Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ 1986 19 .. Frá sjómannadeginum á Akranesi. Vel heppnaður sjó- mannadagur á Akranesi Akranesi. Sjómannadagurinn var hald- ínn hátíðlegur á Akranesi að venju og voru margvísleg hátíð- arhöld í tilefni hans. Hin hefð- bundnu dagskráratriði fóru fram við höfnina og var mikill mannfjöldi samankominn þar enda veður eins og best verður á kosið. Dagurinn byrjaði með því að siglt var á þrem skipum um nágrenni Akraness og tók fjöldi barna þátt í þeirri siglingu. Keppt var í kappróðri og kodda- slag og einnig fór fram keppni undirmanna gegn yfirmönnum í knattspymu og þrátt fyrir að allt væri gert til að létta undir með yfirmönnum máttu þeir þola tap í leiknum. Félagar úr Slysavama- deildinni Hjálpinni sýndu björgun- arbúnað sinn. Haldin var sjómanna- guðsþjónusta og þar vom heiðraðir tveir aldnir sjómenn, þeir Jón Páls- son og Sigurður Amason. Um kvöldið var síðan sjómannahóf og dansleikur á Hótel Akraness. Dagskrá dagsins fór mjög vel fram og var þátttaka almennings mjög góð eins og áður segir. Meðal þátttakenda vom stór hópur Græn- lendinga sem þessa dagana em í heimsókn á Akranesi og tóku sveitir frá þeim þátt í kappróðri bæði í kvenna og karlaflokki og einn þeirra sýndi góð tilþrif í koddaslag. Ástæða er til að þakka sjómönn- um á Akranesi fýrir daginn því skipulag þeirra og framkvæmd var eins og best verður á kosið og greinilegt er að verið er að hefla sjómannadaginn á Akranesi til vegs og virðingar að nýju. Það sýnir þátttaka og áhugi bæði nú og á sl. ári. Selfoss: Starf bæjarsljóra verður auglýst NÝR meirihluti í bæjarstjóm Selfoss hefur verið myndaður. Að honum standa Sjálfstæðis- flokkur, sem fékk þijá menn kjöma, Alþýðubandalag, Kvennalisti og Alþýðuflokkur, sem hver um sig fékk 1 mann kjörinn i bæjarstjórnarkosning- unnm 31. maí sl. Flokkamir hafa gert með sér málefnasamning og eru m.a. sammála um að auglýsa embætti bæjarstjóra laust til umsóknar. Fyrsti bæjarstjómar- fundur nýkjörinnar bæjarstjóm- ar verður 18. júní kl. 17.00. Flokkamir hafa skipt með sér embættum bæjarstjómar þannig að fyrsta árið verður forseti bæjar- stjómar Steingrímur Ingvarsson Alþýðuflokki, Brynleifur H. Stein- grímsson Sjálfst.fl. annað árið, Sigríður Jensdóttir Kvennal. þriðja árið og Þorvarður Hjaltason Al- þýðubandal. ijórða árið. I bæjarráði munu sjálfstæðis- menn alltaf eiga einn fulltrúa, fram- sóknarmenn annan og þriðji fulltrú- inn kemur síðan frá hinum flokkun- um. Fyrsta árið verður Brynleifur H Steingfímsson formaður bæjarráðs, annað árið Sigríður Jensdóttir, þríðja árið Þorvarður Hjaltason og Steingrímur Ingvarsson fjórða árið. Hinn nýi meirihluti var myndaður eftir að nokkrar þreifingar og óformlega viðræður höfðu átt sér stað milli flokkanna. Strax eftir kosningar sendu framsóknarmenn Alþýðuflokki og Kvennalista bréf með ósk um við- ræður. Ekkert varð úr þeim viðræð- um heldur náðu flokkamir þrír, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti, með sér samkomulagi um samstarf við myndun meiri- hluta. Viðræður þeirra við framsóknar- menn strönduðu á því að flokkamir þrír gerðu að skilyrði að staða bæjarstjóra yrði auglýst og ráðinn nýr bæjarstjóri. Þetta sættu fram- sóknarmenn sig ekki við og upp úr viðræðunum slitnaði. Þá hófust viðræður mili flokkanna þriggja og Sjálfstæðisflokks og nýr meirihluti var myndaður. Engar viðræður áttu sér stað milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem báðir hafa 3 menn í bæjarstjóm og mynduðu meirihluta á sl. kjörtímabili. Gert er ráð fyrir að bæjarritari muni gegna starfi bæjarstjóra þar til nýr verður ráðinn. Sig. Jóns. Tekið við ferðapöntunum og upplýsingar gefnar á Ferðaskrifstofu ríkisins. hald á íslandi sem menn kunna að æskja. Forsvarsmenn Edduhótel- anna verða á staðnum til skrafs og ráðagerða, jafnframt því að þeir kynna sérstakt afmælistilboð sem hótelin standa að í sumar frá 17. til 25. júní, að báðum dögum með- töldum. Þessa 9 daga munu þau nefnilega bjóða gestum síniim upp á 50% afslátt af gistingu og morg- unmat gegn staðgreiðslu. Þau em 17 hótelin, víðs vegar um landið, sem ferðaskrifstofan hefur á sínum snæmm og að auki em þrjú sem hún hefur á óbeinan hátt hönd í bagga með. í 5. og 6. lagi geta gestir fræðst um ferðalög til út- landa með annars vegar flugi og hins vegar feijunni Norrrænu. íslendingar ferðaglaðir Kjartan sagði fulla ástæðu til að fagna því hversu íslendingar væm í miklum mæli famir að ferðast um landið sitt. Sem dæmi nefndi hann að íslendingar væm nú að nálgast það að verða 50% gesta Edduhótel- anna. íslendingar em að verða ferðavant fólk, segir Kjartan, en einmitt vegna þessarar þróunar gerist það nú æ brýnna að ferða- möguleikar um ísland séu ekki einungis kynntir útlendingum held- ur einnig og ekki síður íslendingum sjálfum. Vegna þessarar staðreynd- ar sagðist Kjartan vonast til þess að Ferðadagar Ferðaskrifstofu rík- isins yrðu árlegur viðburður en þeir em nú haldnir í fyrsta sinn. LANDSHAPPDRÆTTI TÓNLISTARSKÓLA RAGNARS JÓNSSONAR GLÆSILEGIR VINNINGAR IIBÍIAR PS 44 hljóðfæri að eigin vali Mercedes Benz 190 E árg. 87 Volkswagen Golf CL árg. 87. TONLISTARSKÖLA RAGNARS jÓNSSONAR Akureyri—Reykjavik Tilstyrktarútgáfuátónlistarkennslumyndböndum, fyrirgrunnskóla ogalmennina. fk Landsbanki SPARISJÓÐUR GLÆSIBÆJARHREPPS MSk Islands Banki allra landsmanna í 100 ár Bhbéhi wamm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.