt, og sparað, enga fyrir-
höfn, til að gera okkur dvölina sem
ánægjulegasta. Og ég hygg að
þannig hafí hún komið fram við
hvem sem í hlut átti. Hlýlegt við-
mót var henni í bijóst lagið.
Kristjana var ákaflega hjartahlý
kona og mátti ekkert aumt sjá. Ef
veikindi bar að höndum hjá ein-
hveijum, þá sparaði hún ekki neina
fyrirhöfn til að hjálpa og líkna.
Veit ég að margir Ólsarar eiga
henni margt að þakka, fyrir ómet-
anlega aðstoð er hún veitti ýmsum
Karitas Ó. Bjarna-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 30. apríl 1967
Dáin 5. júní 1986
Kaja, eins og ég var vanur að
kalla hana, var ein af mínum bestu
vinum sem ég hef átt, hún var svo
blíð, einlæg og góð. Alltaf gat ég
komið til hennar með vandamál
mín og ég veit að ég hef misst
tryggan vin.
Þegar ég kom af sjónum að
kvöldi 6. júní og mamma sagði mér
þessi sorglegu tíðindi trúði ég varla
að besta vinkona mín væri ekki
lengur á meðal okkar.
Kaja tjáði sig meira í myndum
og skrifum en daglegu tali. Hún
var ákaflega listræn og ég á yndis-
lega mynd sem hún teiknaði af
okkur og gaf mér á síðasta afmælis-
degi mínum og hangir fyrir ofan
rúmið mitt. Þessi mynd er mér
yndisleg minning um Kaju.
Kaja ætlaði að vera fyrir austan
í sumar og við ákváðum að skrifast
á. Hún hafði skrifað 2 bréf til mín,
sem fundust í bílnum hennar, og
hún átti eftir að senda. Þegar bréfin
komust til mín var það ólýsanleg
tilfínning að lesa framtíðarvonir
Kaju sem aldrei rættust.
Ég þakka þér, elsku Hulda mín,
að leyfa Gretti, kettinum okkar
Kaju, að vera með henni.
Ég bið góðan guð að styrkja
Huldu, móður hennar, og ættingja
í þeirra miklu sorg.
Stefán Agnar Fríðríksson