Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAU G ARDAGUR 28. JÚNÍ1986 Minning: Krist/án Kristjánsson Garðstaðagrundum Fæddur 30. júlí 1907 Dáinn 18. júní 1986 Hann Stjáni er dáinn. Þannig fórust konu minni orð er hún hringdi í mig seinnipart miðviku- dags 18. júní sl. Mér varð orðfall um stund, ekki af því að ég vissi ekki að aldraður maður gæti dáið, heidur vegna þess, að daginn áður hafði ég hitt hann glaðan og hressan á 17. júní hátíða- höldunum. En þannig er það, að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Mig langar til að minnast þessa vinar míns nokkrum orðum. Kristján, eða Stjáni, eins og við venjulega kölluðum hann, fæddist í Þemuvík í Ögurhreppi þann 30. júlí 1907, sonur hjónanna Elísabet- ar Maríu Hermannsdóttur og Krist- jáns Benedikts Jónssonar, er þar bjuggu þá. Hann var þriðji í röðinni af 6 systkinum, og nú eru þijú elstu látin. Eftir lifa Hermann, Sigríður og Jón. Kristján ólst upp með for- eldrum sínum í Þemuvík og síðar á Garðstaðagrundum, en við þann stað var hann oftast kenndur, og þar átti hann heimilisfang þar til hann fluttist til ísafjarðar eftir 1943, að einu ári undanteknu, er hann átti heima á Flateyri. Kristján fór snemma að vinna fyrir sér, 15 ára gamall varð hann vinnumaður í Ögri og var þar næstu árin. Síðan fór hann til róðra útí Hnífsdal og var þar ein tvö ár. Hann fór að róa með Hermanni Hermannssyni móðurbróður sínum er þá bjó á Svalbarði í Ögurvík, og reri hjá honum vor og haust í mörg ár, en var á vertíð útí Hnífsdal á vetuma, bæði með Páli Pálssyni og Hirti Guðmundssyni. Kristján var með hærri meðalmönnum, þrekvax- inn og leyndi sér ekki að hann var afrendur að afli. Ég kynntist ekki Stjána að ráði fyrr en 1940 er ég réðst til sjóróðra til Þórðar í Odda og ennþá nánari urðu kynnin er ég kvæntist frænku hans, Önnu Hermannsdóttir frá Svaíbarða. Má segja að hann hafí verið heimilisvinur okkar alla tíð, og margar ánægjulegar minningar á ég frá heimsóknum hans á okkar fyrstu búskaparárum. Stjáni var alla tíð einstaklega rólegur maður og æðrulaus. Mér er í minni er íbúð- arhúsið Fell brann til kaldra kola í júní 1946, en Stjáni bjó á 3ju hæð ásamt móður sinni og Sigríði systur sinni, þegar hann tók móður sína í fangið, sparkaði glugganum úr og lét hana falla niður í björgunarsegl- ið, sem haldið var á niðri á götunni og kom svo sjálfur á eftir. Það var sannarlegt þrekvirki. Hinn 15. júní 1950 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Elínu Tryggvadóttur. Þeim varð ekki bama auðið, en sonur Elínar, Snæbjöm, ólst upp hjá þeim, og hefði honum ekki þótt vænna um hann þótt hann hefði átt hann sjálf- ur. Eins var með bamabömin íjög- ur, að honum þótti ákaflega vænt um þau enda var hann mjög bam- góður. Þau vom líka ákaflega hrifín af afa sínum. Eftir að Stjáni hætti sjómennsku, stundaði hann smíðar hjá ýmsum byggingameisturum, lengst hjá Daníel Kristjánssyni, einnig vann hann um tíma við húsgagnabólstrun hjá Sigurði Ásgeirssyni. En síðast var hann umsjónarmaður við Bamaskólann á ísafírði. Stjáni hafði alla tíð fastmótaðar og ákveðnar skoðanir, sem ekki tjáði að hrófla við. Hann fylgdi Sjálfstæðisflokknum í landsmálum í gegnum þykkt og þunnt. t Móöirokkar, AUÐBJÖRG MARÍA GUÐLAUGSDÓTTIR frá Ártúnum, Rangárvöllum, Boöahlein 18, Garðabæ, verður jarösungin aö Odda á Rangárvöllum, þriðjudaginn 1. júlí kl. 14.00. Guölaug Magnúsdóttlr, GunnarMagnússon, RagnhelAur Magnúsdóttir, Geir Magnússon, Ólafur Magnússon. t Hjartkær móðir okkar og tengdamóöir, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Skaftahlið 25, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriöjudaginn 1. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hrafnistu í Reykjavík. Guðfinna Guðjónsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Sigurfna F. Friðriksdóttlr, Kristbergur Guðjónsson, Ásta Hulda Guðjónsdóttir, Karl Jónsson, Kristín Bjarnadóttir, Valgerður Ármannsdóttir, Björn Guðmundsson. t Eiginkona mín og móðir, GUÐRÚN SIGURGARÐSDÓTTIR HÓLM, lést fimmtudaginn 19. júní sl. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sveinn Egilsson, Jakobfna Sveinsdóttlr. t Bróöirokkar, KARL SÖRING, lést í Landakotsspítala 18. júní. Jarðarförin hefur farið fram. Einar Söring, Jón Sörlng. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR MAGNÚSDÓTTUR, Minni Hattardal. Sigríður Gfsladóttir frá Hvftarhlfð, Magnús Jónsson, Björn H. Jónsson, Einar Jónsson, Ólöf Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Sigrfður Jónsdóttir, Halldóra B. Jónsdóttir, Ingibjörg R. Jónsdóttir, barnabörn og Gfsli Jónsson, Margrát Garðarsdóttir, Sofffa Bergmannsdóttir, Baldur Jónsson, Sveinn Sörensen, Þorsteinn Magnfreðsson, Jónas Guðmundsson, Elvar Reynisson, barnabarnabörn. t Þökkum af alhug öllum þeim er auðsýndu okkur samúö og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, EINARS VALDIMARS GUÐLAUGSSONAR, Arnartanga 56, Mosfellssveit. F.h. aöstandenda, Anna Einarsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúö og vinsemd viö andlát og jarðarför, GUÐMUNDAR ÞÓRÐARSONAR fyrrum skipstjóra, Hringbraut 111. Sólborg Sigursteinsdóttir, Benjamín Guðmundsson, Þórdfs Þorgrfmsdóttir, Einar Siggeirsson, Marfa Jónsdóttir, Gyða Siggeirsdóttir, Egill Bjarnason. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, HANNESAR JÓNSSONAR frá Seyðisfirði, Glaðheimum 8, Reykjavfk. Sigrfður Jóhannesdóttir, Sigurjón Hannesson, Björg Jónsdóttir, Elfn Hrefna Hannesdóttir, Árni Sigurbergsson, Sigrún Klara Hannesdóttir, Danfel Benediktsson, Sveinn S. Hannesson, Áslaug Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóðurog ömmu, KRISTJÖNU TÓMASDÓTTUR, Lindarholti 7, Ólafsvfk. Kærar þakkir til starfsfólks kvennadeildar 21 a á Landspítalanum. Vfglundur Jónsson, Úlfar Vfglundsson, Guðrún Karlsdóttir, Guðrún Vfglundsdóttir, Pótur Jóhannsson, Ragnheiður Vfglundsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu i veikindum og við andlát og útför, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR frá Landamótl, Tjarnarlundi 2b, Akureyri, Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala, Fjóröungssjúkrahúss Akureyrar og fyrir stuðning vinnufélaga hans hjá Vegagerö ríkisins. Jónfna Marteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Við hjónin og okkar börn kveðj- um þennan góða vin, og biðjum honum alls hins besta á landi ódauð- leikans. Eftirlifandi aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Farðu í friði, gamli vinur, hafðu þökk fyrir allt! Ásgeir G. Sigurðsson Þann 18. júnímánaðar kvaddi frændi minn, Krislján, þessa jarð- vist á 79. aldursári. Foreldrar Kristjáns, Elísabet föðursystir mín og maður hennar, Kristján, höfðu lifíbrauð sitt úr sjónum, en stund- uðu ekki búskap. Voru það allmarg- ar Qölskyldur í Ögurhreppi sem þannig sáu sér farborða, að vísu við kröpp kjör og mikla vinnu, en allt blessaðist þetta með elju og nægjusemi. Kristján vandist því mjög ungur sjómennsku, og Ögur- býlið þar sem hann vistaðist í fyrstu hélt ætfð úti áraskipum til sjóróðra bæði á vori og hausti. Kristján, eða Stjáni frændi, eins og við systkinin kölluðum hann alltaf, var sá maður sem mér strax í bemsku varð einkar kær. Hann reri margar vertíðar hjá föður mín- um, fyrst á árabátum en síðar á mótorbátnum Hermóði ÍS 482, en hann var einn af fjölmörgum bátum sem Falur Jakobsson úr Barðsvík og synir hans smíðuðu á árunum 1920-30. Þetta voru listaskip, Her- móður er enn til og er hann til þess að gera nýuppgerður. Með góðum stuðningi Kristjáns lærðum við bræður á Svalbarði fyrstu handtökin við allt sem við- kom sjóvinnu, lóðabeitningu, kú- físk- og kræklingsskurð og fískað- gerð. Aldrei minnist ég þess að frændi segði svo mikið sem styggð- aiyrði við okkur hvemig sem á stóð, en hann var gæddur slíku jafnaðar- geði að sjaldgæft mátti teljast. Það var enginn æsingur eða fum á honum þótt eitt og annað kæmi uppá til sjós eins og gengur. Um og eftir 1940 hófust hinir miklu búferlaflutningar manna úr verstöðvunum við E)júp til þéttbýlis- svæðanna ísafjarðar, Bolungavík- ur, Hnífsdals og Súðavíkur. Margur stöðvaðist skamma hríð þar, en síð- ar lá leiðin til Reykjavíkur. Kristján lét sér nægja að flytjast til ísaQarð- ar og átti þar heimili alla tíð upp frá því. Hann bjó í mörg ár með móður sinni sem hann sýndi mikla umhyggju. Þegar Kristján kynntist Elínu Tryggvadóttur, eftirlifandi konu sinni, öðlaðist hann sína lífs- fyllingu sem entist honum ævina út. Mér er vel kunnugt um hve samhent og ánægð þau Elín vom í návist hvors annars. Þeir nemendur og kennarar sem stunduðu nám og störfuðu við Bamaskóla ísafjarðar munu minnast Kristjáns sem hins rólega og yfírvegaða manns sem átti svo auðvelt með að umgangast krakk- ana þannig að vandamálin sem upp komu leystust af sjálfu sér í nær- vem hans. Síðustu aeyiárin hans bjuggu þau Elín á Hlíf, íbúðum aldraðra hér á ísafírði. Ekki gaf að líta ánægðari mann með þá vist en hann. Daglega gekk hann um bæinn glaður og reifur og tók menn tali en þess naut hann í ríkum mæli að blanda geði við fólk á fömum vegi. Kristján naut elliáranna vel. Hann vissi samt að vist hans hér gæti lokið þá og þegar. „En þá ætla ég að vona að það gerist snögglega," sagði hann við mig í vetur sem leið. Að þeirri ósk varð honum, hann sofnaði á miðjum sumardegi þegar sólargangur er að verða lengstur, á fegursta tíma árs- ins. Megi sú sumarfegurð fylgja frænda mínum á vegum eilífðar, mér fínnst hann eigi það skilið. Halldór Hermannsson Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.