Morgunblaðið - 11.09.1986, Side 6

Morgunblaðið - 11.09.1986, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 í hringiðunni Því er stundum haldið fram að í fréttum ljósvakafjölmiðlanna sé sjónum beint í of ríkum mæli til átakasvæða jarðarinnar. Er jafnvel staðhæft að fréttamenn risafrétta- stofanna nærist á eymd og volæði mannskepnunnar og allur þessi ósómi slævi sjónvarpsáhorfendur og útvarpshlustendur þannig að þjáningar meðbræðranna hætti smám saman að snerta strenginn í btjóstinu. Má vera, en getum við lokað augunum fyrir þjáningum meðbræðranna? Hvað segir ekki Sigríður Ingvarsdóttir formaður mannréttindasamtakanna Amnesty Intemational hér í blaðinu í gæn Úrræði þeirra sem eru þolendur mannréttindabrota eru fá. Ofureflið sem þetta fólk á við að etja er siíkt að oft verða vamir til þess eins að stjómvöld svara slíku með enn meira harðræði sem aðeins eykur böi hins þjáða. Fjölskyldur þeirra sem þannig er ástatt fyrir eru oft í bráðri hættu. Lögfræðingar sem m.a. hafa það starf að hjálpa fólki að ná rétti sínum hljóta stundum sömu örlög. Þess vegna er það mjög mikilvægt að þetta fólk fái utanað- komandi aðstoð. Nýtt hlutverk Eins og sjá má á þessari lýsingu formanns Islandsdeildar Amnesty Intemational þá eru þeir margir í heimi hér sem mega sín einskis gegn ofríki glæpamannanna á valdastólunum. Eina von þessa þjáða fólks er oft á tíðum kastljós fjölmiðlanna er lýsir upp hin myrku skúmaskot þar sem böðlamir þrífast líkt og rottumar. í ljósi þessa er fréttamönnum alþjóðafjölmiðl- anna ætlað nýtt hlutverk. Þeir eru ekki lengur hlutlausir skrásetjarar atburða heldur í raun og veru bein- ir þátttakendur í leiknum. Þannig sáum við til dæmis í ágætum mið- vikudagsfréttatíma sjónvarps blóðhunda Pinochet troða þing- mönnum inn í lögreglubíla. Sá atburður er þar með skjalfestur og kann fréttamyndin að reynast mik- ilvægt sönnunargagn ef Pinochet verður sóttur til saka fyrir glæpa- verkin. Vissulega er ekki geðslegt að horfa upp á slíkt ofbeldisverk í fréttatímum sjónvarps kvöld eftir kvöld. En getum við setið hjá þegar þjáningar meðbræðranna em svo yfírþyrmandi sem raun ber vitni? ístööugri hœttu Handtaka bandaríska blaða- mannsins Nicholas Daniloff er skýrt dæmi um hvílík ógnun fréttamenn eru orðnir hinum purkunarlausu valdsmönnum. Einræðisherramir í Moskvu eru dauðhræddir um að glæpaverk þeirra í Afghanistan verði heyrumkunnugt og því ákæra þeir Daniloff fyrir njósnir. Eftirleik- urinn er auðveldur alræðisstjóminni því hún ræður dómsstólunum og getur því hagað réttarhöldunum að vild. Hinn frjálsi heimur verður að taka höndum saman gegn alræðis- stjóminni í Moskvu og knýja hana til að leysa Daniloff úr haldi því annars er mikil hætta á að aðrar kúgunarstjómir sjái sér leik á borði að handtaka fréttamenn eða myrða undir því yfírskyni að þeir séu njósnarar. Hugsum til allra þeirra kúguðu meðbræðra okkar og systra er dvelja í myrkum dýflissum á geðveikrahælum í þrælkunarbúðum og eiga máski allt sitt undir því að fréttamenn nái til þeirra með myndavélamar eða segulbandsupp- tökutækin. Kúgunaröflin verða æ hræddari við hið ftjálsa orð og því má búast við að þau beiti senn fréttamenn alþjóðafréttastofanna meira harðræði en tíðkast hefur. En framrás sögunnar verður eigi stöðvuð. í krafti hinna frjálsu al- þjóðaflölmiðla og aukinnar upplýs- ingar almennings verður harðstjór- unum og kúgurunum velt úr sessi og lýðræðið kemst á um veröld víða. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Eskifjörður 200 ára 22— í kvöld verður flutt á rás 1 dagskrá í tilefni 200 ára afmælis Eskifjarð- arkaupstaðar. Einar Bragi og Hilmar Bjamason ætla í sameiningu að rekja sögu staðarins. Flutt verður brot úr hátíðardagskránni frá 18. ágúst sl. og ennfremur mun Eskjukórinn syngja, en sú upptaka er frá því er forseti íslands kom í heimsókn þann 21. ágúst. Við sama tækifæri var frumflutt lag og ljóð til Eskifjarðar sem Georg Halldórsson söng. Umsjón með þættinum hefur Inga Rósa Þórðardóttir. Torgið ■■^M í þættinum á ■| 745 fimmtudögum verður fjallað um tómstundaiðju al- mennt. Byijað verður á því að fjalla um nám og námskeið sem hefja göngu sína nú á haustdögum. Fyrst verður grennslast fyrir um list- nám, þ.e. í myndlist og tónmennt. Rætt verður við kennara í þeim greinum um uppbyggingu námsins og gildi þess. Síðar verður sagt frá öðrum þáttum tómstundanáms, svo sem tungumálanámi, hand- mennt, tölvunámi o.fL Umsjón annast Óðinn Jónsson. Vinsældalisti rásar 2 2022 Vinsældalisti rásar 2 verður leikinn í kvöld, fimmtudagskvöld, eins og venja er. Eins og margir eflaust muna varð mikið íjaðrafok út af lagi Skrið- jöklanna, „Hestinum". Skriðjöklamir heimsóttu rás 2 eitt fimmtudagssíð- degið og mun sá fundur hafa orðið nokkuð söguleg- ur. Á meðfýlgjandi mynd má sjá hvemig Helgi Már Barðason reynir að veijast þegar sveitungi hans, Jak- ob Jónsson Skriðjökull, reynir að gefa honum ein- tak af plötunni Manstu eftir Berlín bollan ðfn. Fimmtudagsleikrit Ríkisútvarpsins: Skóarakonan dæmalausa ■■■■ Fimmtudags- 90 00 leikrit Ríkisút- " O varpsins að þessu sinni er gamanleik- ritið Skóarakonan dæma- lausa, eftir Frederico Garcia Lorca, í þýðingu Geirs Kristjánssonar. Leikritið gerist í spænsku sveitaþorpi þar sem allir fylgjast grannt með náunganum. Hinn ráð- setti skóari þorpsins hefur kvænst ungri skapmikilli konu sem karlmennimir þrá en konumar hata. Einn góðan veðurdag er hinn friðsami skóari búinn að fá nóg af þorpsslúðrinu og heimiliseijunum og tekur til sinna ráða. Leikstjóri er Helgi Skúlason en með aðalhlut- verk fara Guðrún Þ. Stephensen, Þorsteinn Ö. Stephensen, Róbert Am- finnsson, Valur Gíslason og Valgerður Dan. Leikritið var frumflutt árið 1967. UTVARP FIMMTUDAGUR 11. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Hús 60 feðra" eftir Meindert Dejong. Guðrún Jónsdóttir les þýðingu sína (11). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Söngleikir á Broadway '86. Sjötti þáttur: „Dames at Sea". Umsjón: Árni Blan- don. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn - Efri ár- in. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 14.00 Miödegissagan: „Ma- hatma Gandhi og lærisvein- ar hans'' eftir Ved Mehta. Haukur Sigurðsson les þýð- ingu sina (11) 14.30 ílagasmiöjuJennaJóns. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Svæðisútvarpi Reykjavíkur og nágrennis. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Strengjakvartettar eftir Dmitri Sjostakovitsj. Kvart- ett nr. 4 í D-dúr op. 83. Saulesco-kvartettinn leikur. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpiö. Umsjón: Vernharður Linnet og Sigur- laug M. Jónasdóttir. 17.45 Torgið — Tómstunda- iðja. Umsjón: Óðinn Jóns- son. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Skóarakonan dæmalausa" eftir Federico Garcia Lorca. Þýðandi: Geir Kristjánsson. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Guð- rún Þ. Stephensen, Þor- steinn Ö. Stephensen, Valgerður Dan, Valur Gísla- son, Jón Aðils, Pétur Einars- son, Borgar Garðarsson, Anna Guömundsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Mar- grét Magnúsdóttir og Helga Kristin Hjörvar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Eskifjörður i 200 ár. Dagskrá í tilefni af því að liðin eru 200 ár frá þvi að Eskifjöröur fékk fyrst kaup- staöarréttindi. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 23.00 Á slóöum Jóhanns Se- bastians Bach. Þáttaröð eftir Hermann Börner frá austur-þýska útvarpinu Sjötti og síöasti þáttur. Jór- unn Viöar þýðir og flytur. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SJÓNVARP 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Maríanna Friðjónsdóttir. 19.25 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet Babies) Áttundi þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnað Hljómsveitin Röddin kynnt. Umsjón: Jón Gústafsson. FOSTUDAGUR 12. september Stjórn upptöku: Bjöm Emils- son. 21.05 Bergerac Áttundi þáttur. Breskur sakamálamyndaflokkur í tíu þáttum. Aðalhlutverk John Nettles. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Seinni fréttir 22.05 Launráð í Vonbrigöa- skarði (Breakheart Pass) Banda- rískur vestri frá 1975, geröur eftir samnefndri spennusögu eftir Alistair MacLean. Leikstjóri Tom Gries. Aðalhlutverk: Charles Bronson, Ben Johnson, Richard Crenna og Jill Ire- land. Sagan gerist árið 1873. Járnbrautarlest er á leið til umsetins virkis með liðsauka. Meðal farþega eru einnig samsærismenn um rán og smygl og harösnúinn spæjari sem settur hefur verið þeim til höfuðs. Þýð- andi Björn Baldursson. Atriði í myndinni eru ekki viA hæfi ungra barna. FIMMTUDAGUR 11. september 9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs Tómassonar, Gunnlaugs Helgasonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Elisabet Brekkan sér um barnaefni kl. 10.05, 12.00 Hlé. 14.00 Andrá Stjórnandi: Ragnheiður Dav- iðsdóttir. 15.00 Sólarmegin Þáttur um soul- og fönktónlist í umsjá Tómasar Gunnars- sonar. (Frá Akureyri). 16.00 Hitt og þetta Stjórnandi: Andrea Guð- mundsdóttir. 17.00 Gullöldin. Vignir Sveinsson kynnir lög frá sjöunda áratugnum. FIMMTUDAGUR 11. september 6.00—7.00 Tónlist i morg- unsárið Fréttirkl. 7.00. 7.00—9.00 Á fætur með Sig- urði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin, og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 9.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræðir við hlustendur til há- degis. Fréttir kl. 10.00. 11.00 og 12.00. 12.00-14.00 Á Hádegis- markaði með Jóhönnu Harðardóttur. Jóhanna leik- ur létta tónlist, spjallar um 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Leopold Sveinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Um náttmál Jónatan Garðarsson sér um þáttinn. 22.00 Rökkurtónar Stjómandi: Svavar Gests. 23.00 Heitar krásir úr köldu stríði „Napur gjóstur næddi um menn og dýr. — Ár almyrkv- ans." Sjöttj þáttur. Umsjónar menn: Magnús Þór Jónsson og Trausti Jónsson. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr- ir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyr ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. neytendamál og stýrir flóa- markaöi kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrimur Thorsteinsson i Reykjavík síðdegis. Hallgrimur leikur tónlist, litur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.30 Jónína Leós dóttir á fimmtudegi. Jónina tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist eftir þeirra höfði. 21.30—23.00 Spurningaleik- ur. Bjarni Ó. Guömundsson stýrir verðlaunagetraun um popptónlist. 23.00—24.00 Vökulok. Frétta menn Bylgjunnar Ijúka dagskránni með frétta- tengdu efni og Ijúfri tónlist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.