Morgunblaðið - 11.09.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 11.09.1986, Síða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 203. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Afganistan: Skæruliðar sagðir vera í mikilli sókn Islamabad, Pakistan, AP. FRELSISSVEITIR skæruliða gera nú ákafar árásir á Kabúl, höfuð- borg Afganistans. Kunnugir telja þetta mestu árás skæruliða í mörg ár. Stjórnarherinn og Sovétmenn tefla fram skriðdrekum og her- þotum og freista þess að reka árásarliðið á flótta. Talsmenn skæruliða í landa- mærabænum Peshawar í Pakistan segja að síðustu vikuna hafí verið barist af hörku í Paghman-héraði um 20 kílómetra frá Kabúl. Vest- rænir sendimenn sögðu í gær að ísrael - Egyptaland: Taba-deil- an leyst Kaíró, AP. EGYPTAR og ísraelar komust í gærkvöldi að samkomulagi um lausn Taba-deilunnar svonefndu. Virðist því ekkert standa í vegi fyrir fundi þeirra Hosnis Mubar- ak, forseta Egyptalands, og Shimons Peres, forsætisráðherra ísraels. Ef af fundi þeirra verður er það í fyrsta skipti í fimm ár sem leiðtogar þessara tveggja ríkja eiga viðræður. Samkomulagið kveður á um að deilan verði sett í gerðardóm og skuldbundu bæði ríkin sig til að hlíta úrskurði hans. Ekki fékkst gefið upp hveijir myndu skipa dóm- inn en sagt var að það yrðu „mjög hæfír lögfræðingar". Ríkin tvö hafa deiit í fjögur ár um yfirráð yfir Taba, sem er eins ferkílómetra stórt svæði á strönd Sínaí-skaga. Hosni Mubarak hafði sagt fund þeirra Peres óhugsandi án þess að Taba-deilan væri úr sög- unni. ísraelar náðu Taba-svæðinu á sitt vald í sex-daga-stríðinu árið 1967. Fyrir milligöngu Bandaríkja- stjómar fengu Egyptar aftur yfir- ráð yfir öllum þeim svæðum, sem þeir misstu, að Taba undanskildu, árið 1979. herþotur hefðu varpað sprengjum i nágrenni borgarinnar og að eld- flaugar skæruliða hefðu valdið miklu tjóni. Abdul Haq, einn helsti herforingi skæruliða, sem nýlega kom til Pak- istan frá Kabúl, sagði fréttamönn- um að frelsissveitir skæmliða hefðu að undanfömu skotið eldflaugum á höfuðborgina á degi hveijum. 1 tilkynningu frá stjórnvöldum í Afganistan sagði að stjómarher- menn hefðu unnið sigur á sveitum skæmliða í Paghman-héraði eftir mjög harða bardaga. Tilkynning þessi var óvenjuleg fyrir þær sakir að viðurkennt var að barist væri í nágrenni höfuðborgarinnar. „Afganska upplýsingaskrifstof- an“ í Peshawar sagði að svo virtist sem frelsissveitimar væm mjög vel skipulagðar og að árásirnar á Kab- úl væm hinar hörðustu í þijú eðá fjögur ár. Morgunblaðið/Júlíus Þyrlan til aðstoðar eftir bílveltu Um klukkan 15 í gær steyptist bifreið fram af veginum í Hvalfirði og hafnaði í fjörunni 50 metr- um neðar. Atburðurinn átti sér stað norðan við Fossá. Karlmaður ók bílnum og hlaut hann nokkur innvortis meiðsl. Þrátt fyrir að svigrúm væri mjög takmarkað gat þyrla Landhelgisgæslunnar lent i fjörunni og flutti hún manninn í sjúkrahús. Daniloff leggur til að honum og Zakharov verði sleppt: Kveðst óttast versnandi samskipti risaveldanna Sovétmenn ekki taldir andvígir hugmyndinni Moskva, AP. BANDARÍSKI blaðamaðurinn Nicholas Daniloff telur unnt að lægja deilur stórveldanna um mál hans. Hann vill að honum og Sovétmanninum Gennadiy Zakharov verði sleppt og þeir fluttir í sendiráð heimalanda sinna þar til réttað verður í mál- Hinsta kveðjan Gyðingarnir, sem myrtir voru í bænahúsi í Istanbúl um síðustu helgi, voru bornir til grafar í gær. Um 1.000 manns komu saman í bænahúsinu til að minnast hinna látnu en að athöfninni lok- inni voru líkin flutt til greftrunar í kirkjugarði gyðinga í Istanbúl. um þeirra. Ruth Daniloff skýrði fréttamönnum frá þessu í gær eftir að eiginmaður hennar hafði hringt til hennar á skrifstofu tímaritsins US News And World Reportí Moskvu. Sagði hún Dani- loff óttast að mál hans myndi spilla fyrir samskiptum stórveld- anna og fyrirhuguðum fundi þeirra Reagans og Gorbachevs. Bandarískir embættismenn íhuga nú kosti og galla hugsan- legra gagnaðgerða gegn Sovét- stjórninni. Ruth Daniloff kvað eiginmann sinn hlynntan því að hann og Zak- harov, sem var formlega ákærður í fyrradag fyrir njósnir í þágu Sov- étríkjanna, fengju frelsi. Lagði Daniloff til að sjálfur yrði hann fluttur í sendiráðið í Moskvu en Zakharov í sendiráð Sovétríkjanna í Washington. KGB-menn hafa jafnan fylgt Daniloff þegar hann hefur fengið leyfi til að hringja í konu sína og kann það að benda til þess að Sovétstjórnin telji hug- myndina ekki fráleita. Frú Daniloff sagði fréttamönnum að eiginmaður sinn væri því enn andvígur að höfð yrðu fangaskipti á honum og Gennadiy Zakharov. Stjórn Ronalds Reagan er mótfallin slíkum skiptum og segir Daniloff saklausan af ákærum um njósnir. í fréttatilkynningu frá Hvíta hús- inu í gær sagði að fangelsun Daniloffs spillti stórlega fyrir bætt- um samskiptum risaveldanna. Sagði ennfremur að mál hans hlyti að verða eitt helsta umræðuefni þeirra aðila sem undirbúa fyrir- hugaðari fund leiðtoga stórveld- anna. Enn hefur ekki verið skýrt frá ákærunni á hendur Gennadiy Zak- harov í sovéskum fjölmiðlum en þeir hafa birt fréttir um mál Dani- loffs. Dagblaðið Sovietskaya Ross- iya sagði í gær að hafin væri „áróðursherferð gegn Sovétríkjun- um á Vesturlöndum". Tass frétta- stofan sagði bandarísku leyniþjón- ustuna CIA oftlega nýta sér blaðamenn til að afla leynilegra upplýsinga. Að sögn ónafngreindra banda- rískra heimildarmanna kann svo að fara að sovéskum sendimönnum hjá Sameinuðu þjóðunum verði vikið úr landi, fáeinum í senn, þar til Daniloff fær frelsi á ný. Líbanon: ísraelar hefna eldflaugaárása Sprengjum varpað á Sidon Sidon, Líbanon, AP. ÍSRAELSKAR herþotur gerðu í gær sprengjuárásir á herbúðir pal- est.ínskra skæruliða skammt frá hafnarborginni Sidon í suðurhluta Líbanons. Að minnsta kosti þrír menn létu lífið og 13 særðust. Atta klukkustundum áður en árásin var gerð var sovéskum eldflaugum af Katyusha-gerð skotið á norðurhluta ísraels. Eldflaugunum var skotið frá Suður-Líbanon og ollu þær miklu tjóni, að sögn talsmanna Israelshers. Aðfaranótt þriðjudags skaut ísra- elskur fallbyssubátur á fjóra Palestínuskæruliða í gúmbát skammt undan strönd Sidon. Einn skæruliði féll í skotbardaganum. ísraelar sögðu skæruliðana hafa ætlað að taka land í Israel og vinna þar hermdarverk. Loftárásin á Sidon var, að sögn talsmanna Israelshers, gerð í hefnd- arskyni við landgöngutilraun skæruliða og eldflaugaárásir þeirra. Lögreglan í Sidon sagði flestar sprengjurnar hafa fallið á iðnaðar- hverfi í borginni. Palestínuskæruliðar hafa oftlega gert eldfalaugaárásir á Israel en þetta er í fyrsta skipti, sem þær valda tjóni. F.nginn lét lífið í árás- inni en nokkrir þurftu á aðhlynn- ingu lækna að halda, að því er sagði í útvarpinu í Israel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.