Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 55 Sanngjarn sigur Blika á máttlitlum FH-ingum UBK-FH 2-1 KÓPAVOGSVÖLLUR1. deild: UBK-FH2:1(1:0) Mörk UBK: Jón Þórir Jónsson og Þorsteinn Hilmarsson. Mark FH: Ingi Björn Albortsson. Dómnri: Þorvarður Björnsson, og dæmdi hann þokkalaga. Gult spjald: Hörður Magnússon FH. Áhorfendur: Um 450. .EINKUNNAQJÖFIN: UBK: Örn Bjarnason 2, Benedikt Guðmunds- son 1, Ólafur Björnsson 2, Magnús Magnús- son 3, Ingvaldur Gústafsson 2, Guðmundur Þ. Guðmundsson 2, Gunnar Gylfason 2, Guðmundur Valur Sigurðsson 2, Hákon Gunn- srsson 2, Jón Þórir Jónsson 3, Jóhann Grétars- íon 1. Þorsteinn Hilmarsson |vm) lék of stutt. Samtals 22 stlg. FH: Gunnar Straumland 2, l.uif Garðarsson 2, Henning Henningsson 3, Paimi Jónsson 1, Ólafur Danivalsson 1, Ingi Björn Albertsson 2, Magnús Pálsson 1, Ólafur Jóhannesson 2, Guðmundur Hilmarsson 2, Hörður Magnús- son 1, Ólafur Kristjánsson 2. Kristján Hilmars- son (vm) 1 Samtals19stlg. Eftir heldur magra tíð að undan- förnu tókst Blikum loks að vinna leik þó ekki hafi veriö glæsibragur á afrekinu. FH-ingar hljóta að vera sáróánægðir með frammistöðu sína á Kópavogsvellinum í gær- kvöldi og leikmenn UBK gera sér væntanlega iika grein fyrir aö betur má ef duga skal — þó þeir hafi að sjálfsögðu fagnað mikilvægum sigri. Leikurinn var nefnilega fremur slælega spilaður af báðum liðum, og bæði liðin voru leiðinlega var- kár. Hjá Blikum virtist Jón Þórir oft vera einn í fremstu víglínu á móti fjórum varnarmönnum. Jóhann Grétarsson var þó líka í framlínu Blika, en hafði greinilega varnar- skyldur líka. Og hjá FH voru bara Ingi Björn og Hörður Magnússon á móti fjórum varnarmönnum sem helst fóru ekki fram yfir miðju. Fyrir vikið reyndist sóknarmönnum beggja liða erfitt að halda boltan- um — þeir fengu mann í sig um leið og boltinn kom nálægt þeim og höfðu ekki samherja nálægt sér til að leggja boltann á. Úr varð það sem oftast er nefnt miðjuþóf. Öll mörkin í leiknum komu eftir alvarleg vamarmistök. Fyrra mark Blikanna kom uppúr hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Hár bolti kom fyrir markið, einhver skallaði uppí loft innf teignum og eftir að þrír eða fjórir leikmenn úr báðum liðum höfðu reynt að pota í tuðr- una barst hún til Jóns Þóris um tveimur metrum frá marki — og hann potaði henni á réttan stað. 1:0. ©Maourinn sem gerði gœfumuninn f leiknum — Jón Þórir Jónsson, Bliki, var ógnandi í leiknum í gœr- kvöldi og skoraði sitt S. mark í 1. deild. Hann á hér f baráttu við Ólaf Kristjánsson og Henning Henningsson. FH-ingar jöfnuðu úrfyrstu alvar- legu sókn sinni í síðari hálfleik. Ólafur Danivalsson átti þá sakleys- islega vipp-sendingu inn í vítateig Blika, og Benedikt Guðmundsson kom askvaðandi til að hreinsa frá. En hann hitti ekki knöttinn nógu vel — hann stöðvaðist á vítapunti, beint framan við tærnar á Inga Birni sem renndi honum innanfótar í markhornið. Gjafamark og staðan 1:1. Það var svo varamaðurinn Þor- steinn Hilmarsson, sem kom inná þegar um 15 mínútur voru eftir, sem skoraði sigurmarkið. Og enn var einhver klaufaskapur á ferð- inni. Há fyrirgjöf kom inn í vítateig FH-inga pegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og Gunnar Straum- land virtist hafa hendur á honum — umkringdur Blikum. En skyndi- lega lá knötturinn á vellinum og Þorsteinn skoraði auðveldlega í tómt markið af stuttu færi. FH-ing- ar mótmæltu — töldu boltanum hafa verið náð ólöglega af Gunnari — en Þorvarður var ekki í neinum vafa. Sigur Blikanna var sanngjarn. Þeir voru reyndar ekki mikið meira með boltann en FH-ingar, en Jón Þórir gerði gæfumuninn. Hann var síógnandi í framlínunni og skapaði liði sínu nokkur þokkaleg mark- tækifæri með krafti og útsjónar- semi. FH-ingar náðu hinsvegar varla að skapa sér almennilegt færi íöllum leiknum. Ófærttil Eyja LEIK ÍBV og Vfðis var frestað í gærkvöldi vegna þoku f Vest- mannaeyjum. Hann á að fara fram í dag kl. 14.00 ef gefur að fljúga til Eyja. Þórsarar stálu sigr- inum á síðustu stundu Kristján Kristjánsson skoraðí tvö •Óli Þór Magnússon reynlr hér að leika á tvo Þórsara f leiknum f Keflavfk í gærkvöldi. Þórsarar gerðu góða ferð til Suðurnesja og tóku með sér öll þrjú stigin norður. KEFLAVÍ KURVÖLLUR 1. deild: ÍBK-Þór: 2:3(0:1) Mörk ÍBK: Einar Ásbjörn Ólafsson á 57. mfn. og Freyr Sverrísson á 73. min. Mörk Þórs: Kristján Krístjánsson á 43. min. og 62. mfn. og Nói Björnsson á 88. mln. Gul spjöld: Árni Stefénsson og Hlynur Birgis- son, Þór. Dómari: Óli Ólsen og dæmdi ágætlega og var samkvæmur sjálfum sér. Áhorfendur: 56S. EINKUNNAOJÖFIN: IBK: Þorsteinn Bjarnason 3, Gisli Grétarsson 2, Sigurður Guðnason vm á 65. mfn. 2, Valþór Sigþórsson 3, Rúnar Georgsson 3, Ingvar Guðmundsson 3, Gunnar Oddsson 2, Jöns Sveinsson vm 89. min. (lák of stutt), Einar Ásbjörn Ólafsson 3, Freyr Sverrisson 2, Óli Þór Magnússon 3, Sigurjón Sveinsson 3 og Skúli Rósantsson 3. Samtals:30. Þór: Baldvin Guðmundsson 3, Nói Björnsson 3, Árni Stefénsson 3, Siguróli Kristjánsson 3, Halldór Áskelsson 2, Július Tryggvason 2, Jónas Róbertsson 3, Hlynur Birgisson 3, Krist- ján Krístjánsson 4, Baldur Guðnason 2, Stefán Rögnvaldsson vm 2 og Sigurbjörn Viðarsson 3. Samtals:31. Keflvíkingar byrjuðu vel og sóttu látlaust fyrstu 30 mínúturnar og skapaðist oft hætta við mark Þórs en þó lítiö um opin færi. Á 15. mínútu átti Óli Þór hörkuskot rétt utan vítateigs en rótt framhjá. Á 27. mínútu fékk Skúli Rósantsson knöttinn á markteig eftir horn- spyrnu en hitti boltann illa sem rúllaði rólega til markvarðar. Síð- asta stundarfjórðunginn ífyrri hálf- leik jafnaðist leikurinn og Þór var meira með í leiknum. Á 34. mínútu átti Jónas Róbertsson hörkuskot frá vítateigshorni sem Þorsteinn bjargaði glæsilega. Fyrsta markið kom svo á 43. mínútu er Kristján Kristjánsson skoraði eftir skyndiupphlaup og eftirgóðan samleik við Hlyn Birgis- son. Seinni hálfleikur var jafn til að byrja með en þó sóttu Þórsarar heldur meira. í upphafi seinni hálf- leiks skaut Kristján Kristjánsson yfir í þröngu færi. Á 57. mínútu jafnaði Einar Ásbjörn, sem lék sem aftasti maður í vörn, fyrir Keflavík með hörku skalla eftir góða fyrir- gjöf frá Skúla Rósantssyni. Krístján bætti við sínu öðru marki og jafnframt öðru marki Þórs. Stakk sér hreinlega í gegnum vörn Keflvíkinga með boltann með sér og vippaði yfir Þorstein sem kom út á móti honum. Eftir markið sóttu Keflvíkingar mjög mikið og á 73. mínútu skoraði Freyr Sverris- son með skalla eftir fyrirgjöf frá ^| Rúnari Georgssyni. Það var svo tveimur mínútum fyrir leikslok að Nói Björnsson skoraði þriðja mark Þórs eftir fyrir- gjöf, þá skallaði Siguróli Kristjáns- son fyrir fætur Nóa, sem var rétt innan vítateigs, og skoraði með hörkuskoti út við stöng niðri óverj- andi fyrir Þorstein. Sanngjörn úrslit hefðu verið jafntefli. Keflvíkingar voru of ragir við að skjóta og Þórsar stálu sigrin- um af þeim undir lokin. -*._-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.