Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.06.1986, Blaðsíða 20
20______ Líbanon MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ 1986 Shítar og skæruliðar vinstrimanna benast ip Beirút, AP. Vinstrisinnaðir skæruliðar, sem Sýriendingar styðja, börðust við heittrúarmenn af söfnuði shíta, en þeir eru studdir af írön- um, nú á föstudag. Bardagarnir stóðu um hluta þorps í Bekaa-dal, en kristnir íbúar þess hafa nær allir flúið það. Talið er að tólf manns hafi fallið. Einnig var hart barist við flótta- mannabúðir í Beirút, en hvorki gekk né rak. Þar eigast við hermenn shíta og Palestínuarabar. Nú hillir loks í endalok þeirra bardaga, þar sem nokkrir leiðtogar múslíma, hafa fallist á að setja á stofn 1.500 manna lið, til þess að skilja hin stríðandi öfl við flóttamannabúðim- ar að. Eftir því sem bardagar í Bekaa- dal harðna, þykir mönnum verða Ijósara, að ekki er eins kært með Sýrlendingum og írönum og þeir vilja vera láta. Sýrlendingar eru með 25.000 manna lið í Líbanon, en íranir styðja hina milljón shíta í Líbanon dyggilega, en þeir eru stærsti trúarhópur landsins. Prentfrelsi stór- skert í S-Afríku Höfðaborg, AP. Neyðarástandslögin, sem sl. fimmtudag, fela m.a. í og upplýsingamiðlun. Talsmaður stjómarinnar, Louis Nel, skýrði frá því á blaðamanna- fundi, sem haldinn var sl. fímmtu- dagskvöld, að nú væru í fyrsta skipti lagðar hömlur á prentfrelsi. Þær hömlur felast í því að innlendir eða erlendir fréttamenn mega ekk- ert gefa út, sem „skaðað gæti hagsmuni S-Afríku“. Þar með em taldar yfírlýsingar, sem hvetja til verkfalla, viðskiptabanns, ólöglegra mótmælaaðgerða, óhlýðni borgar- anna, eða gagnrýna herskyldu. Þá getur lögreglan bannað að vild fréttaflutning af óeirðasvæðum, eða svæðum, þar sem hún telur að ófríð- lega horfí. í lögunum er ennfremur kveðið á um að dómsmálaráðherra megi loka þeim dagblöðum, sem hann telur skaða hagsmuni landsins. Föstudagsupplag Weekly Mail, en það er dagblað í stjómarandstöðu, var stöðvað i dreifíngu. Blaðið hafði ríkisstjórn S-Afríku setti sér hömlur á prentfrelsi sagt frá bardögum milli andstæð- inga aðskilnaðarstefnunnar og hægri sinnaðra öfgamanna í fá- tækrahverfínu Crossroads. Nel sagði lítið um það hvemig reglunum yrði framfylgt, en bað blaðamenn í vafa, að hafa samband við upplýsingamálaráðuneytið. Starfsmenn þess myndu hvers manns vanda leysa. Brot á reglun- um varða sektum allt að 300.000 ísl. króna, fangelsi allt að tíu árum, nema hvort tveggja sé. Aðspurður sagði Nel að hömlum- ar tækju aðeins til yfírlýsinga, sem gefnar eru í S-Afríku. Þannig mega t.d. hvorki innlendir né erlendir fjölmiðlar birta áskoranir Des- monds Tutu um refsiaðgerðir. Hins vegar mega fjölmiðlar skýra frá kröfum um refsiaðgerðir, svo fram- arlega sem þær em gerðar erlendis. „Tilgangur þessara reglna er að koma í veg fyrir að fólk innan S-Afríku mæli með refsiaðgerðum." Nel tók einnig fram að aðgerðir stjómarinnar beindust ekki gegn andstæðingum aðskilnaðarstefíi- unnar, heldur þeim öflum, sem skipuleggja ofbeldi og ókyrrð í landinu. Samtök blaðamanna f S-Afríku fordæmdu aðgerðir stjómvalda. Forseti þeirra, Owen Gill, sagði einnig að á þessum óróleikatímum, væri upplýsingaþörf almennings meiri en nokkm sinni fyrr, en nú hefðu stjómvöld heft fjölmiðla svo, að þeir gætu ekki sinnt hlutverki sínu. Hér sjáum við mynd af nýju, dönsku borgurunum. Stúlka nær, drengur fjær. Danskir glasatvíburar FYRSTU dönsku glasa-tvíburarnir fæddust á Ríkisspít- alanum í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn. Alls hafa nú fæðst sex glasa- Til að auka líkumar á fijóvgun böm í Danmörku síðan 1983, en þá komu þau fyrstu í heiminn. Eftir nokkra byrjunarörðugleika heppnast nú þriðja hver egg- ígræðsla þegar f fyrstu tilraun. ígræða læknamir yfírleitt tvö til þijú egg f hvert skipti. Þetta eykur mjög líkumar á tvíburafæðingum, enda búast læknar við þeirri næstu á hverri stundu. Veður víða um heim LasgX Haaet Akureyri 12 rignlng Amsterdam 6 27 heiðskfrt Aþena 18 31 heiöskfrt Barcalona 22 halöskfrt Berlfn 11 18 skýjaó BrOtael 10 22 helðakfrt Chlcago 14 20 skýjað Dublln 9 18 heiöskfrt Faneyjar 21 skýjað Frankfurt 12 18 skýjaö Genf 10 14 skýjað Halslnki 16 22 helðskfrt Hong Kong 28 28 vantar Jarúsalem vantar Kaupmannah. 11 14 heiðskfrt LasPalmaa 22 láttskýjað Lissabon 16 30 helðskfrt London 12 23 helðskfrt LosAngeles 16 27 heiðskfrt Lúxemborg 18 láttskýjað Malaga 26 heiðskfrt Mallorca 20 akýjað Mlami 28 30 rignlng Montreal 12 17 rfgning Moskva 14 26 haiðskfrt NewYork 13 21 alskýjað Osló 8 18 helðskfrt Parfs 11 20 helðskfrt Peklng 19 31 helðakfrt Raykjavfk 10 rignlng Rfóde Janeiro 18 30 skýjað Rómaborg 16 23 akýjað Stokkhólmur vantar Sydney 11 18 rigning Tókýó 17 27 heiðskfrt Vfnarborg vantar Pórshöfn 12 skýjað Neyðarlögin for- . dæmd víða um heim Samþykkja ríkiEB refsiaðgerðir? Brussel, Moakvu, New York o.fl., AP. FJÖLMÖRG rfld hafa gagnrýnt þá ákvörðun stjóraar Suður- Afríku að setja neyðarlög í landinu. Rikisstjórair fiestra landa Evrópubandalagsins hafa lýst yfir harmi sinum vegna þessa atburðar. Mjög er þrýst á Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, að gripa til efnahags- legra refsiaðgerða. Sendiherra Suður-Afríku í Bandarikjunum hefur sagt að refsiaðgerðir muni einungis bitna á svörtum ibúum landsins. í skýrslu, sem unnin var af sjö manna nefnd Breska samveldisins um málefni Suður-Afríku, er hvatt til efnahagslegra refsiaðgerða gegn stjóm hvíta minnihlutans. Neil Kinnock, formaður breska Verka- mannaflokksins, sagði í sjónvarps- viðtali að hann vænti þess að Thatc- her, forsætisráðherra, breytti af- stöðu sinni gagnvart refsiaðgerð- um. Bretar hafa þegar gripið til takmarkaðra aðgerða og sagði tals- maður utanríkisráðuneytisins að stjómin íhugaði hvort rétt væri að herða þær. Á mánudag munu utanríkisráð- herrar aðildarríkja Evrópubanda- lagsins koma saman til fundar í Margaret Thatcher, forstætisráðherra Bretlands, átti fund með meðlimum nefndar Breska samveldisins en nefndin hefur hvatt til hertra aðgerða gegn stjórn Suður-Afríku. Á myndinni eru frá vinstri: Sir Geoffrey Howe utanrikisráðherra Bretiands, Olusegun Obasanjo hershöfðingi frá Nígeríu, Thatcher forsætisráðherra, Malcolm Fraser fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu og Barber iávarður, fyrrum fjármálaráðherra Bretlands. Lúxemborg. Þar munu þeir ræða neyðarlögin og hugsanleg viðbrögð við þeim. Sama dag verður sendi- ráðum ríkjanna í Suður-Afríku lokað í einn dag til að minnast þess að þá verða tiu ár liðin frá uppreisn svartra gegn stjóm hvíta minnihlut- ans. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna sem fjallar um aðskilnaðar- stefíiu stjómar Suður-Afríku hvatti til efnahagslegra refsiaðgerða til þess að takast mætti að koma í veg fyrir allsheijar blóðbað. Formaður nefndarinnar, Joseph Garbar frá Nígeríu, gagnrýndi viðbrögð Bandaríkjastjómar við neyðarlög- unum. Tass-fréttastofan gagnrýndi einnig afstöðu Bandaríkjanna og sagði neyðarlögin koma f veg fyrir friðsamlega lausn á deilumálum svartra og hvítra. Pravda, málgagn sovéska Kommúnistaflokksins, skýrði frá neyðarlögunum en tók enga afstöðu til þeirra. Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, kallaði sendi- herra Suður-Afríku á sinn fund og lýsti áhyggjum Þjóðverja vegna þróunar mála. Stjómvöld í Vestur- Þýskalandi em andvíg efnahagsleg- um refsiaðgerðum en Vestur- Þýskaland er eitt helsta viðskipta- land Suður-Afríku. Fjölmörg önnur ríki, þar á meðal Norðurlöndin, hafa fordæmt þenn- an atburð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.