Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ 1986 17 auka hróður íþróttarinnar," sagði Gylfí og Rafn og Sigurður kinkuðu kolli til áherslu og bættu við, að einnig væri unnið að því að innræta upprennandi veiðiæsku sem heil- brigðast, brýna fyrir mönnum virð- ingu fyrir landi og bráð, gera sig ánægða með hóflega veiði, stunda ekki drykkjuskap við veiðivötn og fleira og fleira. Sem fyrr segir heppnaðist hátíðin með ólíkindum vel hjá LS í fyrra, en sambandið naut fulltingis veður- guðanna sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð. Samvinna við þá er nauðsynleg til þess að svona lagað heppnist sem best. Sjálfsagt verður boðið upp á ókeypis veiði á svipuðum stöðum og f fyrra, Armenn voru með að- stöðu við Vífilstaðavatn og Elliða- vatn og Þingvallavatn verða trúlega til reiðu og þegar rætt er um Þing- vallavatn er átt við landareign Þjóð- garðsins. Nyrðra er víða veitt, t.d. veiða Húsvíkingar trúlega í Kringluvatninu hjá Þórði Péturs- sjmi eins og í fyrra. Einn veiðirétt- areigandi til viðbótar að minnsta kosti hefur bæst f hópinn, Skúli Hauksson í Útey milli Apavatns og Laugarvatns ætlar að bjóða hveij- um sem koma vill að veiða bæði á veiðilegutöngum í Laugarvatni, eða í Hólaá ef menn kjósa það heldur. Þama er fullt af silungi. Fólki gefst nú öðru sinni tækifæri til að læra stangaveiði og koma bömum sfnum á bragðið, því leiðbeinendur verða á umræddum veiðistöðum. Þeir hjálpa til eftir þvf sem óskað er eftir og gefa holl ráð. Morgunblaðsmenn voru aust- ur við Apavatn fyrir skömmu og sáu þar tveggja punda urriða sem vöðlaði sig í net Skúla í Útey með alvarlegum afleiðing- um. Er undirritaður gægðist upp í tannhvassan kjaft ránfísksins leyndi sér ekki að þar glitti í lítinn hausinn á homsfli. Er urriðinn var hristur hmkku upp úr honum sílin hvert af öðru. Var látið duga er 12 sfli lágu við hlið urriðans, en samt mátti sjá kösina enn í kokinu og í raun engin leið að vita hversu mörg sfli hann hafði að geyma. Nú em það ekki ný vísindi að urriðar éti homsfli, urriði étur yfirleitt allt sem hreyfist og hann ræður við. Hins vegar leið- ir þetta hugann að gildi straum- flugna við silungsveiðar og þá ekki bara í Laxá nyrðra þar sem urriðinn virðist taka slíkar flug- ur best, enda ekki síst að öllu jöfnu að háma í sig homsfli. Þar sem urriði er í stöðuvötnum virðist því eigi óvitlaust að egna fyrir hann með straumflugum. Flugumar Black og Grey Ghost hafa löngum þótt líkjast nokkuð homsflum og em t.d. mikið notaðar í Laxá. Hnýtarar ættu að geta komist mun nær raun- vemleikanum í smiðjum sínum og athugandi væri að hnýta „strímerana“ ekki á of stóra öngla. Reyna nr. 6 og 8. BLÓM VIKUNNAR 7 Umsjón: Águsta Björnsdóttir hátt. Ekkert bar á kali og blóms- tmðu plöntumar mikið sumarið eftir. Með ámnum stækkuðu plöntumar og blómskrúðið óx, svo að undmn vakti hjá þeim sem sáu. í nokkur ár var talsvert af plönt- um flutt til landsins fyrir garðeig- endur og munu flestar hafa dafn- að ágætlega. Það sem einkum þarf að hafa í huga við ræktun gullsópsins, er að hann er sólelsk planta. Hann deyr þar sem annar gróður vex honum yfir höfuð. Gullsópurinn er af ertublómaætt, eins og áður er sagt. Af sömu ætt em einnig Gullregn og Baunatré. Þessar plöntur em sérkennilegar að því leyti, að þær em algjörlega lausar við öli óþrif eins og blaðlús og skógarmaðk, en það er vegna eiturefnis (Cytisin), sem þær inni- halda. Það era einkum fræ gull- regnsins, sem geta talist lífs- hættuleg, ef þau komast ofan f böm. Kristinn Guðsteinsson Gullsópur í fullu skrúði. Mynd: Kr. Guðsteinsson. GULLSÓPUR Gullsópurinn (Cytisus purgans) er hálfmnni af ertublómaætt, sem verður um 40—80 sm á hæð hér á landi. Greinamar em blágrænar að lit, jafnt sumar sem vetur. Lítið ber á blöðunum, sem em smá og falla af á haustin. Gullsópurinn blómstrar gullgulum blómum, svo ríkulega að enginn annar mnni nær því að jafnast á við hann. Aðalheimkynni gullsópsins em Pyreneafjöll, þar sem hann vex ofar skógarmörkum í allt að 1.900 metra hæð, ásamt alparósinni (Rhododendron fermgineum). Þessar tvær mnnategundir vaxa þama í stómm breiðum innan um bergfumr (Pinus uncinata) sem em þar á stangli. Gullsópurinn er tiltölulega nýr í ræktun hér á landi. Á hinum Norðurlöndunum mun heldur ekki vera langt síðan að farið var að rækta hann, því að í norskum og sænskum bókum, sem komu út fyrir 1960, er hans-ekki getið. Hingað til lands munu fyrstu plöntumar hafa komið vorið 1968. Vom það aðeins þrjár litlar plönt- ur, sem keyptar vom frá hol- lenskri garðyrkjustöð. Þær blómstmðu lítið fyrsta sumarið, en lifðu vel af veturinn 1968—69, sem þó var slæmur vetur á ýmsan Feröaskrif stof a ríkisins er 50 ára um þessar mundir að fagna því með okkur + í tilefni afmælisins höldum við FERÐADAGA FERÐASKRIFSTOFU RÍKISINS helgina 14. og 15. júní. Laugardaginn 14. júní förum við að Geysi í Haukadal sem fagnar okkur með gosi. Brottför frá Ferðaskrifstofunni kl. 13.30. Fargjald kr. 300 fyrir fullorðna, kr. 150 fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Heimkoma um kl. 19.00. Sunnudaginn 15. júní förum við til Þingvalla. Þar býður Hótel Valhöll þátttakendum veitingar með afmælisafslætti. Farið verður frá Ferðaskrif- stofunni kl. 11.00, 13.00 og 14.00. Fargjald kr. 150 fyrir fullorðna, kr. 75 fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Dvalið á Þingvöllum í u.þ.b. 3 klukkustundir. Báða dagana höfum við opið hús kl. 10-17 í Ferðaskrifstofunni, Skógarhlíð 6. Þar kynnum við þjónustu okkar við íslendinga, m.a.: - hópferðir um landið fyrir íslendinga með gistingu á hóteli og hálfu fæði. - fjölbreytta þjónustu við þá sem ferðast um landið á eigin vegum. Þrautreyndir leiðsögu- menn gefa góð ráð. - 20 Edduhótel um allt land sem bjóða 50% afslátt á gistingu og morgunverði 17.-25. júní. Lágmarksdvöl er 2 nætur. - ráðstefnu- og fundaþjónustu. - flugferðir til annarra landa og þjónustu í tengslum við þær. Og síðast, en ekki síst: Siglingar með Norrænu. Lítið inn að Skógarhlíð 6 og drekkið með okkur afmæliskaffi um leið og þið kynnið ykkur starf- semi okkar. Ferðaskrifstofa Ríkisins Skógarhlíð 6, 101 Reykjavík, sími 91-25855. E.BACKMAM/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.