Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ 1986 43 Rússar eru ábyrgir fyr- ir hörmungum í Afríku Til Velvakanda. Þá var þjóðin að setja eitt heims- metið enn og var það þátttakan í Afríkuhlaupinu núna á dögunum og gengum við mörgum fetum framar Skandinövum. Það hlupu eins margir á Akureyri og í Kaup- mannahöfn. Þessi þjóð hefur allar götur frá Arnóri Kerlingamefi ekkert aumt mátt sjá, öðruvísi en að reyna að bæta úr því, þótt að af litlu væri að taka á stundum. Fimm milljónir söfnuðust og ég læt reikningsmeisturunum eftir að fínna út hvað t.d. Rússar, sem eru um 270 milljónir, hefðu átt að skila í söfnunina. Rússar ætluðu sér stór- an hlut í Afríku þegar nýlendu- stjómimar þar lögðu niður völd. Þeir settu á stofn háskóla, kenndan við Lúvumba og kölluðu Vináttuhá- skólann. En þar höfðu þeir ekki erindi sem erfíði. Afríkubúar sem stunduðu nám í þessum háskóla urðu eldheitir kapítalistar en þeir sem til Parísar fóru urðu aftur á móti frelsaðir marxistar og sýnir þetta að menntamennimir í lýðræð- isríkjunum em margir fjandmenn ftjálsrar hugsunar og annarra mannréttinda. Rússar snem þá við blaðinu og sendu vopn og hemaðar- ráðunauta og hafa unnið að því ásamt morðsveitum Castros að brytja niður alla mótspymu. Kirkj- an hefur enn ekki tekið afstöðu til þessara mála. Hún hefur haft nóg að gera við að halda hungurvofunni frá landslýðnum og er þetta líkast því að bera sand í botnlausa tunnu. Því hungur og eymd fylgir alltaf marxismanum. Það grær aldrei neitt í spomm hans, frekar en í spomm hests Atla konungs sem kallaður var svipa guðs á sínum tíma. Húsmóðir Þessir hringdu . Hver leyfir að íslensku handritin séu handleikin? Fjóla Guðmundsdóttir hringdi: „Mig langar til að gera fyrir- spum vegna myndar sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins hinn 12. júní þar sem stórhertoginn af Lúxemborg sést halda á og hand- leika fomt íslenskt handrit. Vil ég spyrja Jónas Kristjánsson, for- stöðumann Ámastofnunar, hver hafí leyft að handritin væm hand- ijötluð? Sem íslendingur þoli ég ekki að horfa á þetta — þessi handrit em svo verðmæt." Skýringin á launamismun sú að miðað er við fæðingarár Arnfinnur Jónsson, skóla- stjori Vinnuskóla ríkisins: „Vegna fyrirspumar í Velvak- anda á dögunum, varðandi það að unglingar hefðu lægra kaup í fískvinnu en í unglingavinnunni, vil ég upplýsa eftirfarandi. I vinnuskólanum em unglingar sem fæddir em 1971 og 1972, og höfum við tekið við öllum reyk- vískum unglingum sem fæddir em þessi ár. Þau sem fædd em 1971 fá kr. 80,80 á tímann en þau sem fædd em 1972 fá kr. 79,90 á tím- ann. Þannig gemm við ekki grein- armun á því hvort unglingamir em orðnir 15 ára eða em rétt að verða það. Við miðum kaupið einvörðungu við fæðingarár en ég held að flestir atvinnurekendur fari eftir aldri þannig að kaupið getur breyst á afmælisdegi ungl- inga ef svo ber undir. Þetta held ég að sé skýringin á iauna- mismuninum sem spurst var fyrir um.“ Frábær þjónusta hjá hreinsunardeild Reykja- víkurborgar Ása Hjartardóttir, Víðimel 51, hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Fyrir um það bil mánuði hafði ég samband við hreinsunardeild Reykjavíkurborgar til að biðja um nýja sorptunnu. Sú gamla var orðin Ijót og ég var að gera ýmsar ráðstafnir til að ptýða í kringum húsið hjá mér. Var mér þá sagt að svörtu tunnumar eins og ég var að óska eftir væm því miður ekki til en þær væm á hafnar- bakkanum. I morgun hringdi ég síðan til að spyijast fyrir en fékk þá það svar að tunnumar væm uppumar. Sagði ég að það þætti mér leiðinlegt einkum og sér í lagi af því að ég hefði verið búin að reyna að fá eina slíka. Svarið var á þá leið að það yrði athugað hvað hægt væri að gera og eftir hálftíma var komið með þessa líka fínu sorptunnu. Þetta fínnst mér vera frábær þjónusta og það er greinilegt að starfsmenn hreins- unardeildarinnar taka sér okkar góða borgarstjóra, Davíð Odds- son, til fyrirmyndar." Kettir og hundar drepar niður fuglalíf Kona hringdi: „Eg á heima á Amamesi og búum við á lóð sem liggur að sjón- um, þannig að við getum fylgst vel með fuglalífínu við ströndina. Því hefur hrakað mjög undanfarin ár því hér er fjöldjnn allur af köttum og hundum. Á mánudags- morgun sáum við hér æðarkollu með tvo unga en um kvöldið var hún aðeins með einn. Á miðviku- dagskvöldið eltum við einn köttinn — hann var kominn á land með æðarunga og var að sleppa honum og krafsa hann upp aftur eins og kettir leika sér að músum. Við eltum hann hér út með ströndinni en nú er kvikindið komið aftur. Hvað er hægt að gera í þessu, getur einhver upplýst mig um það? Fólk er svo óvarkárt nú að vorinu, það kemur hér með hund- ana sína og sleppir þeim lausum í ijöruna. Þegar við komum hér fyrir nokkrum árum verptu hér bæði lóa og maríuerla en þessir fuglar hættu auðvitað að verpa hér þegar kettirnir komu. Nú er máfurinn hins vegar farinn að setjast að hér í vogunum." Hjartans þökk til barna minna, tengdabarnaog barnabarna, systkina og frœndfólks, einnig til allra minna góÖu vina sem á margvislegan hátt geröu 80 ára afmœlisdaginn minn 1. júni ógleymanlegan. Sannarlega hlýjuöu þiÖ mér um hjarta. Ég biÖ drottin aÖ blessa ykkur og launa af ríkdómi sinnar náÖar. Sigurborg Eyjólfsdóttir, Sörlaskjóli 44. Metsölublad á hverjum degi! Til viðskiptavina leigubifreiða Vegna útgáfu á hinum nýju fimmþúsund króna seðlum vill Bifreiðastjórafélagið Frami beina þeim vinsamlegu tilmælum til viðskiptavina leigubifreiða, að eftir lokunartíma banka reyni þeir að komast hjá að nota fimmþúsund krónu seðlana til greiðslu á ökugjaldi. Leigubifreiðastjórar hvorki vilja né geta verið með stórar upphæðir á sér sem skiptimynt. Æskilegast væri að fólk sem af einhverjum ástæðum hefur þó aðeins 5.000 kr. seðla geti þess þá um leið og pöntun á leigubifreið fer fram. Stjórn Bifreiðastjórafélagsins Frama. Störf við ferðamannaþjónustu Hótel- og feröaþjónustuskóli, stofnaöur áriö 1959 í Leysin, frönskumælandi Sviss. Prófskirteini i iok námskeiðs. Kennsla fer fram á ensku. 1. 2ja ára fullnaðamám í hótelstjórn (möguleiki á að innrita sig annaðhvort á 1. árið á stjórnsýslunámskeið eða á 2. árið í framhaldsnám í hótelstjórn). 2. 9 mánaöa alþjóðlegt ferðamálanámskeiö, kjarnanám, viöur- kennt af Alþjóða flugmálastofnuninni og UFTAA, sem lýkur með prófi. Fullkomin íþróttaaðstaða einkum til skíða- og tennisiðkunar. Næsta námskeið hefst 24. ágúst 1986. Skrifið til aö fá upplýsingar til: HOSTA; CH-1854, Leysin Tel: 9041/25-34-18-14 Telex: 456-152 crto ch. SUMARBUÐIR ÞJÓÐKIRKJUNNAR LAUGARGERÐISSKÓLA Enn eru laus pláss í sumarbúðirnar í sumar. 23. júní — 4. júlí: 9 —12árabörn 7.júlí — 18.júlí: 9 — 12 ára börn 21. júlí — l.ágúst: 7 — lOáraböm í sumarbúðum Þjóðkirkjunnar er lögð áhersla á leiki, útiveru, sund, kristna fræðslu og ein- staklingsumhyggju. Kvöldvökur eru á hveiju kvöldi. Allar upplýsingar um sumarbúðirnar fást hjá Æskalýðeeterfi kjóðkirkjunnar Suðurgötu 22, kl. 11—14. Sími 12445.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.