Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ1986 fttwgmiÞIftfriftí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Efnavopn og ísland Töluverðar umræður hafa verið um efnavopn síðustu vikur vegna þeirrar ákvörðunar Bandaríkjastjómar að hefja framleiðslu á þeim á ný eftir 17 ára hlé. Samkvæmt ákvörðun Bandaríkjaþings var það sett sem skilyrði fyrir fjárveitingum til efnavopnanna, að málið yrði borið upp á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins og leitað samþykkis ríkjanna þar. Þetta var gert með þeim hætti, sem venjulegur er, að á vettvangi bandalagsins tilkynna ríkis- stjómir hvaða markmið þau hafa sett sér í vamarviðbúnaði á næstu ámm. Þegar markmið Bandaríkjastjómar vom kynnt og þar með efnavopnin, lýstu ýmsar ríkisstjómir yfír því og þeirra á meðal hin íslenska, að þær vildu þurrka efnavopn út úr vopnabúmm alls staðar í heim- inum og heimiluðu þau ekki í landi sínu. Niðurstaðan á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins varð sú, að Bandaríkjastjóm taldi sig hafa fengið þar við- brögð, sem uppfylltu skilyrði Bandaríkjaþings fyrir fjárveit- ingum. Talsmenn þess, að hafín sé framleiðsla á efnavopnun á nýj- an leik, hafa beitt ýmsum ráðum til að styðja mál sitt. Er það alkunna, að gripið er til ýmissa aðferða við slíkar aðstæður og eitt slíkt sáu lesendur Morgun- blaðsins í gær, þegar birt var frétt um efnavopn, sem kom á forsíðu blaðsins The Wall Street Joumal á fímmtudag. Þar er ísland tekið sem dæmi um stað, sem kynni að verða fyrir sov- éskri árás með efnavopnum. Að fulltrúar Bandaríkjastjómar eða hemaðarsérfræðingar skuli sér- staklega minnast á ísland í þessu sambandi gefur alls ekki rétta mynd af þeim umræðum, sem um þessi mál em, til dæmis annars staðar á Norðurlöndum. Sænsku almannavaminar hafa til að mynda sett sér það mark- mið, að allir íbúar landsins geti gengið að grímum eða búning- um til vamar gegn efnavopnum. í árslok 1984 höfðu sænsku almannavamimar dreift 4,2 milljón grímum og 600 þúsund vemdarbúningum fyrir böm. Af fréttinni í The Wall Street Joumal má ráða, að hún sé skrifuð til að kynna sjónarmið þeirra, sem vilja, að ákvörðunin um að Bandaríkjamenn fram- Ieiði efíiavopn nái fram að ganga. Þar segir, að efnavopna- búr Sovétmanna sé þrisvar til fjórum sinnum stærra en Banda- ríkjamanna. ítrekuð er sú skoð- un stjómvalda í Washington, að þetta ójafnvægi muni leiða til þess, að Sovétmenn noti efna- vopn frekar en kjamorkuvopn, þar sem jafnvægi ríki milli stór- veldanna. Ráði Vesturveldin yfír fáum efnavopnum gætu þau neyðst til að grípa til kjamorku- vopna til að stemma stigu við efnavopnaárás Sovétmanna. Þá segir: „í Evrópu er óttinn við stríð með efnavopnum mikill og fer augsýnilega vaxandi." Hér skal dregið í efa, að óttinn við stríð fari vaxandi í Evrópu. Að Evrópubúar telji líklegra en áður, að Sovétmenn beiti efna- vopnum í hemaði, skal hins vegar ekki dregið í efa. Eins og dæmið af sænsku almannavöm- unum sýnir vilja menn þar vera við öllu búnir í þessu efni. í bréfí, sem forsætisráðuneytið ritaði, eftir að Steingrímur Hermanns- son tók við stjóm þar á árinu 1983, til nefndar, sem vann að endurskoðun á lögum um al- mannavamir, kemur fram, að mestar líkur væm á því, ef öryggiskerfíð brysti, að sprengjuárásir með venjulegum vopnum yrðu gerðar á ísland og þá kynnu efnavopn að vera notuð. Af þessu má sjá, að það þarf ekki The Wall Street Jour- nal til að upplýsa fslendinga um þessa hættu. En eins og segir í fyrrgreindu bréfí forsætisráðuneytisins þá yrði öryggiskerfíð, sem við höf- um tekið þátt í að mynda með aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu, bresta, áður en tekið yrði til við að beita vopnum gegn íslendingum eða öðrum þjóðum. Þetta er mikilvægt skil- yrði. Samstarfíð innan Atlants- hafsbandalagsins hefur að markmiði að tryggja aðildar- þjóðunum frið. Til að þetta samstarf beri ávöxt verður hver þjóð að leggja sitt af mörkum; hún á einnig heimtingu á því, að bandamenn hennar séu ekki að draga hana inn í hræðsluá- róður, sem þeir einir beita, er telja sig staiida höllum fæti. Greinin á # forsíðu The Wall Street Joumal er til marks um slíkan áróður. Hann verður að lokum vátn á myllu þeirra, sem vilja grafa undan samstarfínu innan Atlantshafsbandalagsins. Þess þykir gæta meira í seinni tíð en áður, að bandarísk stjóm- völd telji sér fært að fara sínu fram í samskiptum við banda- menn sína, án þess að sýna þá tillitssemi, sem ein skapar æski- legt andrúmsloft í samstarfí um viðkvæm mál. Gegn slíkri áráttu er nauðsjmlegt að spoma með öllum tiltækum ráðum. Annað færir aðeins Kremlveijum vopn í hendur og auðveldar þeim að ná því markmiði, sem þeir setja efst á óskalistann, að deila og drottna í Evrópu eftir að fleygur hefur verið rekinn á milli Vest- ur-Evrópu og Norður-Ameríku. irn^n Umsjónarmaður Gísli Jónsson Síðasti þáttur prentaðist ekki alveg gallalaust. Sum- staðar skorti leturbreytingar, svo sem glöggir menn munu væntanlega hafa tekið eftir. Þá féll brott smáorð úr loka- limmnni eftir N.N. Þótt litlu nemi, breytir það hrynjandi, og rétt skal vera rétt. Limran er þá svona: Ef þú hugsaðir aðeins um annað og ekki um hitt (sem er bannað) verðurtilverangrá einsogglámuráslgá og margt girnilegt látið ókannað. ★ Kjartan Ragnars í Reykja- vík skrifar mér svofellt bréf: „Heill og sæll. Upp er risið vandamál sem virðist ekki auðleyst. — Ég var að þýða á íslensku erlendan Ú'ölþjóðasáttmála þar sem segir í lokin að hann sé saminn á ensku og frönsku, og séu (báðir) textar jafngildir, enda er þetta orðalag (báðir) viðhaft í íslenskum þýðingum annarra erlendra samninga. Ég sætti mig ekki alls kostar við þetta orðalag „báðir jafn- gildir“, tel það naumast rétt hugsað. Þá datt mér í hug frægt orðstef [úr Gunnl. sögu ormstungu], „eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur em jafnlangir"; ætli „þeir gömlu" hafí ekki getað villzt á grýttum vegi rétt eins og vér sem nú lifum? Ekki getur annar textinn verið jafngildur, né annar fót- urinn jafnlangur, nema þá jafngildur eða jafnlangur hin- um; en það er ekki tekið fram. Ég hef borið þetta undir fróða menn sem em ýmist í vafa, koma af fjöllum eða em mér ekki sammála. Einn þeirra sagði að ef rétt væri að segja allir jafngildir eða -langir, mætti alveg eins segja báðir jafngildir eða -langir. Mér virðist vel við hæfí að segja allir, §órir, þrír eða tveir jafnlangir, en fráleitt báðir jafnlangir. Sá maður, sem ég tel hvað fróðastan um íslenzkt mál, sagði eitthvað á þessa leið: „Þetta er bara svona og hefur alltaf verið, og tjáir ekki um að fást.“ Ég skal geta þess að í frönskum texta segir: Þessir tveir textar („les deux“) o.s.frv., en í enskum texta báðir (both). Löngum hefur verið talið að franskir væm manna rökvísastir í hugsun og máli. Hvað sýnist þér um þetta, Gísli frá Hofí? Margblessaður.“ Gísla frá Hofí þykir umrætt málfar ekki eins fráleitt og bréfritara. Svo má líta á að orðasambandið sé „liðfellt“. Báðir textamir em [hvor öðr- um] jafngildir. Ef menn vilja, er auðvelt að bæta þessu inn aftur. Þá er einnig hægt að sniðganga orðið báðir og segja til dæmis: Hvor tveggja samn- inganna er jafngildur. ★ Reykvíkingur, sá er óskar nafnieyndar, hefur skrifað mér allmikið bréf, sem ég vildi gjama birta að mestu, því að þar er margt athyglisvert, en strax skal tekið fram, að ég er ekki sammála bréfritara nema um sumt og mun gera mínar athugasemdir síðar. En hér með gef ég ónefndum Reykvíkingi orðið um sinn: „Ágæti þáttaskrifandi. Bestu þakkir fyrir skemmti- Iega og nauðsynlega þætti um íslenskt mál í Morgunblaðinu. Um jólaleytið var í blaði einu (Helgarpóstinum) birt Evrópu- kort með yfírskriftinni „Jól á 30 Evrópumálum", og vom jólaheitin færð inn á hvert land fyrir sig. Kemur þama greini- lega í ljós, að heitin í flestum löndum Vestur-Evrópu em svipuð, byija öll á stafnum N og minna á orðin nótt og nið í vom máli. Erlendu orðin em þessi: Nollag (skosk-gelíska), Nollaig (írska), Nadolig (wal- eska), Nedeleg (bretónska), Noél (franska), Natal (portú- galska), Navidad (spænska) og 341. þáttur Natale (ítalska). Hér er að sjálfsögðu ekki um neina til- viljun að ræða, orðin hljóta að vera sömu ættar. En hefur íslenska orðið jól og samsvarandi orð á hinum Norðurlandatungunum sér- stöðu í þessum hópi? Við skul- um ekki viðurkenna það nema með gildum rökum. N-ið, sem er í upphafi tilgreindra orða, gæti hafa fallið niður í íslenska orðinu, og sé bætt við a-i aftan við, er komið hið fomíslenska orð njóla, sem einmitt þýðir nótt, jafnvel hin dimmasta nótt, svartnætti, sem er ein- mitt réttnefni yfír dimmasta tíma vetrarins. Þessu til áréttingar skal minnt á: í íslensku em til skyld orð, sem ýmist em með n-i í upphafí eða ekki, og hef ég fundið þessi: nál-alur, nei-ei, nótt-ótta, neinn-einn, nagg- agg. Gaman væri að fá álit þáttarins á þessu.“ Hér lætur umsjónarmaður staðar numið með bréfíð. Síð- ari hluti bíður síns tíma, svo og athugasemdir umsjónar- manns við það sem komið er. Orðið er líka laust, hveijum sem vill, um þessar orðsifja- hugmyndir. ★ Sem ég er að ljúka þessum þætti, berst mér bréf frá manni sem kýs að kalla sig Harald héðan. Hann segir: „Hr. umsjónarmaður. Feg- inn er ég því að nú virðist Hlymrekur handan dauður, að minnsta kosti úr öllum æðum. Ég sendi þættinum tvær vísur svo sem í minningu hans.“ Er Hlymrekur handan nú andaður? Er hallbúanökkvi hans strandaður? Var hann settur í bann til að meiða engan mann? Er nú mjöður hans síðasti blandaður? Það er erfítt að ríma við Rangalón. Samt rakst ég þar eitt sinn á stangaflón meðeitthvaðáflösku ogormaítösku sem hann ætlaði að kasta í Langalón! Tónlist — byffffinff- arlist í jafnvægi eftir Ármann Öm Ármannsson Vinur minn, Sveinn Einarsson leikstjóri m.m., skrifar grein um nýtt tónlistarhús íslendinga í Morg- unblaði 11. júní sl. og spyr hveijir vilji ekki óperur. Ekki dettur mér í hug að svara jafnágætum penna og Sveinn er með skætingi, þó að ýmislegt sé í tilvitnaðri grein hans, sem mér persónulega fínnst orka tvímælis svo ekki sé meira sagt. Jákvæð umræða og skoðana- skipti eru af hinu góða og þessi tími nú er mun betri en síðar, þegar hygging hússins okkar verður haf- in. Eg fagna því sérstaklega, þegar jafti greinur maður og Sveinn ræðst svona ákveðið að nýju tónlistarhúsi íslendinga, því það sýnir að hann trúir á að nú verði það byggt, sem og það verður. Misskilninginn með óperuna og verðlaunatillöguna ætla ég að freista að leiðrétta og tel raunar að leiðréttist sjálfkrafa eftir Ármann Örn Armannsson „Það var og er eitt af okkar markmiðum að byg-gja ekki prjál- hýsi, heldur tónlistar- hús. Auk reisnar sinnar og glæsileika er tillaga Guðmundar ein af þeim ódýrustu í byggingu, en sumar af þeim tillögum, sem bárust, allt að tvö- f ölduðu það rými, sem fyrir var mælt í forsögn og hefðu orðið marg- falt dýrari í byggingu.“ að höfundurinn, Guðmundur Jóns- son arkitekt, hefur útskýrt tillöguna á aðalfundinum okkar nk. miðviku- dag 18. júní á Hótel Borg kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.