Morgunblaðið - 28.06.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 28.06.1986, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 3 Almenn þjónusta við farsíma- notendur hefst í byrjun júlí - farsímakerfið verður að öllu leyti sjálfvirkt UNDIR árslok 1987 mun þjón- ustusvæði farsímakerfisins ná yfir allt þéttbýli og aðal þjóðvegi segir í fréttatilkynningu frá Póst- og símamálastofnun. í mars á liðnu ári fól samgöngu- málaráðherra, Matthías Bjamason, Póst-og símamálastofnun að heija strax uppbyggingu sjálfvirks far- símakerfis sem verða átti hluti af hinu almerina símakerfi lands- manna. í framhaldi af þessu hóf stofnunin tilraunarekstur slíks kerf- is af gerðinni NMT-450 en það er sömu tegundar og notað er annars staðar á Norðurlöndum. Nú hefur verið ákveðið að hefja almenna þjónustu við farsímanotendur frá og með 3. júlí næstkomandi. Svæðisnúmer farsímakerfisins er 985. Þegar hringt er úr almennum síma í farsíma er talan 985 valin fyrst og síðan farsímanúmerið. Háskólabíó: Sjö salir og 1748 sæti „HÁSKÓLABÍÓ býður upp á 1.748 sæti í sjö sölum", sagði Friðbert Pálsson, ffamkvæmdastjóri Há- skólabíós, í samtali við Morgun- blaðið í gær. í frétt í blaðinu sagði að Bíóhöllin hefði nú sex sölum og 1.520 sætum á að skipa, sem væri meira en önnur kvikmyndahús. Auk Háskólabíós sjálfs rekur fyrirtækið Regnbogann, þar sem eru sex kvikmyndasalir. Þegar hringt er úr farsíma er síma- númerið valið nákvæmlega eins og úr venjulegum síma nema hvað svæðisnúmerið er alltaf valið á undan, þó að undanskildum sér- þjónustunúmerum símans sem byija á 0, öll önnur farsímanúmer byija á tölustafnum 2. Prófanir á kerfinu hafa farið fram undanfamar vikur og að sögn Jóhanns Hjálmarssonar, blaðafull- trúa Póst- og símamálastofnunar, hafa þær gefið góða raun. Segja má að allt höfuðborgarsvæðið, Reykjanes, Ölfus, HvalQörður, Borgarfjönður, Breiðaflörður, hluti VestQarða og suðurlandsundirlend- ið, sé innan þess svæðis þar sem ná má góðu sambandi í gegnum farsímakerfíð. Ætlað er að þjón- ustusvæðið muni stækka ört á næstunni, segir Jóhann, og á næstu vikum verða teknar í notkun móður- stöðvar á nokkrum stöðum norðan- lands og á AustQörðum. Svo fremi hringjandinn sé innan þjónustu- svæðisins á hann að geta náð i gegnum farsímann í öll símanúmer, innanlands sem utan, að sögn Jó- hanns. Farsímakerfið er að öllu leyti sjálfvirkt og líkist notkun farsímans mjög því þegar venjulegur tónvals- sími er notaður í almenna símakerf- inu. Farsímanotendur munu greiða ársíjórðungsgj ald og fyrir notkun samkvæmt sérreikningum. Sé þess óskað er hægt að fá sundurliðun reikninga fyrir símtöl frá farsímum. Símnotendur sem hringja til far- símanotenda greiða samkvæmt skrefateljara eins og venjulega. Þjónustugjöld án söluskatts fyrir farsíma hafa verið ákveðin: Stöfn- gjald 3500 kr.. ÁrsQórðungsgjald 530 kr.. Viðskiptagjald 6 kr. á mín- útu og hlutfallslega fyrir brot úr mínútu. Umsóknir um farsíma má leggja inn á öllum póst- og símstöðvum á sérstökum eyðublöðum sem þar fást en þau má einnig fá hjá söluaðilum en farsímatækin eru til sölu á almennum markaði. Morgunbiadid/Gunnar Þoreteinsson Fokker-vélin sem var seld ber nafnið Vorfari og einkenmsstafina TF FLR. Hún er frábrugðin hinum Fokker vélum félagsins að þvi leyti að hún er með stórar vörudyr og er lengri, rúmar 56 farþega en hinar 48. Flugleiðir selja stærstu Fokker-vélina sína - Fá minni og eldri vél í staðinn FLUGLEIÐIR og breska flugfélagið Air UK undirrituðu nú í vikunni samning um að skipta á Fokker-vélum. Flugleiðir selja breska félaginu stærstu Fokker-vél sína en fá í staðinn annan Fokker sem er minni. Vélin sem Flugleiðir seldu var smíðuð árið 1969 en sú sem kemur í staðinn árið 1963. Vélin sem Flugleiðir seldu var -500 gerðin af F-27 og er hún með stórar vörudyr og er auk þess lengri en aðrar vélar félagsins sem eru af -200 gerðinni. Stærri vélin rúmar 56 far- þega en sú minni 48. Stóra vélin sem var seld bar nafnið Vorfari og ein- kennisstafina TF-FLR en sú sem var keypt er minni vél af -200 gerð og hafa Flugleiðir haft hana á leigu undanfama mánuði. Félögin skipta ekki á vélunum fyrr en í haust þó að búið sé að ganga frá viðskiptahlið- inni. Á almennum markaði er F-27-500 vél með vörudyr um 50% dýrari en minni vélamar svo Air UK greiðir talsvert fá á milli í viðskiptunum. Hinsvegar keyptu Flugleiðir fyrir skömmu vél frá Finnair af -200 gerð, og er samanlagt kaupverð hennar og þeirrar sem nú var keypt verulega hærra en fæst með sölunni á TF-FLR. En að þessum viðskiptum loknum bætist ein Fokker-vél í Flugleiðaflot- ann. Aðspurður um það hvers vegna stóra Fokker-vélin hefði verið seld sagði Einar Helgason forstöðumaður flutningadeildar Flugleiða: „Þetta er að vissu leyti samræming á innan- landsflugfiotanum. Við teljum hag- kvæmara að vera með allar vélamar af sömu stærð því við höfum stundum lent í erfiðleikum þegar þurft hefur að skipta vélum milli fluga og þær verið af mismunandi stærð. Þunga- vöruflutningar og flutningur á stór- um styklg'um er orðinn hverfandi miðað við það sem var fyrir nokkram áram svo það er ekki eins mikil þörf fyrir flugvél með stórar vöradyr og var. Þessi stórfrakt hefur færst yfír á flutningabfla og strandferðaskipin í vaxandi mæli. Síðast en ekki síst ijölgar F-27 vélum félagsins um eina eftir þessi síðustu flugvélaviðskipti." ÚRVAL BÝÐUR UPP Á SÉEDEMS GLÆSHEGA SKEMMLISIGLINGU UM KARABÍSKAHAFID Brottför í þessa frábæru ferð er 9. október. Siglt verður á lúxusskipi Royal Caribbean Cruise Line — Ms Sun Viking. KONUNGLEGUR AÐBÚNAÐUR Skipið eitt sér er heill ævintýraheimur. Um borð er boöiö uppá gistingu í fyrsta flokks klefum sem allir snúa að sjó. Einnig er fullt fæði innifalið í verði — og það ekki af verri endanum. ÞU KYNNIST ÓTRULEGA MÖRGU Komið verður við á eftirfarandi stöðum: Virgin Isiands, St. Thomas, St. Kitts, Martinique, Grenada, Barbados, Dominica, St. Maaren, Puerto Rico, St. Croix og Florida. I hálfs mánaöar siglingu er verð á mann i tvibýli kr. 110.000,-. Einnig er i boði aukavika á Miami fyrir aðeins kr. 11.000,- og til að kóróna allt gefst þér kostur á aukaviku í London á heimleið. Nánari upplýsingar veita sölumenn Úrvals og umboðsmenn um land allt. Þeir gefa þér einnig bækling með nákvæmri dagskrá feröarinnar. Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900. G0TT FÚLK / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.